Morgunblaðið - 10.01.1992, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. JANÚAR 1992
13
Hjörtur Hjartarson fv.
forstjóri — Mhming
Genginn er nú góður vinur.
Margs er að minnast við fráfall
Hjartar Hjartarsonar. Er ég ungur
axlaði þá ábyrgð að standa fyrir
stóru byggingarfyrirtæki kom
fljótt upp sú staða að leitað var
ráða sér reyndari manna á sama
starfssviði. Félag byggingarefna-
kaupmanna hafði starfað um
nokkurt skeið en með takmarkaðri
samheldni, en yngri menn voru að
taka við störfum og eygðu breytta
tíma. Það var þá sem ég kynntist
fyrst Hirti Hjartarsyni og héldust
góð kynni og gagnkvæmt traust
til hinstu stundar. Hjörtur var í
forystu byggingarefnakaupmanna
um áratuga skeið. Hann náði góðri
samstöðu um að nota styrk félag-
anna til að efla frelsi í viðskiptum
og berjast fyrir afnámi hafta og
gjaldeyristakmarkana, þannig að
neytendur fengju notið hagstæðari
viðskipta við aukna samkeppni.
Þar gekk Hjörtur ótrauður til
verks, enda hafði hann ungur
kynnst hugsjónum tengdaföður
síns, Jóns Þorlákssonar, og hafði
þær í hávegum til hinsta dags.
Síðan lágu leiðir enn frekar sam-
an í margvíslegum störfum fyrir
íslenska verslunarstétt. Alls þess
samstarfs er ljúft að minnast og
einkum þó í stjórn Verslunarráðs
Islands, en þar naut verslunarstétt
landsins starfskrafta Hjartar um
áratuga skeið.
Persónulegust samskipti áttum
við best í stjórn Árvakurs hf., út-
gáfufélags Morgunblaðsins. Hjört-
ur hóf störf í félaginu 1956, var
kosinn í stjórn 1963 og sat þar
óslitið til 1986. Hann var áhuga-
samur framfarasinni með einlægan
áhuga á velgengni og framgangi
blaðsins þannig að það gæti á sem
bestan hátt þjónað lesendum sínum
og viðskiptavinum. Það var hollt
samstarfsmönnum hans að eiga
við hann orðastað á fundum þegar
ráða þurfti fram úr vandasömum
úrlausnum. Tillögur hans mótuðust
ávallt af því sem reynst gæti mál-
efnum blaðsins til mestra heilla.
Á stundum var slegið á léttari
strengi. Hvort sem það var er
menn gerðu sér glaðan dag, eða á
kyrrum kvöldum í veiðihúsi eftir
fengsælan dag á bökkum laxveið-
iár, var Hjörtur hrókur alls fagnað-
ar og allra manna hugljúfi. Það
er með einlægum söknuði sem
stjórnarmenn Árvakurs minnast
horfins félaga.
Við sendum börnum hans og
öðrum fjölskyldumeðlimum alúðar-
fullar samúðarkveðjur. Blessuð sé
minning hans.
Haraldur Sveinsson.
Hjörtur Hjartarson hefur svo
lengi sem ég man verið eitt af stóru
nöfnunum í íslenskum viðskiptum.
Nú að leiðarlokum rifjast upp
góðar minningar um góða viðkynn-
ingu og náið samstarf.
Fyrst fékk ég aðeins virt mann-
inn úr fjarlægð, hávaxinn, grann-
an, glæsilegan mann, sem reykti
mjóa vindla úr munnstykki, klædd-
ist bláum blazer og þaut um á
afturmjórri Barracuda-glæsibifreið
frá Chrysler. Hann var annar for-
stjóri eins af virtustu fyrirtækjum
landsins, J. Þorláksson & Norð-
mann hf.
Seinna átti ég því láni að fagna
að sitja með honum í stjórn
Verslunarráðs íslands þar sem
hann var formaður árin 1970-
1974.
Samstarf okkar var mjög náið
á þessum árum þó að aldursmunur-
inn væri tuttugu ár.
