Morgunblaðið - 28.11.1991, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 28.11.1991, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. NÓVEMBER 1991 Saga-bíó opnað um helgina: Frumsýningar í öll- um húsum SAM-bíós SAGA-bíó, hið nýja kvikmyndahús SAM-bíós í Mjóddinni, verður opnað formlega á föstudag með frumsýningu á myndunum „Thelma and Louise” og „One good cop”. í tilefni þessara tímamóta verða einnig frumsýningar í hinum tveimur kvikmyndahúsum SAM-bíós, Bíóhöllinni og Bíóborginni. Árni Samúelsson, eigandi SAM- bíó, segir að auk þessa verði brydd- að upp á þeirri nýjung í starfsemi kvikmyndahúsanna að taka einn af sölum þeirra undir sýningar á myndum, sem alla jafna sjást ekki í kvikmyndahúsum hérlendis. Mun þessi salur heita Gullmolinn og fyrsta myndin sem sýnda verður þar er „Sheltering sky” eftir ítalska leikstjórann Bernardo Bertolucci. Sem kunnugt er af fréttum verða tveir salir í Saga-bíó,. sem er til húsa þar sem skemmtistaðurinn Broadway var áður. Tekur stærri salurinn 450 manns í sæti en hinn minni 250 manns. KGA Alferð Árnason markaðsstjóri SAM-bíós í hinum stærri af tveimur nýjum sölum Saga-bíó sem opnar á föstudaginn. í Kringlunni27. —30. nóvember 1991 -3- Póstur og sími stendur fyrir símasýningu í Kringlunni á 2. hæð. Þar gefur á að líta fjölbreytt úrval símtækja, sím- svara, faxtækja að ógleymdri einkasímstöð fyrir heimilið. Kynntu þér þjónustuna og notfærðu þér allt að 20% afslátt verði valdra símtækja sem gildir í söiudeildum í Kirkju- stræti, Kringlunni, Ármúla 27 og á póst- og símstöðvum um land allt. Beocom 2000 Vandaður tölvustýrður takkasími, hannaður af Bang & Olufsen. Tónval. Hátalari. Styrkstillir. 20 númera minni. Endurval síðustu þriggja númera sem valin hafa verið. Hraðvalstakki fyrir eitt símanúmer. Skjár sem sýnir númer sem valin voru og aðgerðir sem búið er að framkvæma. \ Átta stillingar á hringingu. Spjald með \minnisblokk. Leiðbeiningar á ís- 1 lensku um notkun símans. Merk- ingar á takkaborði á íslensku. Echo Óvenjulegur sími í úrvalinu hjá Pósti og sfma. Með vegg- " \festingu eða á borð. Tónval. 9 númera 4J0^Se __________________________,1., ,.5^kr- 1 áður en tólinu er lyft af. Takkar til að forrita sérþjónustu stafrænnar símstöðvar. ReplikSvar Sími með innbyggðum símsvara. 10 númera minni. End- "ver» \ urval- Tónval. Takka til'að forrita sérþjón- ^.925 - -—i ustu í stafrænni símstöð. Með vegg- festingu eða á borð. 20 mínútna míkrósnælda. Með lykilnúmeri er hægt að hlusta á og má út móttekin skilaboð með fjarstýringu úr öðrum tónvalssíma. MicroSvar Lítill og hagkvæmur símasvari fyrir heimilið. Einfaldur í ver» \ notkun. Með veggfestingu eða á borð. 9.8Fjarstýranlegur með lykilnúmeri úr öðrum tónvalssíma. 