Morgunblaðið - 10.01.1992, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. JANÚAR 1992
Fagnaður í óperunni
Morgunblaðið/KGA
Því var fagnað í íslenzku óperunni í gær, að 10
ár eru liðin síðan óperan fékk höfðinglega gjöf
úr dánarbúi hjónanna Sigurliða Kristjánssonar,
kaupmanns í Silla og Valda, og Helgu Jónsdóttur.
Þessi gjöf gerði óperunni kleift að eignast Gamla
bíó, sem hefur verið aðsetur hennar æ síðan. Fjöldi
gesta sótti fagnaðinn.
Utanríkisráðherra
boðið til Litháens
Litháar minnast að eitt ár er liðið frá „blóð-
ugnm sunnudegi“ með hátíðlegum hætti
VITAUTAS Landsbergis, forseti Litháens, hefur boðið Jóni Bald-
vini Hannibalssyni utanríkisráðherra til Litháens nú um helgina,
en þá hyggjast Litháar minnast þess með hátíðlegri athöfn 13.
janúar að eitt ár er liðið frá hinum „blóðuga sunnudegi“ í Vilnu,
höfuðborg Litháens, þegar óvopnaðir Litháar vörðu sjónvarpsstöð
Vilnu og útvarpsturn gegn sovéskum hermönnum. Utanríkisráð-
herra hefur þegið boðið og fer utan í dag.
„Forsetinn býður mér að vera
viðstaddan sérstaka hátíð litháísku
þjóðarinnar, þar sem þess verður
minnst að eitt ár er liðið frá ódæð-
inu í fyrra,“ sagði Jón Baldvin í
samtali við Morgunblaðið í gær.
Utanríkisráðherra riíjaði upp að
Landsbergis sendi á sínum tíma
frá sér neyðarkall til íslands vegna
atburðanna í Vilnu, sem leitt hefði
af sér langan slóða, m.a. harðorðar
ályktanir íslensku ríkisstjómarinn-
Gjaldþrot Veraldar:
Farþegar fá hótelgistingu
án greiðslu viðbótargjalds
Farþeg-arnir fluttir heim með Flugleiðum 23. janúar
SAMKOMULAG tókst í gær við hótel á Kanaríeyjum, sem hýsa far-
þega Veraldar, um að farþegamir héldu hótelplássi sínu án þess að
greiða fyrir það aukagjald. Þá hefur verið ákveðið að farþegarnir
verði fluttir heim á vegum samgönguráðuneytisins og munu Flugleið-
ir annast þann flutning samkvæmt samkomulagi við ráðuneytið. Þessi
flutningur verður greiddur af 6 milljóna króna tryggingu Veraldar
hjá samgönguráðuneytinu. Gjaldþrotabeiðni Veraldar barst skiptaráð-
andanum í Reykjavík síðdegis I gær og er úrskurðar um hana að
vænta fyrir hádegi í dag.
Einar Sigurðsson, blaðafulltrúi
Flugleiða, sagði að í gær hefði kom-
ið fram að skuldir Veraldar við
hótel á Kanaríeyjum væru miklar,
eða um 11 milljónir peseta, sem
jafngildir rúmum 6 milljónum
króna. „Það urðu einhver vandræði
gærmorgun, þegar íslendingar
Smáskífa Syk-
urmolanna:
Spáð
15.
til 20. sæti
SMÁSKÍFA Sykurmolanna,
Hit, sem kom út í Bretlandi
um áramótin og fór beint í
27. sæti breska vinsældalist-
ans hefur aukið við sig í sölu
og er því spáð að lagið fan
í 15.-20. sæti á mánudag.
Hljómsveitin kom í gær-
kvöldi fram í hinum kunna
breska sjónvarpsþætti Top
of the Pops og segir úlgef-
andi sveitarinnar í Bretlandi
hana hafa verið frábæra.
Hit kom út á gamlársdag í
Bretlandi og víðar í Evrópu, en
hér á landi kom lagið út á Þor-
láksmessu. Að sögn Dereks
Birketts, forstjóra One Little
Indian-útgáfunnar sem gefur
Sykurmolana út í Bretlandi,
gefur Gallup-fyrirtækið, sem
sér um breska vinsældalistann,
út miðvikuspá, og er því spáð
þar að Hit muni hækka sig úr
27. sæti uppí 15. til 20. sæti.
Derek sagði að frammistaða
Sykurmolanna í Top of the
Pops ætti örugglega eftir að
hafa áhrif þar á, því hljómsveit-
in hefði verið frábær.
Sykurmolamir verða í Bret-
landi framyfir helgi, en síðan
fara hljómsveitameðlimir til
Frakklands og til Þýskalands
til að sinna viðtölum, en piöt-
unni hefur ekki verið síður tek-
ið í þessum löndum.
voru að fara af hótelunum, en það
tókst að ráða fram úr því,“ sagði
hann.
Jón G. Zoéga, lögfræðingur Ver-
aldar, sagði í samtali við Morgun-
blaðið í gær að Veröld hefði leitað
til Flugleiða og beðið fyrirtækið um
að aðstoða farþega ferðaskrifstof-
unnar. „Það er rangt, sem haft er
eftir Svavari Egilssyni í DV í gær,
að Flugleiðir hafi ráðið því að BSP
svipti Veröld heimild til farseðlaút-
gáfu. Ég var búinn að óska eftir
gjaldfresti hjá BSP og fékk þau
svör að slíkt væri mögulegt, ef við-
skiptabanki Veraldar gæfi út yfir-
lýsingu um stöðu fyrirtækisins.
Slíka yfírlýsingu tókst ekki að út-
vega.
Þá var leitað til Flugleiða, sem
tóku þá drenglyndisákvörðun að
bjarga málum farþega Veraldar,
þó Ijóst sé að fyrirtækið tapar ein-
hveijum fjármunum á því. Ég samdi
svo yfirlýsingu þá, sem Svavar
Egilsson ritaði undir, um að fyrir-
tækið myndi óska eftir gjaldþrota-
skiptum. Flugleiðamenn komu ekki
nærri þeirri yfirlýsingu."
Rangt var haft eftir Þórhalli
Jósepssyni, deildarstjóra í sam-
gönguráðuneytinu, í Morgunblað-
inu í gær, að ferðaskrifstofum bæri
að greiða 6 milljón króna tryggingu
til ráðuneytisins. Hið rétta er, að
ferðaskrifstofur leggja fram banka-
tryggingu, en ráðuneytið hefur, lög-
um samkvæmt, heimild til að ganga
að henni til að tiyggja heimflutning
íslendinga.
Samkvæmt upplýsingum úr sam-
gönguráðneytinu hefur verið gengið
frá samkomulagi við Flugleiðir um
flutning farþeganna, 120 talsins,
heim frá Kanaríeyjum og koma
þeir hingað til lands á fyrirfram
ákveðnum tíma, eða 23. janúar n.k.
Einar Sigurðsson sagði í gær að
Flugleiðir myndu bera talsverðan
kostnað af því greiða götu farþega
á vegum Veraldar.
ar, erindrekstur til sovéskra stjóm-
valda, erindrekstur til allra utan-
ríkisráðherra Atlantshafsband-
alagsins og ferð hans sjálfs til
Eystrasaltslandanna þriggja.
„Það má segja að hvað hafi leitt
af öðru, þar til lokaáfangi náðist
í sjálfstæðisbaráttu þeirra í lok
ágúst á síðastliðnu sumri, eftir
hina misheppnuðu valdaránstil-
raun í Moskvu," sagði utanríkis-
ráðherra.
Jón Baldvin sagði að hátíðahöld-
in í Litháen yrðu á laugardag,
sunnudag og mánudag í ýmsum
borgum, og þangað yrði meðal
annars boðið erlendum gestum sem
eitthvað hefðu látið að sér kveða
til stuðnings sjálfstæðisbaráttunn-
ar í Eystrasaltslöndunum.
Utanríkisráðherra sagðist ætla
að þiggja hið ágæta boð Lands-
bergis, en allt þar til síðdegis í gær
var óvíst hvort hægt væri að
tryggja honum ferð frá Vilnu til
Brussel á mánudagsmorgun, þar
sem fundur hans sem formaður
ráðherraráðs EFTA með Andries-
sen sem fer með utanríkismál fyr-
ir EB verður á mánudag.
Askorun um
björgun Iðnó
SKORAÐ hefur verið á ríki
og Reykjavíkurborg að
bjarga Iðnó frá niðurlægingu.
Morgunblaðinu hefur borist
ályktun 68 listmanna þessa
efnis.
