Morgunblaðið - 10.01.1992, Síða 46
46
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FÖSTUDAGUR 10. JANÚAR 1992
SUND
Ragnheiður Runólfsdóttir er á
meðal þeirra bestu í 100 m bringu-
sundi.
Ragnheiður
Í23. sæti
á heims-
listanum
RAGNHEIÐUR Runólfsdóttir,
sundkona frá Akranesi og
íþróttamaður ársins 1991, er í
23. sæti í 100 metra bringu-
sundi á nýasta heimslistanum
sem kom út um áramótin.
Ragnheiður setti sem kunnugt
er íslandsmet í þessari grein
á Evrópumeistaramótinu í Aþenu í
ágúst. Tími Ragnheiðar er 1:11.89
mín. og er það næst besti tíminn í
þessari grein á Norðurlöndunum.
Það er aðeins sænska stúlkán, Lou-
ise Karlsson, sem á betri tíma og
munar aðeins 1/100 hluta úr sek-
úndu á þeim síöllum.
Efst á heimslistanum í 100 metra
bringusundi kvenna er Linley
Frame frá Ástralíu sem á best
1:08.91 mín. og náði hún þeim tíma
á heimsmeistaramótinu í Ástralíu í
fyrra. Elena Rudovskja frá Sovét-
ríkjunum er í öðru sæti á listanum
með 1:09.05 mín. og náði hún þeim
tíma á Evrópumeistaramótinu í
Aþenu.
Ragnheiður er í 13. sæti í Evrópu
ef við tökum mið af heimslistanum
í 100 m bringusundi. Hún er ekki
á meðal 25 efstu á listanum í 200
m bringusundi.
SKIÐI
Örnólfur annar
áhollenska
meistaramótinu
ÖRNÓLFUR Valdimarsson
hafnaði í öðru sæti í svigi á
hollenska meistaramótinu sem
var haldið í Flachau í Austurríki
á þriðjudaginn. Valdemar
Valdemarsson hafnaði í 6. sæti
á sama móti, en Kristinn
Björnsson og Arnór Gunnars-
son urðu úrleik.
Íslenska alpagreinalandsliðið hef-
ur verið á keppnisferð í Austur-
ríki síðustu daga og keppt í 7 mót-
um á níu dögum. I sviginu í Flac-
hau á þriðjudag var Örnólfur í 2.
sæti, var 4 sekúndum á eftir fyrsta
manni. Valdemar var tveimur sek
á eftir Örnólfi. Mótið var ekki mjög
sterkt, Örnólfur fékk 58 FlS-stig
og Valdemar 68 stig fyrir árangur
sinn.
Á mánudag kepptu strákarnir í
sterku alþjóðlegu svigmóti í Lienz.
Kristinn Björnsson hafnaði þar í
17. sæti og Örnólfur í 23. sæti, en
ÍÞR&mR
FOLK
M INGRID Stockl skíðakona frá
Austurríki, fótbrotnaði á æfingu í
Schurns í Austurríki í gær. Hún
var að æfa í brunbrautinni sem
keppt verður í á laugardaginn og
datt illa. Hún var flutt á sjúkrahús
í Innsbruck. Hún verður því ekki
á meðal keppenda á Olympíuleik-
unum í Albertville í næsta mán-
uði. Stockl varð í öðru sæti í alpat-
víkeppni á heimsmeistaramótinu í
Saalbach í fyrra.
■ BILLY Bing'ham, landsliðs-
þjálfari Norður-Ira í knattspymu,
hefur framlengt þjálfarasamning
sinn fram í janúar 1994. Norður-
Irar eru í HM-riðli með Albaníu,
Danmörku, Lettlaudi, Litháen,
Irlandi og Spáni.
J
SNOKER
Heimsmeistari ungl-
inga keppir á íslandi
Billijardsamband íslands
verður í fyrsta sinn með
opið alþjóðlegt snókermót á
íslandi helgina 24. til 26. jan-
úar og nef nist það Pepsi Cola
open. Búist er við að um 30
til 40 erlendir keppendur
mæti til leiks.
