Morgunblaðið - 15.12.1991, Page 26

Morgunblaðið - 15.12.1991, Page 26
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 15. DESEMBER 1991 26 C Minning: Kristín Sigurðar■ dóttir, Sviðholti Fædd 17. febrúar 1899 Dáin 30. nóvember 1991 Bezt eru vorin. Þau tylla sér niður um stund í líki bjartrar stúlku á skínandi ský með skæri og nál og byija hljóðlát að sauma í hvíta dali ást sína og alla drauma. - Ofan af glampandi sólinni vinda þau bandið! Og skorti liti, hengja þau beint frá himn- um hvelfingar regnboganna rekja þar sundur rautt og blátt og grænt raða því upp á nýtt og sauma í landið. Þyrstum huga safna ég lífinu saman í sérhverri hreinni nautn: í lestri, í kossi - svo allt verður tilfinning, dýrmæt og dag- lega ný. En Dauðinn á eftir að koma. Hann veit hvar ég bý. (Hannés Pétursson) Kristín í Sviðholti er látin og verður jarðsungin á morgun frá Bessastaðakirkju. Hún verður jarð- sett við hlið bónda síns, Jóns Yngva Eyjólfssonar, f. 24. september 1887, látinn 20. nóvember 1973. Kristín fæddist 17. febrúar 1899 í Sölfholti í Hraungerðishreppi. Hún gifti sig 18. desember 1926 og fluttist _úr foreldrahúsum að Sviðholti á Álftanesi. Maður hennar ólst að mestu þar upp og bjó með foreldrum sínum. Eftir fráfall þeirra keypti hann hluta bróður síns, Kristjáns, í jörð- inni, en þriðji bróðirinn, Jóhann, lést úr spönsku veikinni árið 1918 og systir lést ung. Fyrir giftingu dvaldist Kristín í Reykjavík og lærði karlmannafatasaum. Kristín og Jón Yngvi eignuðust 5 börn: Jóhann, Önnu, Jóhönnu og tvíburasysturnar Ingveldi og Ást- hildi. Það var þung sorg og mikil reynsla þegar Ingveldur dó 15 ára gömul úr ólæknandi sjúkdómi. En drottinn ljær líkn með þraut og hjónin áttu trúarstyrk, sem hjálp- aði þeim við að takast á við sorgina. Kristín var rúmlega fertug þegar ég kynntist henni. Eg minnist þess þegar ég sá hana fyrst uppáklædda í upphlutnum sínum, en íslenska búningnum klæddist hún jafnan, þegar hún hafði meira við. Hún leiddi tvíburasysturnar sína við hvora hönd, fallega klæddar. Krist- ín var fríð sýnum og bar sig vel. Þar fóru fallegar mæðgur. Kristín var bóndakona af lífí og sál. Hún unni jörðinni sinni og öllu í náttúrunnar ríki. Hún var mikil atorkukona og fylgdist með öllu utan dyra sem innan. Hún var hóg- vær og prúð í framkomu og lítið fyrir að láta bera á sér, en gestris- in, félagslynd, greiðvikin og naut þess að blanda geði við fólk. Vegurinn lá um hlaðið á Svið- holti. Þar var hægt að fá bensín og þangað sótti maður póstinn sinn. Það var því oft gestkvæmt í Svið- holti. En allt er breytingunum und- irorpið. Nýi tíminn er genginn í garð hér á Álftanesi, eins og víðar á Reykjavíkursvæðinu. Þar sem áður voru iðjagræn tún, eru komn- ar götur og nýtískuleg hús. En í Sviðholti er ennþá búið og þar af leiðir að ekkert hefur verið byggt á þeirri jörð. Þar er því allt óbreytt nema vegurinn var fluttur til, póst- urinn er borinn í húsin og bensín- tankurinn er löngu farinn. Jóhann sonur þeirra tók við jörð- inni þegar foreldrar hans tóku að eldast. Hann er búfræðingur frá Hvanneyri. Hann og kona hans María byggðu sér hús snertispöl frá gamla húsinu. Við Álftnesingar fáum ennþá að sjá lítil lömb á vor- in, ásamt mæðrum sínum og finn- um ilminn af kúamykju þegar bor- ið er