Morgunblaðið - 28.11.1991, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 28.11.1991, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. NÓVEMBER 1991 Svanborg Sighvats- dóttir — Minning Fædd 3. desember 1930 Dáin 21. nóvember 1991 Mig langar til að minnast elsku- legrar mágkonu minnar nokkrum orðum, nú þegar leiðir skilja um sinn. Alltaf kemur maðurinn með ljá- inn okkur á óvart. Auðvitað vissi ég að Svana var mikið veik og mátti því búast við kalli hans hve- nær sem var, en það breytir því ekki að fyrstu viðbrögð urðu undrun og sorg en um leið er ég þakklátur fyrir það að hún skyldi ekki þurfa að þjást lengur. Umgjörðin er einföld. Svana, eða Erla Svanborg, eins og hún hét fullu nafni var fædd í Reykjavík 3. desember 1930, dóttir Guðrúnar Þorsteinsdóttur og Sighvats Jóns- sonar. Þau voru ógift og Sighvatur drukknaði kornungur og ókvæntur. Guðrún giftist Njáli Guðnasyni, verkstjóra og eignaðist Svana þá 3 hálfsystkini, þau Áma Theódór, Önnu Gerði og Sigrúnu Agnesi. Atvikin höguðu því hins vegar svo til að Svana var alin upp af móðurömmu sinni og afa, þeim Agnesi Theódórsdóttur og Þorsteini Þorkelssyni. En fjölskyldumar bjuggu í sama húsi lengst af og því var mikið samband milli Svönu og hálfsystkina hennar. Svana starfaði eftir að lögbund- inni skólagöngu lauk í Kexverk- smiðjunni Fróni, þar til hún giftist og stofnaði heimili. Árni 1956 gift- ist hún Haraldi Jónssyni bifreiðar- stjóra, sem lést í apríl á síðasta ári. Hjónaband þeirra var farsælt og mátti ævinlega glöggt fínna hversu hlýtt var á milli þeirra. Þau eignuðust 2 böm, Auði Ágnesi, sem Honda 91 Accord Sedan 2,0 EX Tilboð Sjálfsk. EX kr. 1.492 GREIÐSLUSKILMÁLAR FYRIRALLA (H VATNAGÖRÐUM 24 RVIK., SIMI 689900 er starfsmaður á barnaheimili og Þorstein Jón, kjötiðnaðamema. Auður er í sambúð með Ingva Pét- urssyni, og eiga þau einn son, Har- ald. Sambýliskona Þorsteins er Bjamey Þórarinsdóttir. Amma Svönu, Agnes, var á heim- ili þeirra Halla þar til hún lést 1969. Síðar starfaði Svana sem dag- móðir, aftur Í.Fróni og að lokum við ræstingar á geðdeildum Land- spítalans. Svana var frábær dagmamma, sinnti börnunum af einstakri alúð og hugsaði um þau eins og hún ætti þau sjálf. Hún söng mikið með þeim og kenndi þeim vísur og vers, dansaði, litaði og kenndi þeim ýmis- legt, sem hún áleit að börnum væri hollt og gott. Enda höfðu mörg daggæslubarna hennar samband við hana löngu eftir að hún hætti að gæta þeirra. Þegar eldri sonur okkar hjóna var nokkurra mánaða sárvantaði okkur skyndilega gæslu fyrir hann, þar sem tengdamóðir mín og móðir Svönu, sem gætt hafði drengsins, fékk skyndilega hjartaáfall. Þá var leitað á náðir Svönu og sem endra- nær brást hún vel við og tók stráksa í gæslu, þrátt fyrir það að þá hafði hún um nokkurra ára skeið ekki sinnt ungbörnum. Nokkrum árum síðar vorum við hjón á ný í svip- aðri aðstöðu, vantaði þá gæslu fyr- ir báða syni okkar og aftur kom Svana til hjálpar. í tvö ár kom hún á heimili okkar og hugsaði um drengina hálfan daginn. Svana var einstaklega bóngóð og hjálpfús í alla staði, við fjölskyld- umeðlimi sem vini. Þó má segja að við höfum