20 mínútna míkrósnælda. PÓSTUR OG SÍMI Söludeildir f Kirkjustræti, Kringlunni, Ármúla 27 og á póst- og símstöðvum um land allt Myfax Handhægt faxtæki sem sameinar símanúmer og faxnúm- er. Þegar hringt er í númerið úr venjulegum síma þá skiptir faxtækið yfir á símtenginu og á móttöku á send- ingu ef um fax er að ræða. Sáraeinfalt í notkun og vegur aðeins 3,3 kg. Tekur allt að 5 skjöl í matara. Grátóna- kvarði fyrir ljósmyndir. Ljósritun. Handstýrðeða sjálfvirk móttaka sendinga. Gróf eða fín sending. Sjálfvirk "Wms \ skeTpustiHing- Útprentað yfirlit sendinga. Stærð; 300 mm (breidd), 260 mm .«7kr.\ (dýpt),90mm (hæð). $ & 1 25« •"'*! x .*;] 'zá m ■í>s' % 'íf% i % m <4 Sn f: fi, iv" z* '&h p $ % % & 5* SS Norræna húsið: Sýningin framlengd SÝNINGIN á grafíkmynduin í anddyri Norræna hússins eftir sænska listamanninn Mattias Fagerholm hefur verið fram- lengd til sunnudagsins 1. des- ember. Mattias Fagerholm er fæddur í Stokkhólmi 1952. Hann stundaði nám við Listaháskólann í Stokk- hólmi 1972-1978. Hann hefur hald- ið einkasýningar í Stokkhólmi, Gautaborg, Málmey og víðar og tekið þátt í fjölrriörgum samsýning- um f heimalandi sínu og erlendis. Verk hans eru í eigu Listasafns ríkisins í Stokkhólmi og Listasafns- ins í Gautaborg. Sýningin verður opin daglega kl. 9-19 og á sunnudag 1. desember er sýningin opin frá kl. 12-19. Hugbúnað- arkynning- ar hjá EJS EINAR J. Skúlason hf. hefur tek- ið upp á þeirri nýbreytni að vera með vikulegar kynningar á hug- búnaði í húsakynnum fyrirtækis- ins á Grensásvegi 10, 2. hæð. Þar hyggst fyrirtækið kynna ýmis forrit sem það hefur umboð fyr- ir. í dag verðúr forritið Works fyrir Windows kynnt. Að sögn Arnar Arasonar fannst mönnum takast svo vel Windows- forrítakynning fyrirtækisins, sem haldin var fyrr í þessum mánuði, að ákveðið var að taka upp reglu- legar slíkar kynningar á fimmtu- dögum í vetur, þar sem kynnt verða ýmis forrit. Örn sagði ekki ætlunina að reyna að leysa einhver einstök vandamál, en frekar að menn geti kynnt sér hvort viðkomandi forrit hentaði þeim eða ekki og einnig kynnt sér nýjungar. Örn sagði Works samofinn hugbúnað sem, fæli í sér ritvinnslu, töflureikni, gagnavinnslu og grafík, en það vinnur í Windows-umhverfi, sem sækir mjög í sig veðrið. Heilsuátak í Efra- Breiðholti HJÚKRUNARFRÆÐINGAR frá Heilsugæslustöðinni Efra-Breið- holti Hraunbergi 6 verða í Hóla- garði föstudaginn 29. nóvember kl. 15-18. Heilsuátakið á að minna íbúa hverfisins á að góð heilsa er gulli betri. Veitt verður fræðsla/ráðgjöf um mataræði og holla lífshætti. Blóð- þrýstingur verður mældur hjá þeim er þess óska. (Fréttatilkynning) ■ í TILEFNI af útkomu fyrstu íslensku Karaoke-plötunnar Syngdu með kynnir Ölver plötuna á undanúrslitakvöldi íslandsmeist- arakeppninnar fímmtudaginn 28. nóvember. Syngdu með kemur út á kassettu og geisladiski í byijun desember. ■ Á VEITINGAHÚSINU A. Hansen í Hafnarfirði stendur nú yfir sýning á grafíkmyndum eftir myndlistarmanninn Kristberg Ó. Pétursson. Kristbergur stundaði nám við Myndlista- og handíðaskól- ann og Ríkisakademíuna í Amsterd- am. Hann hefur tekið þátt í fjölda samsýninga sl. tíu ár og haldið nokkrar einkasýningar, þær helstu í Hafnarborg 1984, Nýlistasafninu 1987 og Gallerí einn einn 1990. Sýningin stendur .til 8. des.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.