Morgunblaðið - 10.01.1992, Side 18
18
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. JANÚAR 1992
Esperanto
eftír Jón Hafstein
Jónsson
í allmörg ár hefur lítið farið fyrir
umræðunni um esperanto, en fyrir
hálfri öld átti það atkvæðamikla
málsvara hérlendis, svo sem Þórberg
Þórðarson rithöfund, Þorstein Þor-
steinsson hagstofustjóra og Ólaf Þ.
Kristjánsson skólastjóra. Því er
sennilegt að þeir, sem þekkja lítt til
þessa tungumáls, haldi að það sé
ekki í sókn eða jafnvel úr sögunni.
Vöxtur og viðgangur
Staðreyndin er sú að málið lifir
góðu lífi og dafnar vel þrátt fyrir
þögnina um það undanfarið.
Málið á hér enn mikilhæfa full-
trúa, svo sem Áma Böðvarsson mál-
fræðing og Baldur Ragnarsson sem
kunnur er meðal esperantista um
allan heim fyrir frumsamin ljóð og
frábærar þýðingar úr íslensku á
esperanto.
Esperantohreyfingin á íslandi hef-
ur nú í fyrsta skipti eignast húsnæði
og opnað skrifstofu.
Esperantosamtök starfa og dafna
sem sé á Islandi þó að forsvarsmenn
þeirra séu ekki jafnmiklir fyrirferðar
og meistari Þórbergur var á sínum
tíma.
Samanburður við þjóðtungur
Málið hefur þegar haslað sér völl
meðal tungumála heimsins og sýnt
að það er ekki síðra til hvers kyns
nota en hin svokölluðu heimsmál.
Það hefur staðist þá prófun að vera
í heila öld notað sem talmál og rit-
mál bæði óbundið og bundið. Það
hefur með einstökum glæsibrag upp-
fyllt þær kröfur sem gerðar eru til
tungumáls svo sem merkja má af
þyi að þeir málvísinda- og bók-
iríenntamenn, sem lært hafa
esperanto, eru á einu mali um að það
sé ekki síður til þess fallið að gegna
hlutverki heimsmáls en tungur þær
sem það gera nú.
Því má við bæta að forystumenn
esperantohreyfingarinnar koma
einkum úr röðum bókmennta- og
málvísindamanna, en þetta er sann-
arlega athyglivert fyrir þá sem halda
að esperanto sé aðeins nothæft til
skýrslugerðar.
Notagildi málsins
Esperanto hefur þá yfirburði að
það lærist hraðar og auðveldar en
önnur mál, og munurinn er alveg
ótrúlega mikill. Hér er ekki ætlunin
að benda á einstaka kosti málsins,
en þeir eru ærnir svo sem fram kem-
ur í bók Þórbergs Þórðarsonar, Al-
þjóðamál og málleysur. Hins vegar
vil ég benda á að fram fer mikil og
vaxandi starfsemi á vegum ýmissa
hópa innan esperantohreyfingarinn-
ar og það er ómaksins vert að læra
málið, þó ekki sé til annars en þess
að verða þátttakandi í hreyfingu sem
nær um allan heim og veitir meðlim-
um sínum þá einstöku fyrirgreiðslu
að koma þeim á málfarslegum jafn-
réttisgrundvelli í samband við fólk í
flestum löndum heims. Hér er ekki
aðeins átt við fulltrúanet það sem
Alþjóðasamband esperantista hefur
og nær til flestra landa, heldur einn-
ig gistifyrirgreiðslu (Pasporta servo)
ungra esparintista (TEJO) svo og
þeirra tengsla sem oft myndast við
bréfaskipti esparentómælandi ein-
staklinga.
Fjöldi þeirra sem nota esperanto
fer vaxandi, enda hafa ferðalög auk-
ist jafnt og þétt frá lokum síðari
eftírÁrna Gíslason
Skömmu fyrir síðustu áramót var
mikið um dýrðir úti í Eyjum. Eftir
langt og strangt tilhugalíf ákváðu
vissir aðilar að það gengi ekki leng-
ur að hittast á þennan hátt, nú yrði
að rugla saman reytunum og efna
til brúðkaups. Allt var þetta gert á
hinn myndarlegasta hátt. Á staðnum
var staddur prestur frá meginland-
inu að nafni Valur og var hann feng-
inn til að sjá um vígsluna.
Að athöfn lokinni var slegið upp
margréttaðri veislu. Veislustjóri og
aðalræðumaður kvöldsins var for-
maðurinn. Með fordrykknum, sem
ekki var af verri endanum, enskt
fyrirgreiðslu-gin með krókaleyfis-
berjum, var borinn fram nýstárlegur
pinnamatur, sem sagður var sérlega
ljúffengur. Var hann kallaður utank-
vóta smáfiskur a la Lensport.
Siðan var sest að þríréttuðum
málsverði.
í forrétt var boðið upp á skulda-
súpu og þar sem nóg var til fengu
sumir sér aftur á diskinn.
í aðalrétt var kvótaeignar-upp-
færsla í hlutabréfa-gönuhlaupi borið
fram með eignasölu-sósu.
Jón Hafsteinn Jónsson
„Ein öld er ekki langur
tími í sögu þjóðtungn-
anna og heldur ekki
fyrir slíka tilraun sem
esparanto er.“
Það verður að segjast eins og er
að þessi réttur fékk misjafnar und-
irtektir og vildi standa í sumum.
