Morgunblaðið - 22.12.1991, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 22.12.1991, Qupperneq 24
24 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. DESEMBER 1991 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. DESEMBER 1991 25 PAUL JOHN- • son segir í Mod- em Times Trotský hafi litið svo á sagan væri yfir allt siðferði hafin. Og þá einnig bylting bolsévíka. Honum hafi þótt rétt að drepa keis- araíjölskylduna því hún hafi verið „gagnslaus". Hann hefði orðið blóð- þyrstari harðstjóri en Stalín en ekki átt til að bera þanol hans eða hæfi- leikann til að lifa af. Stalín var að upplagi endingarbetri en Trotský. Jafnvel Búkharín sem Lenín sagði væri eins mjúkur og vax og sumir telja sé í raun höfundur einhvers sem hefur verið kallað „sósíalismi með mannlegt andlit“ var engu minni glæpamaður að áliti Paul Johnsons en þeir hinir sem þyrptust í kringum Stalín. Ófyrirleitni hans leyndi sér ekki þegar andstæðingar áttu í hlut. En hann kembdi ekki hærumar. Stalín tortímdi honum í Réttarhöldunum miklu. Þar sannað- ist hastariega að byltingin étur bömin sín. Paul Johnson segir í Modern Tim- es Lenín hafi ekki ræktað vináttu við neinn heldur hafi hann lifað í skoðanasamfélagi þarsem allir áttu að hafa sömu afstöðu og hún var sú eina vinátta sem ræktuð var, það er ein tegund hagsmunavináttu. Allir voru metnir eftir því hvaða skoðanir þeir höfðu en þó einkum eftir því hvort þeir höfðu sömu skoðanir og Lenín. Þá voru þeir þóknanlegir. Þannig hafa íslenzkir marxistar einnig og ávallt umgeng- izt annað fólk og lagt á það hinn eina sanna leníníska mælikvarða. Það loðir raunar enn við talsmenn svonefndrar félagshyggju sem er raunar merkingarlaus orðaleppur og einskonar skjól þeirra sem flosn- uðu upp af harðbölum marxismans. Nú er þessarar skoðanahyggju einnig farið að gæta hjá hægri mönnum af hörðum skóla fijáls- hyggjunnar. Þeir misskilja hana margir einsog ég hef drepið á ann- ~ars staðar. Sönn frjálshyggja hefur ekki fundið neinn stórasannleik; og hún er umburðarlynd. Maðurinn óháður og eins frjáls og hann getur verið í umhverfi sínu er leið- sögustef hennar; formúlulaus ein- sog hugmyndir fugls um hafið. Paul Johnson lýsir Lenín eftir- minnilega og leggur áherzlu á fjar- læga og kuldalega afstöðu hans til annars fólk og umhverfisins en honum biandast ekki hugur um Lenín hafi haft eitthvert mannúð- legt markmið þráttfyrir ósveigjan- legt og kaldranalegt einlyndi. I þessu samfélagi þeirra byltingar- manna var marxismi sama og sann- leikur. Frumskógurinn var því næsta nágrenni. En Lenín var þann- ig, einsog Paul Johnson færir rök að, ágætur persónugervingur þeirr- ar einóðu þjóðfélagsstefnu sem á rætur í kenningum Marx og lagði hálfan heiminn að fótum sér á okk- ar dögum. En nú rýkur af rústun- um. Marxisminn átti að byggja á siðferðilegri afstöðu. Hann átti jafn- vel að breyta náttúrunni í vinalegt umhverfi mannsins og laga eðli hans að þessari sömu nátturu. En henni verður ekki breytt með hand- afli, ekki frekaren manninum. Og þjóðfélagsdraumur Leníns hafnaði í þeim veruleika sem við köllum' gúlag. Það væri einsog kristindóm- ur hefði ekki uppá annað að bjóða en miðaldir; eða helvíti. 