Morgunblaðið - 10.01.1992, Page 1

Morgunblaðið - 10.01.1992, Page 1
72 SIÐUR B/C/D STOFNAÐ 1913 7. tbl. 80. árg. FÖSTUDAGUR 10. JANÚAR 1992 Prentsmiðja Morgunblaðsins Japansheimsókn Bandaríkjaforseta: Bush ánægður með árangur ferðarinnar Tókýó. Reuter, The Daily Telegraph. GEORGE Bush Bandaríkjaforseti virtist enn vera að jafna sig eftir veikindi sín er hann kom fram á sameiginlegum blaðamannafundi með Kiichy Miyazawa, forsætisráðherra Japans, í gær. Hafði forset- inn hvílt sig um morguninn í stað þess að fara í þær heimsóknir sem voru á dagskrá. Bush sagðist þó vera mjög ánægður með árangurinn í ferðinni vegna þeirra tilslakana sem Japanir hefðu fallist á í við- skiptamálum. Bush sagðist þó ekki hafa náð fram öllu sem hann vildi. „Maður fær aldrei allt,“ sagði Bandaríkja- forseti. Japanir féllust meðal annars á að reyna að kaupa fleiri banda- rískar bifreiðar og að bílaiðnaður þeirra myndi tvöfalda kaup sín á bandarískum bifreiðahlutum á næstu árum. Ein helsta krafa Bush á hendur Varð Max- well að þola barsmíðar? París. Reuter. IAIN West, breskur krufninga- læknir sem rannsakaði á sínum tíma lík breska fjölmiðlakóngsins Robert Maxwells, vísaði á bug frétt franska vikuritsins Paris Match þess efnis að fundist hefðu fjölmörg ummerki um að hann hefði þolað barsmíðar fyrir dauða sinn. West rannsakaði lík Maxwells öðru sinni ásamt ísraelskum meina- fræðingum í Tel Avív og sagði að ummerkin mætti rekja til björgunar líksins og blóðblettir hefðu verið raktir til fyrri krufningar. París Match birti nokkrar myndir sem teknar voru meðan líkskoðunin í Tel Aviv fór fram. Samkvæmt áliti spænskra lækna, sem fram- kvæmdu fyrri líkskoðunina, lést Maxwell úr hjartaslagi. Þar var talið útilokað að um morð hefði verið að ræða, en ekki skorið úr um hvort útgefandinn hefði drukkn- að. Japönum í ferðinni var að þeir myndu hjálpa til við að draga úr halla á viðskiptum milli þjóðanna, sem á síðasta ári nam 41 millarði dollara Japönum í vil. Er stærsti hluti hallans, eða 75%, tilkominn vegna innflutnings á japönskum bifreiðum til Bandaríkjanna. Bush segir að sér hafi orðið vel ágengt í þessum efnum en margir efna- hagssérfræðingar eru hins vegar efins um um réttmæti þess. Áform japanskra bifreiðafram- leiðenda um að tvöfalda kaup sín á bandarískum vörum á næstu árum eru talin eiga eftir að hafa lítil áhrif á viðskiptahallann. Orsakir hans eru ekki fyrst og fremst við- skiptahindranir af hálfu Japana heldur að bandarískar vörur eru ekki samkeppnishæfar. Japanskir bifreiðaframleiðendur hafa einnig lofað að reyna að selja bifreiðar framleiddar í verksmiðjum þeirra í Bandaríkjunum í gegnum söluumboð sín í Japan. Þó að af því yrði er það einungis dropi í hafið. Bandaríkjamenn flytja árlega fimmtán þúsund bifreiðar út t-il Jap- ans og eru þar með 0,4% bifreiða- markaðarins. Japanir selja hins vegar 38 milljónir bifreiða árlega í Bandaríkjunum og eru þar með tæpan þriðjung markaðarins. Þá féllust Japanir á að auðvelda fjárfestingar í Japan og aðgang bandarískra tölvu-, gler- og papp- írsframleiðenda að Japansmarkaði. Miyazawa sagði á blaðamanna- fundi sínum með Bush að hann hefði fengið skýr skilaboð um að drægi ekki úr viðskiptahallanum myndu Bandaríkin líklega taka upp verndarstefnu gagnvart japönskum vörum. Sjá „Bush . . .“ á bls. 22. George Bush Bandaríkjaforseti og Kiichy Miyazawa, forsætisráðherra Japans, slá á létta strengi við upphaf sameiginlegs blaðamannafundar þeirra í Tókýó í gær. Fínnska stjórnin telur EB-aðild vænlegan kost Helsinki. Frá fréttaritara Morgunblaðsins, Lars Lundsten. FINNSKA ríkisstjórnin skilaði þinginu í gær skýrslu um kosti og galla hugsanlegrar EB-aðildar Finna. Skýrslunni var skilað mun fljót- ar en búist var við, enda hvatti Mauno Koivisto Finnlandsforseti í nýársávarpi sínu ríkisstjórn og þing að ganga frá málinu sem fyrst. Þegar þingið hefur fjallað um skýrsluna á ríkisstjórnin að taka ákvörðun um hvort Finnar sækja um aðild að EB í vor eða ekki. I skýrslunni er greinilega tekið fram að væntanlegir kostir EB-aðildar séu mun fleiri en gallar. Pertti Salolainen, utanríkisvið- skiptaráðherra (hægrim.) og for- maður EFTA í samningaviðræðum um Evrópskt efnahagssvæði sl. sumar og haust, sagðist þess full- viss í gær að Finnar sæktu