Jónas P. Erlingsson hjá BiIIij-
ardsambandi íslands sagði í sam-
tali .við Morgunblaðið að hug-
myndin með þessu móti væri að
gefa íslenskum snókerspilurum
tækifæri til að spila við þá bestu
á heimavelli.
Margír erlendir snókerspilarar
hafa sýnt þessu móti áhuga en
enn er ekki staðfest hve margir
komi til með að taka þátt. Fræg-
astur þeirra sem þegar hafa
ákveðið að mæta er Peter Ebdon
frá Bretlandi, sem varð heims-
meistari unglinga 1990.
Jónas sagðist reikna með að
um 100 keppendur tæku ])átt í
mótinu þar af um 40 erlendir.
Mótið fer fram á billijardstofunum
á Reykjavíkursvæðinu og verður
það með útsláttar fyrirkomulagi.
Mótið er svokallað þriggja
stjömu mót og er viðurkennt af
Billijardsambandi Evrópu. Verð-
launafé í mótinu er um 560 þús-
und íslenskar krónur og fær sigur-
vegarinn um 180 þúsund.
Knattspyrnudeild KR óskar að ráða þjálfara
fyrir 6. flokk karla og knattspyrnuskóla KR.
Upplýsingar gefur Geir í síma 27181 mánu-
dag til föstudags milli kl. 13 og 14.
Arnór og Valdemar fóru út úr
brautinni í fyrri umferð.
í gær kepptu þeir í stórsvigi og
gekk ekki vel. Kristinn var 4 sek-
úndum á eftir fyrsta manni í fyrri
umferð, en keyrði út úr í þeirri síð-
ari. Örnólfur hætti í fyrri umferð,
en Arnór Gunnarsson og Valdemar
komust í gegnum báðar umferðim-
ar og voru aftarlega. Amór var
einni sekúndu á undan Valdemar.
Ásta í 12. sæti
Ásta Halldórsdóttir varð í 12.
sæti í svigi á alþjóðlegu stigamóti
í St. Lardrecht í gær, en alls voru
119 keppendum sem tóku þátt. Hún
keppti einnig í svigi á miðvikudag
í Lautasch og hafnaði í 14. sæti
af 105 keppendum. Harpa Hauks-
dóttir varð úr leik í báðum mótun-
um. Þær keppa í svigi í dag.
Sigurður H. Jónsson, landsliðs-
þjálfari, sagði í samtali við Morgun-
blaðið að hann væri ánægður með
árangur Kristins í mótunum að
undanförnu, en aðrir hafa ekki náð
að bæta sig stigalega séð. „Árang-
urinn hefur verð upp og ofan, en
ég er þó bjartsýnn á framhaldið.
Örnólf ur Valdimarsson vann silfurverðlaun í svigi á hollenska meistaramót-
inu. íslenska landsliðsmennirnir á skíðum, sem undirbúa sig fyrir Ólympíuleik-
ana í Albertville, hafa staðið í ströngu síðustu daga og keppt á sjö mótum á
níu dögum í Austurríki.
Daníel meðal þeirra
bestu í Svíþjóð
DANÍEL Jakobsson, göngu-
maðurinn ungi frá ísafirði,
keppti tvívegis í Svíþjóð um
síðustu helgi og stóð sig vel.
Hafnaði í 2. og 5. sæti.
Daníel keppti á sunnudag í 11
km göngu með hefðbund-
inni aðferð í Vásarna og hafnað
í 5. sæti í sínum flokki. Hann var
1,20 mín. á eftir fyrsta manni.
Allir þeir sem voru á undan Daní-
el eru unglingalandsliðsmenn Sví-
þjóðar.
„Þetta var mjög sterkt mót þar
sem allir bestu göngumenn Svía
tóku þátt, enda um úrtökumót að
ræða fyrir Ólympíuleikana í Al-
bertville," sagði Daníel.
Á mánudaginn keppti hann síð-
an í 7,5 km göngu í Ytterhogdal
og náði 2. sæti, var 6 sekúndum
á eftir fyrsta manni. Sænsku
unglingalandsliðsmennirnir voru
ekki með. „Mér gekk mjög vel.í
þessu móti og lofar það góðu fyr-
ir framhaldið," sagði Daníel, sem
keppir í 30 km göngu, bikarmóti,
á sunnudaginn kemur.
