Morgunblaðið - 10.01.1992, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 10.01.1992, Qupperneq 32
32 MORGUNBLADIÐ FÖSTUDAGUR 10. JANÚAR 1992 Sigurbjörg Björns- dóttir - Minning Fædd 28. júlí 1953 Dáin 4. janúar 1992 Í dag fylgjum við til grafar elsku- legri mágkonu okkar, Sigurbjörgu Björnsdóttur eða Sissu, eins og hún var kölluð. Fjórtán ár eru liðin síðan við kjmntumst henni. Þegar hún og bróð- ir okkar Halli felldu hugi saman og byijuðu sinn búskap varð hún strax sem ein af okkur systrunum. Avallt vorum við velkomnar á þeirra fallega heimili þar sem alltaf ríkti gleði og hamingja sem ekki varð minni eftir að þau eignuðust bömin sín þijú, Unni Ósk, Helgu Björk og Magnús Má. Aldrei kom maður að tómum kof- unum þar sem Sissa var. Hún gaf góð ráð og hughreysti ef einhver vandamál voru hjá okkur og aldrei fór maður frá henni öðruvísi en með bros á vör og meiri bjartsýni á lífið og tilveruna. Það sýndi sig best í veikindum hennar, hún barðist hetjulega og með góðum stuðningi Halla og barna þeirra hvarf henni aldrei bjartsýnin. Með þessum fátæklegu orðum vilj- um við þakka henni samfýlgdina í gegnum árin sem ekki urðu mörg en mjög góð og gleymast aldrei. Elsku Halli, Unnur Ósk, Helga Björk og Magnús Már, við biðjum góðan guð að styrkja ykkur í ykkar miklu sorg, en minningin um elsku- lega eiginkonu og móður mun ylja ykkur um ókomin ár. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir alit og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem) Asthildur, Sibba og Helena. Hún Sissa hefur lokið sinni lífs- göngu og er hennar nú sárt saknað af eiginmanni, þremur ungum böm- um', foreldrum, systkinum og tengd- aforeldrum. Verður hennar skarð vandfyllt. Hún háði harða baráttu við illvíg- an sjúkdóm og tókst á við hveija meðferð með æðruleysi og bjart- sýni, en auðvitað átti hún sínar erfiðu stundir. Á tímabili virtist hún hafa betur, en óvinurinn lá í leyni og sigraði að lokum. Það var gott að vera í hennar návist, hún gaf mikið af sér og hafði óvanalega gott skopskyn, sem kom berlega í ljós þótt sárþjáð væri. Hún var langt komin með sjúkraliðanám og hefði án efa átt auðvelt með að létta öðrum erfiðar stundir. Það deilir enginn við dómarann, en okkur finnst óréttlátt, að ung kona í blóma lífsins sé hrifin burt frá eiginmanni og bömum, þegar til er gamalt fólk sem þráir sárt hvíldina en fær hana ekki. Okkur er víst margt hulið en við erum þó viss um að þar sem Sissa er mun ávallt verða bjart. Við þökkum Sissu samfylgdina og vottum ástvinum hennar okkar dýpstu samúð. Hvíli hún í friði. Gyða og Baldvin. | Sissa frænka mín hefur kvatt þennan heim. Það er staðreynd sem erfitt er að sætta sig við. Hún var elst fjögurra bama þeirra Helgu Ágústsdóttur og móðurbróður míns Bjöms T. Gunnlaugssonar, hús- gagnasmiðs. I huga mér koma upp gamalar minningar frá bemsku- árum okkar. Þá var margt brallað. Sissa var skemmtilegur leikfélagi og glettnin í augum hennar var smitandi. Oft dvaldi ég á heimili foreldra hennar í höfuðborginni. Þá var gjaman dundað við að tefla eða teikna, en Sissa, líkt og pabbi henn- ar, var listateiknari. Veggmyndin sem við sendum afa okkar sjötugum bar glöggt þessum hæfileika hennar vitni. Ekki era síðri minningamar úr sveitinni hjá afa og mömmu á Bakka í Víðidal. Tilhlökkunin að hitta Sissu var alltaf jafn mikil. Hvort heldur það var um sauðburð- inn, við heyskapinn, í kaupstaðar- ferð einu sinni á sumri eða við rétt- ir að hausti. Þessar minningar era mér ljóslifandi, enda geislaði lífs- gieðin af henni. Hennar góða hjartalag var til staðar frá upphafi. Sissa var mér einstök frænka og fyrir það vil ég þakka. Eins og gengur liðu bemskuárin fljótt, við urðum