Morgunblaðið - 28.11.1991, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 28.11.1991, Blaðsíða 1
72 SIÐUR B 272. tbl. 79. árg. FIMMTUDAGUR 28. NÓVEMBER 1991 ^rentemiíya^lor^unblaðsins Armenía-Azerbajdzhan: Forsetar lýðveldanna fallast á frið- arviðræður Moskvu. Reuter. FORSETAR Armeníu og Az- erbajdzhans, Levon Ter-Petr- osjan og Ajaz Mútalíbov, féllust í gær á að hefja friðarviðræður og sagði Míkhaíl Gorbatsjov Sovétforseti eftir fund sovéska ríkisráðsins að með því hefði dregið úr stríðshættu á landa- mærum lýðveldanna. Forsetarnir féllust á þá tillögu ríkisráðsins að hefja tvíhliða frið- arviðræður, annars vegar milli for- setanna tveggja og hins vegar milli viðræðunefnda lýðveldanna þar sem fulltrúar frá Rússlandi og Kazakhstan myndu miðla mál- um. Ríkisráðið lagði til að reynt yrði að draga úr líkum á opinni styrj- öld milli Armeníu og Azerbajdz- hans með því að fjölga í sérsveitum sovéska innanríkisráðuneytisins á átakasvæðum í Nagorno-Kara- bakh, sjálfstjómarsvæðinu um- deilda í Azerbajdzhan sem byggt er Armenum að mestu leyti. Einnig lagði ríkisráðið til að þing lýðveldanna tveggja aftur- kölluðu ákvörðun sína um að taka öll völd í sjálfstjómarlýðveldinu N agorno-Karabak. Reuter Leiðtogi Khmeranna flýr Phnom Penh alblóðugur Khieu Samphan, leiðtogi Rauðu Khmeranna, fékk óblíðar mótttökur er hann kom í gær til Phnom Penh, höfuðborgar Kambódíu. Andstæð- ingar hans efndu til mikilla mótmæla, kveiktu í heimili hans og hugð- ust ganga af honum dauðum en hermenn komu Khieu til bjargar og hjálpuðu honum alblóðugum að komast aftur úr landi. Myndin var tek- in er hann klifraði um borð í brynvagn og á innfelldu myndinni má sjá blóðtaumana niður andlit Khieu. Sjá „Flýði burt frá Phnom Penh alblóðugur...” á bls. 28. ísraelar hafna framhaldsviðræðum um frið í bili: Bandaríkjastjóm neitar að breyta fundarboðinu Jerúsalcm, Aninmn, Washington. Reuter. BANDARÍKJASTJÓRN segist ekki getað breytt þeirri ákvörðun sinni að bjóða ísraelum og aröbum til framhaldsviðræðna um frið í Was- hington 4. desember. Að sögn Margaret Tutwiler, formælanda banda- ríska utanríkisráðuneytisins, munu Bandaríkjamenn halda áfram undirbúningi til þess að allt verði til reiðu að hefja samningaviðræð- ur næstkomandi miðvikudag. Israelsstjórn ákvað í gær að hafna í bili boði Bandaríkjamanna um framhaldsviðræður og heimildarmenn í ísrael sögðu að farið yrði fram á að þær hæfust ekki fyrr en eft- ir trúarhátíð gyðinga, Hanukka, sem lýkur 9. næsta mánaðar. „Þetta er mjög slæmt, ég sé ekki hvaða markmiði það á að þjóna,” sagði aðalsamningamaður Palestínumanna á ráðstefnunni í Madrid, sem lagði grunn að viðræðunum. Abdel al-Shafi neitaði í gær að tjá sig um það hvort fresturinn sem Israelar krefjast myndi verða til þess að Palestínumenn hættu við þátttöku. Hann sagðist vona að Bandaríkjastjórn breytti afstöðu sinni til vegabréfsáritunar PLO- mannanna. Sjá „Bush Bandaríkjaforseti vill samninga um Golanhæð- irnar” á bls. 28. Andstæðing- ar Saddams fái hernað- araðstoð Washingfton. Reuter. CLAIBORNE Pell, formaður ut- anríkisnefndar öldungadeildar Bandaríkjaþings lagði í gær til að viðskiptabanni Sameinuðu þjóðanna (SÞ) gegn írak yrði fylgt betur eftir og íröskum stjórnarandstæðingum yrði veitt hernaðaraðstoð til þess að koma Saddam Hussein forseta frá. í skýrslu sem utanríkisnefndin sendi frá sér í gær er því haldið fram að Irakar hafi brotið gegn ákvæðum vopnahléssamkomulags SÞ, sem batt enda á Persaflóastríð- ið, með því að flytja mikið af vörum og tækjum yfir landamærin til ír- ans. Þar hafi varningurinn verið seldur á verðlagi sem tíðkaðist helst á brunaútsölu. Segir í skýrslunni að jafnvel heilu verksmiðjurnar hefðu verið teknar niður og smyglað yfir til írans. Hefðu flutningarnir farið fram um svæði sem Kúrdar réðu í