Morgunblaðið - 30.01.1992, Blaðsíða 1
56 SIÐUR B
24. tbl. 80. árg. FIMMTUDAGUR 30. JANÚAR 1992 Prentsmiðja Morgunblaðsins
Moskvu. Reuter, The Daily Telegraph.
VIÐRÆÐUNUM um málefni Miðausturlanda lauk í Moskvu í gær og
embættismenn frá rúmlega tuttugu ríkjum skipuðu vinnuhópa sem
eiga að koma saman í hinum ýmsu borgum heims í vor til að ræða
staðbundin málefni Miðausturlanda. Palestínumenn tóku ekki þátt í
viðræðunum í gær vegna deilu þeirra við ísraela um hvort sendinefnd
þeirra mætti vera skipuð útlægum Palestínumönnum. Hanan As-
hrawi, talsmaður palestínsku sendinefndarinnar, kvaðst vongóð um
að gengið yrði að kröfu Palestínumaniia.
Skipaður var sérstakur vinnuhóp-
ur um efnahagsþróun í Miðaust-
urlöndum sem á að koma saman í
Brussel 11.-12. maí og annar um
takmörkun vígbúnaðar sem hittist í
Washington í bytjun maí. