Morgunblaðið - 28.11.1991, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 28.11.1991, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. NÓVEMBER 1991 43 Oddný Stella Ösk- arsdóttir — Minning Fædd 29. janúar 1951 Dáin 20. nóvember 1991 Enn stöndum við frammi fyrir því að ástvinur og frænka er horfin héðan úr þessum heimi. Og enn skellur það á okkur hversu máttvana og bjargarlaus við erum þegar kallið kemur. Við stönd- um og getum aðeins vonað í ein- lægri trú okkar, að þrautum þessar- ar manneskju sem við höfðum gæfu til að umgangast og kynnast sé lokið. Þegar við horfum til baka og minnumst þeirra stunda er við átt- um með henni fínnst manni sem þær hefðu mátt vera fleiri. Oddný Stella var alltaf einn af þessum föstu punktum í tilveru okkar og lagði mikla vinnu og tíma í að treysta fjölskylduböndin, bönd sem allt of oft gleymist að leggja rækt við í hávaða dagsins. Við minnumst hennar sem frænkunnar sem átti það til að birt- ast í óvænta heimsókn og heimta kaffi. Félagsverunnar sem kunni að gera gys að sjálfri sér og öðrum, en síðast en ekki síst móðurinnar sem stóð vörð um sína ijölskyldu og heimili. Megi vængir frelsisins bera okk- ar ástkæru frænku til þeirra landa þar sem sálin öðlast frið. Megi það sem yfir öllu vakir gefa okkur styrk til þess að skilja og létta þjáningar þeirra er sárast verða að búa. Elsku Óskar okkar, börn, Una amma og aðrir aðstandendur, við vottum ykkur innilega samúð. Anna María, Viðar, Óskar, Vilborg og fjölskyldur. Það er erfitt að sætta sig við leikslok þegar náinn vinur fellur frá. Stella eins og hún var ávallt kölluð lést á St. Jósefsspítala 20. þ.m. Stella varð veik fyrir tveimur árum. Hún og allir héldu að hún myndi geta sigrað almættið. Það leit allt vel út um tíma, en í maí í vor fór hún að finna fyrir veikindum sínum aftur. Allt var reynt og allt var gert, læknar og hjúkrunarlið bæði á 11-E á Landspítalanum og handlæknisdeild St. Jósefsspítala gerðu allt til að hjálpa henni að sigra. En almættið réði og sigraði að lokum. Stella var trúuð kona og hún treysti virkilega á guð fram á það síðasta. Hún var hetja. Hún sagði oft við mig ég veit að mér á eftir að batna. Og nú er Stella kom- in til guðs og þá vitum við að henni er batnað. Við vitum líka að þar hefur pabbi hennar og Hansína systir hennar tekið á móti henni. Margar yndislegar og ógleymanleg- ar stundir áttum við Stella saman. Ég trúði henni fyrir mínum leyndar- málum og hún trúði mér fyrir sínum leyndarmálum. Við Stella unnum saman á St. Jósefsspítala Hún hafði mjög létta lund og smitandi hlátur. Oft var farið og kíkt í bolla og oft var mikið hlegið. Hún var vel liðin og góð við alla. Eitt langar mig til að minnast á, Stella færði mér af- mælisgjöf sl. vetur. Það var hvítur engill sem heldur á hvítum vasa og í vasanum er þurrkaður blómvönd- ur. Nú þegar Stella er farin frá okkur og ég horfí á þennan engil þá finnst mér eins og ég geti hugs- að mér, en hvað þetta er táknræn gjöf. Því að ég veit að nú er Stella orðin engill, og nú á meðal hinna englanna á himnum því hún var svo góð kona á jörðinni og þá veit maður hvað tekur við hjá drottni. Ég lét biðja fyrir Stellu í mörgum bænastundum hjá útvarpsstöðinni Alfa, og ég sat oft hjá henni og hlustaði á þessi bænarefni með henni. Á þetta trúði hún svo að ég noti hennar orð eins og hún sagði við mig að þessari bænastund lok- inni. Þetta er meiri háttar, ég veit að mér verður bjargað. Nú má segja að guð hafi leyst hana frá öllum þjáningum og þrautum. Þó að við vitum að fyrir eigin- mann, börnin hennar þijú, móðir hennar og ástvini er þetta ömurlega sárt, þetta skarð sem komið er verð- ur seint eða aldrei fyllt. Því þegar