Morgunblaðið - 28.11.1991, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 28.11.1991, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. NÓVEMBER 1991 Kvíðastillandi lyf — Nauðsyn eða óþörf fíkn? eftirJón G. Stefánsson Síðastliðið sumar var sett ný reglugerð, um þátttöku ríkisins í lyfjakostnaði. Síðan hafa þeir sem nota kvíðastillandi lyf greitt þau sjálfir að fullu. Sanngirni þessa fyr- irkomulags hefur m.a. verið studd þeim rökum að ríkisvaldið eigi ekki að afhenda ókeypis „ávanabindandi fíkniefni”. Hugtökin róandi lyf (en svo eru kvíðastillandi lyf díefnd í sérlyfja- skrá), ávanalyf, ávanabindandi lyf, fíkniefni og ávanabindandi fíkniefni hafa verið notuð saman, án frekari útskýringa. Þannig notkun þessara hugtaka getur leitt til þess misskiln- ings að í þeim felist það sama. Einn- ig getur slíkt orðalag villt fyrir fólki svo það haldi, að þeir, sem nota kvíðastillandi lyf, geri það vegna ávana og fíknar. Hér á. eftir verður sagt frá veiga- mestu ástæðum notkunar kvíða- stillandi lyfja og útskýrt að þau eru hvorki ávana- né fíknilyf. Fyrst er algengústu kvíðasjúk- dómum lýst stuttlega. Það eru þeir sjúkdómar þar sém kvíðastillandi lyf koma að mestu gagni. Sagt verður frá hve margir fá þessa sjúk- dóma og rætt hve lengi veikindin standa. Síðan verður fjallað um meðferð kvíðasjúkdóma með kvíða- stillandi lyfjum og útskýrt hvers vegna heitið „kvíðastillandi lyf’ er réttara en „róandi lyf’ og það er rangt að kalla þessi lyf ávanalyf eða fíkniefni. Að lokum verður sýnt fram á að það er siðferðilega rangt að láta sjúklinga sem líða af kvíða- sjúkdómum bera meiri kostnað af nauðsynlegri lyfjameðferð en aðra sjúklinga. Kvíðasjúkdómar Kvíðasjúkdómar eru algengir sjúkdómar. Þeir eru oft langvarandi og valda verulegum þjáningum og fötlun. Orsakir þeirra eru bæði líkamlegar og sálrænar. Tilhneiging til sumra þeirra gengur í erfðir. Algengustu kvíðasjúkdómar lýsa sér þannig. Víðtæk kvíðaveila. Sjúklingurinn er nær stöðugt spenntur, kvíðinn og hræddur um að eitthvað muni koma fyrir. Hann er órólegur og þreytist fljótt. Hon- um er oft þungt fyrir bijósti og finnst hann ekki ná andanum. Hann svitnar og hefur mikinn hjartslátt. Oft er hann þurr í munni, er óglatt og er með kökk í hálsi. Hann er á nálum, viðbrigðinn og á erfítt með að einbeita sér. Hann á oft erfitt með svefn. Bráð kvíðaköst. Sjúklingurinn fær aftur og aftur ofsafengin kvíðaköst að.því er virð- ist alveg að ástæðulausu. Hann fyllist skyndilega ótta og skelfingu og finnst eitthvað hræðilegt vera að koma fyrir, hann sé að deyja eða verða vitskertur. Jafnframt fær sjúklingur mörg líkamleg kvíðaein- kenni, svo sem hraðan og þungan hjartslátt, hraða öndun, svitaútslátt og skjálfta. Fælni. Sjúklingurinn er mjög hræddur við að gera eitthvað sérstakt eða að lenda í ákveðnum kringumstæð- um vegna þess að þetta hefur áður valdið honúm mikilli vanlíðan. Hann reynir að forðast þetta af fremsta megni. Hann veit vel að svo mikill ótti er ástæðulaus en getur ekki ráðið við hann þrátt fyrir að það valdi honum verulegum erfíðleikum að forðast það sem óttinn tengist. Fælni lýsir sér á ýmsan veg. Eftir því hvemig fælnin lýsir sér, má skipta henni í þrjá aðalflokka. 