Morgunblaðið - 28.11.1991, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 28.11.1991, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. NÓVEMBER 1991 Bandaríkin: NY tegund berkla- veiki veldur skelk Flórída. Frá Atla Steinarssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. BERKLAVEIKl, sem venjuleg lyf vinna ekki á, hefur stungið sér niður í fangelsum í New York-ríki og skotið heilbrigðisyfirvöldum skelk í bringu. Á áttunda áratugnum tókst svo til alveg að útrýma vandamálum tengdum berklum í Bandaríkjun- um. í kjölfar eyðni hefur berklatil- fellúm hins vegar fjölgað svo mjög, að „við erum á barmi hættu- ástands sem gæti leitt til stórvand- .ræða”, er haft eftir dr. Anthony Fauct, yfirmanni ónæmisrann- sókna hjá Heilbrigðisstofnun Bandaríkjanna. Þessi sérstaka tegund berkla- veiki, sem venjuleg lyf vinna ekki á, hefur nú þegar orðið banamein 13 fanga og eins fangavarðar. Berklaveiki af sömu tegund varð vart í sjúkrahúsum í New York og Miami fyrr á þessu ári. Hún er sögð mjög erfíð viðfangs fyrir lækna pg læknismeðferð mjög dýr. Yfirmenn heilbrigðismála ótt- ast, að fangaverðir og starfsfólk á sjúkrahúsum geti óvart sýkst án þess að það uppgötvist og smit- að aðra. Berklar sýkja lungun. Heil- brigðu fólki tekst oftast að vinna bug á sýkingunni .án þess að sýkja aðra og það verður vart við aug- ljós merki sjúkdómsins; hósta, þreytutilfinningu og minni líkams- þyngd. Þeir sem sýkst hafa af eyðni, farið í krabbameinsmeðferð, hafa lengi verið vannærðir eða ei-u veik- ir fyrir af öðrum orsökum, eins og margt útigangsfólk í Banda- ríkjunúm er, eru líklegastii til að sýkjast af berklaveiki og útbreiða hana. Fangarnir sem létust í New York höfðu allir sýkst af eyðni og fangavörðurinn var með krabba- mein. Sérfræðingar segja að ber- klasmit berist oft milli manna með hósta og helst þar sem fjölmenni er og fólk er í langvarandi snert- ingu við aðra. Þeir telja nauðsyn- legt að herða leit að berklaveikitil- fellum og einangra þá sem grein- ast með smit.“Öruggt bóluefni er ekki til. Sóttvarnastöð ríkisins í Atlanta skráði 25.701 berklaveikitilfelli á árinu 1990 og var það 9% aukning frá árinu áður. Kambódía: Reuter Allt laust og það, sem hægt var að losa, var rifið út úr aðsetri Rauðu khmeranna og síðan borinn eldur að kestinum. Flýði burt frá Phnom Penh alblóðugur og illa leikinn Þúsundir manna vildu koma höndum yfir Khieu Samphan, einn helsta böðul Rauðu khmeranna Phnom Penh. Reuter. „DREPUM hann, drepum hann,” kvað við frá mannfjöld- anum, sem safnaðist saman fyr- ir utan aðsetur Rauðra khmera í Phnom Penh í Kambódíu í gær en inni í húsinu voru Khieu Samphan, leiðtogi khmeranna, Evrópubandalagið bann- ar fargjaldahækkanir Brussel. Reuter. Framkvæmdastjórn Evrópubandalagsins (EB) tilkynnti fimm flugfélögum í gær að þeim bæri að lækka fargjöld á tugum mikil- vægra leiða. Félögin eru British Airways, Air France, Alitália, Olympic Airways og SAS. Samkvæmt EB-reglum ber fé- lögunum að rökstyðja fargjalda- hækkanir 5% yfír viðmiðunarverð með auknum kostnaði og kannar framkvæmdastjórnin síðan hvort hægt sé að fallast á rökstuðning- inn. Fyrstnefnda félagið verður að lækka