Morgunblaðið - 28.11.1991, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 28.11.1991, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. NÓVEMBER 1991 55 VELVAKANDI SVARAR I' SÍMA 891282 KL. 10-12 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS Þessir hringdu . . Gleraug'u fundin! Gleraugu fundust utan við ís- lensku ópenina 26. október sl. Nánari upplýsingar eru gefnar í síma 51979. Áskorun til íslendinga Kona hringdi og vildi skora á alla íslendinga að þeir gæfu einn vinnudag í þyrlusjóð og ríkistjórn- in gæfi alla bílapeninga sína í eitt ár í sjóðinn þannig að auðveldlega væri hægt að kaupa björgunar- þyrlu og þá frekar tvær en eina. Minkaskinnshúfa og jakki Sérsaumuð karlmanns-minka- skinnshúfa tapaðist á bílastæðinu við Kringluna 14. nóv. síðdegis. Fyrir um það bil mánuði tapaðist svo tvíhnepptur ullarjakki með vattfóðri. Um er að ræða karl- mannsjakka, dökkbláan að lit og merkið Paul Sjark er á bijóst- vasa. Þeir sem hafa einhverjar upplýsingar um húfuna eða jakk- ann eru vinsamlegast beðnir að hringja í síma 641509. Geltandi hundur íbúi á Ægissíðunni vildi kvarta yfir manni sem æki eftir Ægissíð- unni á hveijum degi kl. 12 á há- degi með hundinn sinn geltandi á eftir sér. íbúinn vildi benda þess- um manni á að fara frekar í göngutúr með hundinn. Hann vildi einnig grennslast fyrir um það hvort fyrirhugað væri að setja hraðahindranir á Ægissíðuna því það væri ekki vanþörf á því þar sem fólk keyrði almennt mjög hratt eftir götunni og þáð væri bagalegt fyrir barnafólk. Giftingarhringur Giftingar- eða trúlofunarhring- ur fannst fyrir framan Bónus í Faxafeni 18. nóvember. Ef ein- hver saknar hringsins getur hann haft samband við Baldur í síma 686672. Amerískur lögguleikur Þorleifur hringdi og vildi ræða eltingaleik lögreglunnar við ung- an pilt sem endaði með því að hann keyrði útaf í Kjós og liggur nú á bæklunardeild Landspítal- ans. Hann sagði eltingaleik af þessu tagi vera til þess eins að valda slysum og lögreglan gerði of mikið af því að horfa á amerísk- ar bíómyndir með löggueltinga- leikjum. Hann spurði hvort það væri þess virði að elta einn uppi sem keyrði of hratt ef það gæti kostað það að sá hinn sami ylli sjálfum sér og öðrum skaða eða þeir sem eltu hann. Þorleifur vildi beina því til lögreglunnar í Reykjavík að þessum leikaraskap yrði að linna. Þrír kettlingar gefins Jói vill gefa þijá kettlinga ásamt fylgihlutum (kattadót og fleira). Kettlingarnir eru allir mis- litir. Þeir sem hafa áhuga á kisum vinsamlegast hringi í síma 17810. Til hvers er svona stjórnarandstaða? Mikið er um það rætt þessi miss- erin, hve ómerkileg og lítils virði stjórnarandstaðan er á þessu þingi, sem nú situr. Fólk hefur við orði stórfurðuleg upphlaup einstakra þingmanna og heimskulegt raus þeirra út og suður um einskis verð mál. Ber flestum sarhan um, að fremstii- í afkáraskapnum fari þing- menn Framsóknarflokksins, eink- um þeir Páll Pétursson og Ólafur ÞórðarSon. Á róli með þeim strákum er próf. dr. Ólafur Ragnar Gríms- son. Alvöruleysið og málefnafá- tæktin blasir við í endalausum útúr- snúningum og rangtúlkunum svo að dómgreind almennings er ofboð- ið. Öllu verra er þó, að með stjórnar- andstöðu Framsóknarflokksins hafa verið teknir upp ósiðir, sem menn vonuðu að væru horfnir af þingi fyrir fullt og allt. Persónulegt skítkast veður uppi í málflutningi ofangreindra þingmanna. Það er greinilegt, að framsóknarmenn valda því ekki að vera í stjórnarand- stöðu. Öllum varð ljóst hvert stefndi þegar skrípaleikurinn í kringum forsætisnefndina og útvarpsráð byijaði. Menn áttu ekki orð yfir þann