1. Víðáttufælni. Sjúklingurinn óttast þá mjög að vera á opnu svæði, að vera í marg- menni, að standa 1 röð eða að vera í almenningsfarartæki, svo dæmi séu nefnd. Algengt er að vera skelfdur við að ganga fjölfarnar götur, að fara í stórmarkað eða að vera einn úti. Þótt það valdi honum verulegum erfiðleikum að forðast þá staði sem hann hræðist,' gétur hann ekki annað. Takist honum að fara t.d. í stórmarkað, líður honum mjög illa meðan hann er þar. Sum- ir sjúklingar fá bráð kvíðaköst við slíkar aðstæður. Sjúklingar geta orðið svo illa haldnir að þeir kom- ast ekki út af heimili sínu nema í fylgd einhvers sem þeir treysta. 2. Félagsfælni. Sjúklingurinn óttast mjög að verða sér til minnkunar eða verða fyrir gagnrýni. Hann skelfíst og forðast samskipti við ókunnuga. Stundum þorir hann ekki að tala, heyri ókunnugir til eða getur ekki skrifað nafnið sitt ef ókunnugir horfa á. Þessi hræðsla veldur hon- um miklum erfíðleikum í skóla, í- vinnu og í öllu félagslífi. 3. Einföld fælni. Sjúklingurinn er þá hræddur við eitthvað visst og nokkurn veginn afmarkað. Hann getur t.d. verið hræddur við að fara í lyftu, vera í flugvél eða við að vera í þröngu herbergi. Hann getur verið hræddur við dýr, t.d. hunda eða ketti, eða fólk, t.d. lækni í hvítum slopp. Þetta veldur honurh verulegum erfíðleik- um en samt getur hann ekki sigr- ast á óttanum. Þráhyggja og árátta. Sjúklingur með þráhyggju getur ekki hætt að hugsa um eitthvað þótt hugsunin valdi honum vanlíðan og honum finnist hún fáránleg. Sjúklingur með áráttu er oftast með þráhyggju og fínnst hann endi- lega þurfa að gera eitthvað í sam- bandi við þá hugsun. Reyni hann að standa á móti þessari þörf, fyll- ist hann kvíða. Hann fer t.d. að hugsa um að hann hafi skilið eftir ljós á bílnum og fer og gengur tvisv- ar í kringum hann til að fullvissa sig um að svo sé ekki. Samt getur hann ekki losað sig við þessa hugs- un og fer aftur og gengur nú þrisv- ar í kringum bílinn til að fullvissa sig um að ljósin séu slökkt. Eftir margar slíkar ferðir tekst honum loks að hætta að hugsa um að ljós geti verið á bílnum. Þráhyggja og árátta valda oft mikilli vanlíðan og fötlun. Kvíði af völdum sálræns áfalls. Sjúklingurinn hefur orðið mjög kvíðinn og spenntur eftir að hafa orðið vitni að éinhveiju • ógnvæn- legu, t.d. dauðaslysi. Hann getur ekki jafnað sig á þessu. Hann dreymir um atburðinn og þegar hann rifjast upp í huga hans líður honum mjög illa. Hann finnur til sektarkenndar og veltir fyrir sér hvort hann beri einhveija ábyrgð á því sem skeði. Hann á erfitt með svefn og er leiður og niðurdreginn. Kvíðasjúkdómar eru algengir Nýlega hefur verið athugað hér hve .algengt er að fólk á aldrinum 55 til 57 ára hafi einhvern tíma á ævinni haft geðsjúkdóm. Kvíðasjúk- dömar reyndust vera mjög algeng- ir. í töflu 1 er sýnt eftir kyni hve má'rgir (%) hafa einhvern tíma á ævinni verið með kvíðasjúkdóm. Algengust er víðtæk kyíðaveila, hjá samtals 21,7%. Konur eru mun oft- ar méð þennan sjúkdóm en karlar og kvíðasjúkdómar eru yfírleitt al- gengari hjá konum. Kvíðasjúkdómar eru langvarandi í töflu 2 er sýnt hve margir (%) höfðu einkenni kvíðasjúkdóms, síð- asta mánuð, síðastliðna sex mánuði eða síðastliðið ár, fyrir athugun. Þar sést, að verulegur hluti þeirra, er einhvern tíma hefur haft ein- hvern þessara sjúkdóma, hefur liðið af einkennum sjúkdómsins innan síðasta