Morgunblaðið - 22.12.1991, Side 42

Morgunblaðið - 22.12.1991, Side 42
42 MORGUNBLAÐIÐ FOLK I FRETTUM SUNNUDAGUR 22. DESEMBER 1991 Thor tekur við viðurkenningunni. HEIÐUR Verðleikaorða Thors Thor Vilhjálmsson rithöfundur hefur verið heiðraður af ít- ölskum stjórnvöldum. Nýlega var hann sæmdur verðleikaorðu ít- alska lýðveldisins sem ber sæmd- arheitið „Cavalier Dell’Ordine al merito della republika Italiana“ fyrir ómetanlegt starf í þágu menningarmála. Að sögn Péturs Björnssonar aðalræðismanns Ítalíu á íslandi hafa fáir betur kynnt Italíu og ítalska ménningu fyrir Islending- um í ræðu og riti en Thor Vil- hjáimsson rithöfundur. „Hann hefur um áraraðir verið óþreyt- andi við kynningu á ítölskum bók- menntaverkum. Er öllum í fersku minni snilldarleg þýðing hans á „Nafn rósarinnar" eftir Umberto Eco, auk óteljandi annarra á lengri og skemmri verkum ital- skra skálda og rithöfunda. Áhugi hans og umijöllun á kvikmyndum varð ekki hvað síst varð til þess að kynna fyrir íslendingum á sjötta og sjöunda áratugnum, verk kvikmyndaleikstjóranna Fellinis og Antonionis auk margra ann- arra,“ segir Pétur Björnsson. COSPER - Bíl? Hvað höfum við með hann að gera? UTVARP Þularstéttin eins og ráfandi dínósár Pétur Pétursson útvarpsmaður til á fjórða áratuga á Ríkisútvarp- inu hóf nýlega störf á Aðalstöðinni og í ljósi þess að margur hefur litið á Pétur sem Ríkisútvarpið holdi klætt, þykja umskipting forvitnileg. Morgunþlaðið ræddi í vikunni við Pétur og hann rakti brot af ferli sín- um, gat nokkurra atburða sem hon- um eru minnistæðir og sagði svo frá samkrulli sínu við Aðalstöðina. Við gefum Pétri að mestu orðið, en laum- um inn einni og einni spurningu. „19. júní 1987 þegar Útvarpið flutti upp í Efstaleiti voru 46 ár frá því að ég hóf þar störf. Eft- ir fyrstu 15 árin kom 15 ára hlé er ég fékkst við annað, en þetta eru vel á fjórða tug ára sem ég hef verið hjá Ríkisút- varpinu. Þegar ég var ráðinn þótti það skipta dálitlu máli að fréttalesturinn og dagskrár- kynningin skyldist, en í dag er þularstéttin eins og ráfandi dínósár. Nú lesa fréttamenn sjálfir og jafn vel fréttir hvers annars og er það ekki af hinu góða að mínu mati. Án þess að ég ætli að vera of úfinn skapi þá fannst mér ég vera settur til hliðar við flutninginn. Ég var enn starfsmaður, enn á launum, en kraft- ar mínir voru ekki nýttir og ég hafði hvergi aðsetur. Úr varð að ég tók að mér þátt á laugardagsmorgnum milli klukkan 07 og 09, „Góðan dag- inn góðir hlustendur“ hét hann og ég mátti velja plötur og segulbönd og fara með efnið með mér heim og vinna það þar. Auk þess var þáttur- inn hafður í beinni útsendingu. Þegar þessi þáttur hafði gengið um skeið sýndi skoðanakönnun Félagsvísinda- stofnunnar fram á að fleiri hlustuðu á þáttinn heldur en Rás 2 og hinar útvarpsstöðvarnar til samans. Ég segi eins og Jón Hreggviðsson, „ég er með bréf upp á það.“ Þeir vildu að ég héldi áfram með þáttinn, en að athuguðu máli leist mér ekki á það. Ég sagði þeim aftur á móti að ég ætti í fórum mínum efni í ýmsa þætti og ég hefði gaman af að vinna úr þeim gögnum. Því var ekki svar- að, þannig að þegar Aðalstöðin leit- aði til mín um þáttagerð sagði ég hugsunarlítið já, því ég taldi mig ekki vera að fara út fyrir neina ramma. Ég hafði boðið Ríkisútvarp- Pétur Pét- ursson á rölti í Reykjavík. inu efnið, en var ekki virtur svars. Það sem ég er að gera fyrir Aðalstöð- ina nú er að einhveiju leyti unnið upp úr þeim gögnum sem ég bauð RÚV upp á.“ „Það voru nokkur átök að fara á Aðalstöðina. Ég er nú þannig, að þó ég sé orðinn gamall, eða roskinn, eða fullorðinn, eða hvað á nú að kalla það, þá er enn í mér mikil starfs- orka. Ég hugsa stundum svolítið eins og Adenauer forðum sem sat eitt sinn með sonarson sinn á hnénu, þá orðinn gamall maður. Adenauer spurði þann litla hvað hann ætlaði að verða þegar hann yrði stór og strákur svaraði, „ég ætla að verða kanslari". En þá sagði Adenauer, „Ekki hægt, því ekki getum við setið báðir í einu. Það sem ég á við er, að ég tel að ég þurfi ekki að víkja fyrir öðrum þó ég vilji að sjálfsögðu ekki sitja á hlut annarra. Því sló ég til við Aðal- stöðina, svo er svo stutt fyrir mig að fara,“ segir Garðstrætingurinn Pétur Pétursson um nýja vinnustað- inn sinn í Aðalstrætinu. „Ég er nú ekki alveg horfinn úr Efstaleitinu, ég sé enn um að sýna húsakynnin, en þau eru nú tæplega tveir hektarar eins og bændur myndu segja, eða 16.000 fer- metrar, og það tekur mig hálfa aðra klukkustund að fara með hópana um allt svæðið. Þetta eru hópar skólabarna, starfsmannafélög, gamlir bændur og húsfreyjur, alls konar hópar og ég hef gaman að þessu og stundum er talsvert að gera. Ég hafði sérstaklega gaman af einum hópi leikskólabarna. Er ég kom í plötusafnið ætlaði ég að prófa krakkanna og sagði sem svo, jæja, viljið þið ekki heyra eitthvað ís- lenskt? Allir gullu við jú, jú, eitthvað íslenskt! Svo ætlaði ég að prófa þau aðeins betur og spurði svona á ró- legri nótunum, eruð þið viss um að þið viljið ekki heyra eitthvað annað? Þá vatt sér að mér fimm ára grisling- ur sem sagði, áttu ekki eitthvað með Michael Jackson? Jú, sagði ég, eitt- hvað sérstakt með honum? Þá svar- aði sá fímm ára: Ja, til dæmis Dirty Diana eða Smooth criminal! mmmmtmm æaflMNmsm riifiiffiTrrifiittiffitfififí ÍflH Gangið innigamla bæinn Fallegar jólagjafir ífögru umhverfi. Frábær pjónusta.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.