Flestir tóku hins vegar aftur gleði
sína þegar kom að eftirréttinum,
sem bragðist sérlega vel og kallast
10% sölutaps-triffle með sykruðum
veiðiheimilda-afskriftum. Að lokum
var svo kaffi með fiskvinnslu-lík-
kjör.
Parinu barst fjöldi heillaóska-
skeyta í tilefni dagsins. Sérstaka
hrifningu vakti þó skeyti svohljóð-
andi:
Kæru vinir í baráttunni. Á þessum
merku tímamótum, þegar þið hafið
runnið saman í einn líkama og eina
sál, og eruð í þann mund að fram-
kvæma tvennt: hið mögulega, að slá
ryki í augun á bankavaldinu og hið
ómögulega, að útbúa fulla skál af
súkkulaðibúðingi með rjóma úr
tveimur naglasúpudiskum, viljum við
létta ykkur enn róðurinn með því
að tilkynna að þið þurfið ekki frekar
en sumir aðrir að hafa neinar
áhyggjur af sjóðasukki ykkar hér á
meginlandinu. Lifíð heil. F.h. Sam-
hygðar hf., Greifi Samtryggingarson
(sign).
Áð lestri þessa skeytis loknu kætt-
ist samkvæmið mjög og var ákveðið
heimsstyrjaldar. Á hveiju ári eru
haldin fjölmörg mót með esperanto
sem tungumál. í Heroldo, öðru aðal-
blaði hreyfingarinnar, voru fyrir síð-
astliðið ár auglýst yfir 200 mót.
Utgáfa bóka og blaða
Það eru íjögur ár síðan ein öld
var liðin frá útkomu fyrstu kennslu-
bókar í esperanto. Esperantistar
héldu víða upp á þessi tímamót, en
þar ber hæst að hið áralega heims-
þing þeirra taldi 6 þúsund manns og
var fjölmennara en nokkru sinni fyrr.
Það var haldið í Varsjá, en höfundur
málsins var pólskur.
Tugir nýrra bóka koma árlega út
á esperanto og allmörg tímarit birt-
ast reglulega auk þeirra tímarita og
fréttabréfa sem einstök svæða- og
landssamtök standa að. Bókaforðinn
er að stærstum hluta skáldsögur,
smásögur og ljóð, en einnig finnast
þar ferðasögur, endurminningar og
fræðirit um alls konar efni. Nefna
má að um skeið kom út tímarit um
stærðfræði og nú hefur um nokkurt
skeið verið gefið út tímarit um tölvur
og mál tengd þeim.
Útbreiðsla esperantos
Þótt enginn viti hver sé fjöldi
„Flestir tóku hins vegar
aftur gleði sína þegar
kom að eftirréttinum,
sem bragðist sérlega
vel og kallast 10% sölu-
taps-triffle með sykruð-
um veiðiheimilda-
afskriftum. Að lokum
var svo kaffi með fisk-
vinnslu-lík-kj ör. “
að fara í brúðkaupsferð til Kanarí á
Saga class og veislustjóranum boðið
með.
Greiðsla fyrir veisluhaldið var innt
af hendi þegar daginn eftir með
nýjum 10.000 króna seðlum, svo-
kölluðum Akureyrarseðlum, sem
stundum eru líka kallaðir „skatta-
trixið". Seðlarnir eru hannaðir á
mjög sérstæðan hátt.
Á framhliðinni er mynd af fyrrver-
andi og núverandi sjávarútvegsráð-
herrum, brosandi, hlið við hlið inni
í hring. Á bakhliðinni vinstra megin
er mynd af frystitogara að veiðum
skammt frá landi á venjulegri trillu-
BRÚÐKAUP í EYJUM
esperantomælandi manna í heimin-
um, mun óhætt að fullyrða að sú
tala sé a.m.k. ein milljón. Fjöldi
esparantista á íslandi er ekki þekkt-
ur með neinni nákvæmni, en mun
vera á öðru hundraðinu. Skráðir
félagar eru u.þ.b. 100.
Esparanto er eina planmálið sem
fengið hefur umtalsverða, alhliða
notkun og tilheyrandi fágun. Ein öld f
er ekki langur tími í sögu þjóðtungn-
anna og heldur ekki fyrir slíka til-
raun sem esparanto er. Aðrar til- (
raunir af sama toga hafa verið gerð-
ar en mistekist, vegna þess að þau
planmál stóðust ekki samanburð við |
esperanto.
Kynningarnámskeið
Að lokum skal nefnt að eitt þeirra
námskeiða sem boðið er upp á er
kynning á málinu. Þetta námskeið
tekur 8 kennslustundir. Það er kjörið
til þess að átta sig á helstu einkenn-
un og kostum málsins og mynda sér
skoðun á því, hvort það sé eins
áhugavert og auðvelt til náms og af
er látið.
Höfundur er formaður íslenska
esperantosambandsins.
Árni Gíslason
slóð en hægra megin getur að líta
óþekkjanlegar rústir. Seðlarnir eru
litlausir, en séu þeir bomir undir ljós
til að sannreyna að þeir séu ekta,
gefur að líta skuggamynd af sköll-
óttum manni.
Höfundur vill taka fram í lokin
að hann er alls ekki með það á hreinu
hvort honum var sögð ofansögð saga
eða hvort þetta var bara draumur.
Höfundur er fiskverkandi og
fyrrverandi skipstjóri.
UTSALA - UTSALA
% afsláttur
Allt aó
HAGKAUP
/44U í etvwi