Morgunblaðið - 28.11.1991, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 28.11.1991, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. NÓVEMBER 1991 29 Sovétríkin: Fjölskyldur látinna embættísmanna njóta ennþá forréttínda Moskvu. The Daily Telegraph. FJÖLSKYLDUR Jósefs Stalíns og Níkíta Khrústsjovs, fyrrver- andi Sovétleiðtoga, og tuga ann- arra látinna embættismanna eiga enn rétt á ókeypis bifreiðum með einkabílstjórum og ýmsum öðr- um forréttindum, að því er fram kom í skýrslu sem kynnt var í Æðsta ráði Sovétríkjanna ný- lega. Þar sagði einnig að þótt Fulltrúaþing Sovétríkjanna hefði verið lagt niður nytu hundruð manna, sem áttu þar sæti, enn ýmissa forréttinda. í skýrslunni sagði að afnot for- réttindastéttarinnar af ríkisbifreið- um hefðu „farið úr böndunum” fyr- ir löngu og misnotkun hennar á þjónustu ríkisins hefði kostað hið opinbera mikla fjármuni. Því sem næst hver einasti maður, sem gegnt hefði einhveiju af valdamestu emb- ættunum, og fjölskyldur þeirra nytu enn forréttindanna og hvað það varðaði hefði ekkert breyst frá valdaránstilraun sovéskra komm- únista í ágúst. í skýrslunni kom ennfremur fram að hundruð manna, sem áttu sæti á fulltrúaþinginu, hefðu enn aðgang að ríkisbifreiðum, sérstökum versl- unum og húsnæði í Moskvu, auk þess sem þeim byðust ferðir til út- landa. Jafnframt var lagt til að af- not þingmanna Æðsta ráðsins af ríkisbifreiðum yrðu takmörkuð ■ BELFAST- Bresk stjórnvöld sendu 600 manna herfylki til viðbót- ar til Norður-írlands í gær til að reyna að stöðva mannskæð átök sem farið hafa vaxandi milli trúar- fylkinganna í landinu, mótmælenda og kaþólikka, að undanförnu. Skömmu eftir að Tom King, varn- armálaráðherra Bretlands, hafði til- kynnt um þessa ráðstöfun, fann lögreglan lík af manni sem Irski lýðveldisherinn, IRA, hafði numið á brott. Þar _með er tala fallinna í átökunum á írlandi komin upp í 87 á þessu ári, en var 90 allt árið í fyrra. Fyrr í þessum mánuði var tæplega 2000 manna liðsauki send- ur til Norður-Irlands eftir að sjö manns höfðu fallið í blóðugum átök- um trúfylkinganna. verulega. Þrátt fyrir þessar nýju upplýsingar vildi þingið ekki ræða málið og talið er að sú ákvörðun verði til að grafa frekar undan áliti þess, en það virðist engu hlutverki gegna lengur í sovéskum stjórnmál- um. -----♦ » ♦----- Sænska þingið: Hámarks- hraði verði hækkaður Stokkhólmi. Frá Erik Liden, fréttaritara Morgunblaðsins. SÆNSKA þingið samþykkti í gær að beina þeim tilmælum til stjórnar umferðamálastofnunar landsins að hámarkshraði á hraðbrautum í grennd við stór- borgir verði hækkaður á ný en hann var lækkaður úr 110 km á klst. í 90 km fyrir tveim árum. Stjórnin tekur ákvörðun í mál- inu 10. desember. Aðeins Vinstriflokkurinn [gamli kommúnistaflokkurinn] og fáeinir þingmenn jafnaðarmanna og Mið- flokksins voru á móti því að hækka hámarkshraðann á ný. Minnihlut- inn segir að slysum hafí fækkað vegna lækkaðs hámarkshraða og auk þess sé skaðleg mengun frá bílum minni. Frá 1989 hefur há- markshraði á samanlagt nær 100 km af fullkomnum hraðbrautum verið 90 km og skýrslur sýna að þrír af hvetjum fjórum ökumönn- um á þessum vegarköflum aka hraðar en leyfilegt er, flestir á 110 km hraða á klst. eða enn hraðar. Af umræðum um málið er ljóst að ökumenn afsaka hegðun sína með því að þeim finnist að vegim- ir séu í svo góðu ástandi og bílarn- ir svo vel búnir að réttlætanlegt sé að aka yfir hámarkshraða. Reuter