fargjöld á alls 25 leið- um, hin á færri, SAS aðeins á einni leið. Þetta er í fyrsta skipti sem framkvæmdastjórnin notfærir sér réttinn til að banna hækkanir sem ríkisstjórnir viðkomandi landa hafa samþykkt. nýkominn til borgarinnar, og Son Sen, annar frammámaður þeirra. Krafðist fólkið, sem margt var vopnað sveðjum, hefnda vegna þeirra hundraða þúsunda eða milljöna manna, sem khmerarnir drápu á valda- skeiði sínu. Fyrr en varði rudd- ust nokkur hundruð manns inn í húsið. Var mesta mildi, að Samphan skyldi ekki drepinn en í gær flýði hann ásamt Son Sen aftur til Tælands, alblóðug- ur og illa leikinn. Haft er eftir vitnum, að hefðu lögreglan og hermenn ekki komið Samphan til hjálpar hefði fólkið drepið hann. „Ég hélt, að það ætlaði að slíta hann í sundur á milli sín,” sagði ljósmyndari nokk- ur. Lögreglan fékk þá félaga loks- ins tii að skríða inn í skáp með hjálma á höfði en þá lét æstur múgurinn höggin dynja á honum með sveðjum og bareflum. Gengu menn auk þess berserksgang um húsið, ruddu út öllu lauslegu og kveiktu í úti í garðinum. Það var ekki fyrr en Hun Sen forsætisráðherra kom og bað fólk um að sýna stillingu, að mann- fjöldinn leystist upp. Voru þá Khi- eu Samphan, Son Sen og tveir aðrir khmerar fluttir í brynvarinni bifreið út á flugvöll og settir um borð í flugvél, sem fór með þá til Bangkoks í Tælandi. í yfirlýsingu stjórnarinnar kvaðst hún harma aðförina að Rauðu khmerunum þótt hún skildi vel tilfínningar fólksins. Kvaðst hún einnig mundu standa við allar greinar friðarsamningsins, sem undirritaður var í París, og hét því, að þessir atburðir endurtækju sig ekki. Rauðu khmerarnir eru aðilar að samningnum og því hef- ur atburðurinn vakið nokkur ugg um viðbrögð þeirra við honum. Sagnfræðingar telja, að Khieu Samphan beri meginábyrgð á því, að þegar Rauðu khmerarnir náðu völdum í Kambódíu Í975 voru tvær milljónir manna fluttar burt úr Phnom Penh í þrælavinnu úti á landsbyggðinni, á „blóðvöllun- um” eins og kallað var. Þar létu hundruð þúsunda manna lífið af hungri og sjúkdómum eða voru tekin af lífí. í Phnom Penh er varla nokkur maður, sem ekki missti einhvern ástvin sinn fyrir morðingjum Rauðu khmeranna. Miðausturlönd: Bush Bandaríkjaforseti vill samninga um Golanhæðimar Washington. Reuter, The Daily Telegraph. STJÓRNVÖLD í Bandaríkjunum hafa lagt til við ísraela og Sýr- lendinga, að þeir semji um frið sín í milli gegn því, að ísraelar flytji brott herlið sitt frá Golanhæðum. Einnig hverfi ísraelar með lið sitt að nokkru frá syðsta hluta Líbanons. Kemur þetta fram í boðinu um viðræður milli Israela og araba í Washington 4. desem- ber sem ísraelar hafa hafnað í bili. Tahð er að stjóm George Bush Bandaríígaforsétá, yj1ji með tillög- um sínum leggja áherslú-á að hún telji þá stefnu ísraéisstjómar að heimta frið án þess að láta hem- umið land af hendi geta orðið til að sigla viðræðunum í strand verði henni haldið til streitu. Haft er eftir heimildarmönnum að í tillögu Bandaríkjamanna um Golanhæð- irnar sé ekki tekin afstaða til þess hvort ísraelar skili þeim öllom eða haldi eftir einhverju dandi. Em ísraelar spurðir hvað mikið land þeir vilji láta af hendi við