eiginkona, móðir og dóttir er tekin í burtu hugsum við hvað meinar guð með þessu. En við verðum að hugsa okkur að guð hefur ætlað henni meira hlutverk á himnahæð- um. Stella hafði sínar framtíðar- áætlanir og bar mikla umhyggju fyrir sinni fjölskyldu. Nú færu að koma jól og nú yrði ferming að vori og þá ætlaði hún að hafa þetta svona og svona en því verður ekki breytt sem komið er. Spurningarnar hrannast upp en engin svör finnast við því, hversvegna drottinn kallaði hana til sín svona unga aðeins 40 ára gamla. Við fáum víst aldrei svör við því í okkar heimi. Elsku Óskar, NikuláS, Óskar, Þuríður, Una og allir aðrir ástvinir. Við starfsfélagar Stellu á St. Jó- sefsspítala sendum ykkur okkar innilegustu samúð. Biðjum við góð- an guð að styrkja ykkur öll í þess- ari miklu sorg. Hafi þessi góða kona Stella, þökk fyrir allt. Minning hennar er ljós í lífí okkar. 0, þegar sorg og heljarhúmið svarta oss hylur sól og myrkvar lífsins braut. Hve gott er þá í gegnum Jesú hjarta, að geta skoðað sérhvert bðl og þraut. Því hann er enn og ætíð sami verður, Hann ðllum, þunga hlöðnum, býður frið. Og fyrir blóð hans er að engu gerður, sá óvinur, sem dauða nefnum við. Því biðjum við að huggun hans og ylur,. í hjörtum okkar kveikir Ijós og frið. Hann tárin ykkar telur, sér og skilur. Hann trega nístum hjörtum veitir grið. (Ljóðabók lngibjargar Sumarliðad.) Elsa Thorlacíus Mig setti hljóða er mér barst andlátsfregn Stellu snemma morg- uns þann 20. þ.m. Hún hafði háð harða baráttu við illvígan sjúkdóm sl. tvö ár, en þótt hart væri barist hafði vágesturinn betur. Minningar bernskuáranna streymdu gegnum hugann, minn- ingar sem á einhvern hátt tengjast Stellu og fjölskyldu hennar. Við bjuggum í sitt hvoru húsinu við Kirkjuveginn og góður kunnings- skapur ríkti milli foreldra okkar. I minningunni eru þetta árin þeg- ar alltaf var sólskin, allar stelpur í kjól og sportsokkum, árin þegar hver dagur leið í búleik, snú-snú, fallinni spýtu og þegar „heilagur andi” var settur í róluna meðan hlaupið var heim í mat, snjórinn var skemmtilegur og við skildum ekki mömmur og ömmur sem var illa við hann (skildum það síðar)og þá sjaldan að rigndi þá runnu lækj- ir niður malarveginn og útbúnar voru stíflur sem urðu að stöðuvötn- um og fullorðna fólkið hristi höfuð- in og lokaði betur kjallargluggun- um. Mömmurnar voru heima og engu skipti í hvaða hús var farið ef á þurfti að halda. í þessu umhverfi liðu bernskuárin okkar og unglings- árin tóku við. Fjölskylda mín flutti af Kirkjuveginum en vináttan hefur haldist og fjölskyldurnar tekið þátt í gleði og sorgum hver hjá annarri síðan. Stella var fljót að finna stóru ástina í lífí sínu, hann Skara, eða Óskar John Bates eins og hann heitir, og kornung hófu þau búskap bjartsýn og jákvæð, og þannig hafa þau alltaf verið. Þau eignuðust þijú börn Nikulás Helga 19 ára, Óskar Kristinn 15 ára og Þuríði 13 ára sem nú syrgja móður sína sárt. Þau hafa alltaf búið í Hafnarfirði, síð- ustu árin á Hellisgötu 5, þar bjuggu þau börnum sínum notalegt heimili og samhent voru þau í að styrkja börnin í þeirra áhugamálum en þau hafa öll t.d. verið í dansi og náð langt í þeirri grein og til að geta fylgst enn betur með drifu þau sig í dansskóla og höfðu mikla ánægju af. Þegar börnin voru komin á legg hóf Stella störf utan heimilis og vann á St. Jósefsspítala þar til hún veiktist fyrir tveimur árum og þar háði hún sína síðustu baráttu og lést þar 20. þ.m. Stella var alla tíð mjög glaðleg og skemmtileg, minnist ég hennar sjaldan öðruvísi en brosandi og jafn- vel daginn áður en hún dó tók hún brosandi á móti mér er ég leit inn til hennar á sjúkrahúsið. Sjúkdómi sínum tók hún með æðruleysi og var ávallt