Morgunblaðið - 28.11.1991, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 28.11.1991, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. NÓVEMBER 1991 Rithöfundarnir Maj Sjöwall og Tomas Ross: Skrifa tvær útgáf- ur af sömu sögu Rithöfundarnir Maj Sjöwall og Tomas Ross voru á dögunum staddir á Islandi í tilefni af útgáfu bókar þeirra „Konan sem líkt- ist Grétu Garbo”. Tomas hefur skrifað 10 spennusögur í heima- landi sínu Hollandi og j'afnframt unnið að kvikmyndagerð en Maj er fyrst og fremst þekkt fyrir sagnaflokkinn „Skáldsaga um glæp” sem hún samdi í félagi við eiginmann sinn Per Wahlöö. Níu af tíu sagnanna hafa komið út á íslensku. Þráinn Bertelsson, rithöfundur og kvikmyndaleikstjóri, þýddi fyrstu þrjár bækurnar en Ólafur Jónsson, bókmenntafræðingur og gagnrýnandi, hinar siðari. Blaðamaður hitti rithöfundana að máli í miðbæ Reykjavíkur og forvitnaðist fyrst um hvernig tveir rithöfundar í sitt hvoru landinu færu að því að semja eina bók. „Jú, því er þannig farið,” svar- aði Tomas, „að annað okkar fær hugmynd og ber hana undir hitt. Þá taka við langar umræður um söguþráðinn og alls kyns smáatr- iði, ~sem þarf að samræma. Við þurfum að komast að niðurstöðu um hvernig fólk lítur út, er per- sóna til dæmis með gleraugu, er hún með dökkt hár eða lendir hún ef til vill í ástarævintýri. Ótal atr- iði af þessu tagi mætti telja upp,” sagði Tomas og lagði mikla áherslu á að þessi hluti taki langan tíma. „Við höfum oft ólíkar skoðanir á þessum málum sem ég hugsa að helgist að hluta til af því að við komum frá tveimur ólíkum löndum og tveimur ólíkum menningar- heimum sem þarf að koma fyrir í einni bók.” Þegar komist hefur verið að samkomulagi um söguþráðinn er gerð beinagrind af bókinni og ákveðið hvað á að gerast í hveijum kafla. „Að því loknu setjumst við niður, hvort í sínu lagi, og skrifum kafla um okkar persónu,” sagði Tomas. „Ég skrifaði kynningu á hollenskum bílasala, sem ég hafði valið mér, en Maj sagði frá sænsk- aftur á móti að fá upplýsingar um skrítna fólkið sem býr undir vind- myllunum í Hollandi,” sagði hann og kímdi. Bæði lögðu áherslu á að þó útgáfurnar séu tvær sé sag- an sú sama. Bækur Maj og Per hafa þótt sýna nokkuð raunsæja mynd af lífi lögreglumanna í stór- borg. Maj var spurð hvernig rithöf- undur geti gefið slíka mynd af raúnveruleika sem hann þekki ekki af eigin raun. „Þegar við byijuðum að skrifa sögurnar höfðum við sambönd í sænsku lögreglunni sem hjálpuðu okkur töluvert," sagði Maj, „en blöðin hjálpuð okkur einnig ótrú- lega mikið. Maður getur komist að heilmörgu ef maður les þau nógu vel,” sagði hún og benti á að nýja bókin væri töluvert ólík bókunum um Martin Beck, lögre- gluforingja, og félaga hans í sænsku lögreglunni. „Þær bækur áttu að gefa raunsanna mynd af lífi lögreglumanna, sem mér skilst af sænskum lögreglumönnum að hafi tekist, en söguþráður þessarar er meiri fantasía þó umhverfi og persónur séu raunsæjar.” Maj og Tomas vinna nú saman að nýrri spennusögu en Maj sagð- ist einnig vera með eigin skáldsögu í vinnslu. Sagan er um miðaldra konu sem býr í Stokkhólmi. Saman hafa Maj og Tomas valið spenni- sögur til þýðingar fyrir hollenskan útgefanda í nokkur ár. Tomas Ross og Maj Sjöwall. um blaðamanni. Aðalvandamálið kom ekki upp fyrr en persónumar tvær hittust. Hver átti að skrifa þann kafla? Á endanum varð úr að Maj skrifaði kaflann á sænsku, faxaði hann til HoUands þar sem textinn var lauslega þýddur á hol- lensku, og ég endurskrifaði hann á hollensku. Ég skrifaði næsta kafla og sendi hann til Maj. Þann- ig unnum við bókin, kafla fyrir kafla. Maj bætti við að þessi að- ferð hafi bæði kosti og galla. „Auð- vitað tók vinnan töluverðan tíma en í staðinn fyrir að tveir rithöf- úndar með mismunandi stíl skrifí Morgunblaðið/KGA eina bók með einum stíl fengum við bæði að njóta okkar. Tomas skrifaði hollensku útgáfuna fyrir Hollendinga í sínum stíl en ég skrifaði sænsku útgáfuna, sem liggur til grundvallar íslensku þýð- ingunni, með mínum stíl,” sagði Maj. Tomas sagði með þessum hætti hafi hann getað útskýrt ýmislegt fyrir hollensku lesendum sem ekki hefði þurft að lýsa fyrir Svíum. „Ég læt Hollendinginn koma til Stokkhólms og um leið lýsi ég stað- háttum þar. Þessar upplýsingar