I ályktuninni segir meðal ann-
ars að undirrituð vilji vekja at-
hygli ráðamanna á „að hin fagra
vagga íslenskrar leikhúsmenn-
ingar, gamla Iðnó við Reykja-
víkurtjöm, er að drabbast niður
öllum góðum mönnum til sárrar
raunar og menningu þjóðarinn-
ar til mesta álitshnekkis."
Skipulagsstjórn ríkisins um Þverárselsmálið:
Fjallað verði um sambýli
fatlaðra í byggingamefnd
Vekur furðu og hneykslan, segir Arnþór Helgasson formaður Öryrkjabandalagsins
SKIPULAGSSTJÓRN ríkisins mælir með því að fjallað verði um
stofnun sambýlis fatlaðra við Þverársel í byggingarnefnd Reykjavík-
ur í umsögn til umhverfisráðherra. Rökin fyrir ákvörðun skipulags-
stjórnar eru þau að samkvæmt lögum um málefni fatlaðra séu sam-
býli stofnanir og því þurfi svæðisstjórn að sækja um leyfi til bygging-
arnefndar til að breyta íbúðarhúsnæði í stofnun.
Margrét Heinriksdóttir, sem sæti
á í skipulagsstjóm, óskaði eftir því
að um stuðning sinn við umsögnina
yrði bókað, að væri gengið út frá
því að sambýli teldust fortakslaust
falla undir hugtakið stofnun gæti
hún fallist á niðurstöðu meirihluta
skipulagsstjómar. Margrét sagðist
hins vegar vilja hafa þann fyrirvara
á að hún væri ekki fyliilega sann-
færð um að þannig skyldi vera í
öllum tilvikum.
Amþór Helgason, formaður Ör-
yrkjabandalags íslands, segir að
ástæðan fyrir því að orðið stofnun
hafi farið inn í lögin hafi verið sú
að þurft hefði með einhveijum hætti
að finna flöt á því að koma sambýl-
unum inn í fjárlög og finna þeim
rekstraraðila.
„Úrskurður skipulagsstjómar er
með þeim hætti að hann vekur
bæði furðu og hneykslan," sagði
Amþór þegar hann var inntur álits
á umsögn skipulagsstjómar. „Hann
er að ýmsu leyti mjög óvandaður.
Þar er ekki vitnað í neinar laga-
greinar heldur í lögin í heild og
með ólíkindum að menn skuli ekki
virða þá lagatúlkun sem hefð er
komin á fyrir löngu.“
Amþór sagði að sér væri kunn-
ugt um að skipulagsstjóri ríkisins
hefði skilað greinargerð um málið
í desember. „Þar lýsir hann þeirri
skoðun að ekki sé æskilegt að leyfí
til rekstrar sambýla sé borið undir
byggingamefnd, Aftur á móti hafa
ákveðnir embættismenn innan
borgarkerfisins beitt miklum þiýst-
ingi til að fá aðila innan Skipulags-
stjómar ríksins á band borgar-
stjómar Reykjavíkur og ég harma
að pólitísk ítök skuli því ráða jafn
miklu um þennan úrskurð og raun
ber vitni. Ég hélt að Sjálfstæðis-
flokkurinn vildi losna frá þessu
máli með sóma og vonandi verða
lyktimar þær að umhverfisráðu-
neytið úrskurðar í þessu máli sam-
kvæmt þeirri hefði sem komin er á
um túlkun laganna."
Eystrasaltsríkin óska aðstoðar
Flugleiða við stofnun flugfélags
Eystrasaltsríkin þrjú, Eistland, Lettland og Litháen, hafa óskað
aðstoðar og ráðgjafar Flugleiða við að koma á fót sameiginlegu flugfé-
lagi landanna þriggja. Fulltrúar nugmálastjómar og aðila i Eist-
landi, sem áhuga hafa á flugrekstri, koma hingað til lands til við-
ræðna við Flugleiðir
Einar Sigurðsson, blaðafulltrúi
Flugleiða, sagði að fulltrúar fyrir-
tækisins hefðu farið til Eistlands í
desember til skrafs og ráðagerða við
menn þar í landi. „Niðurstaða þeirra
funda varð sú, að Flugleiðir hafa
ákveðið að bjóða nokkram mönnum
hingað til lands á næstunni. Fyrstir
koma Eistlendingar og í þeirra hópi
verða fulltrúar flugmálastjómar
landsins, sem og aðilar, sem áhuga
hafa á flugrekstri.“