Morgunblaðið - 15.12.1991, Side 8
8 C
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. DESEMBER 1991
Tveir tópíhafrar
með ógnandi
tilburði.
Fáir sjónvarpsþættir hafa vakið
eins mikla athygli og náttúru-
lífsmyndir Sir David Atten-
borough í breska sjónvarpinu. Hann
byijaði á þáttaröð fyrir 40 árum
og er stöðugt að bæta við nýjum
og fullkomnari sjónvarpsmyndum.
Samnefndar bækur byggðar á þátt-
unum þykja frábærar bæði í texta-
og myndvali.
„Ég lít á það sem hlutverk mitt
í lífinu að sýna fólki eins mikið og
mögulegt er úr lífríkinu. Sannfæra
það um þau undur og fegurð sem
náttúran geymir,“ segir Sir David.
„En þetta er eins og önnur störf.
Maður verður að gefa af sjálfum
sér til að árangur verði góður. Nú
er allt myndað á vísindalegan hátt.
Atferli dýranna sýnt eins nákvæm-
lega og kostur er. Ef könguló er
tekin fyrir, sést hvernig hún spinn-
ur vef sinn, hvernig hún veiðir og
ver sig, jafnvel kynlíf hennar er
fest á filmu.“
Þróun í kvikmyndatækni
„Þegar ég byijaði á fyrstu nátt-
úrulífsþáttunum fyrir 36 árum, voru
aðstæður mjög frábrugðnar. Hlut-
verk sjónvarpsins var annað og lítið
um fjárveitingar. BBC var þá eina
sjónvarpsstöðin í Evrópu. Til að
taka myndir af dýrum, varð ég að
fara í dýragarðinn og stilla mynda-
vélina. Ágætt, en hvílíkar myndir!
Dýrin urðu afar torkennileg. Við
vorum ekki nógu góð og mynd'avél-
arnar voru ekki nógu góðar. Síðar
fórum við að fara í ferðir með fólki
úr dýragarðinum sem var að ná í
dýr.
Og ef ég fór að mynda á ijarlæg-
um slóðum, var lágmarksdvalartími
um 4 mánuðir. Allt var svo miklu
erfíðara. Ferðalagið tók langan
tíma. Og við gátum átt á hættu að
verða skipreika. Þá voru teknar
myndir af öllu sem gerðist. Og dý-
rið sem átti að mynda, var kannski
stillt upp á stól, ekki myndað í sínu
rétta umhverfi!
Tækninni hefur fleygt fram, enda
eru myndir mínir síðustu 10-15 ár
miklu fullkomnari og myndatakan
auðveldari. Nú vel ég mér ákveðið
þema um eitthvað líffræðilegt við-
fangsefni. Ef ég tek t.d. viðfangsef-
nið „þegar dýrin eru að velja sér
maka“ verð ég að velja einhverjar
tegundir sem eru með áberandi og
ákveðin hegðunareinkenni.
Segjum að ég velji paradísarfugl-
inn, en fyrst verð ég að kanna á
bókasafni, hvað búið er að skrifa
um hann og hvort einhver er að
mynda hann núna. Ef ekki, þá hef
ég samband við vísindafólk í Nýju
Gíneu. Síðan er að fínna rétta árs-
timann, rétta tréð og rétta fuglinn.
Tími er ákveðinn með símbréfi. Og
flugvélin ber mig á 3-4 dögum frá
London.
Þetta eru vísindi. Við vitum ná-
kvæmlega hvenær á að mæta til
myndatöku. Engin bið. Og vísinda-
menn á staðnum geta sagt ná-
kvæmlega til um hvaða fugl sé
best að mynda. En það væri alltof
dýrt að fara til Nýju Gíneu fyrir
aðeins eina mynd. Við vinnum að
mörgum þáttum í einu og sameinum
i einni ferð fleiri myndatökur. Ég
skila 12 þáttum eftir 3 1/2 árs
vinnu.“
Leikmanni finnst ótrúlegt að
skoða þær myndir og lýsingar sem
prýða bókina „Lífsbarátta dý-
ranna.“ En Sir David segir, að ekk-
ert sé í bókinni sem líffræðinemi á
fyrsta ári myndi ekki vita. „Ekkert
er umdeilt af þeim kenningum og
staðreyndum sem koma þar fram.
(arlbavíani óréttar vald sitt með lótbragði sínu.
Ræstivari annast munnhirðingu vartara.
Fiðrildislirfa dulbújn sem snókur.
Hornafasani með þanda bringublöðru.
Ég þarf aðeins að finna þeim fal-
lega umgjörð," segir Sir David bros-
andi.
Er myrkrið ekki til?
Hvað mun þróun í myndtækni
leiða í ljós eftir 10-20 ár? „Vonandi
sjáum við þá í gegnum myrkrið,"
segir Sir David. „Myrkur er ekki til
í dýraríkinu. Mörg dýr hafa miklu
fullkomnari skynjunarfæri og „sjá“
betur með þeim en við með augun-
um. Áhugaverðasta hegðun dý-
ranna fer fram í myrkrinu. Hugsum
okkur t.d. Afríku, hvað margt þar
er hulið sjónum okkar. Ótrúlegt að
sjá öll fótsporin fyrir utan tjaldið á
morgnana. Það væri stórkostlegt
að geta tekið myndir af tækni dý-
ranna til að sjá í myrkri. Eða geta
fylgst með hegðun fiskanna í sjón-
um.
Nú erum við farin að beita raf-
eindatækni til að mynda eldflugur.
í þáttaröðinni „Talað við ókunn-
uga“ sjáum við hegðan eldflugna
sem ekki hefur verið fest á filmu
áður. Sú myndataka mun örugglega
þykja frumstæð eftir 20 ár eða svo,“
segir Sir David hlæjandi.
„Myrkrið mun ekki hverfa, en
með aukinni tækni munum við geta
séð í gegnum það með myndavélar-
auganu. Mannkynið þarf á myrkri
að halda. Þessi tölva hér,“ Sir David
bendir á kollinn á sér, „þarf að
endurnýjast eins og aðrar tölvur.
Kannski.býr sérstök manngerð á
íslandi sem hefur þörf fyrir meira
myrkur en aðrir!“ Sir David er glett-
inn, þegar hann laumar þessu út
úr sér.
Sjáum við náttúruna í
ævintýralj óma?
„Maðurinn er að stöðugt að verða
skipulagðari, meira borgarbarn.
Síðustu 15-20 ár hefur fólk í aukn-
um mæli verið að færast lengra frá
náttúrunni. Við áttum á hættu að
gleyma alveg lífríkinu umhverfis
okkur. Þá kom sjónvarpið til. Eitt
af því merkilegasta sem sjónvarpið
hefur gert er að færa náttúruna
nær manninum. Það hefur líka átt
stóran hlut í að gera fólk meðvit-
aðra um mengunarhættuna og mun
halda því áfram. Það væri mikill
skaði ef sjónvarpið myndi gleyma
þessu hlutverki sínu, að gera fólk
meðvitaðra um umhverfi sitt.
En jafnvel þó að við séum meðvit-
uð um náttúruna, þá skynjum við
kannski ekki þau líffræðilegu lög-
mál sem þar ríkja. Borgarfólk gerir
sér oft ranghugmyndir um Iífríkið.
Það er svo auðvelt að vera tilfinn-
ingalega hrifnæmur og snúa náttú-
runni upp í ævintýraríki, þar sem
allt er svo fallegt, allt lifir, ekkert
deyr, engin eyðilegging né ofbeldi.
Það er mjög misjafnt hvernig