Morgunblaðið - 28.11.1991, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 28.11.1991, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. NOVEMBER 1991 37 VARABU MG A SVARTSYHI! Við vonum að þessi dálkur ýti við þér. Við skiljum vissulega alvöru málsins. Við vitum alveg jafnt og þú, að stöðu- vötn, vatnsföll og hafið eru menguð með efnaúrgangi og áburði. Við vitum að loftið sem við öndum að okkur er oft ekki beinlínis hreint og að margar dýrategundir eru í útrýmingar- hættu. Samt erum við bjartsýn. Við vitum af eigin reynslu að það er hægt að framkvæma ýmislegt, að leysa vandamál og að það er auðveldara eftir því sem fleiri vinna að sama markmiði. Við verjum 582 milljQnum til umliverfismála. Eins og allir vita takmarkast umhverfið ekki við landamæri milli ríkja. þess vegna eru umhverfismál sett á oddinn í norrænni samvinnu. í ár hefur Norræna ráðherranefndin t.d. varið 582 milljónum ísl. kr. í raun- hæfar aðgerðir í umhverfismálum. Og næsta ár verjum við jafnmiklu fé til þeirra. þegar um er að ræða umhverfismál á alþjóðavettvangi, t.d. innan Sameinuðu þjóðanna eða í Evrópuráðinu, tala Norðurlöndin ætíð með einum rómi. Rödd þeirra verður æ sterkari og sífellt fleiri hlýða á hana. Hertar reglur í umliverfismálum á Nortfurlönclum. Reglur um umhverfisvernd verða sífellt strangari á Norðurlöndum. Kröfur um hreinsun á úrgangsefnum sem veitt er í loft og vatn, grófflokkun á sorpi, aukna endurvinnslu o.s.frv. verða sífellt háværari. Bæjarfélögin eru búin að koma sér upp endurbættum hreinsikerfum og í iðnaði þykir það afleitt að spilla umhverfinu. þessi árangur hefur náðst með löggjöf. Mikill hluti hans er þó einnig að þakka sjálfboðavinnu. Hvaða álirif hefur umhverfið á loftslag? þetta er ein af fjölmörgum spurningum sem vonast er til að verði svarað í þeim viðamiklu og skipulegu umhverfisrann- sóknum sem eiga að hefjast eftir rúmt ár. Um fimm ára skeið hyggst Norræna ráðherranefndin leggja af mörkum 1165 milljónir króna til rannsóknaáætlunar- innar og féð rennur fyrst og fremst til rannsóknaverkefna á Norðurlöndum. Gróðurhúsaáhrifin svonefndu eru alþekkt vandamál, en þeim veldur koltvísýringur sem bilarnir okkar sleppa út í andrúmsloftið. Annað vandamál eru áhrif losunar ýmissa efna í umhverfi okkar á ósonlagið. Sameigjinlegar rannsóhnir veita oft f jölhreyttari tæhifæri. Við getum áorkað meira með frjálsu þekkingarstreymi milli Norðurlanda. Með því að beina fjármagni í sameig- inleg rannsóknaverkefni er hægt að stunda fjölbreyttari og betri rannsóknir. Gott dæmi um þetta eru þær stofnanir og rannsóknaverkefni sem Norræna ráðherranefndin styrkir fjárhagslega. Til dæmis má nefna Norrænu eld- fjallastöðina í Reykjavík eða Norræna genabankann í Alnarp skammt frá Lundi, þar sem m.a. er unnið að því að varðveita fræ af gömlum nytjajurtum sem annars væru í útrýmingarhættu. Auk þess er nýlega búið að setja á stofn Norrænu vísindastofnunina, NorFA. Stofnunin stuðlar annars vegar að bættri menntun í rannsóknastörfum og hins vegar að auknum samskiptum milli Norðurlanda. Króna í austri gefur meira af sér en hróna á Norðurlöndum. þetta eru alþekkt sannindi. Fyrir hverja þá krónu sem varið er til umhverfisbóta í austri næst miklu betri árangur en þótt krónan sé notuð á Norðurlöndum. Ef við viljum fá hreint haf, eigum við að beina fjármagni þangað sem méstum efnaúrgangi er veitt í sjóinn og mengun- in er mest. þess vegna er Norræna ráðherranefnd- in búin að setja á stofn NEFCO, sem þegar hefur sannað gildi sitt. NEFCO gerir norrænum fyrirtækjum og viðskiptaaðilum þeirra í Austur- og Miðevrópu kleift að hefja sameiginlegt átak í samvinnu við NEFCO, sem leggur til áhættufé. þau lönd sem þetta samstarf nær til eru m.a. Sovétríkin, Eistland, Lettland, Litháen og Pólland. _ Átakið beinist að því að hreinsa vatn, hreinsa úrgangsefni sem veitt er út í andrúmsloftið og ýmsum verkefnum sem tengjast umhverfisvernd. Það er ljóstýra í myrhrinu. Ein hörmungaskýrslan rekur aðra, en þrátt fyrir allt er þó hægt að finna sólargeisla. Með stuðningi Norrænu ráðherra- nefndarinnar hafa vísindamenn rann- sakað sjóinn umhverfis Færeyjar og fundið þar eitt hreinasta hafsvæði í heimi. Straumar i hafinu umhverfis Færeyjar verja það mengun úr Norðursjó og Atlantshafi og vísindamennirnir fundu alveg óspillt dýralíf. Já, þeir fundu meira að segja sjávardýr sem enginn vissi að væru til. Nú getur sjórinn umhverfis Færeyjar verið viðmiðun fyrir þá sem stunda rannsóknir i köldu úthafinu. Mar^t fl eira er td lrásagnar. þetta eru einungis fáein dæmi um norrænt samstarf í umhverfismálum. Norræna ráðherranefndin hefur að sjálfsögðu áorkað fleira á öðrum mikilvægum sviðum. Um það má lesa i tímaritinu "Gráns- lost” sem við erum fús að senda þér. |---------------------------------------------------------------------------- Já, ég vil enclilega fá að vita meira. Sendið mér "Granslost” upplvsingarit | Norrænu ráðJierranefndarinnar. ^ Nafn:_____________________________________________________________________ I Heimilisfahg:_____________________________________________________________ Póstáritun: . I L Sendu seðilinn til Nordisk Ministerrad. Informationsafdelingen, Store Strandstræde 18. DK-1255 Kobenhavn K, Danmark.' Burftargjald er 26 kr. Norræna ráðherranefndi m Norræna ráðherranefndin er samvinnustofnun ríkisstjórna Norðurlandanna fimrn og sjálfstjórnarsvæöanna Færeyja. Grænlands og Álandseyja. í ár veröur hún 20 ára. Samstarfiö nær til flestra sviða þjóðfélagsins, að utanríkis- og varnarmálum undanskildum. Ákvarðanir nefndarinnar eru bindandi fvrir öll ríkin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.