Sýrlend- inga gegn friðarsamningum ,og Sýrlendingar inntir eftir því hvers konar samninga þeir vilji gera fái þeir Golanhæðimar aftur að miklu leyti. Þá leggur Bandaríkjastjórn einnig til við Israela og Líbani, að Suður-líbanski herinn, vopnuð samtök kristinna Líbana sem njóta stuðnings ísraela, láti bæinn Jezz- ine af hendi við Iíbanska stjórnar- herinn. ísraelar segja að ekki komi til mála að hverfa frá Suður-Líbanon fyrr en hermdarverkamenn hætti árásum sínum á ísrael frá stöðvum í Líbanon og sýrlenski herinn fari frá landinu. Viðbúið er eínhig að tillagan um Golanhæðimar eigi eftir að valda uppnámi í ísrael, en þær voru í raun innlimaðar í landið 1981 og fyrr í þessum mánuði ítrekaði ísraelska þingið, að um þær yrði ekki samið. Golan- hæðir eru hernaðarlega mjög mik- ilvægar og þar að auki eru þar verulegar vatnslindir. Aðgangur ríkjanna fyrir botni Miðjarðarhafs að vatni er eitt af ágreiningsefnun- um og ekki það lítilvægasta. „Deiluaðilar ættu sjálfir að ákveða hvað þeir ætla að ræða um. Þetta er ekki mál sem aðrir ættu að ákveða, ekki einu sinni goðvinir okkar, Bandaríkjamenn,” / sagði dr. Yossi ólmert, talsmaðúr stjómvalda í ísrael. Haidar Abdel al-Shafí, samningamaður Palest- ínumanna, sagði á hinn bóginn að Bandaríkjamenn.hefðu aðeins sett fram tillögur um efni viðræðn- anna; þeir væru ekki að neyða þeim upp á deiluaðila. M PARÍS- Málgagn franska kommúnistaflokksins, l’Humanité, tapaði á síðsta ári 21 milljón franka, um 210 milljónum ISK, og lesendum þess fækkaði um tíu þúsund. Þetta er þrisvar sinnum meira tap en árið á undan. Blaðið hefur aldrei átt í eins miklum erfiðleikum og nú, að sögn Rolands Leroyritstjóra. Sagði hann l’Humanitéeinungis eiga fram- tíð fyrir sér ef það berðist áfram fyrir byltingunni. ■ STOKKHÓLMI- Seðlabanki Svíþjóðar hækkaði vexti sína um eitt prósentustig á þriðjudagsmorgun úr 10,5% í 11,5%. Hækkuðu mark- aðsvextir í Svíþjóð umsvifalaust í kjölfar þessarar tilkynningar og einnig er talið að vextir á húsnæðis- lánum muni hækka. Sem skýringu á þessari vaxtahækkun nefndi seðla- bankinn alþjóðlegar vaxtahækkanir á síðustu vikum og gjaldeyrisút- streymi upp á 12,1 milljarð sænskra króna á einni viku eftir að Finnar felldu gengi marksins um 12,3%. ■ PARÍS- Sovétmenn hafa í fór- um sínum leyniskjöl um franska ríkisborgara og eru þau elstu um 190 ára gömul, að sögn franska viku- ritsins L’Express. Sovétmenn vilja afhenda Frökkum skjölin gegn því að fá í staðinn skjöl er níssneskir andstæðingar bolsévikka höfðu með sér í útlegð eftir byltinguna 1917 og voru frá stjórnarárum keisaranna. Ritið hefur eftir sovéskum embættis- manni að Þjóðverjar hafi komist yfír skjölin er þeir lögðu undir sig Frakk- land í seinni heimsstyijöld, flutt þau til Tékkóslóvakíu og þar hafi Rauði herinn klófest þau í ■stríðslok-1945. í skjölunum er méðal ánnars um að ræða 300.000 lögreglu- og leyni- skýrslur, 20.000 skýrslur hermálayf- irvalda, skjalasöfn frímúrara, einnig skjöl Rotschild-auðkýfingaættarinn- ar og forsætisráðherranna Leons Blums og Jules Moch. Alls fíalla þau um milljón einstaklinga frá því um 1800 til 1940.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.