Morgunblaðið - 22.12.1991, Síða 30

Morgunblaðið - 22.12.1991, Síða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. DESEMBER 1991 VÁKORTALISTÍ Dags. 22.12.1991. NR. 64 5414 8300 0362 1116 5414 8300 1950 6111 5414 8300 2675 9125 5414 8300 2717 4118 5414 8300 2772 8103 5414 8301 0407 4207 5421 72** 5422 4129 7979 7650 5412 8309 0321 7355 5221 0010 9115 1423 Ofangreind kort eru vákort, sem taka ber úr umferð. VERÐLAUN kr. 5000.- fyrir þann, sem nær korti og sendir sundurklippt til Eurocards. EUROCARD V.__________-JJ KREDITKORT HF. Ármúla 28, ^ 108 Reykjavík, sími 685499 j Stjórnarliðar og stjórnarandstæðingar: Reynt að ná samkomulagi HINAR árvissu deilur og tíma- þröng varðandi afgreiðslu fjár- lagafrumvarps og nauðsynleg- ustu tekjufrumvarpa hafa verið áberandi fyrir þessi jól. En það örlaði þó á viðleitni forustu- manna flokkanna til að ná sam- stöðu í fyrrakvöld og fyrrinótt. Stjórnarandstæðingar buðu stjórnarliðinu nokkra valkosti. Stuðningsmenn ríkisstjórnarinn- ar gerðu gagntilboð. Stjórnar- andstæðingar buðu upp á annan möguleika en stjórnarliðinu fannst hann óaðgengilegur. í gærmorgun lögðu stjórnarliðar fram nýjar hugmyndir. Venjan er sú að reynt er að gera ekki hlé á störfum Alþingis um jól og áramót fyrr en fjárlög komandi árs og helstu tekjuöflunarfrumvörp hafa verið afgreidd. Vandamálið nú er að stjórnarandstæðingum finnst ijöldi stjórnarfrumvarpanna alltof mikil og efni þeirra á þann veg að ekki sé þess kostur að hleypa þeim umræðulítið í gegn. í ár hafa þess- ar deilur verið óvenju illvígar. í þessari viku hafa íjórir kvöld- og næturfundir verið haldnir en það hefur ekki dugað til. Stjórnarand- stæðingar segja að þeim sé þungt um hjarta en hins vegar benda stjórnarliðar á það að stjórnarand- stæðingum sé léttara tungu að hræra. Síðdegis í fyrradag var afstaða beggja deiluaðila hin harðasta. Stjórnarliðið hafði fallist á að bíða með afgreiðslu frumvarps til láns- fjárlaga og einnig með frumvarp um skattskyldu innlánsstofnanna og einnig boðið það fram að frum- varp um Hagræðingarsjóð sjávarút- vegsins skyldi athugað betur eftir ármót. Stjórnarandstæðingar töldu þessar tilslakanir ófullnægjandi. í fyrrakvöld buðu þeir stjórnarliðinu Jöfnunargjald: Efnahags- og viðskiptanefnd þríklofin í afstöðu sinni Efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis er þríklofin í afstöðu sinni til stjórnarfrumvarps þess efnis að framlengja 3% jöfnunargjald til 1. júlí 1992. Gjaldinu er ætlað að afla ríkissjóði 350 milljóna króna í 'tekjur. Hörðustu stuðningsmenn jöfnunargjaldsins er að finna í hópi sljórnarandstæðinga. Stuðningsmenn ríkissljórnarinn- ar í nefndinni eru klofnir í sinni afstöðu. í fyrrinótt var útdeilt til þing- manna álitsgerðum nefndarmanna í efnahags- og viðskiptanefnd á frumvarpi um framlengingu jöfn- unargjalds sem lagt er á innfluttan vaming. 1. minnihluta mynda, Kristín Ástgeirsdóttir (SK-Rv), Halldór Ásgrímsson (F-Al), Steingrímur J. Sigfússon (Ab-Ne), Jóhannes Geir Sigurgeirsson (F-Ne). 1. minnihluti telur að enn sé hægt að réttlæta jöfnunargjaldið með þeim rökum að áhrifa uppsafnaðs söluskatts gæti. 1. minnihluti dregur þau rök í efa að áframhald- andi gjaldtaka samræmist ekki þeim fríverslunarsamningum sem Islendingar eru aðilar að. „Meðan ekki sannast að um brot á samningum sé að ræða og helstu viðskiptaþjóðir okkar láta ógert að mótmæla þessari gjald- töku er sjálfsagt að nýta þennan tekjustofn." 1. minnihluti leggur til að lögin gildi allt næsta ár. 2. minnihluti eru þingmennirn- ir Rannveig Guðmundsdóttir (A-Rn), Sóveig Pétursdóttir (S-Rv) og Guðjón A. Kristjánsson (S-Vl). „Annar minnihluti nefndarinnar telur að sú álagning jöfnunar- gjalds, sem frumvarpið gerir ráð fyrir, sé nauðsynleg vegna þeirra erfiðleika sem nú steðja að ís- lensku efnahagslífi og vegna þess að enn gætir uppsöfnunaráhrifa söluskatts. Því er lagt til að frum- varpið verið samþykkt án breyt- inga.