bráðlega um aðild að EB. Þessi ummæli hans voru í raun endurtekning, því skoð- un hans var fyrst birt í viðtali við fréttaritara sænska útvarpsins á þriðjudagskvöldið. Vakti það mikla athygli að ráðherra neitaði að segja landsmönnum sínum frá skoðunum sem samtímis var hægt að birta í Svíþjóð. Esko Aho forsætisráðherra Finna fylgir hins vegar dæmi Koivistos forseta og neitar að segja skoðun sína á því hvort Finnar eigi að sækja um EB-aðild. Hann segir þó að þrír málaflokkar séu vandmeðfarnir. í fyrsta lagi sé það ekki einfalt mál að færa finnsk varnarmál undir yfir- stjórn EB. Á það hefur þó verið bent að enn sem komið væri hafi EB ekki tekið upp sameiginlega stefnu í varnarmálum og því væri unnt að ganga í bandalagið núna, áður en EB-ríkin hæfu náið sam- starf í varnarmálum. Þá segir Aho að hugsanleg sameiginleg stefna í utanríkismálum EB þjóni ef til vill ekki hagsmunum Finna, t.d. þegar efnahagslegum eða öðrum þvingun- um er beitt á alþjóðavettvangi. Að sögn forsætisráðherra væri erfitt fyrir hlutlausa smáþjóð að taka þátt í þvinganapólitík stórra EB-þjóða. Auk varnarmála eru einkum tveir málaflokkar sem að mati Ahos verð- ur að íjalla sérstaklega um áður en af aðildarumsókn yrði, landbúnaðar- mál og afleiðingar EB-samstarfs á samskipti Finna og Rússa. Til þess að tryggja áframhaldandi landbún- aðarframleiðslu í Finnlandi vill finnska stjórnin fá viðurkenningu á sérstöðu finnskra bænda á sama hátt og til dæmis bændur í Alpafjöll- um hafa fengið. Aðild að EB hefði að líkindum neikvæð áhrif á samskipti Finna og Rússa. Rúmlega eittþúsund kíló- metra landamæri Finnlands og Rússlands yrðu einnig landamæri EB og Rússlands, en það þýðir m.a. að Finnar yrðu að fylgja tollafyrir- mælum EB í viðskiptum við ná- grannann í austri. Þetta gæti tor- veldað mjög viðskipti grannríkjanna tveggja. Finnskir fréttaskýrendur telja víst að meirihluti finnskra þing- manna og ráðherra sé meðmæltur því að sækja um EB-aðild fyrir leið- togafund EB í Portúgal í sumar. Þá sætu Finnar við sama borð og Svíar og Austurríkismenn þegar fjallað væri um nýjar aðildarþjóðir. Þrátt fyrir það að í skýrslunni sé sú skoðun ráðandi, að hagstætt væri að ganga í EB sem fyrst, hef- ur ríkisstjórnin ekki ennþá tekið formlega afstöðu til málsins. Stafar þetta aðallega af því að Miðflokkur- inn, sem er stærsti stjórnarflokkur- inn, er mjög sundraður í þessu máli. Hægri flokkurinn sem er ann- ar aðalstjórnarflokkurinn hefur tek- ið afstöðu með EB. Sænski þjóðar- flokkurinn sem hefur tvo ráðherra er einnig fylgjandi EB-aðild. Kristi- legi flokkurinn sem hefur aðeins einn ráðherra er vitanlega á móti EB-aðild, ékki síst vegna þess að formaður hans og ráðherra er hvíta- sunnumaður, en þeir hafa fordæmt EB. Sjá „Finnar . . .“ á bls. 24-25. Sænska stj órnin boð- ar aukínn niðurskurð gjöldum ríkisins vegna tannlækn- inga og lyfjakaupa og lækka framlag ríkisins til sveitarfélaga. Þá eru einnig nefndar óskilgreind- ar skattalækkanir til hjálpar at- vinnulífinu og nýjar aðgerðir til að auka samkeppni, t.d. með því að gefa innanlandsflugið fijálst. I fjárlagafrumvarpinu er ekki gert ráð fyrir neinum hagvexti í Svíþjóð á þessu ári en 1,3% vexti á því næsta og búist er við, að atvinnuleysið verði 3,8%_ á þessu ári á móti 2,7% 1991. Á síðasta ári var verðbólgan í Svíþjóð 8,5% en talið er, að hún verði 2,4% á þessu ári og 3,5% 1993. Stokkhólmi. Reuter. RÍKISSTJÓRN borgaraflokkanna í Svíþjóð ætlar að skera rík- isútgjöld niður um 12,5 milljarða skr., rúmlega 125 milljarða ísk., á næsta fjárlagaári, sem hefst 1. júlí. Kemur þetta fram í fjárlagatillögum stjórnarinnar, sem verða lagðar fram í dag, en þrátt fyrir niðurskurðinn er gert ráð fyrir, að fjárlagahall- inn aukist um 33% frá því, sem hann er áætlaður á yfirstand- andi fjárlagaári. Því er spáð, að hallinn á næsta ríkisstjórn íjárlagaári verði 70,8 milljarðar Carls Bildts skr. eða um það bil 4,6% af vergri leggur fram, en þjóðarframleiðslu. Þá er einnig niðurskurður- gert ráð fyrir, að landsframleiðsl- inn felst meðal an minnki um 0,2% en hún dróst annars í því að saman um 1,3% á síðasta ári. lækka sjúkra- Þetta fjárlagafrumvarp er dagpeninga, fyrsta heilsársfrumvarpið, sem draga úr útL

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.