írak. Full- trúi nefndarinnar hafi t.d. séð rúm- lega 30 stórar gröfur, sjö risastóra krana, skóflur og hundruð þunga- flutningabíla í borginni Haj Omran á landamærum írans og íraks. Þá liefði löng röð vörubifreiða hlöðnum vélum og tækjum beðið þess að komast yfir landamærin. Að hluta kunni að hafa verið um stolinn varn- ing að ræða en uppistaðan hafi ver- ið frá svæðum sem herir Saddams hefðu á valdi sínu. í skýrslunni er sagt að íraskir stjórnarandstæðingar sem gjör- þekki jórdönsk efnahagsmál haldi því fram að engir séu þó fremri Jórdönum í því að bijóta vopnahlés- samkomulag SÞ. Loks kemur fram í skýrslunni að fjöldagrafir hefðu fundist í Kúrdist- an að undanförnu sem þykir benda til þess að allt að 182.000 Kúrdar, sem talið var að hefðu verið fluttir til suðurhluta íraks eftir 1988, hefðu verið myrtir. Adel Abba, leiðtogi íraska komm- únistaflokksins, sagði í gær að ýmis samtök íraskra stjórnarandstæð- inga áformuðu að herða baráttuna gegn Saddam og stjórn hans á næstunni. Nefnd sem falið hefði verið að samræma aðgerðir myndi senn hittast í írak til þess að leggja á ráðin gegn Saddam. Heimildarmenn í Israel sögðu að jafnframt því sem ísraelar vildu að viðræðunum yrði frestað myndu þeir krefjast þess að þær yrðu flutt- ar fljótlega til vettvangs í Miðaust- urlöndum. Þeirri kröfu hafa arabar áður hafnað. Samningamaður Pal- estínumanna, Haidar Abdel al- Shafi, fordæmdi yfirlýsingu ísraela og sagðist halda að ríkisstjórn Yitz- haks Shamirs væri með þessu að- eins að tefja fyrir viðræðunum. „Hvað er hægt að gera ef þeir eru ófærir um að taka ákvörðun?” spurði al-Shafi. Tutwiler, sagði í gær að Banda- ríkin myndu ekki sætta sig við nein skilyrði af hálfu viðræðuaðila. Að- eins Jórdanir og Líbanir hafa til þessa tekið boði Bandaríkjamanna um framhaldsviðræður í Washing- ton. Sýrlendingar hafa ekki svarað enn og Palestínumenn hafa að vísu ákveðið að taka boðinu en vilja að ráðgjafar úr röðum liðsmanna Frelsissamtaka Palestínu (PLO) fái vegabréfsáritun til Bandaríkjanna, svo að þeir geti þannig tekið óbein- an þátt í viðræðunum. Israelar neita að ræða við PLO sem þeir álíta hryðjuverkasamtök. Talið er að yf- irlýsing Tutwilers um skilyrði merki að áðurnefndir ráðgjafar PLO fái ekki vegabréfsáritun. Bandaríkin slitu samningaviðræðum við PLO í fyrra í mótmælaskyni við árásir eins skæruliðahóps samtakanna á baðstrandargesti í ísrael. Yance undirbýr komu frið- argæslusveita til Júgóslavíu New York. Reuter. ÖRYGGISRÁÐ Sameinuðu þjóðanna (SÞ) samþykkti einróma í gærkvöldi að senda Cyrus Vance, sérlegan fulltrúa sinn, til Júgó- slavíu til þess að undirbúa hugsanlega komu friðargæslusveita SÞ til átakasvæða i Króatiu. Vance mun eiga viðræður við fulltrúa Serba og Króata og að þeim loknum leggja á ráðin um hvort öryggisráðið eigi að verða við óskum stríðsaðila og senda friðargæslusveitir til Júgóslavíu. Heimildarmenn hjá öryggisráð- inu sögðu í gærkvöldi að Vance aðhylltist að friðargæslusveitum yrði komið fyrir við helstu átaka- svæði. Sendiherra Júgóslavíu hjá Sameinuðu þjóðunum fór í gær fram á íhlutun SÞ í landinu. Sam- bandsherinn ræður stórum hluta Króatíu og vilja Serbar að friðar- gæslusveituin verði komið fyrir á mörkum yfirráðasvæðanna en Króatar vilja að þær taki stöðu á upprunalegum landamærum Króatíu og Serbíu. Vance, fyrrum utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, fékk Serba og Króata um helgina til þess að fallast á nýtt vopnahlé og hefur það í megin atriðum haldist. í samþykkt öryggisráðsins var hvatt til þess að deiluaðilar í Júgó- slaviu virði að fullu ákvæði vopna- hléssamkomulagsins. í því felst að þjóðvarðiið Króatíu aflétti um- sátri um herstöðvar sambands- hersins og að Serbar hefji brott- flutning hersins frá Króatíu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.