makalausa fíflagang. Fólki sárnar, að svona fígúrur skuli vera á háum launum af skattfé almenn- ings. Davíð Oddsson hefur bersýnilega valdið óskaplegri taugaveiklun hjá Páli Péturssyni og raunar virðist persóna forsætisráðherrans koma svo feiknarlegu róti á sálarlíf margra þingmanna stjórnarand- stöðunnar, að tilfinningar þeirra umturna og kaffæra gersamlega hvern snefil af rökhugsun. Lengi hafa framsóknarmenn gumað af „byggðastefnu”, sem þeir kölluðu svo. Þó hafa þeir aldrei haft neina stefnu, heldur unnið eftir málshætt- inum „flýtur meðan að ekki sekk- ur”, reddað málunum frá degi til dags. Auðvitað er það ekkert annað en innantómt framsóknarsnakk og lýðskrum slagorðið „landið allt í byggð”. Þetta hefur aldrei nokkum tíma haft nokkra merkingu, enda hafa margar sveitir rýrnað verulega síðustu tvo framsóknaráratugi og aðrar eru fyrir löngu komnar í eyði. Eftir því sem byggðir eyðast, falla eignir þar í verði. Oft verður minna um atvinnu og afkoma fólks versn- ar. Lífið á þessum stöðum verður sumum of einhæft og fábreytt og þeir vilja flytjast burt, en geta það ekki án þess að verða öreigar. Góð- ar húseignir þeirra eru einskis virði. Davíð Oddsson þorði að tala um það, sem margir hafa hugsað, en ekki vogað sér að nefna, að þjóðfé- lagið ætti að rétta þessu fólki hjálp- arhönd. Nóg er, að fólk flýi heima- byggð sína, þó það verði ekki bón- bjargarmenn líka. Þetta er mannúð og félagshyggja og á aldeilis ekki upp á pallborðið hjá Páli Péturssyni og þeim Ólöfum. Þetta kalla þeir „hreppaflutninga”. Afdönkuð íhaldssemi þeira og afturhald þolir engar breytingar, engar úrbætur. Verðlausar eignir eru þeir átthaga- fjötrar, sem þingmenn stjórnarand- stöðunnar vilja leggja á fólk í stijál- um byggðum landsins. Davíð Odds- son þorir að tala hreint út og opin- skátt. Það kemur flatt upp á fram- sóknarmenn. Þeir hrökkva í kút við þá nýju og fersku vinda, sem nú leika um Alþingi. Taugar þeirra þola ekki álagið og þá ryðja þeir úr sér svo ruddalegum og ofsa- fengnum skömmum um menn og málefni, að annað eins hefur ekki heyrst í áratugi. Nýjasta (og líklega sóðalegasta) dæmið er álmálið. Þar reyndi Páll Pétursson að gera iðnað- arráðherra persónulega ábyrgan fyrir vonbrigðum fólks. Einhveijir ætluðu að slá sér upp á því máli, en opinberuðu aðeins enn eitt Fram- sóknarhneykslið: Páll Pétursson, próf. dr. Ólafur Ragnar Grímsson og margir fleiri vissu fyrir ári eða meir, að ekkert yrði úr samningum um nýtt álver á næstu árum. Samt gerðu þeir ekki neitt — ekki nokk- urn skapaðan hlut — til að mæta þeim áfölhim, sem þjóðarbúið yrði fyrir vegna þess. Þeir flutu sofandi með straumnum að feigðarósi. Flýt- ur meðan að ekki sekkur. I stjórnar- aðstöðu voru framsóknarmenn staðnaðir. En í stjórnarandstöðu hverfa þeir marga áratugi aftur á bak. Gunnlaugur Eiðsson trtu í skemimineW Ei svo <*r. þá getum við Hðsinnt þér með að gera árshátíð og aðra manniagnaði C7 starisiéiaga þinna að ógleymanlegri ánægjustund. r,;'/ f/f'Í/sL •. . - B Nánarí upplýsingur á Hótel Borg í sntiH 1E 440 CLINIQUE HÚÐGREINING í DAG, FIMMTUDAG, KL. 13-17. ungaro ILMVATNSKYNNING Á MORGUN, FÖSTUDAG, KL. 13-18. 15% AFMÆLISAFSLÁTTUR AF VÖRUM OG SNYRTINGU TIL 2. DESEMBER. Sny/ttisto^an ^&étumd Grænatúni 1, 200 Kópavogi, sími 44025. PHILIPS RYKSUGA Lítil um sig en fjölhæf meö kraftmikinn mótor, 1100 Wött. Hijóðlát og létt í taumi. <ts> Heimilistæki hf SÆTÚNI8 SÍMI691515 ■ KRINGLUNNISÍMI6915 20 í SanUUKgjLUtt/ Heimilistæki hf SÆTÚNI8 SÍMI691515 ■ KRINGLUNNISÍMI6915 20 > ó sajtounguM, Metsölublad á hverjum degi!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.