Morgunblaðið - 22.12.1991, Side 21
T
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. DESEMBER 1991
21
mjög dýrt að 'Senda þessi efni út
til eyðingar, um 70 tii 80 krónur á
hvert kíló. Það er því eftir miklu
að slægjast fyrir fyrirtækin að auka
endurnýtingu hjá sér. Ljósmynda-
iðnaður setur mikið magn eiturefna
út í umhverfið og er sjálfsagt
minnst af því sem berst hingað til
Sorpu. Þessi efni mætti endurnýta
mikið meira en gert er og koma
þannig í veg fyrir mengun. Mörg
fyrirtæki eru þó farin að taka á
þessu til að spara í rekstrinum,
efnalaugar endurvinna t.d. mikið
af þeim efnum sem þær nota. Af
öðru sem safnað er hér í Sorpu
má nefna málma sem sendir eru til
Stálfélagsins og er þar einnig um
verulegt magn að ræða.
Bruðl
Hvað um okkur íslendinga —
förum við verr með verðmæti en
aðrar þjóðir?
Við Islendingar erum mikiir
bruðlarar, við sjáum það daglega
hér í Sorpu hve miklum verðmætum
er kastað á glæ. Það er mikið bruðl-
að með einnota vöru.
Um 40-50 tonn af timbri koma
hér á hveijum degi og stór hluti
þess er úrvals timbur. Það mætti
byggja heilu húsin úr þessu timbri.
Hér er eitthvað mikið að. Ekki veit
ég hver ástæðan er en ef til vill er
þetta vegna þess að þjóðin er ný-
rík. Mikið mætti spara með því að
sýna meiri ráðdeild og auka nýt-
ingu. Einnota umbúðir hafa rutt sér
til rúms í vaxandi mæli og er
ómögulegt að nýta margar þeirra.
Skattlagning virðist eina leiðin til
að knýja fram breytingar á þessu.
Til dæmis er mjólk pakkað í ein-
nota fernur úr plasthúðuðum papp-
ír sem ómögulegt er að endurnýta.
Hver veit nema sá tími komi að
gamla mjólkurflaskan verði góð og
gild á ný.
Þetta fyrirtæki hefur með hönd-
um umsýslu skilagjaldsskyldra
drykkjarvöruumbúða, sagði Gunnar
Bragason framkvæmdastjóri hjá
Endurvinnslunni hf. Endurvinnslan
tók til starfa árið 1989, hefur útibú
á Akureyri en auk þess eru móttök-
ur í flestum bæjum og þorpum
landsins. Við erum frumkvöðlar í
svo umfangsmikilli söfnun umbúða
í heiminum, hvergi er lagt skila-
gjald á plast-, ál- og glerumbúðir
nema hér á landi.
Plast
Um 800 tonn koma inn til Endur-
vinnslunnar af plastumbúðum á
ári. Hér er plastið pressað og sent
til Hollands þar sem það er tætt
niður og hreinsað. Þaðan er það
sent til verksmiðja í írlandi þar sem
það fer í gegnum spunaferil og
unnið úr því gervifíber, efni sem
t.d. er notað sem fóður í svefnpoka
og teppi. Verðið sem fæst dugar
fyrir vinnslu- og flutningskostnaði.
Hvað um aðrar plastumbúðir?
Það eru miklir möguleikar í end-
urvinnslu á plasti. Mikið fellur til
af plasti í landbúnaði — rúllubagga-
plasti og áburðarpokum — og höf-
um við látið gera prufur sem benda
til að endurvinnsla sé möguleg.
Veruleg umhverfisspjöll eru af
þessu plasti og er endurvinnsla þess
því álitlegur kostur. Líklega þarf
þó að koma til skilagjald eða um-
hverfisgjald á plastið.
Þótt fjölmargar umbúðategundir
úr plasti séu á markaðinum skipt-
ast þær í tvo aðalflokka. Endur-
vinnsla umbúðaplasts er því mögu-
leg en hafa verður í huga kostnað
við söfnun og vinnslu umbúða. Verð
á plasti er lágt um þessar mundir.
Vonir standa til að það fari hækk-
andi og myndi það auka hag-
kvæmni endurvinnslu plasts í meira
mæli en nú er.
Á1 '
Álumbúðir sem hingað berast eru
pressaðar og fluttar út til Englands
í endurvinnslu. Það er hreint og
gott ál sem fæst með þessum hætti.
Verðið var gott hegár við bytjuðum
árið 1989 en síð hefur það lækk-
að verulega. Sta/fsemin stendur þó
enn undir sér. Það eru um 400 tonn
af álumbúðum sem berast hingað
á ári.
Gler
Hingað berast um 2.000 tonn af
gleri á ári en okkur hefur ekki en
tekist að koma því í endurvinnslu.