8ÞETTA VORU VONDIR •tímar. Oswald Spengler skrif- aði metsölubók gegn bjartsýni og boðaði airæðishyggju. Max Weber lagði grunninn að Weimar-lýðveld- inu en hann var alltof veikur, segir Paul Johnson, og telur ástæðan hafi ekkisízt verið sú að forseta- embættinu fylgdi ekkert fram- kvæmdavald. Ríkin þrjú sem tóku að sér forustuhlutverk einræðisafl- anna í heiminum á fyrra hluta ald- sig rúmar 900 milljónir króna. Ekkert skal dregið úr því, að fjárhagsstaða ýmissa sveitarfélaga er erfið, m.a. vegna mikillar fram- kvæmdagleði. Mörg þeirra, ekki sízt hin stærri, hafa ekki mætt efnahagssamdrætti með niður- skurði útgjalda heldur aukið álögur á almenning. Á sl. ári stórhækkuðu þau fasteignagjöld, ýmis þjónustu- gjöld og sum lögðu á nýtt 5.000- 5.500 króna sorphirðugjald. Þetta er að endurtaka sig núna. Nokkur sveitarfélög ætla að hækka - álögur sínar og bera þar fyrir sig aukna kostnaðarhlutdeild á móti ríkinu. Þetta er að sjálfsögðu frá- leitt á sama tíma og unnið er að gerð nýrrar þjóðarsáttar á vinnu- markaði. Sveitarfélögin geta með engu móti ætlast til að vera stikkfrí í efnahagssamdrættinum. Afstaða Reykjavíkurborgar er hér til fyrirmyndar. Borgarstjóri hefur tilkynnt, að álögur verði ekki auknar á borgarbúa heldur verði útgjöld skorin niður. Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar hefur hins vegar tilkynnt 12% hækkun útsvars á Tiæsta ári, eða úr 6,7% í 7,5%, og ætlast jafnframt til að fá framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfé- laga. Bæjarstjórinn ber fyrir sig reikninginn frá ríkinu. En fram hefur komið, að útsvarstekjurnar jnuni aukast um 80-90 milljónir króna umfram það. Hér er að sjálf- sögðu um stórfellda útsvarshækk- un að ræða á sama tíma og tekjur bæjarbúa dragast saman. Sú gamla hugsun er á ferðinni, að hið opin- bera skuli hafa forgang fram yfír hag einstaklinga og heimila, hugs- un, sem leitt hefur til hruns komm- únistaríkjanna í Austur-Evrópu og örbirgðar almennings. Sveitarfélögin hafa ekki síður hag af því en aðrir, að vaxtastigið náist niður og hóflegir kjarasamn- ingar takist. Félagsmálaráðherra hefur upplýst, að sveitarfélögin hagnist um 140 milljónir króna á hveiju prósenti sem vextirnir lækka. Þau geta því ekki notað aukna kostnaðarhlutdeild á móti ríkinu sem afsökun fyrir auknum álögum á íbúa sína. arinnar, Rússland, Ítalía og Þýzka- 'land, höfðu öll verið konungs- eða keisaradæmi og því óplægður akur fyrir nýja gerð harðstjóra; e.k. ein- ræðispoppara í pólitík einsog Mussolíni og Hitler. Þjóðhöfðingjar sem eru tákngervingar án mikilla valda virðast auðveld bráð alræðis- afla og harðstjóra ef marka má sögulegar staðreyndir fyrsta ára- tugar þessarar aldar. Og enn mætti nefna Japan þessari hugmynd til stuðnings. Lenín skirrðist ekki við að láta vopnin tala ef honum þóknaðist. Hann hafði lítil tengsl við alþýðu manna og hataðist við guðstrú en naut þess að lesa hagtölur og taldi þær sýna allt sem máli skipti um kjör fólksins í landinu. Hann lagði áherzlu á innri styrk alræðis og hvatti til harðstjómar. Hann var