flestum öðrum notið þessa, ekki síst þessi ár sem hún kom heim og passaði fyrir okkur. Hún annaðist og hugsaði um dreng- ina eins og hún ætti þá sjálf, kall- aði þá enda oft fóstursyni sína. í raun má segja að í Svönu og Halla, manni hennar, hafi þeir átt auka ömmu og afa. Iðulega fengu þeir að gista hjá henni þegar við fórum Veljið aðeins það besta — veljið heildarlausn frá Gustavsberg í baðherbergið Gustavsberg Fæstíhelstu igarvöruvers umlandallt. Spádómarnir rætast I ■ út að skemmta okkur og oft var gist hjá þeim í Þórufellinu án þess að beint tilefni væri til. Þó ekki kæmi annað til en ástúð og elskusemi Svönu gagnvart son- um mínum, hefði það dugað til að vera í ævarandi þakkarskuld við hana. En Svana var líka konu minni afskaplega góð stóra systir, en milli þeirra voru 23 ár, og mér notaleg og ljúf mágkona. Á heimili þeirra Halla var ævinlega gott að koma og staldra við stundarkom. Sem dæmi um samviskusemi og um- hyggju hennar dettur mér í hug lít- ið dæmi. Seinna haustið sem hún passaði strákana heima hjá okkur, tók hún upp á því að koma ailt að hálftíma fyrr en þörf var á á morgnana. Við fómm að velta því fyrir okkur hvers vegna hún væri að þessu og spurð- um Svönu einhvem daginn, hvers vegna hún væri að rífa sig svona óþarflega snemma af stað. Jú, ástæðan var sú að hún hafði upp- götvað það að við notuðum ekki vekjaraklukku og Svana var sífellt hrædd um að við myndum þar af leiðandi sofa yfir okkur og hún ætlaði sko að gera sitt til þess að við kæmum ekki of seint til vinnu, en það áleit hún næstum dauða- synd. Svo í öryggisskyni kom hún það snemma að hún gæti þá vakið okkur ef svo illa hefði farið. Eg sagði áðan að umgjörðin væri einföld. Rétt er það. Svana vann ef til vill engin þau afrek sem vani er að tíunda opinberlega, tók ekki þátt í félagsstarfsemi eða lét á sér bera. En hún vann öll sín verk, hvort sem var innan eða utan heimilis, af stakri trúmennsku og alúð. Trú þeirri sannfæringu sinni að menn ættu alltaf að gera allt eins vel og þeir gætu og helst að- eins betur. Þetta sama viðhorf reyndi hún að kenna „fósturböm- um” sínum og bömum sínum var hún góð móðir og eiginmanni góð eiginkona. Hún var afskaplega vin- aföst og átti létt með að umgang- ast fólk á öllum aldri. Aldrei gleymdi Svana nokkrum afmælis- degi í fjölskyldunni og kom ævin- lega færandi hendi. Og það var allt- Minning: Marteinn Stefánsson Fæddur 15. febrúar 1910 Dáinn 18. nóvember 1991 Mánudaginn 18. nóvember síð- astliðinn, þegar ég kom heim, tók eldri sonur minn á móti mér og sagði: „Þú skalt drífa þig upp á spítala, hann afi er dáinn.” Fréttin kom eins og reiðarslag. Þótt faðir minn hefði veikst þrem dögum áður og verið lagður inn á spítala, áttum við ekki von á öðru en að hann næði sér og kæmist heim fljótlega. Honum hafði aldrei orðið misdæg- urt ef undan er skilin flensa, sem hann fékk 1969, svona ámóta smá- veikindi og eru árlegur viðburður hjá flestum. Nei, hann hafði aldrei veikst og stóð alltaf eins og klett- ur, var skapmikill, frár á fæti, stór og sterkur svo til þess var tekið. Jafnvel á spítalanum, þessa fáu daga sem hann dvaldi þar var hann