Morgunblaðið - 22.12.1991, Page 40

Morgunblaðið - 22.12.1991, Page 40
40 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 22. DESEMBER 1991 Jón B. Gunnlaugs- son - Minning Fæddur 21. júní 1936 Dáinn 17. desember 1991 Á morgun verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju bróðir minn, Jón B. Gunnlaugsson. Þegar ástvinur deyr, er eins og tíminn stöðvist um sinn, en þegar maður áttar sig og skynjar blákalda staðreyndina þjóta minningarnar í gegnum húga manns. Minningarnar frá æskudög- ilm okkar heima í foreldrahúsum og æ síðan. Það er einhvern veginn svo, að þegar sorgin bankar að dyrum er eins og að manns kær- ustu og hjartfólgnustu minningar birtist manni gleggst. Jón fæddist og ólst upp í Ólafs- firði og gleymdi aldrei uppiuna sín- um, mikið þurfti hann að vita hvað var að gerst í gömlu heimabyggð- inni og mikið þurfti ég að vera fljót- ur svo hann væri ekki á undan að hringja til að spyija hvernig úrslit hefðu verið í leikjum Leifturs. Hann fluttist sautján ára gamall að heiman og bjó í Reykjavík upp frá því, að tveimur árum undan- skildum er hann bjó erlendis. Ungur kvæntist hann eftirlifandi eigin- konu sinni Regínu Birkis og eignuð- ust þau þrjú börn, Gunnlaug Krist- ján sem fæddist 1956, Guðbjörgu Birkis, fædd 1962, og Döllu Rann- veigu, sem fæddist 1964. Öll eru þau myndarlegt og vel gert fólk, enda var hann stoltur af þeim. Jón var mikið fyrir sína fjölskyldu og sitt heimili. Hann bar mikla virð- ingu fyrir sinni konu enda var hjónaband þeirra gott, þau voru ekki bara hrifin hvort af öðru, þau voru sannir vinir í þess orðs bestu merkingu. - Vorið 1958 þegar ég kom af héraðsskóla fluttist ég inn á þeirra fallega heimili og bjó hjá þeim meira og minna næstu tíu árin. Eg held að þeim hafi fundist það alveg sjálfsagt, en eftir á að hyggja er Birting afmælis- og minningargreina Morgunblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til birting- ar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á ritstjórn blaðsins á 2. hæð í Aðalstræti 6, Reykjavík og á skrifstofu blaðsins í Hafn- arstræti 85, Akureyri. Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðvikudagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga. í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Ekki eru tek- in til birtingar frumort Ijóð um hinn látna. Leyfilegt er að birta til- vitnanir í Ijóð, tvö erindi, eftir þekkt skáld, og skal þá höfundar getið. Sama gildir ef sálmur er birtur. Meginregla er sú, að minning- argreinar birtist undir fullu nafni höfundar. Guðs kirkjii er byggð á bjargi Okkur langar til að minna fólk á plötuna „Guðs kirkja er byggð á bjargi“ Á henni syngur Jón Þorsteinsson, óperusöngvari, sálma við undirleik Harðar Áskelssonar. Ur umsögnum gagnrýnenda: „Hún einkennist afeinlægni og trúnrjáiningu... Samvinna þcssara ágætu listamanna hefur getið afsér mjög eigulegan grip fyrir þá sem unna góðum sálmaflutningi. “ Haukur Ágústsson, Degi. „Þótt lítið láti yfír sér, er hljómplatan „Guðs kirkja er hyggð á bjargi“ sigur fyrir íslenska kirkjumúsík almennt og Jón Þorsteinsson sérstaklega... falleg lög, góður flutningur og tær upptaka... Hér hefur íslenskum sálmasöng verið settur nýr gæðastaðall... “ Ríkarður örn Pálsson, Rás I. Fæst í hljómplötuverslunum um land allt. Dreifing í síma 96-62220 (Svavar), 96-62382 (Matthías) og 91-688796 (Bergþóra) Útgefandi: Ólafsfjarðarkirkja. það ekkert sjálfgefið að ung og nýgift hjón taki táning inn á heim- ili sitt og talsverð óþægindi höfðu þau af leigjandanum, svona stund- um. Fyrir þetta vil ég þakka nú, það er ef til vill aldrei of seint að þakka fyrir sig. Eftir að ég fluttist norður í Ólafs- fjÖrð aftur var að sjálfsögðu vík milli vina, þó alltaf hefðum við sam- band. Ég held reyndar að samband- ið hafi verið r.