síðurensvo með allan hugann við mergðina einsog kommúnistar víðasthvar og sjá má af þessum orðum annars aðdáanda Karls Marx um þetta leyti, Mússolínís: Hlébarði fasismans getur auðveldlega haldið nautgripahjörð kommúnismans i skefjum. Einræði til vinstri getur af sér einræði til hægri. Paul Johnson minnist á ummæli gáfumanna og menningarvita um Stalín á þriðja og fjórða áratugnum og er raunar ótrúlegt hvílíkri blindu menn einsog Georges Bernand Shaw og H.G. Wells hafa verið slegnir, svo merkir rithöfundar og hugsuðir sem þeir voru. Guð forði okkur frá slíkum leiðarljósum í framtíðinni. Það hafa víst margir orðið Ieiðir á lýðræði og meðalmennsku þess. Þessi vanmáttugi leiði varð Weimar-lýðveldinu að bráð. Og jafnvel stórhugsuðir einsog Anatole France sagði um svipað leyti lýð- ræði væri af hinu illa. Það væri dauðinn sjálfur. Eina leiðin til að bjarga því væri að tortíma því; hvorki meiranéminna. M. (meira næsta sunnudag.) SRwgÍltlttfafeffe Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Árvakur h.f., Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal- stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar- gjald 1200 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 110 kr. eintakið. * __ Utsvarshækkun í Hafnarfirði Islendingar horfast á næsta ári í augu við mesta samdrátt í efna- hagslífinu á lýðveldistímanum og er það fimmta samdráttarárið í röð. Þjóðhagsstofnun spáir því, að þjóðartekjur dragist saman um 6,1% og að atvinnuleysi tvöfaldist. Hallinn á ríkissjóði undanfarin ár nemur tugum milljarða króna og erlendar skuldir þjóðarinnar nálg- ast óðfluga að nema milljón á hvert mannsbarn. Þetta er vandinn í hnotskurn. Flestir gera sér grein fyrir því, að kakan, sem til skipta er á næsta ári, fer minnkandi og skuldsetning þjóðarinnar erlendis er komin að hættumörkum. Því er ekki unnt að auka erlendar lántökur til að fjár- magna neyzluna. Unnið er að gerð heildarkjara- samninga og jafnt verkalýðshreyf- ing og vinnuveitendur hafa gert þá kröfu til ríkisstjórnarinnar að ríkisútgjöldin verði skorin umtals- vert niður. Aðilar gera sér ljóst, að eina leiðin til að veija kaupmátt- inn er stöðugleiki í efnahagslífinu, aukin framleiðni og umtalsverð vaxtalækkun. Niðurskurður ríkis- útgjalda er forsenda þess að vextir geti lækkað. Það er deginum ljósara, að efna- hagssamdrátturinn bitnar á þjóðfé- laginu í heild og allir þurfa að taka þátt í niðurskurði útgjalda og hag- ræðingu til að gera lífskjararýrnun- ina sem minnsta. Á tíma síðustu þjóðarsáttar voru það fyrst og fremst launþegar og fyrirtækin sem tóku byrðarnar á sig til að ná verðbólgunni niður. Ríki og sveitar- félög héldu hins vegar uppteknum hætti með auknar álögur og Iántök- ur. Ríkisstjórnin stefnir að meiri nið- urskurði á ríkisútgjöldum en þekkst hefur um árabil og gerir hún einn- ig ráð fyrir þátttöku sveitarfélaga með því að ætla þeim að taka á HELGI spjall i Kristni var lög- tekin á Alþingi við Öxará árið 1000 að því talið er. Kristnir menn og heiðnir höfðu sagzt úr lögum hveijir við aðra. Heiðnir lutu leiðsögn Þorgeirs Ljósvetningagoða en kristnir kusu Síðu-Hall til lögsögu. Þeir gerðu með sér þjóðarsátt er enn stendur. íslendingabók Ara fróða tíundar þessa sátt svo í orðum Ljósvetningagoðans: „Nú þykir mér það ráð, að vér látum og eigi þá ráða, er mest vilja í gegn gang- ast, og miðlum svo mál á milli þeirra, að hvorir tveggja hafi nokkuð síns máls, og höfum allir ein lög og einn sið. Það mun verða satt, er vér slítum í sundur lögin, að vér munum slíta og friðinn.