bjartsýn er hún var spurð um líðan. Var hún vel studd af eigin- manni, börnum og ekki síst móður sem fylgdist með henni daglega og sat við rúmið hennar síðustu vikurn- ar. Það er ótrúlegt þrekið sem þeirri konu er gefið, en þetta er í annað sinn á fáum árum sem hún fylgir dóttur til grafar ásamt að hafa misst eiginmann. Oddný Stella fæddist 29. janúar 1951, dóttir hjónanna Óskars Kr. Sigurðssonar vörubílstjóra er lést árið 1977 og Unu Nikulásdóttur húsmóður á Kirkjuvegi 6 í Hafnar- fírði. Hún var næst yngst af sex systkinum og lifa þijú systur sína, þau Borgþóra, Nikulás og Örn Ægir, en áður voru látnar óskírð telpa og Hansína Guðný sem lést úr sama sjúkdómi og Stella árið 1980. Með þessum fátæklegu h'num vil ég, fyrir hönd foreldra minna og Ijölskyldu þakka Stellu vináttu og tryggð og biðja henni blessunar á nýjum leiðum. Eiginmanni, börnum, móður, systkinum og öðrum vandamönnum sendum við okkar dýpstu samúðar- kveðjur. Guð geymi Oddnýju Stellu Ósk- arsdóttur. Erla Gestsdóttir Okkur langar með örfáum orðum að minnast Oddnýjar Stellu Óskars- dóttur, eða Stellu, eins og hún var alitaf kölluð. Leiðir okkar lágu fyrst saman fyrir um það bil tveimur árum þeg- ar Þuríður dóttir hennar byijaði að passa dóttur okkar, Katrínu Sjöfn. Strax við fyrstu kynni af Stellu fengum við að kynnast hversu ynd- isleg kona hún var, og lýsir það henni best hversu hrifín dóttir okk- ar varð af henni. Þær voru ófáar stundirnar sem við stóðum á tröpp- unum og spjölluðum þegar við sótt- um Katrínu Sjöfn og talaði Stella þá aðallega um hana. Hún sagði okkur frá því hvað hún hefði gert með Þurí og yfirleitt heyrðum við sögur um að þær hefðu farið að versla, í Kringluna eða jafnvel til tannlæknis, og alltaf fékk Katrín Sjöfn að fara með. Og umhyggja Stellu fyrir velferð barnsins var augljós; hún sagði henni að hún yrði að vera dugleg að borða svo hún yrði stór og hraust stelpa. Og gleðin í augum barnsins leyndi sér ekki þegar hún talaði um Stellu. Elsku Óskar, Nikulás, Óskar og Þurí, við vottum ykkur okkar dýpstu samúð. Minningin um góða konu lifír. Far þú í friði, friður guðs þig blessi hafðu þökk fyrir alit og allt. (V. Briem) Róbert, Jónína og Katrín Sjöfn. Birting afmælis- og minningargreina Morgunblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til birting- ar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á ritstjórn blaðsins á 2. hæð í Aðalstræti 6, Reykjavík og á skrifstofu blaðsins í Hafn- arstræti 85, Akureyri. Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðvikudagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga. í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Ekki eru tek- in til birtingar frumort ljóð um hinn látna. Leyfílegt er að birta til- vitnanir í ljóð, tvö erindi, eftir þekkt skáld, og skal þá höfundar getið. Sama gildir ef sálmur er birtur. Meginregla er sú, að minning- argreinar birtist undir fullu nafni höfundar. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar greinar um fólk sem er 70 ára eða eldra. Hins vegar eru birtar afmæl- isfréttir með mynd í dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. Mikil áhersla er á það lögð að handrit séu vel frá gengin, vélrituð og með góðu línubili. Bless, góðir hálsar I Blá(bjána)fjöllum Kvikmyndir Amaldur Indriðason Fífldjarfur flótti („Wedlock”). Sýnd í Bíóhöllinni. Leikstjóri: Lewis Teague. Aðalhlutverk: Rutger Hauer, Mimi Rogers, Joan Chen, James Remar. í framtíðarþrillernum Fífld- jörfum flótta lendir Rutger Hau- er í fangelsi eftir að kærastan hans, leikin af Joan Chen (Tví- drangar), og besti vinur, leikinn af James Remar, svíkja hann. Þau þijú hafa framið demantar- án en Chen og Remar ætla að