á túnið, a.m.k. næstu ná- grannar, og fylgjumst með gróðri jarðar. Eftir lát manns síns fór Kristín fljótlega að vera hjá Önnu dóttur sinni og Friðriki manni hennar, er búsett eru í Kópavogi. Hún var þar yfir vetrarmánuðina. Hún átti erfitt með að vera ein í Sviðholti. En þegar nær dró vori flaug hugurinn á Nesið og þá héldu henni engin bönd. Jóhanna dóttir hennar fór þá með henni og var hennar hjálparhella, ásamt syni og tengdadóttur. „Ég kem og fer með farfuglunum,“ sagði Kristín, „þá fer ég að hugsa um blómin mín og vorið er svo unaðslegt á Nes- inu.“ Kölkun í mjöðmum og fótum bagaði hana mikið seinni árin, sem endaði með hækjum og síðustu árin í hjólastól. Hún þurfti því mikla umönnun, þó hún væri andlega hress og héldi sér ótrúlega vel að öðru leyti en hvað allar hreyfingar varðaði. Dóttirin Anna og Friðrik maður hennar önnuðust hana af mikilli ljúfmennsku og ósérplægni, enda var hún þeim afar þakklát. Eitt sinn er ég heimsótti Kristínu þegar hún var í Sviðholti að sumri til, röbbuðum við heilmikið saman. Hún sagði mér frá æsku sinni aust- ur í Flóa og fleira frá liðinni tíð. Síðan fór hún að tala um Jón Yngva bónda sinn og hvað hún hefði sakn- að hans. Hann varð bráðkvaddur, en hafði alla tíð verið hraustur. „Hann var mikill bóndi í sér, hann Yngvi,“ sagði hún, en svo var hann kallaður af ættingjum og sveitung- um. Síðan nefndi hún hana Línu. Það var kona ættuð vestan af Rauða- sandi, sem kom upphaflega til syst- ur sinnar er bjó á Álftanesi og réð sig síðan sem vinnukonu í Svið- holt. Fullu nafni hét hún Ólína Halldórsdóttir. Hún var yfir 30 ár hjá þeim og dó í Sviðholti, komin yfir áttrætt. „Hún Lína tók margar angurstundir af börnunum mínum og dygg og trú var hún til vinnu,“ sagði Kristín. Lína var vel greind kona. Þær áttu vel saman, hún og Kristín, og kunnu að meta hvor aðra. Hún var börnunum góð, eins og hún væri amma þeirra og þau virtu hana og voru góð við hana. Búnaðarfélag íslands heiðraði Línu fyrir dygga þjónustu á sama heimili í yfir 30 ár, með forláta silfurskeið., Þegar Jón Yngvi varð sjötugur komu sveitungar og ættingjar í Sviðholt til þess að fagna með hon- um. Þá var glatt á hjalla og vel veitt. Það var komið inn á það, hvað hann hafði ræktað jörðina vel og hvað honum hefði búnast vel. Hann var ennfremur minntur á það að spekingar og höfðingjar hefðu fyrr á tímum búið í Sviðholti, menn sem komist hefðu á spjöld sögunn- ar. „Já, eitthvað hef ég nú lesið mér til og heyrt um það,“ sagði Jón Yngvi, „en ég met nú mest hann Björn Gunnlaugsson stjörnu- speking, þó hann væri kallaður stjörnuglópur og búskussi — hann er fallegur himinninn séð frá Svið- holtshIaðinu,“ bætti hann svo við. Kristín tók undir það og sagði: „Já, víðsýnið er fagurt.“ Þegar Kristín varð níræð vai- veisla haldin á heimili Önnu og Friðriks. Þar var stöðugur straum- ur allan daginn af fólki á öllum aldri. Kristín sat virðuleg og eld- hress og sagðist vera aldeilis hissa hvað margir myndu eftir henni. En allir, sem kynntust Kristínu eitt- hvað að ráði, bundu við hana vin- áttubönd og þótti vænt um hana. Ég, sem var nágrannakona hennar og starfaði mikið með henni í kvenfélaginu, mat hana meira eftir því sem ég kynntist henni betur. Drengir sóttu mikið eftir að dveljast sumarlangt • í