“ Ljósvetningagoðinn sagði þá upp þau lög, „að allir menn skyldu kristnir vera og skím taka, þeir er áður voru óskírðir á landi hér“. Kristni- takan, tí- undin og stuðningur- inn við bág- stadda ÞESS ERU EKKI mörg dæmi, ef nokkur, að þjóð hafi tekið kristni með þessum hætti, það er sem heild á lög- gjafarþingi. Engar heimildir finnast sem greina frá and- stöðu úr hópi þeirra, sem Þing- velli gistu árið 1000, við lögsögn Þorgeirs Ljósvetningagoða „að allir menn skyldu kristnir vera og skím taka“. Sunnlending- ar og Norðlendingar voru skírðir í Reykja- laug í Laugardal en Vestlendingar í Lunda- reykjardal. Kristni var orðin að ríkistrú. Kirkjan laut frá öndverðu löggjafar- og dómsvaldi þjóðveldisins, en biskupar áttu sæti á miðpalli lögréttu og höfðu áhrif á löggjöf og réttarfar, þar á meðal lagaboð um kirkju og kristnihald, sem smám sam- an var lögtekin á Alþingi eftir kristnitök- una. Það var, svo dæmi sé nefnt, Gissur bisk- up Isleifsson sem hafði forgöngu um setn- ingu laga um tíund árið 1096 (eða 1097), en í kjölfar þeirra fylgdi ritun veraldlegra laga 1117-1118, Hafliðaskrá, og um 1122-1123 voru skráð hin fyrstu kirkjulög eða kristinna laga þáttur í Grágás að for- sögn Þorláks biskups Runófssonar. Tíund er einn elzti skattur hér á landi, sem lagður var á eftir efnahag, en áður höfðu tíðkazt .persónuskattar. Tíundin hafði tvíþættan tilgang. Fyrst og fremst að tryggja fjárhagslegt sjálfstæði kirkj- unnar. En hluti hennar gekk til fátækra. Tíundin var því eitt af fyrstu skrefum ís- lenzkrar löggjafar til að bæta stöðu hinna verr settu í samfélaginu. Hinir fornu hreppar höfðu og bæði framfærslu og sam- ábyrgð íbúanna á sinni könnu, jafnvel áður en Alþingi við Öxará kom fyrst sam- an sem stofnun árið 930. Þingfararkaup hét annar skattur fom, sem bændur með tilskylda lágmarkseign greiddu goða sínum, en hann galt síðan þeim sem kvaddir voru til árlegrar ferðar á Þingvöll, upp í kostnað við för þeirra. Þótt tíundin, sem kirkjunnar menn höfðu frumkvæði að, hefði tvíþættan til- gang fór vel á því, að hjálp við hina verr settu í samfélaginu væri annað megin- markmið hennar. Það var í anda hins kristna boðskapar. Tíundin var þó ekki séríslenzkt fyrirbæri, heldur sniðin eftir eriendri fyrirmynd, eins og mörg síðari tíma skattheimtan. Trúlegt er samt sem áður að þeim Gissuri biskup ísleifssyni, Sæmundi hinum fróði í Odda og Markúsi lögsögumanni Skeggjasyni, sem höfðu for- göngu um lögtöku tíundar á Lögbergi við Oxará fyrir 895 ámm, hefði orðið um og ó, ef þeir hefði fengið að líta íslands skattaflóru alla, sem eftir hefur gengið fram á okkar daga. Bókmennt- irnar, klaustrin, biblían og móðurmálið í KJÖLFAR TI- undar, sem kirkjan