Morgunblaðið - 28.11.1991, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 28.11.1991, Blaðsíða 4
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. NOVEMBER 1991 Morgunblaðið/Þorkell Þyrlupallurinn malbikaður Nýr lendingarpallur fyrir þyrlur, sem verið er að gera við Borgarspítal- ann, var malbikaður á þriðjudag. Þá er pallurinn nær fullbúinn, aðeins á eftir að mála hann og hann verður upplýstur síðar í vetur. Lendingar- pallurinn er upphitaður, svo á hann á ekki að festa snjó. Verktakar, sem unnið hafa við Borgarspítaiann, gáfu alla vinnu sína og segir Jóhannes Pálmason, framkvæmdastjóri sjúkrahússins, að öryggi auk- ist mjög með þessum nýja palli. Skipaútgerð ríkisins: Hagnaður af Færeyja- flutningum ofreiknaður ENDURSKOÐUN Akureyri hf. segir í skýrslu, sem fyrirtækið hefur unnið fyrir samgönguráðuneytið um rekstur Skipaútgerðar ríkisins, öðru nafni Ríkisskipa, að vafasamt sé hvort Færeyjaflutningar fyrirtæk- isins skili þeim hagnaði, sem forsvarsmenn þess hafa látið í veðri vaka. Endurskoðendurnir segja að sá hagnaður hafi alltént ekki skilað sér í rekstrarafkomu fyrirtæksins, sem rekið er með stórfelldu tapi. Halldór Blöndal samgönguráð- herra kynnti fyrir rúmum mánuði þá ætlan sína að breyta rekstri Ríkis- skipa og að ákveðið hefði verið að selja eitt af þremur skipum fyrir- tæksins og hætta um næstu áramót flutningum til Færeyja, sem hafnir voru 1989. Ráðherra sagði það ekki vera hlutverk ríkisins að standa í millilandaflutningum. Guðmundur Einarsson, forstjóri Ríkisskipa, sagði þá að hagnaður fyrirtækisins af Færeyjasiglingum væri ein milljón króna á mánuði og það þýddi tekj- utap fyrir fyrirtækið að hætta þeim. Endurskoðendumir segja í skýrslu sinni til samgönguráðuneytisins að forsendur fyrir þeim útreikningum, VEÐUR ÍDAGkl. 12.00 HeimiM: VeOurstota islands (Byggt á veðurspá kl. 16.1S I gær) VEÐURHORFURIDAG, 28. NOVEMBER YFIRLIT: Um 300 km suðvestur af Reykjanesi er 964 mb lægð sem mun fara norðaustur yfir vestanvert landið. SPÁ Fremur hæg vestan og norðvestan átt. Él um vestan og norð- anvert landið, en léttskýjað norðaustanlands. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á FÖSTUDAG: Suðaustan átt, sums staðar allhvöss vest- an- og suðvestanlands með slyddu en hægari og að mestu úrkomu- laust í öðrum landshlutum. Hiti nálægt frostmarki. HORFUR Á LAUGARDAG: Sunnan og suðvestan kaldi eða stinn- ingskaldi sunnan- og vestanlands með smáéljum en hægviðri og úrkomulítið annars staðar. Frost 1 tíl 3 stig. Svarsími Veðurstofu íslands — Veðurfregnir: 990600. TAKN: Heiðskírt y, Norðan, 4 vindstig: " Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. -j 0 Hitastig: 10 gráður á Celsíus / / / / / / / Rigning / / / * / * r * / * Slydda / * / i * * * * * * * Snjókoma V Skúrir * V El = Þoka = Þokumóða ’, 5 Súld OO Mistur —J- Skafrenningur Þrumuveður / VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12.00 í gær að ísl. tíma hitl veður Akureyri +3 snjóél Reykjavik 3 úrkomaígrennd Bergen 7 skýjað Helsinki 1 5 þokumóða Kaupmannahöfn 5 rigning Narssarssuaq +12 skýjað Nuuk +13 léttskýjað Osló 8 skýjað Stokkhólmur 6 þokumóða Þórshöfn 7 rigning Aigarve 18 skýjað Amsterdam 9 þokumóða Barcelona 15 mistur Berlín 4 mistur Chlcago vantar Feneyjar 12 heiðskirt Frankfurt 0 þokumóða Glasgow 10 skýjað Hamborg 5 rigningogsúld London 10 súld LosAngeles vantar Lúxemborg 6 þokumóða Madrtd 12 skýjað Malaga 19 skýjað Mallorca 18 léttskýjað Montreal vantar NewYork vantar Orlando vantar París 8 léttskýjað Madeira 17 skúr Róm 13 þokumóða Vín 6 alskýjað Washington vantar Winnipeg +11 snjókoma sem sýni hagnað á Færeyjasiglingun- um, séu umdeilanlegar. Fenginn sé út hagnaður með því að reikna kostn- að við Færeyjasiglingarnar aðeins milli Austijarða og Færeyja. Ekki sé heldur tekið tillit til fjármagns- kostnaðar, afskrifta, stjómunar- kostnaðar og annars sameiginlegs kostnaðar. Þessir útreikningar séu ekki eðlilegir, enda verði ekki séð að hagnaður af Færeyjasiglingunum hafi skilað sér í rekstrarniðurstöðu Ríkisskipa. Endurskoðun Akureyri hf. telur að sú stefna Ríkisskipa að halda uppi sem umfangsmestum rekstri og reyna með