Morgunblaðið - 28.11.1991, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 28.11.1991, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. NÓVEMBER 1991 Haukur Emarsson frá Miðdal — Minning Nú er Mosfellsheiðin komin í vetr- arbúning; blásnir snjóskaflar og nakin gijótin minna á lok enn einnar hringferðar lífríkisins á heiðinni. Mófuglinn er horfinn, lyngið á stöku þúfnakolli brúnt og punturinn hneig- ir höfuð. Lífshlaupi lýkur og lífver- urnar í dvala vakna ekki fyrr en með hækkandi sól, rétt eins og þær nýju sem þá vaxa upp. Þegar lág vetrarsólin var að tipla lágt yfir fjallhringinn austan og sunnan heiðarinnar fyrir nokkrum dögum lauk lífi eins af sonum henn- ar, manns sem hafði vaxið úr grasi við heiðarbrúnina, sótt físk í kyrrar tjarnir, fugl í mó og gengið eða jafn- vel hlaupið um alla hennar vanga og lautir. Hann var síðasti eftirlif- andi bróðirinn úr stórum systkina- hópi sem kenndur er við bæinn í heiðarholtinu, Miðdal: Haukur Ein- arsson prentari, kominn á níræðis- aldur. p*8T ÍiJ Haukur var einstakt hraustmenni og ekki aðeins kunnur hlaupari, kappgöngumaður og sundmaður, heídur hafði hann einstaklega jarð- bundna afstöðu til íþrótta. Hann ræktaði sitt samband við náttúruna, jafnt dauða sem lifandi, með því að þjálfa sig, keppa, halda sér í þjálfun og eyða tómstundunum á víðavangi og lét þá hlut sinn í engu fyrir óblíð- um viðtökum lands og veðurs. Hann kom fólki þá oft á óvart, t.d. með því að ganga í þunnum samfestingi einum fata í frosti, hlaupa úti á vet- urna meðan það þótti óstætt og synda í ísköldum sjó og vötnum; allt til að herða huga og líkama. Karlmannleg lund hans kom líka fram í stjórnmálum og verkalýðs- málum. Þar þoldi hann ekkert hálfk- ák og fyrirleit óréttlæti, gerðist fölskvalaus málafylgjumaður jafn- aðarstefnu og alþýðuvalda og var reiðubúinn til þess að beijast með Jólapapplr - og umbubapappír Stórkostlega fallegt og fjölbreytt úrval í mörgum breiddum og lengdum á frábæru verði. Heildsölubirgðir. @kz£qi\[ Guttormsson^Fjölval hf. Ármúla 23, 128 Reykiavfk, sMiar 812788, 688650 afli eigin handa ef svo bar undir og brotið var á íslenskri verkalýðsstétt. Hann mildaðist með árunum en þótti ávallt of lítið gert til þess að færa vinnufólki þessa lands það sem því ber. Ég sótti mikið heim til Hauks og Friðrikku, konu hans, sem barn og unglingur. Þar átti ég vin, Rúnar Hauksson, og þar var alltaf tekið á móti fólki með alúð og smávegis kímni. Haukur brýndi stundum fyrir manni að rétta nú úr bakinu og sinna líkamsrækt af alvöru og sagði manni sögur af ýmsu sem hann hafði reynt og víst að sumt þótti 12 ára strák svakalegt. Ekki veit ég hvað af du- litlum ljóma sem stafaði af afrekum Hauks hafi smitað yfir á fyrirætlan- ir mínar en víst að ekki löttu orðin mig til útiveru og átaka við náttúr- una. Er Haukur tók að eldast missti hann seint spengileik líkamans og hélt áfram að ganga, hjóla og synda fram yfir áttrætt eins og hann vildi með því aldrei gefast upp fyrir ell- inni. Á áttræðisafmælinu sat hann teinréttur við hlið forseta íslands á ættarmóti og var hress að vanda. Sjóndepurð og einvera oft og tíðum gátu legið þungt á honum stutta stund í senn en oftast hristi hann af sér drungann eftir að hafa svarað spurningum um líðanina og sagði ef til vill: — Ég hressi mig við með því að ganga upp í bústað hjá Miðdal. Nú er Haukur Einarsson horfinn úr heiðinni og þeim sem kunnu að meta snögg tilsvör, góðlega hörku náttúrubamsins og tryggð hans er brugðið. Megi minning hans lifa. Ari Trausti Guðmundsson Nú er vinur minn Haukur Einars- son frá Miðdal látinn. Hann var fímmti í röðinni af níu börnum hjón- anna Einars Guðmundssonar bónda í Miðdal og konu hans Valgerðar Jónsdóttur. Miðdalsbræðurnir voru miklir veiðimenn og náttúruunnend- ur. Haukur