eru óþarfar fyrir Svía en þeir þurfa ■■ LIF OG FJOR í BORGARKRINGLUNNI ALIA FÖSTUDAGA OG LAUGARDAGA A Blái fuglinn með tískusýningu í dag kl. 1 7.30 O Lifandi tónlist □ Vörukynningar A Getraunaleikur Demantahússins O Jólasveinar ganga um gólf □ Fljúgandi blöðrur frá Tómstundahúsinu A Rósa Ingólfs skreytir uppbúið rúm frá Bláa fuglinum á laugardag milli kl. 13 og 15 O Nemar í Myndlista- og handíðaskóla Islands kynna listmuni sína og vinna á staðnum □ Allar jólagjafir á einum stað _i ir inr OPIÐ FÖSTUDAG FRÁ 10-19 OPIÐ LAUGARDAG FRÁ 10-16 Aðalfundur samtaka sveitarstjórna í Vesturlandskjördæmi: Sameining sveitarfélaga eflir sveitarstjómarstisfið Stykkishólmi. AÐALFUNDUR samtaka sveitarsljórna í Vesturlandskjördæmi var hald- inn i Stykkishólmi dagana 8. og 9. nóvember sl. Voru þar mættir fulltrú- ar úr öllum sveitarfélögum Vesturlands, ásamt framkvæmdasljóra, Guðjóni Ingva Stefánssyni. Formaður samtakanna, Eyjólfur Torfi Geirs- son, Borgarnesi. Otal mál lágu fyrir fundinum og miklar umræður urðu, sérstaklega um umhverfis- og atvinnumál, byggð- amál og samgöngumál. Um sameiningu sveitarfélaga var gerð samþykkt þar sem segir að sam- eining sveitarfélaga efli sveitarstjórn- arstigið og auðveldi verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga. Jafnframt leggur fundurinn áherslu á að unnið verði að flutningi verkefna og valds heim í héruð og að tryggðir verði tekjustofnar til þeirra framkvæmda. Markmið sameiningar verði að gera sveitarfélögin það sterk, að þau hvert fyrir sig valdi þeim verkefnum sem þau hafa með höndum og raunhæft verði að þau taki við auknum verkefn- um frá ríki. Þá var ákveðið að skipa 7 manna nefnd sem hafi það hlutverk að vinna að úttekt varðandi hagræðingu af sameiningu sveitarfélaga á Vestur- landi. Um umhverfismál kom fram, að fundurinn treystir því að stjórnvöld styðji sveitarfélögin í landinu til að mæta þeim miklu en sjálfsögðu kröf- Ullarkápur í svörtum dökkbláum vínrauöum og mosagrænum litum Allar stæröir Kápusalan ■g-gartúni 22 — Sími 624362 UÍbI ÍJE.I PÓSTKRÖFUR um, sem til þeirra eru gerðar varð- andi sorpeyðingu og fráveitur. Ljóst er að við núverandi aðstæður eru þau verkefni sem við blasa á þessum vett- vangi sveitarfélögunum ij'árhagslega ofviða. Samþykkt var að skipa 5 manna nefnd, sem ásamt framkvæmdastjóra SSV og forráðamönnum íjölbrauta- skóla Vesturlands, taki upp viðræður við menntamálaráðuneytið til að ljúka gerð samnings um rekstur og upp- byggingu Fjölbrautaskólans. Miðað sé við að unnt verði að undirrita samninginn við skólaslit 21. des. nk. Rekstur framhaldsdeilda við Fjöl- brautaskóla Vesturlands er meginfor- senda fyrir samstarfi sveitarfélaga um hann. Því leggur fundurinn ríka áherslu á að tryggja skýrar vinnu- reglur vegna uppgjörs framhalds- deildanna, þannig að sveitarfélögin sem þær reka, þurfí ekki að búa við óvissu í þeim efnum. Stórauka þarf þjónustu ríkisút- varps á Vesturlandi þannig að Vest- lendingar sitji við- sama borð og aðr- ir. Fundurinn væntir þess að svæðis- útvarp í kjördæminu verði að veru- leika. Þá lýsir fundurinn áhyggjum sínum varðandi stöðu Reykholts- skóla. Ályktað var um eflingu bruna- varna á svæðinu og athugað verði um að koma á fót viðbragðsstjómstöð sem næði til allrar almennrar neyðar- þjónustu og hugað verði að ástandi almannavarna á svæðinu. Á fundinn mætti Eiður Guðnason ráðherra og flutti erindi um umhverf- ismál og nauðsyn þess að efla um þau samvinnu milli allra byggðarlag- anna. Umhverfismálin væru orðinn stór þáttur í umhverfisvernd og þyrfti að sýna þessu verkefni meiri skilning og áhuga en verið hefði. Átak yrði að gera um allt land í sorpeyðingar- málum, enda væru flest sveitarfélög komin í viðbragðsstöðu. í ályktun um atvinumál er m.a. lýsti þeirri skoðun að varlega þurfi að fara í breytingr á hlutverki Byggð- astofnunar gagnvart atvinnulífi á landsbyggðinni. í lok fundarins fór fram stjórnar- kjör. Kosningu hlutu: Oddný Val- geirsdóttir, Akranesi. Sigurbjörg Ragnarsdóttir, Akranesi, Eyjólfur Torfi Geirsson, Borgarnesi, Magnús B. Jónsson, Hvanneyri, Sveinn Elin- bergsson, Ólafsvík. Ólafur Guð- mundsson, Grundarfirði, Ólafur Gunnarsson, Dalasýslu. - Árni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.