Gaia í Havana Kúbversk börn skoða víkingaskipið Gaiu sem lagði að bryggju í höfuðborg Kúbu, Havana, á mánudag. Gert er ráð fyrir að skipið haldi næst til borgarinnar Progeso í Mexíkó og þar næst Rio de Janeiro í Brasilíu. Hjálparstofnun norsku kirkjunnar: Hætta talin á hungursneyð í Múrmansk o g Arkangelsk Vegna stopulla olíuflutninga óttast íbúarnir þó kuldann enn meira „ÞAÐ er ekki lengur um að ræða kreppu, heldur upplausn, hungur- sneyð og hættu á, að fólk krókni úr kulda” segir í skýrslu, sem nú liggur fyrir hjá Hjálparstofnun norsku kirkjunnar, en í henni er sagt frá ástandinu í rússnesku borgunum Múrmansk á Kola- skaga og Arkangelsk við Hvítahaf. Norðmenn og norska kirkjan hafa verið með margvíslegt hjálparstarf á þessum slóðum en nú er talið, að aðeins alþjóðleg aðstoð geti komið í veg fyrir miklar hörmungar. „í ríkisverslununum í Múrmansk fyrirfinnst ekki lengur ætt kjöt eða ferskur fískur,” segir skýrsluhöf- undurinn, Tore Börresen, en síð- asta misserið hefur hann tvisvar kynnt sér ástandið í borginni og í Arkangelsk einnig. Á þeim tíma hefur það versnað mikið. Var frá þessu skýrt í norska blaðinu Aften- posten. „í Arkangelsk fæst engin mjólk nema gegn lyfseðli og þá aðeins fyrir börn yngri en eins árs. Þegar ég var á ferð var hins vegar enga mjólk að fá í borgunum, hvorki fyrir börn né aðra, og í Arkangelsk var mikill brauðskortur. Lítið var um grænmeti og kartöflur og eng- an fatnað og skó nema eitthvað í verslunum með notuð föt. Þá hafði engin brennsluolía verið flutt til borganna. Á ftjálsa markaðnum þar sem ekki er fylgst með verðlaginu er framboðið miklu minna en í fyrra- vetur og einkum af kjöti. Á það einkum við um Arkangelsk en í Múrmansk er það svo dýrt, að eftir- launaþegi til dæmis getur aðeins fengið 2,5 kíló fyrir mánaðarlaun- in. Fólkið á þessum slóðum óttast þó jafnvel kuldann enn meira en hungrið. í borgunum eru fjar- varmaveitur en vegna þess, að olíu- sendingar til þeirra eru stopular eru íbúðir og vinnustaðir jökulk- öld,” segir Tore Börresen í skýrsl- unni. Kemur einnig fram hjá hon- um, að lyfjaskortur hafí verið næstum alger og sjúkrahúsin jafn- vel án nauðsynlegustu tækja. SIEMENS Með SIEMENS heimilistœkjum verður lífið léttara! Traustir umboðsmenn okkar eru víðs vegar um landið! Akranes: Rafþjónusta Sigurdórs, Skagabraut 6. Borgarnes: Glitnir, Fálkakletti 13. Borgarfjöröur: Rafstofan Hvítárskála. Hellissandur: Verslunin Blómsturvellir, Munaðarhóli 25. Grundarfjöröur: Guðni Hallgrímsson, Grundargötu 42. Stykkishólmur: Skipavík, Hafnargötu 7. Búöardalur: Versl. Einars Stefánssonar, Brekkuhvammi 12. ísafjöröur: Póllinn hf., Aðalstræti 9. Blönduós: Hjörleifur Júlíusson, Ennisbraut 1. Sauðárkrókur: Rafsjá hf., Sæmundargötu 1. Siglufjöröur: Torgið hf., Aðalgötu 32. Akureyri: Sír hf., Reynishúsinu, Furuvöllum 1. • Húsavík: öryggi sf., Garðarsbraut 18a. • Þórshöfn: Norðurraf, Langholti 3. • Neskaupstaður: Rafalda hf„ Hafnarbraut 24. • Reyöarfjöröur: Rafnet, Búðareyri 31. • Egilsstaöir: Raftækjav. Sveins Guðmunds., Kaupvangi 1. • Breiödalsvík: Rafvöruv. Stefáns N. Stefánss., Asvegi 13. • Höfn í Hornafirði: Kristall, Hafnarbraut 43. • Vestmannaeyjar: Tréverk hf„ Flötum 18. • Hvolsvöllur: Kaupfélag Rangæinga, Austurvegi 4. • Selfoss: Árvirkinn hf„ Eyrarvegi 29. • Garður: Raftækjav. Sigurðar Ingvarssonar, Heiðartúni 2. • Keflavík: Ljósboginn, Hafnargötu 25.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.