var þar engin undan- tekning og átti hann sér sumarbú- stað á bernskuslóðum sínum við Miðdal, þar sem hann undi sér löng- um stundum. Hann fluttist til Reykjavíkur tæpra 16 ára ag hóf nám í prentiðn í Gutenberg 1926. Hann vann lengst við prentstörf að undanteknu V/2 ári er hann var kyndari til sjós á stríðsárunum. Hann vann bæði hjá Gutenberg og Eddu en lengst hjá Félagsprentsmiðjunni eða frá 1945- 1979 er hann hætti vegna aldurs. Haukur var tvíkvæntur. Fyrri kona hans var Margrét Hjálmtýs- dóttir og áttu þau eina dóttur Ás- gerði, sem lést 1972. Seinni kona hans var Friðrikka Guðmundsdóttir og áttu þau 2 börn, Rúnar Hauks- son, arkitekt og Erlu Hauksdóttur, hjúkrunarkonu. Á námsárum sínum fór Haukur að stunda íþróttir og gekk í KR. Hann var alla tíð mikill kapps- og ákafamaður, enda lét hann sér ekki Spádómarnir rætast i Skeifunni 11 Sími: 812220 GLUGGATJÖLD OG DUKAR — Fönn býður uppá sérhæfða hreinsun og frágang á gluggatjöldum í nýjum og fullkomnum tækjum. ■ Fönn leigir út dúka og servéttur til hverskonar mannfagnaða. ið upplýsinga. Við sækjum og sendum nægja eina íþróttagrein heldur stundaði þær margar. Hann byrjaði fljótt að stunda glímu, leikfimi, box, hlaup, kappgöngu, sund og hjólreið- ar. Og á hann t.d. enn met í 10 km. kappgöngu og stakkasundi. Haukur var margverðlaunaður í hinum ýmsu íþróttagreinum. Hann synti Viðeyjarsund 1931 og 1939 og þreytti Hafnafjarðar-, Álafoss- og Þingvallahlaup. Árið 1939 synti hann Drangeyjar- sund og fetaði þar í fótspor Grettis og synti frá Drangey og hefur eng- inn synt þá leið á skemmri tíma en Haukur. Svo hress var Haukur að loknu sundi, að hann gekk óstuddur til laugar og afþakkaði alla aðstoð um hjálp. Drangeyjarsund Hauks var mikið afrek en það var einnig ferþrautin, sem hann sigraði 6 sinn- um í. Sú keppnisgrein var lögð niður að læknisráði, þar sem hún þótti of hættuleg vegna snöggra hitabreyt- inga í sjó. Ferþrautin var í því fólg- in að fyrst var hlaupið frá Vatnsþró í Hafnarstræti 1.000 m, þá hjólað 1.000 m vestur í Selsvör. Síðan rón- ir 1.000 m í Örfirisey og að lokum syntir 1.000 m í sjó. Tekinn var tími í öllum þessum greinum, sem reynd- ist bestur vera hjá Hauki 35 mín. og 12 sek. Haukur stundaði alla tíð mikla líkamsrækt. Þegar hann var til sjós þvoði hann sér úr köldum sjó úti á dekki oggerði Múllersæfingar. Hann hætti ekki íþróttaiðkunum, þó hann hætti að stunda keppnisíþróttir, því hann fór reglulega í sund og gerði Múllersæfingar úti undir beru lofti í Sundhöllinni. Hann hjólaði mikið um bæinn og á áttræðisaldri hjólaði hann oft upp í sumarbústaðínn sinn við Miðdal. Nú er þessi mikli íþróttamaður og nátttúruunnandi látinn. Síðasta árið var hann orðinn mjög kvalinn af svima og höfðuverk en nú eru þjáningar þessa heiðursmanns á enda. Blessuð sé minning hans. Brynja Guttormsdóttir í dag verður jarðsettur Haukur Einarsson, prentari frá Miðdal. Hann andaðist 17. nóvember sl. Haukur var fæddur 19. febrúar 1909 í Mið- dal í Mosfellssveit. Foreldrar hans voru hjónin Valgerður Jónsdóttir og Einar Guðmundsson í Miðdal. Hauk- ur lærði prentiðn í prentsmiðjunni Gutenberg og stundaði iðn sína til sjötugs. Haukur var traustur og stéttvís prentari. Eldri menn minn- ast enn hins glæsta fánabera Hins íslenska prentarafélags á hátíðisdegi verkalýðsins 1. maí, en það var ekk- ert undrunarefni þó Haukur bæri af sem fánaberi, hann var hraust- menni með afbrigðum og var mjög vel þekktur sem íþróttamaður áður fyrr. Hann gekk í Knaltspyrnufélag Reykjavíkur og keppti í ýmsum 0HITACHI Rafmagnsvörur Slípirokkar G-18SE 180 mm, 2.100 w verð kr. 18.272.00 TILBOÐ kr. 14.948.00 ísboltar Festingameistarar Strandgata 75, 220 Hafnarfjörður. sími 91-652965 Sendum í póstkröfu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.