Sviðholti. Þeir sóttu um stöðu sem vinnumenn og fengu færri en vildu. Einn sonur minn var oft að sniglast í kringum þá feðga. Um vórið þegar hann var 6 ára spurði hann Jón Yngva hvort hann vildi hafa hann sem vinnu- mann um sumarið. Hann var þar ásamt eldri drengjum í þijú sumur. Hjónin voru ákaflega barngóð og börn fínna fljótt hvað að þeim snýr. Kristín kom síðast að Sviðholti á sl. vori. I júlí veiktist hún og fór á St. Jósefsspítala í Hafnarfirði. Þaðan átti hún ekki afturkvæmt. Dagarnir hljóta að hafa verið lengi að líða hjá henni Kristínu yfir vetrarmánuðina, þar sem hún gat ekkert farið út úr húsi. En skapgerð hennar var góð. Hún lifði í voninni um vor að nýju. Ánægja hennar við handavinnu stytti stund- imar. Öll tóvinna lék henni í hönd- um. Hún hafði gleði af að gefa frá sér pijónlesið, sem hún hafði tætt, kembt, spunnið og pijónað. Ég geymi vettlinga tvíbanda, er bera vott um fallegt handbragð hennar. Hún hafði yndi af lestri góðra bóka. Sjónin var góð, en heyrnin farin að gefa sig. Hún fylgdist vel með því sem var að gerast í þjóðlífínu og raðaði saman brotum minninga, sér til hugarhægðar. Af nógu var að taka. Hún hafíð lifað svo lengi. Síðast en ekki síst naut hún þess að fylgj- ast með bamabörnunum, námi þeirra og þroska. Það vom miklar sælustundir hjá Kristínu þegar fjölskyldan öll var saman komin í Sviðholti. Hefð var komin á það, að komið var saman þar á öllum hátíðum, síðast um páskana í vor. Eins var það um sláttinn. Þá komu þeir sem vettl- ingi gátu valdið og hjálpuðu til og Kristín fylgdist með. Nú er hún horfín af sjónarsviðinu og kvaddi þennan heim, sátt við guð og menn. Kynslóðir koma, kynslóðir fara. Kristín er sú fjórða af eldri kynslóð- inni er kveður á þessu ári á Álfta- nesinu. Fyrst var það Dagbjört Arngrímsdóttir í Hákoti, þá Guðný Klemensdóttir, Hofí, Sólveig Lúð- víksdóttir, Smiðshúsi, og nú Krist- ín, en hún var þeirra elst. Blessuð veri minning allra þess- ara kvenna. Ég þakka samfylgdina. Drottinn gefí dánum ró og hinum líkn sem lifa. Margrét Sveinsdóttir Á morgun, mánudaginn 16. des., fer fram frá Bessastaðakirkju útför tengdamóður minnar, Kristínar Sigurðardóttur, sem andaðist 30. nóv. sl. Er leiðir skilja rifjast upp margvíslegar minningar frá sam- verustundum á liðnum árum. Kristín fæddist að Sölvholti í Hraungerðishreppi 17. febr. 1899 og var hún því á 93. aldursári þeg- ar hún lést. Foreldrar hennar voru hjónin Anna Einarsdóttir frá Sölv- holti og Sigurður Sigurðsson frá Holtum í Stokkseyrarhreppi. Systk- inin voru fimm. Þau voru: Einar, bóndi í Austurkoti, tvíburarnir Kristín og Steindór Sæmundur, Sig- urður Júníus á Selfossi og Guð- mundur, bóndi í Sviðugörðum. Þau eru nú öll látin. Foreldrar Kristínar ólu einnig upp Ástu Guðjónsdóttur frá Hrygg og býr hún í Reykjavík. Alla tíð bar Kristín mikla tryggð til bernsku- og æskustöðva sinna í Sölvholti og minntist þaðan jafnan góðra stunda úr foreldrahúsum sem og með vinum og leikfélögum úr nágrenninu. Bernsku- og unglings- ár Kristínar voru með svipuðum hætti og þá tíðkaðist. Börn fóru snemma að vinna en jafnframt var lögð áhersla á fræðslu jafnt til bók- ar sem verka. Kristín giftist 18. des. 1926 Jóni Yngva Eyjólfssyni frá Sviðholti á Álftanesi. Jón Yngvi fæddist 24. sept. 1887, sonur