Morgunblaðið - 10.01.1992, Page 48
Sovéskum
flugvélum
fækkaði
SOVÉSKUM flugvélum á íslcnska
loftvarnasvæðinu fækkaði talsvert
í fyrra frá árinu 1990. I fyrra
flaug varnarliðið á Keflavíkur-
flugvelli í veg fyrir 26 sovéskar
flugvélar á móti 45 árið áður.
Hámarki náði koma sovéskra her-
flugvéla á íslenska loftvarnasvæðinu
árið 1985 en þá var flogið í veg fyr-
ir 170 slíkar vélar. Þessum komum
hefur stöðugt farið fækkandi síðan.
Sjá nánar á bls. 25.
---» ♦---
Verslunarskólinn:
FLENSUFARALDUR herjar nú á
nemendur og kennara Verslun-
arskólans og eru dæmi um að alit
að heimingur nemenda í bekk
liggi veikur heima. í gærdag til-
kynntu rúmlega 50 nemendur
veikindi og fimm kennarar voru
forfallaðir vegna flensunnar.
Valdimar Hergeirsson, yfirkennari
í Verslunarskólanum, segir að hann
muni ekki eftir jafnmiklum forföllum
hjá kennurum í einu vegna veikinda
við skólann og það sé sjaldgæft að
5% nemenda tilkynni veikindaforföll
sama daginn eins og gerðist í gær-
dag. „Við höfum dæmi um að allt
að helmingur eins bekkjar liggi nú
í flensu en veikindin hafa komið við
sögu í flestum bekkjardeildum," seg-
ir Valdimar. „Sjálfur hef ég ekki
farið varhluta af þessum veikindum
því bæði dóttir mín, sem er nemandi
hér, og eiginkona liggja heima með
flensu."
í máli Valdimars kemur fram að
nú er að ijúka fyrstu kennsluviku
skólans eftir jólafrí. Hann segir að
veikindi kennaranna fimm hafi gert
það að verkum að fella þurfti niður
kennslu í stöku greinum en að öðru
leyti sé skólastarf eðlilegt.
Handrið á Ráðhúsbrúna
Morgunblaðið/KGA
Framkvæmdum utandyra við Ráðhúsið miðar vel og er búist við að
þeim verði lokið snemma í vor. Verið er að koma upp handriði og
sérstakri lýsingu á brúnni frá Ráðhúsinu að Iðnó og nýttu menn sér
ísinn á Tjörninni til að auðvelda sér verkið.
Starfsfólki á sjúkrahúsum
fækkað og deildum lokað
UPPSAGNIR, aðliald í inannaráðningum, niðurskurður yfirvinnu og
áframhaldandi lokanir deilda eru framundan hjá sjúkrahúsunum vegna
niðurskurðar á útgjöldum til þeirra á fjárlögum. Sjúkrahúsin vinna
nú að gerð tillagna til heilbrigðisráðuneytis um það hvernig mæta
megi 5% flötum niðurskurði. Heilbrigðisráðherra hefur liins vegar til
ráðstöfunar um 500 milljónir króna á sérstökum fjárlagalið, sem nota
má til að milda niðurskurðaraðgerðir.
Logi Guðbrandsson framkvæmda-
stjóri Landakotsspítala segir að ljóst
sé að þessi mikli niðurskuður sem
boðaður er á fjárveitingum til spítal-
ans muni hafa í för með sér veruleg-
an samdrátt í rekstri hans. „Hinsveg-
ar höfum við ekki lagt niður fyrir
okkur með hvaða hætti við mætum
þessum niðurskurði en það verður
gert á næstu dögum,“ segir Logi. í
máli hans kemur fram að skera á
niður um 480 milljónir króna í fjár-
veitingum til spítalans og þar af á
launaliður að minnka um 350 milljón-
ir króna. Það segi sig því sjálft að
fólki verður fækkað og deildum lokað
á spítalanum.
Davíð A. Gunnarsson, forstjóri
Ríkisspítala, sagði í samtali við
Morgunblaðið að stjórnendur Rík-
Frjálst Framtak hf.:
Ríkisskattstjóri áætlar 77 millj.
viðbótargjöld fyrir 1985-1988
Um ágreining en ekki undanskot að ræða, segir Magnús Hreggviðsson stjórnarformaður
isspítala vissu ekki hversu mikið þeir
myndu fá í sinn hlut af sérsjóði heil-
brigðisráðherra og því væri erfitt að
gera sér grein fyrir því hver niður-
skurðurinn yrði nákvæmlega. Davíð
sagði að ef 5% niðurskurður kæmi
niður á Ríkisspítölum af fullum
þunga, þýddi það 300 milljónum
króna minna fé en á síðasta ári.