beitti sér fyrir, voru hin veraldlegu lög skráð á bókfell. Klaustur, sem stofnuð voru hér á landi á tólftu öld, voru og í senn höf- uðstoðir kaþólskrar kirkju í landinu, ásamt biskupsstólunum að Hólum og í Skálholti, og menntasetur, sem lögðu dijúgan skerf til íslenzkra bókmennta. Klaustrin áttu sum hver góðan bókakost, þar voru sög- urnar skráðar á skinn, trúlega einnig samdar að hluta til, þar fór og fram um- talsverð kennsla og síðast en ekki sízt líkn- arstarf. Rætur bókmennta okkar, fræðslu- starfs og heilbrigðisþjónustu, liggja meðal annars í þessum fomu, kristnu klaustrum. Biskupsstólamir og klaustrin héldu uppi tengslum við meginland Evrópu, máski einkum Mið- og Suður-Evrópu (Róm), fram að siðaskiptum, og þau tengsl voru farvegir utanaðkomandi menningar og þekkingar, sem auðgaði mannlíf og menn- ingu í landinu. Þessi tengsl varpa Ijósi á sitthvað í menningu þjóðarinnar fyrr á tíð og menningararfleifð. Trúlega hefur fátt, ef nokkuð, fest móðurmálið, íslenzkuna, jafn vel í sessi í hugum og hjörtum kynslóðanna, sem byggðu þetta land á myrkum öldum eftir siðaskiptin, en prentun hinnar heilögu ritn- ingar, biblíunnar, á íslenzku í tíð. Guð- brands biskups Þorlákssonar, sem var annar í röð lúterskra biskupa á Hólum í Hjaltadal. Þegar sól var hæst á lofti árið. 1584 var heilög ritning fullprentuð í fyrsta sinni hér á landi á Hólum í Hjaltadal, það er Gamla testamentið, Spámannabækumar og Nýja testamentið. Fram að þeim tíma höfðu aðeins hlutar biblíunnar verið prentaðir á Hólum: Sýraksbók og Orðskviðir Salóm- ons. Nýja testamentið í Guðbrandsbíblíu var með litlum breytingum í þýðingu Odds Gottskálkssonar, en sú þýðing var ekki aðeins stórvirki frá kirkjulegum sjónarhóli séð heldur ekki síður til varðveizlu og við- halds móðurmálinu, íslenzkunni. Sigur- bjöm Einarsson, biskup, segir um sext- ándu aldar þýðingu Odds í endurútgáfu hennar 1986: „Islenzka þjóðin mátti ekki verða rekald í röst tímans. Hún þurfti að tileinka sér nýja hugsun, ný og fijó trúarviðhorf, ný menningarúrræði. En til þess að geta það sem andlega myndug þjóð varð hún að hugsa á íslenzku. íslenzk tunga var það líf af hennar lífí, sem mátti ekki týna ef hún ætlaði ekki að farga sjálfri sér. Og umfram allt: Guð hafði talað á skiljanlegu, mennsku máli. Hann ætlaðist til, að ís- lenzkur almúgi skildi það, sem hann hafði talað til sáluhjálpar. Þessi skilningur siðbótarmanna skipti sköpum um framtíð íslenzkrar tungu og sjálfstæðrar þjóðmenningar á íslandi. Odd- ur varð til þess að marka þessum skiln- ingi áþreifanlega stefnu og ömgga braut. Fáir hafa betur til þess unnið að heita tíma- mótamenn." íslenzk þjóð stendur í ævarandi þakkar- skuld við kirkju og kristni fyrir bók- mennta- og fræðastörf, sem unnin vom í kaþólskum klaustmm hér á landi fyrr á tíð, og fyrir biblíu á íslenzka tungu þegar eftir siðaskiptin. Menningararfleifð þjóðar- innar, homsteinn þjóðernis og fullveldis hennar, skarast við fátt meira eða rækileg- ar en þjóðkirkjuna, rómversk-kaþólska og lúterska, sem Þorgeir Ljósvetningagoði festi í hugi landsmanna og landslög á Þing- völlum við Öxará árið 1000 