Hjörtur Hjartarson var alla tíð
einn allra skeleggasti baráttumað-
ur frjálsrar verzlunar og opins
efnahagslífs. Hann hafði og staðið
í fylkingarbijósti þeirra, sem börð-
ust gegn stóreignaskattinum á
sinni tíð.-
Með kjöri Hjartar Hjartarsonar
til formennsku í Verzlunarráði Is-
lands tóku hjólin að snúast með
meiri hraða. Efnt var til ráðstefnu
á Höfn í Hornafirði sem oft er vitn-
að til. Ráðinn var ungur og rögg-
samur framkvæmdastjóri, Þor-
varður Elíasson. Hús verzlunarinn-
ar reis en Hjörtur var formaður
byggingarnefndar þess. Hann var
í forustu kjararáðs verzlunarinnar.
Hann stuðlaði mjög að bættri
verzlun með verðbréf og var frum-
kvöðull að stofnun Fjárfestingarfé-
lags íslands hf. Ekki er hægt í
stuttri minningargrein að minnast
nema á örfá þeirra framfaramála
sem Hjörtur léði lið sitt- en ævi-
starf hans verður vonandi ritað af
til þess hæfum mönnum svo fram-
íag hans til framfara íslands verði
lýðum ljóst.
Það var ákaflega gefandi og
mannbætandi að vinna með Hirti
Hjartarsyni.
Hann var alltaf hinn hreini og
beini drengskaparmaður svo mað-
ur fór aldrei í neinar grafgötur
með það' hvar maður stóð gagn-
vart honum.
Hann var mjög uppörvandi í
samstarfi og opinn fyrir öllum góð-
um málum, tók öllunr ráðlegging-
um með þakklæti og vinsemd.
Þannig laðaði hann menn til að
leggja sig alla fram og sameinaði
afl samstarfsmanna sinna til góðra
verka.
Hjörtui' Hjartarson hefur öðlast
þá gæfu að sjá árangur baráttu
sinnar bera ríkulegan ávöxt.
Mikill munur er á efnahagslífinu
nú og þegar hann hóf lífsstarf sitt
að loknu námi úr Verzlunarskóla
íslands 1935, tvítugur að aldri,
með heimskreppuna í fangið. Efna-
hagur og velferð íslendinga- í dag
er mikið að þakka réttsýnum og
duglegum baráttumönnum eins og
Hirti Hjartarsyni.
Blessuð sé minning hans.
Jóhann J. Olafsson,
formaður Verzlunarráðs
Islands.
Kvaddur er í dag Hjörtur Hjart-
arson, stórkaupmaður í Reykjavík.
Hjörtur var í árátugi í forustusveit
íslenskrar verzlunarstéttar og kom
víða við í baráttu hennar fyrir
fijálsri verzlun á Islandi, þjóðinni
til heilla. Hann átti frumkvæði að
ýmsum framfaramálum íslenzkrar
verzlunar og studdi önnur með ráð
og dáð. Hjörtur var maður einka-
framtaks,.en hafði jafnframt ríkan
skilning á þýðingu samstöðu og
velvildar á milli manna góðum
málstað til framdráttar.
Sá sem -þessi kveðjuorð ritar,
kynntist Hirti Hjartarsyni um og
eftir 1957, er ég var kosinn for-
maðui' Verzlunarmannafélags
Reykjavíkur. Félagið var þá á
bernskuskeiði sem launþegafélag
og átti mjög á brattann að sækja.
Skipti því miklu máli með hvaða
hugarfari viðsemjendur félagsins
nálguðust úrlausn erfiðra
ágreiningsmála. Oft var hart deilt,
en vegna jákvæðs skilnings
margra forystumanna í röðum
kaupsýslumanna, náðist oft sam-
komulag í erfiðum kjaradeilum
með mun betri hætti en ella hefði
orðið. Það var á þessum vettvangi
sem kynni okkar Hjartar hófust,
þar sem við sátum sitt hvorum
megin við borðið og deildum um
kaup og kjör. Báðum var umhugað
um, að niðurstaðan væri fólkinu í
hag og fyrirtækjum viðráðanleg,
en eitt sameinaði okkur frá upp-
hafi, en það var að vinna að heill
og framgangi íslenskra atvinnu-
vega á grundvelli einkaframtaks
og athafnafrelsis. Þótt nokkur
aldursmunur væri á milli okkar
Hjartar tengdumst við ákveðnum
vináttuböndum, sem voru mér og
eiginkonu minni mjög verðmæt og
kunnum við Hirti miklar þakkir
fyrir þá samfylgd. Margs er að
minnast. - Sameiginleg verkefni
verzlunarstéttarinnar: Verzlunar-
banki íslands hf., Lífeyrissjóður
verzlunarmanna, Verzlunarskóli
Islands, Hús verzlunarinnar, þátt-
taka í ráðgjafarnefnd EFTÁ og
margt fleira á vettvangi verzlunar
og viðskipta.