fullorðin og fóram í sitt hvora áttina. Þau urðu færri skiptin sem við sáumst. Sissa var þó alltaf sama glaðværa stelpan sem gaman var að hitta. Hún gift- ist Halla sem er svo góðum kostum búinn og saman eignuðust þau þijú mannvænleg böm. Unnur ósk er 12 ára og þeirra elst, Helga Björg er 10 ára og Magnús er yngstur eða 7 ára. Þau reistu sér heimili í Mosfellsbæ. Það sást glöggt að þar var hamingjusöm og samheldin fjöl- skylda á ferð sem berlega kom í ljós hin síðustu misseri. Þegar nákominn hverfur á braut í blóma lífs síns vakna ósjálfrátt spumingar um tilgang lífsins, þó svo okkur sé varla ætlað að finna svar við svo stórri spurningu. Það fer ekki hjá því að gildismatið á hið veraldlega og andlega breytist. Virðingin fyrir því sem dregur lífs- andann dýpkar. Skiptir ekki meiru máli hvemig lifað er en hversu lengi? Hinn andlegi fjársjóður sem Sissa gaf sínum nánustu á stuttri ævi er mikill og ómetanlegur. Jesús mælti: „Ég er upprisan og lífið. Sá sem trúir á mig, mun lifa, þótt hann deyi. Og hver sem lifir og trúir á mig mun aldrei að eilífu deyja. Trúir þú þessu?" (Jóh. 11,25:26) Ekki leikur vafi á að Sissa trúði þessu. Henni var gefinn ótrúlegur styrkur í veikindum sínum. Án hans hefði hún ekki getað verið bömum sínum, eiginmanni, foreldram og systkinum slík hughreysting og uppörvun sem raun varð á þær síð- ustu vikur sem hún lá sjúk og vissi að hveiju stefndi. Sissa kvaddi með bros á vör, þannig hafði það alltaf verið. Trú hennar var mikil. Það eru forrétt- indi að hafa átt Sissu að móður og eiginkonu. Ykkar er missirinn messtur. Megi algóður Guð veita ykkur áfram styrk til að takast á við lífíð. Bjössa, Helgu og systkin- um Sissu sendi ég einnig mínar dýpstu samúðarkveðjur. Halldór Árnason. í dag er kvödd hinstu kveðju Sigurbjörg Bjömsdóttir. Okkur er ljúft að minnast hennar með virð- ingu og þökk fyrir góð kynni. Vegna vináttu við tengdaforeldra hennar höfum við verið saman á mörgum gleðistundum. Það hefur verið ánægjulegt í gegnum árin að fylgj- ast með ungu hjónunum með böm- in sín glöð og ánægð horfa á móti framtíðinni. Þessar stundir heyra nú til dýrmætum minningum sem eru allar bjartar, ekki síst vegna einstakra persónutöfra Sigurbjarg- ar sem bára birtu og yl hvar sem hún var. Ein af mörgum minningum era frá björtum fallegum degi í októ- ber. Þá bankaði hún hjá okkur, hún var úti að ganga, reyna að safna kröftum. Hún, hetjan unga, barðist af öllu afli mót erfiðum sjúkdómi, ætlaði að sigra með sínum mikla krafti og hjálp lækna og vísinda. Nú er þessari árslöngu baráttu lokið, en mót birtu austursins, að landi eilífðarinnar, er hún farin meira að starfa Guðs geim. Við vottum fjölskyldu hennar og vinum okkar dýpstu samúð. Með hinstu kveðju, Hrafnhildur og Sæmundur. í dag verður jarðsett elskuleg mágkona mín, Sissa eins og hún var oftast kölluð. Baráttunni við erfiðan sjúkdóm er lokið sem hún þó barðist við allt fram til síðasta dags. Þrátt fyrir þessi erfiðu veikindi var eins og ekkert gæti bugað hana, svo mikill var lífsviljinn. Alltaf var hún tilbúin að rétta hjálparhönd og veita góð ráð, þó að hún væri sárlasin sjálf. Veikindi Sissu stóðu yfír í rúmt ár og í hennar huga var það mest um vert að trúa á lífíð sjálft og að geta lifað því lifandi. í nóvember sl. gafst þeim hjónum tækifæri til að dveljast um hríð á heilsuhæli í Englandi. Leið þeim þar mjög vel og sjálf kallaði Sissa stað- inn paradís á jörðu. Tíminn sem þau eyddu þar var tími andlegrar upp- byggingar. Með þessum fátæklegu orðum kveð ég mágkonu mína og þakka henni fyrir þær samverastundir sem við eyddum saman. Elsku Halli, Unnur Ósk, Helga Björk og Magnús Már. Ég, foreldr- ar mínir og systkin vottum