hinn kátasti og klukkutíma áður en hann dó lék hann á als oddi. Þótt hann væri tæplega 82ja ára datt engum í hug að hann væri á förum. En lífið er víst svona, sjá horfa á björtu hliðamar. Hann kvaldist ekkert, vissi ekki einu sinni að hann væri alvarlega veikur, ekki frekar en við hin, og hann þurfti aldrei að upplifa það að verða sjúkl- ingur og upp á aðra kominn. Það hefði orðið honum erfitt. Við sem eftir lifum erum ringluð og eigum erfitt með að trúa því að hann sé í raun dáinn, eins og sonur minn, nafni hans sagði: „Þetta er alveg eins og draumur, en það getur ekki verið að alla sé að dreyma sama drauminn.” Pabbi var tvíkvæntur og eignað- ist 6 börn, sem öll eru á iífi nema telpa, sem dó í bernsku. Barnabörn- in eru 17 og barnabarnabörnin 16. Hann var fæddur og uppalinn á Krókvelli í Garði, næst yngstur af stórum systkinahópi. Þeir voru fimm bræðumir og systurnar fimm auk uppeldissystur. Samstilltur og samheldinn hópur, sem allur er genginn nema tvær systur. Á langri ævi kom hann víða við. Hann stundaði sjó um tíma, var grafari, var harmonikkuspilari og spilaði á böllum, vann við járnabind- ingar, starfaði lengi sem múrari o.fl. en síðustu 30 árin eða svo var hann með sjálfstæðan atvinnurekst- ur. Hann vann einn við hönnun og framleiðslu á ótrúlegustu hlutum, sem sumir hveijir urðu geysivinsæl- ir. Auk þess leituðu ýmsir til hans með ólíklegustu verkefni, bæði ut- anaðkomandi aðilar og fjölskyldan. Það var hreinlega allt sem lék í höndunum á honum. Áhuginn á því sem hann fékkst við hverju sinnni var svo mikili að stundum mátti hann varla vera að því að koma í mat og kaffi. Tvisvar man ég þó eftir því að hann sæi _sér fært að taka sér smá sumarfrí. í fyrra skipt- ið þegar ég var 7 ára, í síðara skipt- ið þegar ég var 25 ára. Við áttum sumarbústað sem hann byggði og vann við með sömu eljuseminni og hann vann annað. Áhuginn, kraft- urinn og orkan sem einkenndu hann voru með ólíkindum, svo og verk- lagnin, starfsgleðin og fjölhæfnin. Seinustu tvö árin sem hann lifði fór hann þó að vera minna í „skúrnum” en þó var hann enn að taka að sér smáverkefni fyrir fólk sem leitaði til hans með ýmislegt smálegt. Hann var líflegur og skrafhreifinn og börn hændust að honum. Allir þessir eiginleikar hafa skilað sér til afkomendanna í mismiklum mæli að vísu, en samt fékk hver sitt. Þótt faðir minn blessaður væri ekki mikið fyrir ræður og síst af öllu lofræður um sjálfan sig þá gat ég ekki látið hjá líða að skrifa þess- ar línur í minningu hans. Megi minning hans lifa, hvíli hann í Guðs friði. fna. Kallið er komið, komin er nú stundin. Vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinimir kveðja, vininn sinn Iátna, er sefur hér hinn síðasta blund. V. Briem. Mig langar með þessum orðum að minnast pabba sem lést snögg- lega þann 18. nóvember sl. á Landa- kotsspítala á áttugasta og öðru ald- ursári. Hann var ungur í anda þótt gamall væri. Pabbi var þúsundþjal- asmiður og vann í bílskúrnum heima frá því ég man eftir mér. Hann var mikill handverksmaður og bjó til hina ýmsu hluti í renni- bekknum sínum. Með þessum stóru grófu höndum sem hann hafði