Þá var Hjörtur virkur þátttak-
andi í Sjálfstæðisflokknum og kom
víða við sögu í þróun flokksins og
uppbyggingu. Hjörtur var í full-
trúaráði Sjálfstæðisflokksins um
áratuga skeið og átti m.a. sæti í
uppstillinganefndum flokksins og
var í byggingarnefnd þeirri, sem
annaðist byggingu hins nýja húss
flokksins í Reykjavík, Valhöll. Kom
Hjörtur þai' mikið við sögu eins
og hans var háttur við framkvæmd
þeirra vefkefna er hann tók að
sér. Hjörtur rak á þeim tíma eina
stærstu byggingarvöruverslun
Reykjavíkur, J. Þorláksson og
Norðmann, og hafði því haldgóða
þekkingu á því, hvað hentaði við
byggingu stórhýsa. Sjálfstæðis-
flokkurinn stendur í mikilli þakkar-
skuld við Hjört og þá sem höfðu
forustu um byggingu Valhallar.
En Hjörtur Hjartarson kom víð-
ai' við í byggingu stórhýsa í
Reykjavík. Hann var aðalfrum-
kvöðuli þess að verzlunarstéttin
sameinaðist um byggingu Húss
verzlunarinnai', sem er eitt glæsí-
legasta og stílhreinasta stórhýsið
í Reykjavík. Það var í ársbyijun
1972, sem Verzlunarráð - íslands,
Verzlunarmannafélag Reykjavík-
ur, Félag íslenskra stórkaup-
manna, Kaupmannasamtök Is-
lands, Lífeyrissjóður verzlunar-
manna, og Verzlunarbanki Islands
hf. komu sér saman um að byggja
Hús verzlunarinnar gegnt Safa-
mýri eða í hinum fyrirhugaða nýja
miðbæ Reykjavíkur. Þetta var
fyrsta stórframkvæmdin á þessu
svæði og fannst ýmsum í mikið
ráðist. Hjörtur var kjörinn formað-
ur byggingarnefndar Húss verzl-
unarinnar og hafði alla forustu um
byggingu þess. Við vígslu hússins
árið 1983 afhenti Hjörtur eignar-
aðilum húsið til afnota. Var það
söguleg stund ekki aðeins fyrir
verzlunarstéttina heldur einnig
fyrir uppbyggingu og þróun nýs
miðbæjarkjarna í Reykjavík, sem
setur nú mjög svip sinn á höfuð-
borgina.
Hjörtur Hjartarson var glæsi-
menni að vallarsýn og vakti hvar-
vetna athygli þar sem hann kom.
Þrátt fyrir það að hann var víða
valinn til forustu var Hjörtur frek-
ar fáskiptinn. Hann hafði ákveðnar
skoðanir í þjóðmálum, sem grund-
völluðust á frelsi einstaklingsins.
Hjörtur var gagnrýninn á ofurvald
og afskipti hins opinbera og vildi
að atvinnulífið væri óháð stjórn-
málavaldinu. Hjörtur og hans kyn-
slóð var ekki margorð um gildi
þess að íslendingar byggju við
frelsi, heldur vann að framkvæmd
þess í verkum sínum. Dagsverk
þessarar kynslóðar birtist í þeirri
miklu umbreytingu sem hefur orð-
ið á högum íslendinga á síðustu
áratugum. I vissum skilningi var
Hjörtur Hjartarson og helstu sam-
ferðarmenn hans í íslenskri kaup-
sýslustétt frumheijar í þeim efnum
að opna ísland fyrir fijálsum
verzlunar- og viðskiptaháttum.