ykkur samúð okkar á þessari erfíðu stundu. Guð blessi minningu Sissu. Jórunn. Full af orku ávaxta suðrænu eyj- unnar, sem Chopin dvaldist á um tíma sér til heilsubótar, komu Sissa og fjölskylda heim, sólbrún og sæl, í veðurblíðunni síðastliðið sumar. Sólarsamba eftir „strembinn tíma“ eins og hún kallaði það. Stund milli stríða, því við vissum ekki þá að tæplega eins árs barátta við óvininn var rúmlega hálfnuð. Sissa, konan og móðirin, sem geymdi sólina og bjartsýnina í hjarta sér, full af hlýju, samviskusemi, einlægni og kærleika. Litla konan sem átti stóra manninn og með honum börnin þijú og litríkt og notalegt heimili. Fyrrum barna- deildarstýran í Mosfellsapóteki, full af kímni. Hún kunni nú aldeilis ráð til að auka viðskiptin í bamadeild- inni. Það þurfti aðeins að opna nokkr- ar mislitar pappaöskjur á vísum stað innan afgreiðsluborðsins og stinga nál á innihaldið! Til þess þurfti nú reyndar aldrei að grípa því að reynsl- an af bamauppeldinu, útsjónarsemi og næmt auga fagurkerans gerði vöramar hennar vinsælar. En hvítu hermennimir í blóðrás hennar áttu erfítt með að hemja árás- ir andstæðingsins. Hún spurði margs og las sér heilmikið til um baráttuað- ferðir og vann úr þeim með dyggum stuðningi fjölskyldu sinnar og vina. Að lifa með krabbamein er ekki að- eins líkamleg ánauð heldur einnig andleg og félagsleg. Sissa og Halli leituðu sér m.a. hjálpar á grundum Englands, í Aylesbury, í nóvember á liðnu ári. Reynsla þeirra þar, er til í máli og myndum. Þegar hún verður gerð lýðum ijós, á Sissa þá ósk heit- asta að það verði til þess að leikir og lærðir hefjist handa við uppbygg- ingu endurhæfíngarstöðvar og -starfs fyrir þá sem eiga við svo ill- víga sjúkdóma að stríða. Þar verði áherslan lögð á manneskjuna en ekki á dýrar og íburðarmiklar innrétting- ar. Hún minnti lækna sína og um- sjónarfólk á Landspítalanum óspart á að kærleikurinn fellur aldrei úr gildi í umgengni og umönnun sjúkra jafnt sem heilbrigðra. Reisn Sissu undir það síðasta gleymist aldrei. „Við erum nú meiri kerlingamar, verið þið sterk,“ vora kveðjuorð hennar er ég kvaddi hana. Megi minningin um Sigurbjörgu Björnsdóttur styrkja, gleðja og vekja fjölskyldu hennar og vini af höfga sorgarinnar með hækkandi sól. Blessuð sé minning hennar. Kristín B. Reynisdóttir Um það leyti er sólin tók að fíkra sig hænufet lengra yfír sjóndeildar- hringinn á þessum vetri, Iagðist Sissa okkar banaleguna, sem end- aði með hægu andláti 4. janúar sl. Þar með lauk baráttu hennar, sem hún vissi svo mætavel síðustu vik- umar að var töpuð. Barátta þessi hófst hjá fjölskyld- unni seinni hluta árs 1990, er Sissa greindist með krabbamein. Allt frá þeim tíma var hún raunsæ, bæði gagnvart sjálfri sér og fjölskyldu sinni. Hún vissi að bragðið gat til beggja vona, þótt svo að vonina hefði hún fram undir það síðasta. Við kynntumst henni fyrst er hún hóf að starfa í Mosfells Apóteki árið 1985. Helga Vilhjálmsdóttir, sem þá var lyrfsali, hafði kynnst henni í Holts Apóteki nokkram áram fyrr, er þær unnu þar báðar. Það var ánægjulegt að fá Sissu með í hópinn í apótekinu, því við sem þar unnum höfðum tekið eftir henni sem viðskiptavini hjá okkur, ein af þessum síbrosandi og glöðu einstaklingum, sem svo gott var að hafa nærri sér. Á eins litlum vinnustað og apó- tekið er takast oft náin og góð kynni, og fljótlega kemur í ljós hvemig fólk á skap saman. Frá fyrsta degi var Sissa hrókur alls fagnaðar, þó hæg væri í fasi og ekki færi mikið fyrir henni. Skap- höfn hennar einkenndist af blíð- leika, og ekki síst af næmni á mann- leg samskipti. Þá var ekki síður einkennandi kímnigáfa hennar og skopskyn. Stundum átti hún til að taka fyrir okkur heilu