gat hann búið til jafnt smáa sem stóra hluti. Þetta var síðan sprautað með lakki í hinum ýmsu litum. Við vin- konurnar ætluðum einu sinni að kaupa okkur naglalakk, þá kom pabbi til okkar og sagði: „Það er af haldið upp á afmælin hjá Svönu og Halla og ánægðust var hún ef allir komu. Því fleiri, því betra. Þó fer því fjarri að lífið hafi ein- ungis verið dans á rósum hjá þess- ari smávöxnu, kviku og hláturmildu konu. Uppvaxtar- og unglingsárin hafa áreiðanlega verið erfið stúlku með svo alvarlegan fæðingargalla sem Svana var með, og sem lýtti hana töluvert og olli henni ýmsum óþægindum. En hún lét þá erfið- leika ekki buga sig, heldur leit á björtu hliðarnar. I þó nokkur ár stóð hún við hlið mannsins síns er hann barðist við bæði krabbamein og kransæðastíflu. Síðustu árin var Svana sjálf orðin mikill sjúklingur, bæði Alzheimer- og nýrnasjúkling- ur. Því miður ráða læknavísindin ekki ennþá við þann erfiða hrörnun- arsjúkdóm. En þegar hún var orðin veik, launuðu börnin hennar henni alla hennar ástúð og umhyggju. Það var aðdáunarvert að fylgjast með því hve vel þau hugsuðu um hana og vildu allt fyrir hana gera. Síð- ustu mánuðina var Svana rúmföst á öldrunarlækningadeild Landspít- alans i Hátúni og naut þar góðrar umönnunar starfsfólks uns yfir lauk. Ég vænti þess að Svana hafi fengið góða heimkomu og á móti henni hafi tekið þeir ættingjar hennar, sem henni þótti vænst um og farnir voru á undan yfir móðuna miklu. Hvíli mín kæra mágkona í friði og hafi hún þökk fyrir allt. Ingólfur Már nú meira bruðlið að eyða peningun- um í svona hluti sem ég get búið til handa ykkur”. Ekki hefði úrvaið verið meira hvað litina varðar í nokkurri verslun. Hann var ekki seinn að blanda í tvö tóm glös sitt hvom litinn og sagði svo: Þá er það tilbúið. En endingin var meiri en mann hafði grunað, ekki dugði minna en terpentína til að ná því af eftir langan tíma. Einnig bjó pabbi til plötur á graf- reiti. Við áttum sumarbústað við Elliðavatn. Þegar ég var yngri og þar dvöldum við yfir sumartímann. Pabbi hafði gaman af garðyrkjunni og húsasmíðinni með okkur systr- unum. Þarna smíðuðum við okkur hús og seinna búð. Þangað fengum við að taka vini okkar með og áttu margir glaðan dag og góðar minn- ingar þaðan. Gestagangur var mik- ill, eins og sést á gestabókinni frá þeim tíma. Já, það er svo sannar- lega margs að minnast í sambandi við þennan sérstaka mann. Pabbi hafði ánægju af því að aðstoða þá sem komu til hansí skúrinn. Margir lögðu leið sína þangað með gamla muni sem þurfti að lagfæra. Var hann alltaf boðinn og búinn til að aðstoða og hafði gaman af. Sumir lögðu leið sína til hans fyrir forvitni sakir og tók hann því alltaf vel. Oft var komið við í skúrnum til að fá sér kandís, en það var eitt af því sem alltaf var til. Nú seinni árin var þó farinn að vera til bijóst- sykur, en það var eftir að ég óx úr grasi. Með honum fer listrænn og handlaginn maður sem lét lítið yfir sér og hafði ekki mörg orð um hlutina. Far þú í friði friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. V. Briem. Sigríður Marteinsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.