Morgunblaðið - 22.12.1991, Side 17

Morgunblaðið - 22.12.1991, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. DESEMBER 1991 17 Samþykkt af Rafmagnseftirliti ríkisins. ber sig þannig, hann vinnur þann- ig og hann talar þannig. Hann fylgist grannt með klukkunni og rekur leikarana áfram þegar þeir slaka á milli æfinga. í æfingunum hvetur hann þá, á blátt áfram ljóð- rænan hátt. „ímyndið ykkur að þið bylgist eins og jurtir á hafs- botni,“ segir hann í leikfimitíma leikkvenna klukkan níu að morgni, „líkaminn sé eins og snærisspotti sem spinnst í allar áttir, eða að þið standið á glóandi steinum.“ Hann stjórnar slagsmálunum, leik- fiminni, skylmingunum eins og hljómsveitarstjóri. Hann er að sjá sem hinn fullkomni atvinnumaður. „Nákvæmni í tíma er nokkuð sem ég hef tamið mér en ég vinn ekki alltaf eftir fyrirfram ákveðnu skipulagi. Kjarninn í minni vinnu hlýtur að vera agi, því ég fæst við hluti sem krefjast aga. Það er til dæmis ekki hægt að búa til eitt- hvað sem er „nokkurn veginn“ þegar um er að ræða bardaga á sviði. Gera verður nákvæman ramma eða mynstur, sem leikarinn getur farið eftir. Þegar hann hefur síðan tileinkað sér þennan ramma og náð tökum á honum, öðlast hann ákveðna ró og um leið frelsi. Í öguðum bardagaatriðum hefur leikarinn með öðrum orðum frelsi til að spinna innan þess ramma sem gefínn er.“ Hvaða árangur ber svona stutt- ur tími, einn mánuður, í vinnu með íslenskum leikurum? „Ég sýni íslensku leikurunufn dæmi um ákveðin vinnubrögð sem þeir geta haft til hliðsjónar síðar meir. Ég kenni þeim æfingar sem þeir geta stundað til að halda sér í þjálfun. Ég kenni ólíkar æfingar, þannig að hver og einn fínni hvaða þætti han hafí þörf fyrir að þjálfa. Nemendum Leiklistarskólans kynni ég starfsaðferðir okkar í Moskvu. Mér fínnst nemendur Leiklistarskólans raunar hafa nokkuð góðan undirbúning." Karpov talaði fyrr um þær miklu persónulegu fórnir sem færa verður leikhúsinu. Hann tekur þó skýrt fram að það hafi einnig gef- ið sér mikið, „í rauninni allt. Ég get ekki hugsað mér að fást við eitthvað annað en leikhús. Þegar ég var barn dreymdi mig um að verða leikari og sá draumur rætt- ist. En mér fannst það ekki nóg og lagði því kennslu fyrir mig. Þó fslenskt leikhús hefur fengið góðan gestþar sem er Nikolaj Karpov Yasilíjevitsj, rússneskur leik- húsmaður. Hann kennir leikurum, söngvurum og leik- listarnemum sviðs- hreyfingar, alltfrá skylmingum og slagsmálum, til svífandi léttraleik- fímiæfinga að þau tímabil komi að mér fínn- ist ég hafa fengið mig fullsaddan, get ég ekki losnað úr leikhúsinu. Þau bönd sem halda mér þar eru alltof sterk. Leikhúsið býr yfír endalausri fjölbreytni og þar kem- ur ætíð eitthvað óvænt upp á. Það var til dæmis fyrir einskæra tilvilj- un að mér bauðst tækifæri til að koma hingað til íslands og starfíð hér kom mér skemmtilega á óvart, sérstaklega vinnan við Rómeó og Júlíu.“ Hann er maður rétt rúmlega fertugur, sonur skrifstofustúlku sem dreymdi um að verða leikkona en varð aldrei. Lífið í Moskvu sjötta áratugarins helgaðist af drauminum um leikhúsið og Karpov varð leikari árið 1971, þá 22 ára. Konu sinni kynntist hann er þau unnu saman að verkefni, hún sem leikstjóri, hann leikari. „Hún útskrifaðist sem leikstjóri en hefur núna snúið sér að bók- menntum og heimspeki. Sonur okkar er nú í háskóla að læra leik- húsrekstur." Karpov telur sig ekki víðförulan mann, en hann hefur unnið við gerð kvikmyndar í Noregi, starfað töluvert á Ítalíu, unnið með bresk- um og bandarískum leiklistamem- um, hann hefur kynnst starfi hol- lenskra leikara og unnið við leik- listarháskólann í Damaskus. „Það er auðvitað fólkið sem er mest spennandi á nýjum stöðum. Að kynnast því fólki sem byggir lönd- in gefur innsýn í margbreytileika þjóðanna og vangaveltur um mannlífíð koma fyrr eða síðar að notum í samskiptum við annað fólk, og svo auðvitað í leikhúsinu." Hvernig tilfinning er það að vera að heiman á þessum átaka- tímum? „Það er auðvitað afar blendin tilfínning, en það er langt síðan almenningur í Sovétríkjunum gerði sér grein fyrir því að þau væru ekki lengur til sem ein heild. Þessi sundrung hefur staðið svo lengi að það er hætt að skipta máli hvort allt fer til fjandans eft- ir hálft eða eitt ár. En auðvitað er það erfitt að vera svona langt í burtu, einkum frá ijölskyldunni. Þá er ekki síður erfítt að gera sér grein fyrir því hversu lítils hver og einn má sín. Ég vona þó að ég muni eiga þátt í að varðveita rússneska leikhúshefð, að mér auðnist að vinna heiðarlega og að ég missi ekki áhugann á því sem ég er að gera. Starf mitt og ann- arra leikhúsmanna felst í því að ala upp nýja kynslóð í leikhúsinu.“ Þmð Jmfnmst mkkmrt i vW CNintendo) VÖNDUÐ VERSLUN HUÖMCO FÁKAFENI 11 - SÍMI 688005 ORTUNA ALADDIN HAGKAUP ú R V A L 1

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.