með þeim orð- um, „að allir menn skyldu kristnir vera og skím taka“. í IJÓSI FRAMAN- sagðs er þings- ályktun Alþingis frá 1986 í réttu sögulegu sam- hengi. Tillagan fól forsetum Álþingis „að vinna að athug- un á því með hvaða Mikilvæg- asta laga- gerðin - Kristnisag- an REYKJAVÍKURBRÉF Laugardagur 21. desember hætti verði af hálfu Alþingis minnst þús- und ára afmælis kristnitökunnar" árið 2000. Hún var flutt af Þorvaldi Garðari Kristjánssyni, þáverandi forseta Samein- aðs þings, öðrum þingforsetum og for- mönnum þingflokka. í greinargerð sagði m.a.: „Kristnitakan árið 1000 skipti sköpum í sögu Islendinga. Þessi einstæði atburður er greyptur í þjóðarvitund. Nú fer mjög að nálgast þúsund ára af- mæli kristnitökunnar. Þess hlýtur að verða minnst svo sem efni standa til. Ekki er ráð nema í tíma sé tekið að huga að þvi máli. Mikilvægasta lagagerð Alþingis er lög- festing kristinnar trúar. Alþingi hlýtur að minnast þess að maklegheitum. Kirkjan hlýtur og með sínum hætti að minnast upphafs kristni í landinu. En sameiginlega verður að gera ráð fyrir að báðir þessir aðilar standi að þjóðhátíð árið 2000 til minningar kristnitökunnar. “ Forsetar Alþingis höfðu þegar á þessum tíma átt viðræðufundi með kristnitöku- nefnd Þjóðkirkjunnar um kristnitökuaf- mælið. En kirkjuráð skipaði snemma árs 1985 þriggja manna nefnd, kristnitöku- nefnd, sem starfar undir forystu biskups íslands og gjöra á tillögur um það, hvern veg haga beri athöfnum þeim og fram- kvæmdum, sem efnt verður til af kirkjunn- ar hálfu vegna þúsund ára afmælis kristni- tökunnar. Hugmyndir frá kristnitöknefnd hafa verið til umræðu á kirkjuþingum. Niðurstaða úr samráði kirkju og þings er m.a. ritun Kristnisögu, sem spanna á þúsund ára kristni íslenzku þjóðarinnar. Sérstök ritnefnd hefur þetta stórverk með höndum. Sr. Siguijón Einarssonar leiðir störf nefndarinnar. Dr. Hjalti Hugason, kirkjusagnfræðingur, lektor við Kennara- háskólann, er ritstjóri verksins. Þá hefur Þjóðkirkjan ákveðið að tíundi áratugurinn verði helgaður öðru stóru kirkjulegu verkefni,. safnaðaruppbygg- ingu. Það verk leiðir sérstök nefnd undir verkstjórn sr. Arnar Bárðar Jónssonar. íslenzka þjóðin hlýtur að minnast þús- und ára afmælis kristnitökunnar með veg- legum og viðeigandi hætti árið 2000. Taka verður undir þau orð, sem fylgdu tillögu til þingsályktunar á 108. löggjafarþinginu árið.1986 um kristnitökuafmælið: „Ekki er ráð nema í tíma sé tekið að huga að því máli.“ Í ALMANAKI HÁ- skólans stendur við sunnudaginn 22. desember; fjórði sunnudagur í jóla- föstu, vetrarsól- stöður. í Orðabók Mennningarsjóðs er orðið vetrarsólstöð- ur skilgreint svo: „sólhvörf að vetrarlagi, sá tími árs þegar sólargangur er stytztur". Norrænir menn héldu sólhvarfahátíð löngu fyrir kristinn sið, í skammdegi vetr- ar, þegar dagur var stytztur og myrkrið mest. Þá fögnuðu þeir vetrarsólhvörfum, þegar sól tók að hækka á lofti á nýjan leik, dag að lengja og birtan að hrekja myrkrið úr umhverfi mannsins, samkvæmt forskrift þessa árvissa kraftaverks, sem vekur gróðurríkið til nýs lífs, til náttlausr- ar voraldarveraldar. Sólhvarfahátíðir