Frelsið hefur fært þjóðinni mikla
velmegun og eflt hana til dáða.
Það er hlutverk kontandi kynslóða
að halda þessu verki áfram.
Hirti Hjartarsyni eru færðar
þakkir fyrir góða samfylgd, sem
margir fengu að njóta. Horfinn er
góður íslendingur sem unni landi
sínu og þjóð. Við Ragnheiður send-
um aðstandendum innilegar
samúðai'kveðjur.
Guðmundur H. Garðarsson.
Kveðja frá Krabbameinsfé-
lagi Islands
Þess var minnst á síðasta ári
að ijörutíu ár voru liðin frá því að
Krabbameinsfélag íslands var
stofnað. Ekki fer á milli mála að
félagið hefur fengið miklu áorkað
á þessum tíma og stendur mrjög
traustum fótum. Sá sem átti einna
drýgstan þátt í að efla og styrkja
félagið var Hjörtur Hjartarson for-
stjóri. Hann var í stjórn Krabba-
meinsfélags íslands frá 1952 til
1987 eða í full 35 ár, lengst af sem
gjaldkeri framkvæmdastjórnar.
Hann var kosinn í stjórnina þegar
félagið var að finna sér farveg og
hefja baráttuna fyrir mörgum
biýnum málum. Hjörtur var mikils
metinn og það var félaginu ómet-
anlegt að fá að njóta krafta hans.
Hann var varkár í fjármálum en
jafnframt maður framfara. Það er
enginn vafi á því að umsvif Krabb-
ameinsfélags íslands væru minni
ef Hjartar hefði ekki notið við.
Fyrir óeigingjarnt og farsælt starf
var hann ■ kjörinn í Heiðursráð
Krabbameinsfélags íslands árið
1987, enda hafði hann setið lengur
en nokkur annar í stjórn þess.
Það er erfitt fyrir okkur, sem
nú reynum að halda á lofti merki
frumkvöðlanna í krabbameins-
vörnum að gera okkur grein fyrir
því í hvaða sporum þeir stóðu fyr-
ir fjörutíu árum. Viðhorfið til sjúk-
dómsins var þá allt annað en nú
er. Við eigum þeim mikið að þakka.
Hjörtur Hjartarson var í þeim hópi.
Fyrir hönd stjórnar Krabbameins-
félags íslands sendi ég aðstand-
endum hans innilegar samúðar-
kveðjur.
Almar Grímssön, formaður
Krabbameinsfélags íslands.
í dag klukkan 13.30, föstudag-
inn 10. janúar, er til moldar borinn
frá Áskirkju í Reykjavík, félagi
okkar og vinur Hjörtur Hjartarson.
Við söknum góðs drengs, sem
ávallt var hrókur alls fagnaðar í
okkar hópi.
Hjörtur fæddist 6. apríl 1915 í
Reykjavík, sonur hjónanna Iijartai'
Hanssonar kaupmanns og Unu
Brandsdóttur.
Það var ef til vill nærtækt fyrir
Hjört að mennta sig til verzlunar-
starfa. Hann gekk því í Verzlunar-
skólann og lauk þaðan prófi 1935
og stundaði síðan framhaldsnám
bæði í Þýzkalandi og á Englandi.
Ævistarf sitt vann hann svo hjá
fyrirtækinu J. Þorláksson & Norð-
mann í Reykjavík, sem lengi var
ein helsta byggingavöruverzlun
landsmanna. En hana stofnsetti
hinn mikli framfaramaður, Jón
Þorláksson, verkfræðingur, í félagi
við Óskar Norðmann. En Hjörtur
kvæntist dóttur Jóns, Önnu Mar-
gréti, sem lést 1974..
Börn þeirra Önnu Margrétar og
Hjartar eru: Ingibjörg, fædd 1940,
gift Birni Jóhannssyni, og eiga þau
3 börn, Unnur, fædd 1945, gift
Steindóri Hjörleifssyni og eiga þau
3 börn, og Hjörtur Örn, fæddur
1950, kvæntur Hrefnu Hrólfsdótt-
ur, eiga þau líka 3 börn. Barna-
barnabörnin eru orðin 2.
