Morgunblaðið - 28.11.1991, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 28.11.1991, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. NÓVEMBER 1991 23 Sigmar Jónsson sem stunda virðisaukaskattfrjáls viðskipti verji þau forréttindi sín með kjafti og klóm, eins og sagt er. Þau eru mikils virði í harðri samkeppni um eyðslufé lands- manna. Hins vegar bendir margt til að þau renni senn sitt skeið á enda, vegna þróunar á hinum sam- eiginlega markaði Evrópuríkja. Skylt er að hafa í huga að samn- ingur okkar um EES ná ekki til skatta. Þessir samningar hafa held- ur ekki verið samþykktir. En hvort sem þeir verða samþykktir eða ekki komumst við tæplega hjá því að aðlaga margt í okkar skattheimtu því sem gerist í Evrópulöndunum sem eru okkar aðalviðskiptalönd. Einkum og sér í lagi á þetta við um alla skattheimtu af atvinnu- rekstri. Undanþágur falla úr gildi Samkvæmt upplýsingum frá heildarsamtökum evrópskra stór- kaupmanna í Bruxelles hafa hingað til verið í gildi undanþágur frá virð- isaukaskatti á farþegaflutninga í löndum Evrópubandalagsins. Búist er við að þær undanþágur falli úr gildi um áramótin 1992-1993. Þá er einnig reiknað með að niður verði felldar aðrar álögur, sem hafa verk- að hindrandi á farþegaflutninga, svo sem flugvallarskattur. Nokkuð er á reiki innan Evrópu- bandalagsins hve hár virðisauka- skattur er. Aðildarríki bandalagsins eru nú tekin að aðlaga sinn virðis- aukaskatt því fyrirkomulagi sem taka mun gildi árið 1997. Þá eiga skattþrep alls staðar að verða tvö, 5% og 15%. Lægra þrepið verður fyrir nauðsynjavörur, barnafatnað og fólksflutninga. Þótt samningar okkar við EES taki ekki til skatta verður að telja afar ólíklegt að íslensk stjórnvöld reyni að hafa skattheimtu af at- vinnurekstri í samkeppni með öðru móti en þar verður gert. Moldviðri það sem þyrlað var upp vegna þess að framkvæmdastjóri FÍS taldi ekki óeðlilegt að við legðum virðisauka- skatt á farseðla eins og blasir við að gert verður alls staðar í kringum okkur eftir eitt ár, var því til lítils blásið upp, nema til þess að láta þjóðina halda að í farseðlasölum ætti lítilmagninn í þjóðfélaginu sinn sannasta vin. Engar hömlur - en réttlæti Við stórkaupmenn erum andvígir öllum hömlum á ferðalögum, jafnt milli landa sem innan. Sé verslun búin sömu skilyrði hérlendis og í nágrannalöndum okkar hræðumst við ekki samkeppni. Auðvitað verð- ur alltaf einhver verðmismunur milli landa, rétt eins og er milli verslana. Sumar vörur verða dýrari hér, aðrar ódýrari. Raunar eru þeg- ar sumar innfluttar vörur ódýrari hér en sums staðar erlendis, það hafa erlendir ferðamenn komið auga á. Við horfum björtum augum til þeirra tíma þegar tollar og landa- mærahömlur heyra sögunni til og við búum við sömu kjör og aðrir. Við vonumst til að geta hagnast á því að fá að standa jafnfætis keppi- nautum okkar á markaði sem tekur til 370 milljóna manna. Höfundur er framkvæmdastjóri og í stjórn Félags íslenskra stórkaupmanna. Ásgeir Guðmundsson Ib Árnason Riis Bók um gagn- njósnir á Islandi UT ER komin hjá Skjaldborg bókin Gagnnjósnari Breta á ís- landi - Islendingurinn Ib Árna- son Riis segir frá eftir Ásgeir Guðmundsson. í kynningu útgefanda segir m.a.: „í heimsstyijöldinni síðari sendi þýska leyniþjónustan nokkra íslendinga hingað til lands til að stunda njósnir. Þeir gáfu sig fram við hernaðaryfirvöld við komuna til landsins og tveir þeirra, sem fyrstir komu, gerðust gagnnjósnarar á vegum bresku leyniþjónustunnar og sendu falsk- ar upplýsingar til Þýskalands. I bók þessari segir frá því, þegar þýska leyniþjónustan fór fyrst á fjörurnar við hann í Kaupmanna- höfn haustið 1941 og hvernið það atvikaðist að hann gekk í bresku leyniþjónustuna og starfaði_ fyrir hana sem gagnnjósnari á íslandi í þijú ár, frá maí 1942 til stríðs- loka í maí 1945. Heimsstyrjöldin síðari. skóp mörgum manninum sérkennileg örlög og fór Ib Árnason Riis ekki varhluta af því. Störfum hans fyr- ir bresku leyniþjónustuna lauk þannig að hann lenti út í kuldanum og hafði það örlagarík áhrif á framtíð hans. Hann býr nú í Kali- forníu.” Bókin Gagnnjósnari Breta á Is- landi er 215 bls. og er prentuð í Prentsmiðju Árna Valdemarsson- ar. 30% RAUNIÆKKUN FLUTNINGSGJALDA ER STAÐREYND! Markvissar aðgerðir starfs- manna EIMSKIPS til hagræð- ingar ásamt fjárfestingum fé- lagsins í nýrri flutningatækni og fullkomnum skipum hafa á síðustu 5 árum skilað að meðal- tali um 30% raunlækkun á flutningsgjöldum. Frumkvæði, aðhald og virk þátttaka viðskiptavina okkar hefur verið okkur hvatning og kveikt nýjar hugmyndir varð- andi leiðir til að ná fram þessari lækkun. Við óskum öllum viðskipta- vinum og starfsmönnum fé- lagsins til hamingju með þann mikla árangur sem þegar hefur náðst. Höldum áfram á sömu braut! o to EIMSKIP VIÐ GREIÐUM PÉR LEIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.