ánara en við gerðum okkur alltaf ljóst og meiningin var að styrkja það enn nánar þegar um hægðist. Við dauðlegt fólk viljum svo oft gleyma því hve lífið er stund- um stutt og dauðinn svo nálægur, jafnvel handan við hornið. Mennirn- ir ráðgera en Guð ræður. Ekki ætla ég að tíunda kosti og hæfileika Jóns í þessum línum, en honum var óvanalega margt vel gefið. Eitt langar mig að minnast á í fari hans, sem var mjög áber- andi. Þótt hann væri manna fyrstur að sjá spaugilegu hliðarnar og taka eftir því sérstaka í fari fólks og jafnvel ná töktum þess, var hann sá umtalsfrómasti maður sem ég hef kynnst. Ekkert þoldi hann eins illa og að heyra fólki hallmælt, þótt það kannski hefði gert á hlut hans, varði hann það. Það er lyndisein- kunn sem ekki nærri nógu mörgum er gefin. Nú er komið að leiðarlokum og söknuðurinn er sár, þótt minningar vermi. Við eigum góðar minningar um góðan mann, sem elskaði fólkið sitt öllu fremur og vildi öllum vel, það er arfurinn sem aldrei fyrnist. Þessi fáu orð eru hinsta kveðja frá litla bróður. Elsku Regína mín, við Birna sendum þér, börnunum ykkar og elsku litlu barnabörnunum, auga- steinunum afa og móður þinni okk- ar innilegustu samúðarkveðjur. Guð blessi minningu Jóns B. Gunnlaugs- sonar. Af eilífðar Ijóma bjarma ber, sem brautina þungu greiðir. Vort líf, sem svo stutt og stopult er, það stefnir á æðri leiðir. Og upphiminn fegri en augað sér mót öllum oss faðminn breiðir. (E. Ben.) Dunni í byijun undirbúnings fyrir hátíð Ijóss og friðar, var okkur í fjöl- skyldu Jóns B. Gunnlaugssonar til- kynnt að engin von væri á bata af þeim alvarlega sjúkdómi er hann var haldinn, og var hann látinn þrem sólarhringum síðar, langt um aldur fram. Allt í einu skipti ekki máli undir- búningur hátíðarinnar né vanga- veltur afadrengs um jólagjöf eða árvissa heimsókn til afa, til að hjálpa honum að skreyta jólatréð. Hann hafði fengið boð um annað líf, betra líf, og því gátum við ekk- ert gert nema reynt að taka á móti ákvörðun almættisins. Ég kynntist, tengdaföður mínum fyrir rúmum átta árum, er ég stofn- aði heimili með dóttur hans Guð- björgu og fann þá fljótlega hversu sterkum böndum þau voru tengd, og var þar á ferðinni sérstök hjálp- semi á báða bóga, sem ekki síst var fólgin í því að Jón var alltaf boðinn og búinn að gætá nafna síns, sem þá var rúmlega 2ja ára. Jón var einstaklega barngóður og naut nafni hans þess frá upp- hafi. Var þar á ferðinni sönn vin- átta og kenndi hann honum margt sem Jón litli nýtur góðs af um ókomna tíð. Á þessari stundu kemur margt fram í hugann. Eitt sinn, er hann hafði dvalið hjá afa sínum sem oft- ar um helgi, segir hann við mig á mánudagskvöldi: „Pabbi, viltu koma að tefla?“ „Þú kannt ekki að tefla,“ varð mér að orði. „Jú, afi er búinn að kenna mér það,“ og var það raunin, og kennt hafði ver- ið betur en ég gat við ráðið. Ekki verður rakinn æviferill Jóns hér, en eitt er víst að hér var á ferðinni einstaklega hæfíleikaríkur maður, þó þeirra hæfíleika hafi ekki notið sem skyldi á síðari árum, vegna afleiðinga af slysi sem hann varð fyrir 1977. Hann var manna fróðastur um menn og málefni, var á yngri árum mikill íþróttamaður og fylgdist með þeim af miklum áhuga alla tíð. Hann var • einnig landsfrægur skemmtikraftur og útvarpsmaður og brautryðjandi í útvarpsmennsku sem mikið tíðkast í dag, þ.e.a.s. þættir, þar sem hlustandi hringir beint inn og hét þáttur hans „Eftir hádegið". Mörg voru matarboðin þegin í Tunguseli 11, hjá Jóni og Regínu konu hans, og hafði Jón lagt hönd á plóginn sem listakokkur. Tengdafaðir minn var með ein- dæmum bóngóður og hjálpsamUr væri til hans leitað og nutum við þess. Hann var sannur afi barna minna og sá eini sem þau muna og sakna sárt. Kæra Regína, sorg þín er mikil, því ég veit hversu samrýnd þið vor- uð og hvað þú varst honum mikils virði í veikindum hans og ég bið góðan Guð að styrkja þig, Döllu, Gulla og Guðbjörgu og hjálpa afa- dreng að skilja það tómarúm sem nú er í hans' lífi. Marinó Björnsson Jón Berg^in var fæddur að Skeggjabrekku í Olafsfirði og for- eldrar hans voru hjónin Gunnlaugur Jónsson og Dalla Jónsdóttir. Jón Kristbjörg Sveins- dóttir - Minning Fædd 22. júní 1912 Dáin 22. nóvember 1991 