árs. Kvíðasjúkdómar koma að jafnaði fyrst fram hjá fólki þeg- ar það er ungt. Þær tölur er hér koma fram bera því vitni að kvíða- sjúkdómar eru oft langvarandi og fólk hefur þá árum, jafnvel áratug- um saman. Kvíðasjúkdómar valda mikilli vanlíðan og fötlun. Þeir eru algeng- ir og langvarandi. Læknar verða að beita öllum ráðum til að lækna þá og draga úr einkennum þeirra. Þeir nota ýmsar sálfræðilegar að- ferðir sem stundum nægja án lyfja- meðferðar. Mjög oft er þó nauðsynlegt að nota jafnframt viðeigandi lyf. Lang- flest þeirra eru úr þeim lyfjaflokk- um er nefnast í íslensku sérlyfja- skránni róandi lyf og geðdeyfðar- lyf. Heitið „róandi lyf’ er þó vil- landi þar sem sérkenni þessara lyfja eru ekki að vera róandi heldur er sérstök kvíðastillandi verkun ein- kennandi fyrir þau. Það er á þess- ari kvíðastillandi verkun sem notk- un þeirra til lækninga byggist fyrst. og fremst. Það er því réttnefni að kalla þau kvíðastillandi lyf, því að lýsir sérstökum eiginleika þeirra og aðalnotkunar ábendingu. Flest kvíðastillandi lyf eru svo kölluð benzódíazepín-afbrigði. í þessum flokki eru t.d. lyfin Díazepam og Klórdíazepoxíð. Sömu gerðar (benzódíazepín-afbrigði) eru einnig þau svefnlyf sem mest eru notuð hér svo sem Tríazólam (Halcion o.fl.), Flúnítrazepam (Rohypnol), Flúrazepam (Dalmadorm), o.fl. Verkun þessara lyija allra er kvíða- stillandi, þótt sum séu, a.m.k. í fyrstu, meira svæfandi en önnur. Mjög dregur úr hinni svæfandi verkun við langtíma notkun en kvíðastillandi verkun lyfjanna helst, líkt og krampastillandi verkun flogaveikilyfja. Notkun geðlyfja í athugun er gerð var á geð- lyfjaávísunum eins mánaðar tíma- bils, í Reykjavík árið 1984, kom í ljós að langsamlega flestar geð- lyfjaávísanir, 82%, voru á kvíða- stillandi lyf og svefnlyf. Þetta tíma- bil fengu 3,1% karla og 5,1% kvenna (eldri en 14 ára) kvíðastillandi lyf. Þessar tölur eru ekki háar í ljósi þess fjölda sjúklinga er hafa ein- kenni kvíðasjúkdóms á mánaðar- tímabili og sýndur er í töflu 2. Þol og fráhvarf Notkun geðlyfja og mjög margra annarra lyfja leiðir með tímanum til líkamlegrar aðlögunar að lyfinu (líkamlegs ávana eða þols). Þegar notkun lyfsins er hætt aðlagar lík- aminn sig að því að lyfið hverfi úr honum (fráhvarf). Meðan á aðlögun að lyfi stendur, koma áhrif þess oft sterkar fram og stundum á annan STÁLVERKSMIÐJA TIL SÖLU Til sölu cr stálverksmiðja þrotabús íslenska stálfélagsins hf. Um er að ræða fullbúna verksmiðju hannaða til að bræða brotajárn og gera úr því stálstengur til sölu á erlendum mörkuðum. Málmtætari er keyptur var á kaupleigu af íslenska stálfélaginu hf. gæti fylgt með náist samningar [>ar um við hlutaðeigandi kaupleigufyrirtæki. Sala verksmiðjunnar er háð samþykki veðhafa. Nánari upplýsingar: Helgi Jóhannesson hdl. Lágmúla 7, Reykjavík. Sími 812622 eða 653527. Fax 686269 eða 653526. Tafla 1. Fjöldi (%) fólks, á aldrinum 55 til 57 ára, sem einhvern tíma hefur haft kvíðasjúkdóm. Karlar Konur Alls % % % Víðáttufælni með bráðum kvíðaköstum 0,9 2,6 1,7 Víðáttufælni án bráðra kvíðakasta 2,9 4,8 3,8 Félagsfælni 2,5 4,5 3,5 Einföld fælni 7,5 10,2 8,8 Bráð kvíðaköst 1,1 3,1 2,1 Víðtæk kvíðaveila 11,8 32,2 21,7 Árátta o g þráhyggja 0,7 2,1 2,0 Kvíði af völdum sálræns áfalls 0,2 1,2 0,6 Tafla 2. Fjöldi (%) fólks, á