Jóhönnu Jónsdóttur og Ey- jólfs Gíslasonar, bónda í Sviðholti, elstur fjögurra systkina. Jón Yngvi stundaði jöfnum höndum búskap sem sjóróðra, fyrst á skútum og síðar á togurum, en sneri sér síðan að búskapnum. Jón Yngvi hafði mikið yndi af búskap, ræktun jarð- arinnar, skepnum og umhirðu þeirra. Hann var bókelskur, las mikið og hafði yndi af þjóðlegum fróðleik. Ilann var tiygglyndur, vinafastur og langminnugur. Hann andaðist 20. nóv. 1973. Kristín og Jón Yngvi eignuðust fimm börn. Þau eru: Jóhann Guð- laugur, bóndi í Sviðholti, giftur Maríu W. Friðriksdóttur. Þau eiga einn son; Anna Þorbjörg, gift Frið- riki S. Friðrikssyni, þau eiga fjögur böm; Jóhanna; tvíburarnir Ingveld- ur, sem dó á 16. aldursári, og Ást- hildur, gift Geir Guðjónssyni, þau eiga tvö börn og tvö barnabörn. Kristín og Jón Yngvi byggðu upp vistlegt og kærleiksríkt heimili þar sem fólk undi hag sínum vel. Krist- ín var dugmikil kona sem lokið hefur miklu lífsstarfí, með því að ala upp mannvænleg börn og ann- ast mannmargt sveitaheimili. Hún var glaðlynd, kærleiksrík og mikil félagsvera sem naut þess að hafa fólk í kringum sig. Kristín hafði góða sjón, las mikið og fylgdist vel með. Hún stundaði alla tíð tóvinnu, spann, pijónaði og saumaði flest það er þurfti til heimilisins. Allt til þess tíma er hún fór á sjúkrahúsið fékkst hún við að pijóna, sauma út eða lesa. Síðustu fimm mánuðina dvaldi hún á St. Jósefsspítalanum í Hafnarfirði. Hún naut þar góðrar og nærgætinnar umönnunar sem við aðstandendur viljum þakka sérstaklega fyrir. Að lokum vil ég þakka Kristínu fyrir umhyggju og nærgætni sem hún sýndi fjölskyldu minni alla tíð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafði þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem) Guð blessi minningu Kristínar. Friðrik S. Friðriksson Stutt er stórra högga á milli. Á aðeins tveimur mánuðum hafa jnjár góðar vinkonur mínar hér af Álfta- nesi kvatt lífið. Þær eru Guðný í Hofi, Sólveig í Smiðshúsi og nú þessi aldna höfðingskona, Kristín í Sviðholti. Svona er lífið fært okkur, — fátt er um orð. Kristín var góð vinkona móður minnar, Siggu í Gesthúsum. Þær töluðu sama mál, enda báðar fæddar aldamótakonur. Þegar ég byijaði minn buskap í Gerðarkoti fyrir rúmum 40 árum eignaðist ég hana einnig sem vin- konu. Hún kom til mín í hverri viku, árum saman, færandi hendi. Hún gleymdi ekki dóttur vinkonu sinnar úr Gesthúsum. Ef húri komst ekki sjálf sendi hún IJnu. Lína var eng- in eftirbátur húsmóður sinnar. Það var gott að leita í Sviðholt þegar mikið lá á. Þar var að finna það hlýja viðmót sem allir leita eftir. Hjálpfýsi Sviðholtshjónanna var einstök. Ég lék mér sem barn við dætur hennar, hún hjálpaði okkur á alla lund sem mest hún mátti. Handavinnan í skólanum var ekki auðveld, saumasporin þurftu að falla jafnt, og erfitt gat verið að setja saman liti. Kristínu reyndist verkið auðvelt er hún sínum fimu höndum fór um okkar hannyrðir og leiðbeindi okkar ófijóu hugum á réttan veg með sérstakri þolinmæði og hlýjum hug. Á hveijum jólum skreytti hún jólatré sitt svo*fagur- lega og þá var gott að koma í Svið- holt, hún stakk í lítinn lófa marglit- um smákökum sem kölluðust „mál- araspjöld". Kristín var sérstaklega gestrisin, og enginn gekk svo frá garði að sá eða