Daníel er við nám í skíða-
menntaskólanum í Jerpen þar sem
flestir bestu skíðagöngumenn
Svía eru í námi. Hann keppir ekki
á Ólympíuleikunum í Albertville,
segir að sinn tími sé ekki kominn.
Markmiðið hjá honum í vetur er
að standa sig vel á heimsmeistara-
móti unglinga sem fram fer í
mars.
GETRAUNIR
Fyrsti vinning-
ur 80 milljónir?
Potturinn í sameiginlegum getraunum íslendinga og Svía verður stór
á morgun, því rúmar 46 milljónir sem ekki gengu út í síðustu viku
bætast nú við. Það er sú upphæð sem átti að vera fyrir tíu rétta, en þar
sem svo margir náðu þeim árangri fyrir viku var vinningurinn fyrir
hveija röð undir 200 krónum, og þegar svo er færist upphæðin milli
vikna, og bætist við fyrsta vinning. „Við gerum ráð fyrir að fyrsti vinning-
ur verði um 80 milljónir og heildar vinningsupphæðin um 180 milljónir,"
sagði Sigurður Baldursson, framkvæmdastjóri íslenskra Getrauna við
Morgunblaðið í gær.
URSLIT
2.
leikv.
©
Arsenal
Chelsea
Coventry
Crystal Palace
Manchester Utd.
Norwich
Nott’m Forest
Southampton
West Ham
Middlesbro
Southend
Swindon
Watford
Aston Villa
Tottenham
Queens Park R.
Manchester City
Everton
Oldham
Notts County
Sheffield Utd.
Wimbledon
Ipswich
Derby
Cambridge
Newcastle
Heimaleikir frá 1979 1 X 2 Mörk Úrslit Mín spá 1 x 2
7 2 2 25-14
2 2 2 7-7
5 2 1 14-7
2 2 4 10-12
3 6 3 9-9
1 0 1 2-2
2 0 1 5-4
1 0 0 2-0
0 0 3 4-7
2 2 2 8-7
0 0 0 0-0
0 0 0 0-0
3 4 2 14-10
Körfuknattleikur
NBA-deiidin á miðvikudag:
Boston Celtics - New York Knicks.99:95
Detroit Pistons - Sacramento Kings ..114:95
Clippers - Indiana Pacers.....104:102
Chicago Bulls - Miami Heat....108:106
New Jersey Nets - Minnesota....103:97
Philadelphia 76ers - Houston..114:104
San Antonio - Los Angeles Lakers.103:87
Milwaukee Bucks - Utah Jazz.....99:98
Phoenix Suns - Denver Nuggets.135:114
Orlando Magic - Seattle.......104:103
Íshokkí
NHI^-deildin á miðvikudag:
Buffalo Sabres - Quebec Nordiques..4:2
Montreal Canadiens - Boston Bruins.3:2
St Louis Blues - New York Rangers..5:3
Winnipeg Jets - Edmonton Oilers...5:2
Cálgary Flames - San Jose Sharks..10:3
Knattspyrna
■Spænska bikarkeppnin, þriðja umferð. Leik-
ir miðvikudag:
Real Oviedo - Atletico Madrid.....1:0
Real Murcia - Sevilla.............1:1
Benidorm - Sporting Gijon.........1:1
Real Betis - Athletic Bilbao......1:1
Real Madrid - Real Burgos.........4:0
Osasuna - Deportivo Coruna........3:2
Castellon - Logrones..............2:0
Keila
íslandsmótið, 1. deild, 10. umferð
M.S.F. - Lærlingar................2:6
PLS - J.P.-Kast...................8:0
Þröstur - Keiluvinir..............8:0
Hitt-liðið - Kakkalakkar..........8:0
Keilulandssveitin - K.R...........2:6
Staðan:
1. Lærlingar 64.stig, 2. PLS 54,3. KR52.
Staðan í 3. deild karla eftir 11 umferðir
er þannig: 1. Sveitin 70 stig, 2. Sveigur
67, 3. Stormsveitin 64.