því að minnka þörf félags- ins fyrir ríkisstyrki, sem numið hafa þremur milljörðum króna á sl. 10 árum, hafi ekki skilað þeim árangri, sem stefnt var að. í ljósi þess virðist eðlilegt að í stað þess að færa út kvíamar og taka upp Færeyjasigling- ar hefði verið eðlilegra fyrir Ríkis- skip að selja eitt skip, draga úr umsvifum og minnka kostnað, segja endurskoðendumir. Höfundar skýrslunnar, þeir Björg- úlfur Jóhannsson og Baldur Guðvins- son, telja vænlegast til árangurs til þess að létta af ríkinu fjárframlögum til Ríkisskipa að minnka rekstrarum- svif fyrirtækisins veralega og við rekstrinum taki hlutafélag, sem þjóni þeim stöðum, sem ekki geti án sjó- flutninga verið. Landflutningar gegni auknu hlutverki í að dreifa vörum um landið. Endurskoðendurn- ir telja koma til greina að styrkja nýtt skipafélag í upphafi, en stefnt yrði að afnámi þeirra styrkja á ákveðnu árabili. Þetta er í takt við þær hugmyndir, sem Guðmundur Einarsson, forstjóri Ríkisskipa, hefur lagt fram um einkavæðingu fyrir- tækisins. Endurskoðendurnir telja jafnframt að til greina kæmi að hjálpa félaginu með því að ríkið legði því til a.m.k. eitt skip í upphafí. í síðasta fréttabréfi Rikisskipa gagnrýnir Hjörtur Emilsson, aðstoð- arforstjóri fyrirtækisins, skýrslu end- urskoðendanna harðlega. „Á ýmsum stöðum í skýrslunni er rangt farið með staðreyndir og rökstuðning skortir fyrir niðurstöðum og tillög- um. Engir útreikningar fylgja skýrsl- unni til stuðnings áliti skýrsluhöf- unda eða tillögum. Orðalag og fram- setning skýrslunnar er óheppilegt og til þess fallið að gefa ranga mynd af fyrirtækinu, stjórnendum þess og starfsfólki,” segir Hjörtur. Hann gagnrýnir ýmsa þætti skýrslunnar, þó ekki fyrrgreindar athugasemdir við Færeyjaflutningana. Gjaldheimtan í Reykjavík: Innheimta ívið betri nú en á síðasta ári GUÐMUNDUR Vignir Jósefsson, gjaldheimtustjórií Reykjavík, segir að innheimta opinberra gjalda í borginni sé síst Iakari í ár en á síð- asta ári. Innheimta álagðra gjalda á fyrirtæki og einstaklinga utan staðgreiðslu var komin í 49,5% 31. október eða 4,8 milljarða af 9,7 millj. kr. álagningu. Á sama tíma í fyrra var hlutfallið 48%. 31. októb- er höfðu 90,8% fasteignagjalda_ innheimst eða 2,8 milljarðar kr. en heildarálagning nam 3,1 millj. Á sama tima í fyrra höfðu innheimst 88,5%. Þá upplýsti Guðmundur að stað- greiðsluskil væra rúmlega 90% sem væri öllu betra en á síðasta ári en sagði að þær tölur væru þó ekki fylli- lega raunhæfar, þar sem þær byggð- ust að nokkru leyti á áætlunum. Guðmundur sagði að innheimta á eftirstöðvum gjalda utan stað- greiðslu frá fyrri árum hefði verið lélegri á þessu ári en í fyrra. 1. jan- úar 1991 vora útistandandi 7,8 millj- arðar en um síðustu mánaðamót höfðu aðeins innheimst 18% þeirrar upphæðar, eða 1,4 milljarðar. Á sama tíma í fyrra var hlutfall inn- heimtu þessara skulda um 20%. Sagði hann líklegt að veralegur hluti þeirrar upphæðar yrði afskrifuð þeg- ar búið væri að sannreyna hvort skuldimar væru innheimtanlegar. örur a \ (í ftaitMn' Sjd tní hefte ittBfluUar eira eóa VVrftlngtihfvyllnff (rá tipphafl Híekkun («+ M lcfmSai ">« llilis Samanburður á verðlagsbreytingum frá upphafi þjóðarsáttar 1 fréttablaðinu Á döfinni. Innlendar vörur hækkuðu um 7,1% en innfluttar um 13,1% tímabili hafi framfærsluvísitala hækkað um 13% en innfluttar vörar um 13,1%. Allar innlendar vörur hafa hækkað um 7,1% eða 5,6% minna en innfluttar og þar af hafa búvörur hækkað um 6,5% en annar FÉLAG islenskra iðnrekenda birtir samanburð á hækkun vöruverðs á innlendum og erlendum vörum frá upphafi þjóðarsáttar í nóvember- hefti fréttablaðsins Á döfinni. Skv. könnun blaðsins hefur vcrðhækkun á innlendum vörum verið umtalsvert minni en á innfluttum vörum á þessu tíinabili. Búvörur háðar verðlagsgrundvelli hafa hækkað um 6,5% frá febrúar 1990 til nóvember 1991. Niðurstaða blaðsins er að á þessu innlendur varningur um 7,3%. Þessar niðurstöður eru fengnar með því að bera saman hækkun framfærsluvísi- tölunnar og undirliða framfærsluvísi- tölunnar sem mæla verðbreytingar innlends og innflutts varnings.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.