Morgunblaðið - 22.12.1991, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 22.12.1991, Qupperneq 29
29 MORGUNBLAÐIÐ AFMÆLI SUNNUDAGUR 22. DESEMBER 1991 T-Jöföar til ii fólks í öllum starfsgreinum! ur, og í stjórn Alþýðuflokksins um áratuga skeið. Hann var bæjarfull- trúi á Akranesi 1946-1950 í yfir- kjörstjórn Vesturlandsumdæmis 1959-71 og 1978-1990. Sveinn hefur alla tíð verið mikilvirkur fé- lagsmálamaður og er enn, hann var endurskoðandi Sementsverksm. ríkisins, Sparisjóðs Akraness, form. stjórnar Skallagríms hf., í stjórn Byggðasafns Akraness og nær- sveita og svona má lengi telja. .Ljveinn gerðist umboðsmaður Sam- vinnutrygginga á Akranesi 1963 og jafnframt bankastjóri Sam- vinnubankaútibúsins á Akranesi frá stofnun þess, 3. jan. 1964. Fjölmargir hafa notið þjónustu Sveins í þeim störfum og embættum sem hann hefur 'sinnt og notið hollra ráða varðandi mismunandi ráðstaf- anir hverju sinni. Undirritaður hef- ur átt samskipti við Svein og notið ráða hans oft á tíðum og hefur myndast góður vinskapur og trún- aður í gegnum þau, okkur hefur greint á Um marga hluti og hug- myndir sem hafa fengið farsæl lok á endanum. Ég vil á þessum tíma- mótum þakka Sveini mörg holl og góð ráð á mínum skamma ferli í pólitík og tel að ýmislegt færi betur hjá landsfeðrunum ef ráð Sveins og hans jafningja næðu eyrum ráðamanna. Sveinn kvæntist eiginkonu sinni, Guðrúnu Þórey Örnólfsdóttur frá Suðureyri i Súgandafirði, 14. okt. 1943. Má með sanni segja að þeirra sambúð öll hefur verið til fyrir- myndar og ljóst er að engin er einn með slíkan kvenkost sér við hlið sem Guðrún er. Þeim hjónum varð fjög- urra barna auðið en eins og hjá mörgum hefur sorg knúið dyra hjá þeim er elsta barn þeirra, Guðrún, lést í blóma lífsins 17. nóvember 1971 af völdum sjúkdóms. Þrír syn- ir þeirra eru Örnólfur, lögreglumað- ur í Reykjavík, Kristján, deildar- stjóri hjá Olíufélaginu hf. og stjórn- arformaður Sementsverksmiðju rík- isins, og Sigurbjörn, sem er fulltrúi á skrifstofu hjá vamarliðinu á Keflavíkurflugvelli. Allir eru þeir hinir mestu fyrirmyndarmenn sem eiga góðar fjölskyldur og eru foreld- rum sínum til sóma. Það var ekki meining mín að rita á blað einhverja lofgjörð eða því um líkt heldur að nota þetta tæki- færi til að þakka góða viðkynningu og ánægjulegt samstarf um leið og ég árna þér, Sveinn, og þinni ijöl- skyldu heilla á þessum tímamótum sem áttræðisafmælið er. Gísli Einarsson og Edda Guðmundsdóttir. STEINAR WAAGE Gjafakortin okkar eru góð, hentug og vinsæl jólagjöf. Mikið úrval af hönskum og töskum. 5% staðgreiðsluafsláttur. Póstsendum. DOMUS MEDICA, Egilsgötu 3, sími 18519. KRINGLUNNI, Kringlunni 8-12, sími 689212. TOPPSKÓRINN, Veltusundi 1, simi 21212. Af. BarnapaKKar ver ra AgA, SKíðapaKKar fyrir fuHorðna í Göngu sKíðapaKKar verð fra AIIKUG4RDUR MARKAÐUR VIÐ SUND Nóttin fyrir dögun Avallt mikið úrval af heilsuskóm, meðal annars frá Birkenstocl< Óla-skóm, Táp, Berkemann, Ara Fittnes og fleiri. Jóhanna Kristjónsdóttir Martin Andersen Nexö: Pelli sig- ursæli 3. Baráttan mikla. Þýðing: Gissur Ó. Erlingsson. Útg. Skjaldborg 1991. Áfram segir af Pella sigursæla, hann er kominn til stórborgarinnar og býr í Örkinni þar sem fátækling- ar hafa hnappast saman og er þó reynt að lifa þar fögru mannlífi og halda reisn. Pelli vinnur við skósmíðar og hann hefur gert sér grein fyrir þeirri rangsleitni sem verkafólkið býr við og hellir sér út í baráttuna. Hann er ódeigur en jafnframt undrandi á sjálfs síns krafti og mælsku sem eftirtekt vekur. Og líf- ið er þó fleira en strit og barátta, kynni hans af munaðarleysingjun- um litlu þremur í Örkinni eru ríkur þáttur í sögunni. Pelli er vissulega farinn að hafa náttúru til kvenna, stúlkan Hanna spilar með tilfinn- ingar hans og ruglar hann í ríminu. En Pelli er nægilega raunsær og jarðbundinn til að Iáta þetta ekki eyðileggja allt og hann vaknar upp áður en skaði er skeður. Hann kynnist stúlkunni Ellen og sú er nú aldeilis ekki að spila með hann og ástin á milli þeirra verður svo undursamleg og stjórnlaus að það liggur við borð að baráttan gleymist í bili, svo upptekin eru þau af hvort öðru í sínum litla heimi. Lassipabbi kemur til bæjarins og er það Pella fagnaðarefni. Ellen og honum fæðist sonur og Pella finnst að ekkert muni nokkurn tíma breyta þessum heimi þeirra í litlu fjölskyld- unni. Ellen sér eitthvað í honum sem hann veit ekki að hann hefur til að bera. En hún er kröfuhörð og vill síður afskipti hans af verka- lýðsmálum. Framan af lætur hann ýmislegt smálegt sem hún grípur til svo hann sinni sér og láti félags- málavafstur og baráttu lönd og leið ekki raska ró sinni. En það harðnar ekki bara á dalnum, hjónabandið er ekki alveg eins og það ætti að vera. Smám saman dregst Pelli á ný aftur að sínum fyrri baráttumálum. Það er ekki vegna þess að sambúð- in sé að fara í hundana. Hann get- ur ekki setið hjá og horft upp á eymd fólksins og misréttið sem það viOF/i Martin Andersen Nexo er beitt og smám saman finnur hann að starfið ber árangur, þó það kosti fórnir og harðræði. Kannski hjónabandið líði fyrir það. Kannski hann líði. Það verður svo að vera. Saga Martins Andersen Nexö er svo hrífandi, og tær frásagnarmát- inn, að það má vera dauður maður sem verður ekki gripinn af sögu fólksins sem hann segir í bókinni. Hver persónan af annarri hættir að vera „persóna" og öðlast sitt eigið líf og stígur upp og fylgir les- andanum. Það er mikil ánægja að lesa þetta verk. Gissur Ó. Erlingsson hefur þýtt þennan hluta eins og hinar fyrri Pellabækur og hefur á valdi sínu að skila efni, stíl og orðfæri Anders- en Nexö til lesandans svo að til sóma er. Bókaútgáfan Skjaldborg á mikið lof skilið fyrir að gefa les- endum kost á að nálgast þetta lista- verk á íslensku. A Israelsríki meira land? Spádómarnir rætast Bkíðapakkar, allir möguleikar, Jtolomitc 4IRTEJC TYROUA

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.