löngu genginna for- feðra og formæðra okkar, miðsvetrarblót í heiðnum sið hér á landi, tengdust fyrst og fremst lífsbaráttu kynslóðanna við erf- iðar aðstæður á mörkum hins byggilega heims. Þær hjálpuðu fólki til að þreyja þorrann og góuna og minntu það á kom- andi vor, batnandi tíð með blóm í haga, sjálfan bjargræðistímann, sem gerði landið „yzt á Ránarslóðum" byggilegt. Þegar kristinn siður festi rætur hér á landi komu heilög jól í stað sólhvarfa- hátíða. Það árvissa kraftaverk í náttúru landsins og umhverfí fólksins, sem heiðnir menn fögnuðu með miðsvetrarblótum, heldur gildi sínu í hugum þjóðarinnar, þótt þjóðlífshættir séu gjörbreyttir. Það Vetrarsól- stöður: „Heims um ból helg eru jól“ áréttar jafnvel og undirstrikar — á tákn- máli sínu — boðskap kristinna jóla, sigur ljóssins yfir myrkrinu, sigur hans sem er ljós heimsins. Sigurbjörn Einarsson biskup segir rétti- lega að Guð tali við okkur, hvert og eitt, á skiljanlegu, mennsku máli í Nýja testa- mentinu, sem hafi átt ríkulegt erindi til þjóðarinnar á móðurmáli hennar. Höfuð- smiður tilverunnar hefur og, allar götur frá landnámi, talað til landsmanna á tákn- máli íslenzkrar náttúru, þegar birta hækk- andi sólar hrekur myrkrið og kuldann markvisst úr umhverfi okkar, leysir landið úr klakaböndum og vekur gróðurríkið til nýs lífs af vetrardauða. Þetta árvissa kraftaverk í náttúrunnar ríki, í umhverfí kynslóðanna, undirstrikar fagnaðarboðskapinn í Nýja testamentinu. í fagnaðarboðskap jólanna er það sól kær- leikans og fyrirheitanna sem rís, ef henni er veitt móttaka, í hugarheimi og sálarlífi einstaklinga og þjóða, hrekur myrkrið og kuldann á flótta, leysir úr fjötrum og vek- ur til nýs og betra lífs. Því miður_ heldur myrkrið víða velli í mannheimi. Á hátíð friðarins berast menn enn á banaspjótum víða um veröld. Á há- tíð kærleikans skortir milljónir manna, börn og gamalmenni, mat til að seðja sárt hungur. Milljónir sæta ótímabærum dauða. Jafnvel mitt I velferð Vesturlanda, mitt í íslenzkri velferð, eru einstaklingar, sem orðið hafa undir í lífsbaráttunni og skortir brýnustu nauðsynjar, félagsskap og hlý- hug. Öll getum við sitthvað gert til veita birtu inn í þetta myrkur, svo sem okkur ber að gera. Allt það sem þér gjörið mínum minnsta bróður það hafíð þér og mér gjört, sagði Kristur. „Heims um ból helg eru jól“, þrátt fyrir mörg ský á himni mannkynsins. Við íslend- ingar höldum hátíð ljóssins í svartasta skammdeginu til að minnast hans og til- einka okkur boðskap hans sem var og er ljós heimsins; vegurinn, sannleikurinn og lífið. Til þess safnast fjölskyldur saman á fæðingarhátið frelsarans. Til þess fyllum við kirkjur landsins á helgum jólum. Megi friðar- og kærleiksboðskapur jólanna setja mark sitt á hugi okkar og breytni allan ársins hring. Gleðileg jól! „Þessi skilningur siðbótarmanna skipti sköpum um framtíð íslenzkr- ar tungu og sjálf- stæðrar þjóð- menningar á ís- landi. Oddur varð til þess að marka þessum skilningi áþreifanlega stefnu og örugga braut. Fáir hafa betur til þess unn- ið að heita tíma- mótamenn.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.