sú hefði ekki þegið veitingar, sem í dag mætti kalla höfðingjabrag. Kristín átti heimili hjá Önnu dóttur sinni og hennar manni, Friðriki í Kópavogi, síðustu árin. Margoft kom hún þó í Svið- holt til lengri eða skemmri dvalar. Hún naut þess að vera þar heima, þar sem hennar spor og verk voru svo dijúg. Ég fór oft á hennar fund er hún dvaldi þar heima og aldrei hef ég fundið fyrir jafn ríku þakk- læti er ég kvaddi. Hún bað svo að heilsa öllum, hugsunin var skýr, hún vissi hve fjölskyldan var orðin stór og þekkti alla með nöfnum. Kristín gekk hægt um gleðinnar dyr, en veitti þess örar af þeirri gleði. Börnin mín nutu þess besta frá henni, hún stakk í lófa þeirra góðgæti er þau áttu erindi í Svið- holt, þess sama og ég fékk að njóta sem barn. Síðustu vikumar dvaldi Kristín á St. Jósefsspítala í Hafnar- firði. Er ég heimsótti hana þangað átti hún ekki lengur orðin til að tjá sig. En hlýjan í augunum og mjúkt og traust handtakið sýndi að hún þekkti mig. Guð blessi þessa mætu konu og fjölskyldu hennar. Guðfinna Ólafsdóttir Ömmu varð að ósk sinni, síðasta dag nóvembermánaðar, að fá að kveðja -þennan heim. Er leiðir skilj- ast er þó ekki hægt að veijast djúp- um söknuði og mörgum spegilbrot- um minninga bregður fyrir í hugan- um. Mörg var sumardvöl fjölskyld- unnar hjá afa og ömmu í Sviðholti við leik og bústörf. Það var með ólíkindum hvað litla, hvíta báru- járnshúsið með rauða þakinu og pelargóníunum í gluggunum rúm- aði marga næturgesti. Þá barst pönnukökuilmur úr eldhúsinu, kandísmolar bráðnuðu á tungunni, spunahljóð barst frá rokknum og glamur frá pijónunum. Svuntan vék á tyllidögum fyrir peysufötum. Brosmilt andlit sagði sögur frá gamla tímanum og fór með íslensk- ar þjóðvísur og skær, blá augun fylgdust með öllu af athygli. Þetta eru einungis brotabrot minninga um mikla konu sem var mér ætíð svo sjálfsögð, nálæg og kær. Með söknuði kveð ég ömmu mína að sinni, með þökk fyrir allt. Ingv. Kristín Kær kvenfélagskona, Kristín Sigurðardóttir, lést 30. nóvember sl. Kristín flutti á Álftanesið í des- ember 1926, sama ár og Kvenfélag Bessastaðahrepps var stofnað. Hún gekk fljótlega í félagið og varð fljótt atkvæðamikil og virk félagskona, enda var hún gjaldkeri félagsins í nokkur ár, formaður árin 1942 til 1944 og síðan varaformaður um áraraðir. Það er vet að leiða hugann að því, að á þessum árum var vinnu- dagur húsmóður oft 16 til 18 klukkustundir 7 daga vikunna, enda áttu þær ekki að venjast nútíma þægindum og flest varð að vinna með höndunum einum. Þrátt fyrir þetta hafa konur eins og Kristín sýnt hversu mikils þær hafa metið félagsstarfið og víst er um það, að oft hafa þær orðið að leggja á sig lengri vinnudag á heimilinu til að vinna upp tíma sem fór til félags- starfanna. Það er því með djúpri virðingu sem við kvenfélagskonur kveðjum þessa gengnu félagssystur okkar og í hugum okkar er þakklæti fyrir þann arf sem hún og hennar líkar létu okkur eftir í starfsemi Kvenfé- lags Bessastaðahrepps. Gott er sjúkum að sofna meðan sólin er aftamjóð og mjallhvítir svanir syngja sorgblíð vögpljóð. (D. Stefánsson)' Við vottum fjölskyldu Kristínar okkar dýpstu samúð. F.h. Kvenfélags Bessa- staðahrepps, Jóna Hermannsdóttir, for- maður.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.