“ 3. minnihluti eru Vilhjálmur Egilsson (S-Nv) og Ingi Björn Al- bertson (S-Rv). 3. minnihluti telur að jöfnunargjaldið sé í ósamræmi við fríverslunarsamninga þá sem ísland hafí gert við Fríverslunar- samtök Evrópu, EFTA, og Evr- ópubandalagið. Einnig segir í nefndaráliti að „framlenging á jöfnunargjaldi mun væntanlega hafa í för með sér málssókn af hálfu innlends greiðanda gjaldsins sem jafnframt gæti verið fylgt eftir af hálfu erlends þolanda við EB“. „Það er skoðun þriðja minni- hluta að þó að vissulega séu erfið- leikar í ríkistjármálum miklir muni framlenging gjaldsins stefna margföldum hagsmunum í hættu miðað við þá upphæð sem fram- lenging á að skila.“ 3. minnihluti leggur til að frumvarpið verði fellt. Ekki er um neinn nefndarmeiri- hluta að ræða þar sem nefndar- menn eru 9 og 5 þarf til að mynda meirihluta. Þú svalar lestraiþörf dagsins Frumvarp um tekju- og eignarskatt: Beitingamenn eiga rétt á sjómannaafslætti Nefndarálitum efnahags- og viðskiptanefndar um frumvarp ríkis- stjórnarinnar um breytingu á lögum um tekju- og eignarskatt var útbýtt í fyrrinótt. Meðal umtalaðra atriða í þessu frumvarpi eru skerðing á barnabótum, þrenging á sjómannaafslætti, afnám hcim- ildar til að draga útgreiddan arð frá tekjum fyrir skattlagningu. Meirihluti efnahags- og við- skiptaiíefndar flytur nokkrar breytingartillögur við frumvarpið, m.a. er gert ráð fyrir því að ákvæði um sjómannaafslátt orðist svo: „Sjómannaafsláttur skal vera 660 kr. á hvern dag. Við ákvörðun dagafjölda, sem veitir rétt til sjó- mannaafsláttar, skal miða við þá daga sem skylt er að lögskrá sjó- menn skv. 4. og 5. gr. laga nr. 43/1987, um lögskráningu sjó- manna. Séu dagar þessir 260 eða fleiri skal sjómaður njóta afsláttar alla daga ársins og hlutfallslega séu lögskráningardagar færri en 260, þó aldrei fleiri daga en hann er ráðinn hjá útgerð. Hlutaráðnir beitingamenn skulu eiga rétt á sjómannaafslætti þá daga sem þeir eru ráðnir við slík störf skv. skriflegum samningi um hluta- skipti. Hjá mönnum á fiskiskipum und- ir 12 rúmlestum brúttó, sem ekki er skylt að lögskrá á skv. framan- greindum lögum, skal miða við almenna vinnudaga (mánudaga til föstudaga) á úthaldstímabili í stað lögskráningardaga, sbr. fram- angreint. Réttur þessara manna er-þó háður því að laun fyrir sjó- mennsku séu a.m.k. 30% af tekju- skattstofni þeirra. Þeir dagar. á ráðningartíma hjá útgerð, sem sjó- maður getur ekki stundað vinnu vegna veikinda eða slysa en tekur laun samkvæmt kjarasamningi, skulu veita rétt til sjómannaaf- sláttar. Komi upp ágreiningur um þá daga sem veita rétt til sjó- mannaafsláttar má staðreyna dag- afjöldann með staðfestingu stétt- arfélags á greiddum stéttarfélags- gjöldum.“ Þar að auki leggur nefndin til að sjómenn á sanddælu- skipum verði í þeim hópi sem rétt eigi á sjómannaafslætti. Arður Varðandi afnám heimildar til að draga útgreiddan arð frá tekj- um til skattlagningar, lagði meiri- hluti efnahags- og viðskiptanefnd- ar til að afnám þessarar heimildar öðlaðist gildi 1. janúar 1993 og kæmi því til framkvæmda við álagningu opinberra gjalda á árinu 1994 vegna tekjuársins 1993 enda taki gildi frá sama tíma lög um skattskyldu fjármagnstekna og arðs af hlutafé. Minnihluti efnahags- og við- skiptanefndarinnar hefur einnig skilað áliti. Minnihlutinn gerir ekki beinar breytingartillögur á frum- varpinu. Hann telur að frumvarpið sé svo gallað að það sé engin leið að taka ábyrgð á því. SIEMENS Litlu raftœkin frá gleöja augaö! SIEMENS Kaffivólar, hrœrlvélar, brauðrlstar, vöfflujárn, strokjárn, handþeytarar, eggjaseyðar, hraðsuðukðnnur, áleggshnífar, veggklukkur. vekjaraklukkur, djúpstelkingarpottar o.m.fl. SMITH& NORLAND Nóatúni4-Sími 28300

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.