Davíð sagði að eins og staðan var
í fjárlagagerðinni áður en ákveðið
var að grípa til 5% flata niðurskurð-
arins, hefði vantað um 50-100 millj-
ónir upp á að Ríkisspítalar fengju
sömu framlög og í fyrra. „Það eru
peningar, sem við þurfum að ná inn
mjög hratt. Við höfum þegar hert
aðhald að yfirvinnu, ráðningum
starfsfólks og annað slíkt,“ sagði
Davíð. Hann sagði að önnur bæklun-
ardeild Landspítala, sem verið hefur
lokuð, yrði ekki opnuð á ný. „Hér
er búið að stíga mjög harkalega á
bremsurnar," sagði hann.
Jóhannes Pálmason, fram-
kvæmdastjóri Borgarspítalans, sagði
að 5% flatur niðurskurður þýddi hátt
Um helming-
ur nemenda
í bekk ligg-
ur veikur
RÍKISSKATTSTJÓRI hefur að lokinni skoðun á vegum embættisins
á bókhaldi Frjáls Framtaks hf. á árunuin 1985-1988 lagt um 77
milljón króna áætluð viðbótargjöld á fyrirtækið fyrir þann tíma.
Afskipti embættisins af málinu hófust árið 1989. Þetta hefur
Morgunblaðið eftir hcimildum sem Magnús Hreggviðsson stjórn-
arformaður Fijáls Framtaks staðfesti í gær að væru réttar. Garðar
Valdimarsson ríkisskattstjóri vildi hins vegar ekkert um málið segja
þegar eftir var leitað í gær og staðfesti ekki að mál fyrirtækisins
væru til meðferðar hjá embættinu. Magnús Hreggviðsson sagði við
Morgunblaðið í gær að um væri að ræða áætlun skattayfirvalda,
sem fyrirtækið ætti eftir að gera athugasemdir við og sú áætlun
væri víðsfjarri því að vera niðurstaða í málinu. Hann kvaðst ekki
kvíða endanlegri niðurstöðu ríkisskattanefndar í málinu. Magnús
sagði að mál þetta snerist ekki um undanskot tekna heldur væri
um efnislegan ágreining að ræða.
Aðallega snerist sá ágreiningur
um tvö atriði. Hvað væri frádrátt-
arbær kostnaður í rekstri þeim sem
félagið hafði með höndum á fyrr-
greindum tíma og um það hversu
mikið af yfirfæranlegu tapi fyrir-
tækja sem Fijálst Framtak keypti
og sameinaði rekstri sínum á árun-
um 1985-1988 ættu að nýtast fyr-
irtækinu.
„Fijálst Framtak á eftir að koma
á framfæri miklu af svörum og
skýringum sem leiða munu til allt
annarrar niðurstöðu. í skýrslu
skattyfirvalda kemur fram ýmis
misskilningur sem byggist á van-
þekkingu á eðli þess rekstrar sem
fyrirtækið hafði með höndum á
þeim tíma sem málið tekur til,“
sagði Magnús.
Hann sagði að í samræmi við lög
væri fyrirtækið nú að vinna að
undirbúningi kæru vegna álagning-
arinnar til Ríkisskattstjóraembætt-
isins sem að því búnu mundi kveða
upp úrskurð um eigin verk. „Eftir
það getum við — og munum örugg-
lega — skjóta málinu til Ríkis-
skattanefndar, sem er dómstóll og
hlutlaus aðili. Ég er viss um að
þegar málið kemur þangað verður
hlustað á sjónarmið okkar. Ég kvíði
ekki þeirri niðurstöðu," sagði
Magnús.
Magnús Hreggviðsson sagðist
ekki í vafa um að mál þetta ætti
eftir að enda vel fyrir Fijálst Fram-
tak og að fjárhæðir verði á endan-
um allt aðrar og miklum mun lægri.
Hann sagði að þetta mál kæmi
útgáfufyrirtækinu Fróða hf., sem
tók til starfa í ársbyijun 1990, á
engan hátt við.
í 200 milljóna króna minna rekstr-
arfé fyrir spítalann. Ljóst væri að
engar deildir, sem nú væru lokaðar,
yrðu opnaðar á árinu. Jóhannes sagð-
ist óttast að til frekari lokana deilda
myndi koma. „Þessi sparnaður verð-
ur sársaukafullur og erfiður.“
Jóhannes sagði að til að byija með
yrði gripið til hefðbundinna sparn-
aðaraðgerða. Dregið yrði úr yfir-
vinnu og engar nýráðningar eða
afleysingaráðningar heimilaðar.
Hann sagði að hefðbundnar aðhalds-
aðgerðir dygðu þó skammt. Af
rekstrarkostnaði færu 70% í laun,
afgangurinn í lyf, hjúkrunarvörur,
mat o.s.frv. Búið væri að ganga á
annan kostnað en launakostnað hvað
eftir annað, og Iaun væru háð kjara-
samningum.