sitja ein að góssinu svo þau skjóta Hauer á flótta undan lög- reglunni. Næst sjáum við hann á leið í Hollyday-fangelsið þar sem allur vísindaskáldskapur myndarinnar er samankominn. Hauer kynnist Mimi Rogers og þegar tækifæri gefst flýja þau saman. Gallinn er sá að ef þau fjarlægjast hvort annað um meira en 100 metra springa þau bæði í loft upp. Ekkert slæmar forsendur í spennumynd en Fífldjarfur flótti reynist B-mynd í verri kantinum. Handritið er næsta Ijarstæðu- kennt, jafnvel þótt um vísinda- skáldskap sé að ræða, leikurinn er afleitur hjá öllum nema Mimi Rogers, en myndin er varla sam- boðin hæfileikum hennar. Spenn- an er lítil sem engin og persón- urnar og efnismeðferðin í hönd- um Lewis Teague fullkomlega laus við frumleika. Myndin á að gerast í framtíð- inni en ég sá ekki betur en í henni væri bíóauglýsing um Steve Seagal myndina „Marked for Death”. Félagar Hauers skjóta hann, að þau halda til bana, eftir demantaránið en hafa enga demanta í höndunum því Hauer hefur falið þá eins og kemur seinna í Ijós. Hvílíkir af- bragðssnillingar að leggja að velli þann eina sem veit um góss- ið áður en hann afhendir það. Best eru þó hálsböndin í framtíð- arfangelsinu. Þar eru engar girð- ingar eða virkisveggir, aðeins hálsbönd. Ef þú ferð í meira en hundrað metra fjarlægð frá sam- föngum þínum springur bandið og þú með ásamt einhveijum samfanga sem tengdur er þínu bandi með rafeindaboðum. Ef þið labbið saman út úr fangelsinu og fjarlægist ekki hvern annan um meira en 100 metra, eins og Hauer og Rogers gera, springur ekkert. Af hveiju fangarnir labba sig ekki út í frelsið tveir og tveir er óleyst gáta. B-myndir eins og Fífldjarfur flótti eru ekki að eyða tíma í glufur af þessu tæi. Ágætisleik- arinn Hauer er nú orðinn fastur í slöppum hasarmyndum, orðinn feitlaginn mjög og klunnalegur og leggur sig lítið fram. Chen ofleikur glæpakvendið hræðilega og Remar lítur alveg út fyrir að drepa fyrst og spyija svo um demantana. Rogers er sú eina sem einhvern metnað sýnir og reynir að gera gott úr öllu sam- an. Kvikmyndir Sæbjörn Valdimarsson Háskólabíó: Skíðaskólinn - „Ski School”. Leikstjóri Damian Lee. Aðal- leikendur Dean Cameron, Tom Breznahan. Bandarísk. 1991. Svo er að sjá sem snillingarnir bak við þessa myndarnefnu séu einlægir aðdáendur „lögreglu- skólamyndanna”, a.m.k. aðsókn- artalna þeirra. Það er vissulega erfitt að fá eitthvað vitrænt sam- hengi í söguþráðinn en einna helst minnir hann á vesæla tilburði til að apa eftir fáránleikafyndni fyrr- nefnds myndbálks. Það mun seint kallast háreist markmið en mis- lukkast þó. Hér segir frá æringjahóp sem á í stappi við oflátunga og e.k. keppni í áhættustökki á skíðum upp til fjalla í Bandaríkjunum. Mikið af hasarkroppum og diskó- tónlist og drykkju - að ógleymd- um fímmaurabröndurum. Og svo vinna æringjarnir að sjálfsögðu húmorslausu merkikertin og hirða af þeim kvennablómann. Mjög slæm mynd, í rauninni ekkert nema vont um hana að segja. Allar tilraunir til að skemmta áhorfendunum fara gjörsamlega út um brekkur og bala (nema örfá, aðkeypt skot af dirfskustökkum skíðakappa, en við höfum séð þetta allt margoft áður í íþróttaþáttum sjónvarps- stöðvanna). Leikurinn er afleitur enda virðast „listamennirnir” hafa verið valdir eftir snoppufríðleik og mittismáli frekar en hæfíleik- um. Mér leiddist á sýningunni, sem var kl. 3 á sunnudegi, ekki síður en yngstu kynslóðinni sem botn- aði lítið í bjórþambinu og ber- bijóstasýningum (nema hún hafi haldið að það væri kominn mat- artími), en var í þeirri yfirburða- stöðu gagnvart ráðsettari áhorf- endum að geta fundið óánægju sinni farveg í ólátum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.