Hjörtur Hjartarson var athafna-
maður hinn mesti og sat í stjórnum
fjölmargra fyrirtækja og stofnaði
önnur. Hann var og félagslyndur
maður og lagði sig fram af heilum
huga í félagsstörfum. Hann var
formaður í Húseigendafélagi
Reykjavíkur 1956, í stjórn Félags
Byggi ngavöru k au pm an n a var
hann 1957-1970, hann var í stjórn
og framkvæmdastjórn Krabba-
meinsfélags íslands frá 1952 og
var kjörinn í heiðursi'áð þess félags
1982. Hann starfaði ötullega í
Verzlunarráði íslands og var í
stjórn þar frá 1967 og formaður
þess var hann 1970-1974.
I formennskutíð Hjartar hjá
verzlunarráðinu bundust samtök
atvinnurekenda og launþega í
verzlun samtökum um að reisa hið
glæsilega Hús verzlunarinnar, sem
er bæjarprýði við Kringlumýri.
Hafði Hjörtur rnikla forystu um
þetta átak ásamt öðrum góðum
mönnum og munu samtök þessara
aðila lengi njóta þeirra verka.
Hjörtur var starfsamur formaður
í verzlunarráðinu og fékk marga
góða menn til samstarfs við sig
að framfaramálum verzlunarinnar.
Sá sem þetta ritar minnist Hjart-
ar fyrst á vettvangi verziunarráðs-
ins. Hann vakti strax athygli mína
vegna ljúfmennsku sinnar og lítil-
lætis, og hann ræddi af alúð við
háa sem lága um vandamál líðandi
stundar. Þannig kveikti hann
áhuga nýrra félagsmanna, og
raunar þeirra eldri líka, á að reyna
að finna leiðir til framfara í ís-
lenzku viðskiptalífi. Margt það sem
nú þykir sjálfsagt frelsi var það
alls ekki á starfsdögum Hjartar.
Myndi margt þykja með ólíkindum
í dag.
Prúðmennska og háttvísi ein-
kenndu Hjört Hjartarson í öllu
dagfari, hann var upplífgandi í allri
viðkynningu, og húmorinn var í
góðu lagi. Hann hafði eldlegan
áhuga á öllum framfaramálum,
þoldi illa íslenzka ofstjórnartil-
hneigingar og var einlægur frelsis-
unnandi.
I einkalífi var Hjörtur áhuga-
maður um gróður, ræktun og úti-
veru. Hann ræktaði fagran garð
við hið glæsilega hús sitt heima í
Laugarásnum og einnig við sumar-
bústað sinn, sem hann átti lengi á
Þingvöllum. Hann hafði yndi af
iaxveiðum og stundaði um árabil.
Hjörtur var með glæsilegri
mönnum á velli. Hár vexti og
herðabreiður. Hann var svipmikið
glæsimenni og höfðinglegur í allri
framgöngu og klæðaburði.
Hjörtur Hjartarson andaðist 2.
janúar 1992 úrþeim sjúkdómi, sem
er oft þungbærari fyrir aðstand-
endur en sjúklinginn sjálfan, og
læknavísindin standa ráðþrota
gegn.
Aðstandendum hans er vottuð
innileg samúð okkar. Minningin
um Hjört Hjartarson verður okkur
kær.
f.h. sundfélaga í Laugardal,
Halldór Jónsson.
Litháar bjóða til skemmtunar
DANSHLJOMSVEITIN Studío
frá Klaipcda og danshópurinn
Panorania frá Litháen bjóða til
skemmtunar á Hótel íslandi á
laugardagskvöldið, en hópurinn
og hljómsveitin hafa verið í heitn-
sókn hér síðan fyrir jól og
skemmt fólki á Hótel Islandi,
Hótel Örk og víðar.
Fararstjóri Litháanna Vytas Ka-
basinskas segir, að þar sem íslend-
ingar liafi gengið fram fyrir skjöldu
í sjálfstæðisbaráttu Litháa, vilja
þeir kynnast „nýrri vinaþjóð sinni
og gefa henni kost að kynnast sér.“
Litháarnir fara heim á sunnudag.