Morgunblaðið - 10.01.1992, Side 36
36
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. JANÚAR 1992
JUDO
• KARATE-DO
• TAEKWON-DO ; MlJ
• AIKIDÓ
• JUDO jÉMpT
£ J SPORT
§»*** ££*
Mörkin 8, austast v/Suöurlandsbraut, s. 679460.
HÁR
Blendinn hugur
við breytingn
Breska
popp-
söngkonan Lisa
Stansfield sló
vel í gegn á síð-
asta ári er hún
sendi frá sér
skífuna
„Affection".
Hún þótti
syngja prýði-
lega og lögin
voru þétt og
grípandi. Það
vakti ekki
minni athygli
útlit hennar, en
•það þótti hreint
út sagt dren-
gjalegt, sér-
staklega hárið.
Þar var á ferð-
inni drengja-
kollur með
strákslegum
topp sem liðað-
ist ofan í aug-
un.
Nýlega kom
önnur skífa frá
ungfrúnni, „Re-
Lisa Stansfield með nýju hárlínuna.
al Love“. Þar er sama pottþétta röddin og sömu grípandi þéttu lögin.
En útlitið er gerbreytt og þá einkum hártíska hennar. í viðtali nýlega
var hún spurð hvað ylli þessari byltingu. Hún svaraði að hún hafi ver-
ið orðin verulega leið, svona almennt og þegar hún var í kápumyndatök-
um þremur mánuðum áður en skífan kom út hafi hún beðið hárgreiðslu-
meistara sinn að skella í sig krullum og sjá hver útkoman yrði. Var
þetta gert og útkoman sú sem sjá má á meðfylgjandi mynd. Ungfrú
Stansfield var ekki alls kostar ánægð með viðbrögð vina sinna þótt
þau hafi almennt verið jákvæð. Hún segir að algeng athugasemd hafi
verið þessi:„Nei!, maður þekkir þig varla, þú ert orðin svo sæt!“ Og
þá hugsi hún gjarnan, „jæja já, einmitt það. Hvað þótti þér eiginlega
um mig áður?“
r
Aramótaspilakvöld Yarðar
Áramótaspilakvöld Landsmálafélagsins Varðar
verður haldið á Hótel Sögu, Súlnasal, sunnudaginn
12. janúar nk. kl. 20.30.
Stórglæsilegir vinningar:
r
- Urvals ferðavinningar
- Matarkörfur
- Bækur
- Vöruúttektir
- Búsáhöld og margt fleira
Ávarp flytur Markús Örn Antonsson, borgarstjóri.
Allir velkomnir! Spilanefnd.
Samkór Kópavogs
Okkur vantar tenóra og bassa í kórinn.
Æft í Digranesskóla á mánudagskvöldum kl. 20.00-22.30.
Nánari upplýsingar í síma 34369 (Ósk).
TILTRAUN
Costner í söngleik?
Verið getur, að bandaríski leikar-
inn Kevin Costner láti það
verða sitt næsta verkefni að fara á
leiksvið og afgi-eiða aðalhlutverkið í
söngleik sem verið er að skrifa.
Costner er í samvinnu við Richard
Baskin, tónskáld og kvikmyndafram-
leiðanda og hefur sá sagt að söng-
leikurinn verði á suður amerískum
línum og hugmyndin sé.að fyrst verði
um sviðsverk að ræða og ef það
gangi vel myndi kvikmynd fylgja í
kjölfari.
Costner hefur einungis viljað stað-
festa að þreifingar hafi átt sér stað
og Baskin bætir raunar við að enn
sé verkefnið á teikniborðinu og ekki
einu sinni ljóst hvort að Costner syngi
sjálfur í verkinu þótt sterkur orðróm-
ur sé fyrir því að hann hafi mikinn
áhuga á því að reyna sig á því sviði.
Kevin Costner.
Meira en þú geturímyndaó þér!
Popparinn Madonna er ekk-
ert allt of vinsæl í bænum
Evansville í Indiana þar sem
hún dvaldist í þrjá mánuði á
síðasta ári við kvikmyndaupp-
tökur. Nýlega sagði hún í við-
tali við blaðið „TV Guide“, að
bærinn hafi verið ótrúlegt
krummaskuð, það hafi ekkert
verið þar við að vera annað
en að heimsækja hamborgara-
búllu og hún hefði ekki getað
skemmt sér ver þó hún hefði
aiið aldurinn í Prag þessa þijá
mánuði!
Þessi ummæli fóru mjög svo
fyrir bijóstið á íbúum Evans-
vilie sem telja sig ekki leiðin-
legri en gengur og gerist. 300
bæjarbúar ákváðu að senda
Madonnu tóninn þannig að
munað yrði eftir því. Þeir
mynduðu táknið sem sjá má
af meðfylgjandi loftmynd sem
birtist í bæjarblaðinu Evans-
ville Courier og barst þaðan
vítt og breitt þar sem uppá-
tækið þótti kostulegt. Ekki
verður orðsendingin misskilin
og sagt er að færri hafi kom-
ist að í „kveðjuna" en vildu.
SKILABOÐ
Madonna
ekki eftir-
læti Evans-
ville-búa
UTSALAN
BYRJAR í DAG
Valborg, Laugavegi
Valborg, Borgarkringlunn i