senumar, þar sem henni tókst að skapa kímna og smellna stemmningu á auga- bragði. Það koma enda á daginn, þegar á reyndi, að henni tókst fá- dæma vel að meðhöndla það mót- læti sem felst í því að greinast með illkynja sjúkdóm, þegar ekkert nema nagandi óvissan um eigin framtíð og annarra náinna tekur völdin. Við höfum átt þvi láni að fagna að fylgjast með Sissu þennan tíma. Okkur er sérstaklega minnisstæð kvöldstund sem við áttum með þeim hjónum tveim dögum fyrir jól, sem reyndar var síðasti dagur hennar heima. Þá kom berlega í ljós sálar- styrkur hennar og reisn, og ekki síður annarra fjölskyldumeðlima, á þessum óvissutíma. Við spjölluðum um heima og geima, lífíð og tilver- una og baráttuna við sjúkdóminn. Þau sögðu okkur frá dvöl þeirra í Englandi fyrr um veturinn, en þar hlutu þau frábæra umönnun á heilsuhæli fyrir dauðvona sjúklinga. Þar byggðist meðhöndlunin ekki síst á mannkærleika og alúð, nokk- uð sem að skaðlausu mætti meira fara fyrir á hérlendum sjúkrastofn- unum. Á kveðjustund er okkur efst í huga þakklæti til Sissu fyrir góð kynni. Samfylgdin við hana var gefandi, og við teljum okkur betri manneskjur eftir á. Hugurinn leitar til Halla og barnanna, svo og ann- arra aðstandenda. Við vottum þeim öllum okkar dýpstu samúð, og biðj- um að þau öðlist styrk á sorgar- stundu. Vonandi tekst þeim að njóta birtu á ný með hækkandi sól. Bless- uð sé minning Sigurbjargar Bjöms- dóttur. Hvíli hún í friði. Kristrún og Ásgeir. í dag kveð ég vinkonu mína, Sig- urbjörgu Bjömsdóttur, sem andað- ist eftir hetjulega baráttu við illvíg- an sjúkdóm þann 4. janúar sl. Við kynntumst fyrir 20 áram þegar við vorum á unglingsárunum og hefur vinátta okkar haldist óslitið síðan. Seinna bættust við eiginmenn og börn sem einnig bundust traustum vinaböndum og höfum við átt marg- ar ánægjulegar stundir saman. Sigurbjörg giftist Haraldi Magn- ússyni árið 1979 og stofnuðu þau heimili í Mosfellsbæ og hafa búið þar síðan. Böm þeirra era þijú; Unnur Ósk, fædd 15. október 1979, Helga Björk, fædd 30. nóvember 1981 og Magnús Már, fæddur 9. nóvember 1984. Undanfarin ár stundaði hún nám í kvöldskóla FB og var langt komin með sjúkraliðanám. Með heimilis- KENNSiA Vélritunarkennsla Morgunnámskeið er að hefjast. Vélritunarskólinn, sími 28040. FÉLAGSLÍF I.O.O.F. 1 = 173110872 = I.O.O.F. 12 = 173110872 = H ÚTIVIST Sunnud. 12. jan. kl. 10.30: Kirkjugangan. 1. áfangi nýrrar raðgöngu. Sjáumst í ferð með Útivist á nýju árí! Frá Guðspeki- fólaginu IngMutratl 22. AsJurfftarsffni Gangtora er 39673. í kvöld kl. 21.00 ræða Snorri Sveinn Friðriksson og Öm Hilm- arsson um áhríf tónlistar á orku- stöðvarnar í húsi félagsins, Ing- ólfsstræti 22. Á laugardag er opið hús frá kl. 15.00 til 17.00 með stuttri fræðslu og umræð- um kl. 15.30. Allir eru velkomnir og aögangur ókeypis. Silfurkrossinn Miðillinn íris Hall starfar á veg- um félagsins frá 21. jan. Hún verður með einkatíma, einnig námskeið í næmniþjálfun og Tarotlestri. Upplýsingar í síma 688704. Stjórn Silfurkrossins. Samvera fyrir fólk á öllum aldri í kvöld í Suðurhólum 35. Bænastund kl. 20.05. Samveran hefst kl. 20.30. „Munið að endurnyja - sam- bandið við Guð.“ Þórunn Eli- dóttir hefur hugleiðingu. Drama. Ungt fólk á öllum aldri er velkomið. Tílkynning frá Skíðafélagi Reykjavíkur Toyota skíðaganga 1992 fer fram nk. laugardag 11. januar kl. 14.00 á Miklatúni Skráning á mótsstað kl. 13.00. Keppt í 10 km göngu karla, 5 km kvenna, unglinga og öldunga. Ef veður er óhagstætt kemur tilkynning í Rikisútvarpinu kl. 10.00 keppnis- daginn. Mótsstjóri verður Ágúst Bjömsson. Upplýsingar i síma 12371. Stjórn Skíðafélags Reykjavíkur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.