Morgunblaðið - 22.12.1991, Síða 14

Morgunblaðið - 22.12.1991, Síða 14
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. DESEMBER 1991 14 eftir Jóhönnu Ingvarsdóttur ALGENG refsing fyrir nauðganir og sifjaspell er eins til tveggja ára fangels- isvist. Refsiramminn fyrir nauðganir hljóðar hins veg- ar upp á allt að sextán ára fangelsi eða ævilangt og eigi skemur en eitt ár. Fyrir sifj- aspell er ekki tiigreind nein lágmarksrefsing, en sá, sem á samræði við barn, yngra en 14 ára, skal sæta fangelsi allt að 12 árum og sá, sem tælir stúlkubarn, sem er á aldursskeiðinu 14-16 ára, til samræðis, skal sæta fangelsi allt að fjórum árum. Refsi- ramminn er sem sagt galop- inn, að minnsta kosti hvað nauðganir snertir, og aðeins á valdi dómstóla að meta hvert einstakt tilvik hverju sinni. Ákveðin „dómvepja" hefur skapast í slíkum málum og hefðum er erfitt að breyta þegar fordæmið hefur einu sinni verið gefið, jafnvel þó svo að þjóðfélagið hrópi nú á þyngri refsingar til handa þcirn sem frentja slíka glæpi. Ekki er svo gott að bera saman mál af ólíkum toga þar sem eðli þeirra og máls- atvik eru afar misjöfn. Slík- um samanburði mætti líkja við samanburð á eplum og appelsinum. Skilin milli góðs og ills eru oft afar óUós og þegar dómsorð liggja fyrir í hinum margvíslegustu mál- um, spyr hinn almenni borg- ari sig gjarnan að því hvar skilin séu á milli alvarleika brota. Er brot skartgripa- þjófa til dæmis meira og al- varlegra en brot nauðgara? Eða brýtur fíkniefnasmygl- ari meira af sér en sá sem notað hefur barnið sitt kyn- ferðislega, jafnvel svo árum skipti? Dómstólar móta refsingar L | öglœrt fólk, menn og konur, sem Morgun- blaðið ra'ddi við, eru ragír við að fullyrða nokkuð um það hvort réttlætanlegt sé að þyngja vlðurlög vlð nauðgunum og sifjuspellum frd þvl Hem nú er. „Mér finnast refsingar alveg nógu miklar, að minnsta kostl fyrir þá, som þær þurfa að þola. Það að fá refsingu, er nánast óbœrilegt, jafnvel þó hún sé lág. Dómstólarnir I landinu móta refsingarnar enda hafa þelr nánast frjálsar hendur þar Hem refHlrammlnn er mjög vfður. Við líði er dkveðln dómvenja þar sem lesið er út úr fyrrl Bambærilegum Nauðgunar- og sifjaspellsmál eru alltaf alvarlegs eðlis, að mlnnsta kostl að matl þorra almennings. Dómar aftur á mótl endurspegla sjaldnast alvöru málsinsog eru Iðulega vægarl heldur en dómar fyrlr þjóf naðl og önnur auðgunarbrot. Er þetta eðlllegt? er spurt í þessari greln dómum enda er það hlutverk dóm- stólanna að hafa samrsemi í hlutun- um, í skyldum málum og áþekkum," segir ejnn viðmœlandi. Á sama tíma og algeng viðurlög fyrir nauðganjr og sifjaspell eru þetta eins til tveggja ára fangelsi, er refsing fyrir fjársvik allt frá nokkrum mánuðum og upp I tvö til þijú ár, en til þess að fá tveggja til þrjggja ára fangelsisdóm fyrir slíka glæpi, þurfa að hafa átt sér stað stórfelld fjársvik. Og viðmæ- landinn segir ennfremur: „Lág- marksrefsing fyrir nauðgun er eitt ár, Það eitt kann að halda uppi refs- ingu fyrir smærri nauðgunarbrot sem ella fengju vægari málsmeðferð fyrir dómstólum, en á móti má vera að þeBsi lágmarksviðurlög dragi úr refsingu fyrir stærri og alvarlegri nauðgunarbrot, þar sem refsiramm- inn heimilar mun þyngri dóma en tíðkast í reynd.“ Jafnframt ber þess að geta að dæmd refsing er venjuieg- ast ekki tekin út að fullu, heldur að hálfu eða að tveimur þriðju, allt eft- ir eðli hvers máls. Að þeirri afplánun lokinni fá brotamenn gjarnan skil- orðsbundna reynslulausn. Svokölluð fullnustumatsnefnd ijjallar um reynslulausnir og náðanir. Jónatan Þórmundsson, prófessor, er forrnað- ur þeirrar nefndar: „Við höfum alveg frá uppliafi haft það gildismat að við tökum harðar á þeim brotum, sem lúta að líkamsmeiðingum en öðrum, svo sem kynferðisbrotum og líkamsárásum. Og þar mælum við alla jafna ekki með reynslulausn fyrr en eftir að brotamaður liefur afplánað tvo þriðju hluta dómsins." Jafnrétti „Mér finnst umræðan töluvert snúast um það að brot gagnvait konum fái vægari meðferð hjá dóm- stólum en önnur brot - alveg eins og að kvennastörf, svo sem aðhlynn- ingarstörf, séu ver launuð en önnur. Þetta er að minnsta kosti þjóðfélags- andinn. Aftur á móti er það jafn- framt mln tilfinning að afbrotakonur fái mun mlldari dóma en karlar, sem brotið hafa af sér á svipaðan hátt, og fá konurnar gjarnan skilorðs- bundna dóma að fullu, til dæmis I fjársvikamálum ... kannski vegna þess að það er ekki svo ýkja langt slðan konur fóru út á afbrotabraut- ina og lengi vel var til dæmis ekki til neitt kvennafangelsi. Og I mann- drápsmálum fá konur lágmarks- dóma, þetta fimm, hox og sjö ár á meðan karlar fá fyrir sama afbrot mun þyngri dóma. En jafnræðið hlýtur að sækja á I þessu sem öðru," segir maður innan dómskerfisins. Þá er það jafnframt álit sumra að vægar sé tekið á málum úti á lands- byggðinni en á höfuðborgarsvæðinu. Þetta ætti aðallega við þegar um Hinærri brot væri að ræða svo sem umferðarlagabrot, en til væru auk þess dæmi af alvarlegri toga. Miskabætur Þvi fer fjarri að farið sé fratn á miskabótakröfu I öllum nauðgunar- málum, elnfaldlega vegna vanþekk- ingar kvennanna sjálfra þvl þær hufa ahnennt ekkl neina lögfróða ttðila sér við hlið þar’ sem að þ»>r þyrftu þú sjálfur að gix'iða þann iög- IVtt'ðikostnað. En eitt af þvl sem nauðgunarmálanefnd lagði til var að ríkið tryggði fórnarlömbunutn

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.