Nýlega er látin frænka mín, Kristbjörg Sveinssdóttir, Hafnar- stræti 15, Akureyri. Mörg hin síð- ari ár átti hún við vanheilsu að stríða og dvaldi hún síðustu 2 árin á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akur- eyri og andaðist á hjúkrunardeild- inni Seli. Ung giftist hún Karli Jónssyni, æskuvini sínum. Foreldrar Kiddu, en svo var hún ætíð kölluð, bjuggu í Aðalstræti þ.e.a.s. inni í Fjöru. Man ég vel, er ég kom eitt sinn sem oftar í heimsókn til Sveins og Svövu og sá Kiddu og kærastann hennar. Þau sátu hlið við hlið inni í eldhúsi og ljómuðu af einskærri hamingju. Nú sá ég fyrst með eigin augum það, sem ég hafði aðeins lesið um í skáldsögum og ljóðum. Seinna, er Kidda og Kalli höfðu stofnað heimili í Lækjargötu 6, buðu þau mér í leikhúsið, þar sem verið var að sýna „Ævintýri á gönguför". Það var upplifun fyrir sveitabarnið, sem aldrei gleymist, og þessa hugulsemi Kiddu fékk ég aldrei fullþakkað. Oft lá leið mín í Hafnarstræti 15 eftir að þau höfðu reist það hús. Bæði voru hjónin innbæingar og þar vildu þau eiga heima. Sjálf var Kidda hin frábæra móð- ir og húsmóðir. Á heimiliþeirra ríkti ætíð hlýleiki og friður. ólst upp í foreldrahúsum í Ólafs- firði og stundaði nám í iðnskólanum þar. Síðan var hann einn vetur í iýðháskóla í Noregi. Skólamenntun hans var þannig ekki mikil en hann var bókelskur maður og sjálfmennt- aður á góða og gamla íslenska vísu. Og þetta ljóð hefur mér alltaf fund- ist eiga vel við um hann: „Þitt er mepntað afl og önd, eigirðu fram að bjóða, skarpa dómgreind, haga hönd, hjartað sanna og góða.“ (Þorst. Erlingsson) Jón kvæntist Regínu Birkis, dótt- ur Sigurðar Birkis söngmálastjóra og Guðbjargar Jónasdóttur Krist- jánssonar læknis. Þau eignuðust þijú börn, Gunnlaug, Guðbjörgu og Döllu Rannveigu. Jón vann í Sam- vinnutryggingum um hríð og síðar starfaði hann við útvarpið, og veit ég að mörgum Islendingum munu minnisstæðir hinir bráðskemmti- legu þættir hans þar, „Eftir hádeg- ið“, þegar hann hringdi út um borg og bý og ræddi við hlustendur. Á þeim árum var hann einnig vinsæll skemmtikraftur og skemmti víða um land á samkomum. Seinni árin átti Jón við vanheilsu að stríða og stundaði ekki vinnu utan heimilis, kallaði hann sig gjarnan „heima- vinnandi húsföður“, og taldi sér sóma að því starfi. Einnig tók hann um tíma börn til daggæslu og gekk þá í félag dagmæðra. Jóni og Regínu kynntist ég fyrst að ráði árið 1964 þegar ég flutti í Barmahlíð 47, en þau bjuggu í Barmahlíð 45. Þau voru ákaflega samhent hjón, og það er erfitt að hugsa sér annað án hins. Ég held að betri og velviljaðri manneskjur en þau séu vandfundnar. Það er aðalsmerki góðra manna, að börn hænast að þeim. Og börnin í Barma- hlíðinni hændust svo sannarlega að Jóni. Það mátti oft sjá hann með krakkaþvöguna á eftir sér og þeirra hjóna var ekki síst saknað af börn- unum þegar þau fluttu úr Barma- hlíðinni. Jón og Regína urðu mér afskap- lega hjartfólgin. Fyrir utan nánustu fjölskyldu mína hef ég engum kynnst sem staðið hafa mér nær. Það var jafn gaman að gleðjast með þeim á góðum stundum eins og það var mikill styrkur að eðlis- lægri samúð þeirra á tímum sorgar- innar. Það er því margs að minnast frá nærfelt 30 ára samfylgd minni við þessi hjón. Til dæmis hef ég í undanfarin 20 ár oftast fagnað nýárinu á heimili þeirra. Þar var oft glatt á hjalla og margt sem bar á góma, og Jón var, eins og alltaf, hrókur alls fagnaðar. Nú er hlátur- inn hans Jóns þagnaður, og við söknum hans öli. En ef eitthvað er til þarna hinum megin, mun Jón halda áfram að skemmta samferða- mönnum sínum þar og varpa ljósi á Ieið þeirra alveg eins og hann gerði hér, það hlýtur að vera þörf fyrir það þar líka. Jón verður jarðsunginn frá Foss- vogskirkju mánudaginn 23. des- ember. Regínu, börnum hennar og öðrum aðstandendum votta ég mína dýpstu samúð. María Þorsteinsdóttir Afkomendum Krístbjargar Sveinsdóttur sendi ég innilegar samúðarkveðjur. Kristbjörg Pétursdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.