Margnota gleri er þó safnað hér
og komið til framleiðenda. Annað
gler er malað og notað sem uppfyll-
ingarefni á gömlu sorphaugana þar
sem verið er að gera golfvöll. Það
hefur ýmsa góða eiginleika sem
uppfyllingarefni, t.d. fara meindýr
ekki í gegn um það. Erlendis er
gler víða notað til að styrkja mal-
bik en talið er að sveiflur í veður-
fari séu of miklar hér til að það
nái að bindast. Mögulegt er að end-
urvinna gler en þetta er ódýrt efni
og það verð sem fæst erlendis er
langt frá því að standa undir flutn-
ingskostnaði. Það eru ýmsir mögu-
leikar í endurvinnslu og mikill áhugi
á þessum málum núna. Við erum á
undan öðrum þjóðum og erum þeir
einu í Evrópu sem vinnum svona
margar tegundir umbúða. Það hef-
ur einkennt starfsemina hér að við
höfum orðið að þreifa okkur áfram
í vélvæðingu því ekki er hægt að
leita fyrirmynda erlendis. Þetta
starf hefur gengið vel og á örugg-
lega framtíð fyrir sér.
Sláturhúsaúrgangur
Þú hefur gert úttekt á endur-
vinnslu sláturhúsaúrgangs.
Já, ég vann um tíma fyrir Byggð-
astofnun í Rangárvallasýslu áður
en ég hóf störf hér og gerði þá
úttekt ásamt fleirum á endurvinnslu
úrgangs sem myndast í sláturhús-
um. Þetta er einhver hvimleiðasti
úrgangur sem til er og hefur mikið
aðdráttarafl fyrir fugla og meindýr.
Hægt er að endurvinna allan þenn-
an úrgang og gera úr honum mjöl
og lýsi sem t.d. mætti nýta sem
loðdýrafóður.
Væri hægt að láta slíka endur-
vinnslu skila hagnaði?
Það verður enginn ríkur á endur-
vinnslu. Spumingin er miklu fremur
að koma í veg fyrir mengun og
umhverfisspjöll, en hugsanlega
gæti þessi vinnsla staðið undir sér
með einhverri gjaldtöku.
Full ástæða er til að hafa það í
huga að endurvinnsla er yfirleitt
kostnaðarsöm. Þeir sem ætla að
setja nýja tegund af umbúðum á
markað ættu að kanna möguleika
á endurvinnslu vandlega og ekki
fara af stað með umbúðir sem er-
fitt er að endurvinna. T.d. mætti
hugsa sér að lagt yrði umhverfis-
gjald á umbúðir sem valda umhverf-
isspjöllum en gefa lítið af sér í end-
urvinnslu. Það er ekki nema rétt
að sá sem veldur mengun greiði
fyrir hreinsun, sagði Gunnar að lok-
í Kaupmannahöfn
F/EST
I BLAÐASÖLUNNI
ÁJÁRNBRAUTA-
STÖÐINNI,
KASTRUPFLUGVELLI
OG Á RÁOHÚSTORGf
Góðir pennar
árita bækur
í Eymundsson
sunnudaginn 22. desember
og mánudaginn 23. desember:
Sigurveig Guðmundsdóttir og
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir - Þegar
sáUn fer á kreik, í Eymundsson í
Austurstræti sun. kl. ^-16.
Guðjón Friðriksson - Jónas firá
Hriflu og Saga Reykjavíkur, í
Eymundsson í Borgarkringlunrii
sun. kl. 14-16.
Jón Hjaltason - Hemámsárin á
Akureyri og Eyjafirði, í
Eymundsson í Borgarkringlunni
sun. kl. 14-16.
Þorgrímur Þráinsson - Mitt er
þitt, í Eymundsson
við Hlemm sun. kl. 13-15
í Kringlunni sun. kl. 16-18.
liólfur Árnason - Á slóð
kolkrabbans, í Eymundssop í
Borgarkringlunní sun. kl. 16-18.
Kolbrún Aðalsteinsdóttir - Dagbók
- hvers vegna ég!, í Eymundsson
við Hlemm sun. kl. 13-15.
Heimsmeistararnir í bridge -
Bermúdabrosið, í Eymundsson í
Mjódd sun. kl. 16-18.
Ragnheiður Davíðsdóttir - Egill
og Garpur, í Eymundsson í
Austurstræti mán. kl. 14-16.
ri 1/
t <v V
Sigurður Ólafsson - í söngvarans
jóreyk, í Eymundsson í Austur-
stræti mán. kl. 14-16.
Ólafur Jóhann Ólafsson - Fyrir-
gefining syndanna, í Eymundsson
í Borgarkringlunni mán. kl. 14-16.
Árni Tryggvason - Lífiróður, í
Eymundsson í Kringlunni sun.
kl. 14-16 og Kringlunni mán.
kl. 15-17.
Heiðar Jónsson - Heiðar eins og
hann er, í Eymundsson á Eiðis-
torgi sun. kl. 13-15, í Borgar-
kringlunni mán. kl. 16-19 og í
Kringlunni mán. kl. 13-15.
Eymundsson
VSTOFNSETT 1872
Auslunlrœli Borgarkriuglunni við Hlemm Mjódd Kringlunni Kidistorgi
91-18880 91-688477 91-29311 91-76650 91-687858 91-611700