Morgunblaðið - 28.11.1991, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 28.11.1991, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. NÓVEMBER 1991 41 ■ NÓVEMBERHRAÐSKÁKMÓT Taflfélags Reykjavíkur í Faxa- feni 12 fór fram síðastliðinn sunnu- dag. Sigurvegari varð Tómas Björnsson en í tveimur næstu sæt- um urðu Haukur Angantýsson og Þröstur Árnason. Tekin hefur ver- ið upp sú nýbreytni að auk verð- launapeninga fær sigurvegari helm- ing pottsins, þ.e. helming þátttöku- gjalda á mótinu. Desemberhrað- skákmót TR verður haldið sunnu- daginn 8. desember kl. 20.00. (Fréttatilkynning) 7 manna langbakur með sítengt aldrif Aflmikill hreyfill með fjölinnsprautun Mikil veghæð FÆSTMEÐ SJÁLFSKIPTINGU Fólksbíll með jeppaeiginleika HVARFAKÚTUR MINNI MENGUN Ljóðvemd Höfundur er læknir í Reykjavík. eftir Ólaf Tryggvason Við teljum okkur mikla verndun- armenn, íslendingar. við verndum fagra og markverða staði, gömul hús og fornleifar. Við höldum uppi mengunaivörnum og höfum jafnvel ráðuneyti til þess. Sitt hvað eigum við þó enn óvarið af þjóðlegum verð- mætum sem liggja undir ágangi og jafnvel skemmdum. Þar er mér efst í huga sú séríslenska hefð í ljóða- gerð sem einkennist af höfuðstöfum og stuðlum. Sérstaka notkun ríms má einnig telja til þessarar hefðar. Ekki þarf að kynna þessa hefð fyr- ir þeim íslendingum sem eitthvað láta sig varða ljóð, en hún mun vera einstök, nú, á þessum hnetti okkar. Það væri því mikill menning- arskaði, ef hún mengaðist eða jafn- vel leggðist niður, enda þótt hægt yrði að lesa um hana í bókum. Það virðist þó, því miður, sem hún sé nú á undanhaldi fyrir óstuðluðum smágreinum sem menn raða saman í stuttar línur og kalla órímuð ljóð en ljóð eru þessar greinar ekki sam- kvæmt okkar ljóðhefð. Þetta er laust mál — óbundið — eða svo- nefndur prósi og er andstæða bund- ins máls eða ljóða. Ég ætla, til bráðabirgða og mér til hægðarauka, að kalla þessar rit- gerðir prósur til aðgreiningar frá prósanum sem tekur yfir allt laust mái. (et. prósa beygist eins og sósa). Þetta er nefnilega sérstök og sjálf- stæð grein bókmenntanna og á rétt á sínu sæti og sínu nafni þar og þarf því ekki að sigla undir fölsku flaggi. Hins vegar verður laust mál aldrei að ljóði, hversu mikið sem línurnar verða styttar á blaðinu. Þessari bókmenntagrein hefur oft verið hallmælt og ekki alltaf að ósekju en hún hefur líka verið haf- in tii skýja sem heimsins fegursta orðlist. Hér myndi nær að fara bil beggja því þar veldur hver á held- ur. Ymis góð skáld nota þetta form, eða réttara sagt formleysu, á list- rænan hátt, með ágætum árangri, en þegar orðklaufar ætla að leika það eftir og halda að formleysið bjargi öllu í höfn, þá fer verr en illa, þvl sjaldan lætur sá betur sem eftir hermir. Þetta sést best á þeim aragrúa af prósum sem yfir okkur flæðir í blöðum og bókum, þar sem hvorki örlar á listrænum tökum né vitrænu sambandi orða. Og þetta virðist yfirgnæfa, að magni, það sem vel er gert á þessu sviði. Ég er ekki að lasta vitleysuna út af fyrir sig. Hún er bara mann- legur eiginleiki sem við sitjum uppi með, hvort sem okkur líkar betur eða verr en við eigum ekki að vera að hlaða undir hana eða verðlauna hana. Það er vísasti vegurinn til að eyðileggja ljóðsmekk manna og brageyra, þetta sem íslendingar eru búnir að varðveita um aldir og ljóð- hefð okkar byggist á. Ekki dettur mér þó í hug að halda því fram að allt sé list sem ort er samkvæmt okkar gömlu ljóð- hefð, en því fleiri sem iðka ein- hveija listgrein, því fleiri má vænta að verði liðtækir á sviðinu og þá síast hismið frá kjarnanum. Senni- lega langar flesta, bæði ljóða- og „Þá eru það ljóðin. Þarf ef til vill að stofna ljóð- verndarráð til að forða þeim frá glötun? Von- andi ekki.” prósusmiði til að verk þeirra megi lifa, þau verðu lesin og lærð, höfð yfir og jafnvel sungin. Sé svo, þá hafa ljóðskáldin þar mikla yfirburði þar sem ljóðin eru miklu auðlærð- ari en prósurnar, vegna rímsins og stuðlanna. Ekki virðist mér, heldur að prósurnar hvetji tónskáldin mjög til lagasmíða, þótt undantekningar finnist. Eins og fyrr segir eiga prós- urnar sinn sess í bókmenntunum, en þær lifa þó áfram því aðeins, að þeim verði forðað frá þeim ósköpum að verða sorpgámur fyrir afurðir þeirra skálda sem hvorki hafa listræn né vitræn tök á móður- máli sínu, en það er einmitt sú meðferð á þeim sem er mest áber- andi nú á tímum. Þá eru það ljóðin. Þarf ef til vill að stofna ljóðverndar- ráð til að forða þeim frá glötun? Vonandi ekki. Fyrst og fremst þarf að aðskilja ljóð og prósur í orði og Ólafur Tryggvason verki. Það er báðum fyrir bestu. Svo þurfa börnin að læra ljóð. Aður var það gert á heimilunum, en nú mun það vera hlutverk skólanna að kenna og kynna þeim þau eins og fleira í uppeldinu, og sé það gert falslaust má verða nokkurt gagn af því. Fleira mætti telja en nú er mál að linni. Verði þessi grein einhveijum hugvekja til ljóðvernd- ar, þá er vel. Falleg jólagjöf Stjörnukort Persónulýsing, framtíðarkort, samskiptakort. Sendum I póstkröfu. Gunnlaugur Guðmundsson, Afgreiðum kortin samdægurs. Stjörnuspekistöðin, sími 91-10377. Við erumflutt íKjörgarð, Laugavegi 59 Palmaolia i baksturinn Simí/fax 612295. Radial stimpildælur = HÉÐINN = VÉLAVERSLUN SÍMI 624260 SÉRFRÆÐIÞJÓNUSTA - LAGER
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.