aldrinum 55 tii 57 ára, sem hefur einkenni kvíðasjúk- dóms, síðasta mánuð, síðastliðna sex mánuði eða síðastliðið ár, fyrir viðtal. síðast- liðinn mánuð % síðast- liðna 6 mánuði % síðast- liðið ár % einhvern tímaá ævinni % Víðáttufælni með bráðum kvíðaköstum 1,0 1,2 1,2 1,7 Víðáttufælni án bráðra kvíðakasta 1,6 1,9 2,2 3,8 Félagsfælni 1,5 1,7 1,7 3,5 Einföld fælni 2,4 3,1 3,5 8,8 Bráð kvíðaköst 0,5 0,9 1,0 2,1 Víðtæk kvíðaveila 4,7 5,8 7,7 21,7 Árátta og þráhyggja 0,7 0,8 0,9 2,0 Kvíði af völdum sálræns áfalls 0,3 0,5 0,5 0,6 Jón G. Stefánsson „Það er siðferðilega rangt að láta þá sem þjást af kvíðasjúkdóm- um bera meiri kostnað af nauðsynlegri lyfja- meðferð en þá, sem líða af öðrum sjúkdómum.” veg en síðar verður. Aðlögun frá lyfi hefur svo oftast gagnstæð áhrif við aðlögun að lyfi. Sem dæmi má nefna að þau svefnlyf sem mest eru notuð valda mestri syfju í fyrstu en mun minni eftir að aðlögun að þeifn á sér stað. Aðlögun frá lyfínu veldur síðan vöku sem er mest fyrst en dvínar svo. Sum lyf við of háum blóðþrýst- ingi valda líkamlegri aðlögun. Þeg- ar notkun þeirra er hætt getur blóð- þrýstingur hækkað umfram það sem var fyrir töku lyfsins meðan á aðlögun frá lyfinu stendur. Læknar þekkja vel hvernig lík- amleg aðlögun verður að lyfi (þol- myndun) og síðan frá því (frá- hvarf) sé notkun þess hætt. Þeir taka tillit til þessara aðlögunar í meðferð sjúklinga sinna með því að byija gjöf slíkra lyfja í smáum skömmtum en auka hana síðan eft- ir því sem líkamleg aðlögun á sér stað. Þegar lyfjagjöfinni er hætt er farið að á hinn veginn. Dregið er úr lyfjaskömmtum smátt og smátt. Á þennan veg er komist hjá hættu og óþægindum. Líkamleg aðlögun verður að fjölda lyfja og annarra efna, sérstaklega þeirra er verka á miðtaugakerfið. Kvíðastillandi Iyf eru þar í engri sérstöðu. Ávani Allir geta vanið sig á það sem þeim fínnst auka ánægju eða vellíð- an (sálrænn ávani). Það á einnig við um lyfjatöku ef sjúklingur fínn- ur að hún bætir líðan hans. Slíkur ávani getur stundum orðið um of að mati annarra eða viðkomandi sjálfs. Hann horfir of mikið á sjón- varpið í stað þess að gera eitthvað gagnlegra, keyrir of mikið í bíl í stað þess að ganga, tekur verkja- töflu í stað þess að fara í heitt bað eða kvíðastillandi lyf í stað þess að fara út í gönguferð. Kvíðastillandi lyf og svefnlyf hafa enga sérstöðu hvað varðar líkamlegan eða sálræn- an ávana. Ávani, líkamlegur eða sálrænn, hefur stundum vandamál í för með sér, en þau vandamál eru leysanleg og valda ekki umtalsverð- um erfíðleikum í meðferð sjúklinga. Ávanalyf Efni eða lyf, sem verka þannig á miðtaugakerfið, að menn venjist á að nota þau svo óhæfilega, að þeir skaði með því sjálfa sig eða aðra, nefnast ávanaefni eða ávana- lyf. Áfengi er t.d. slíkt ávanaefni. Kvíðastillandi lyf eru ekki ávanalyf í þessum skilningi. Fíkn Fíkn er verulegt vandamál. Fíkn er mjög sterk löngun í eitthvað og látið er undan henni, jafnvel þótt vitað sé með vissu að það verði til vandræða eða skaða. Fíkn kemur fyrir í mörgum myndum. Sumir eiga í erfiðleikum vegna fíknar í að spila í kössum Rauða krossins, aðrir vegna fíknar í mat eða fíknar í sætindi. Sterk fíkn getur myndast í sum lyf, t.d. sterk verkjalyf eins og morfín.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.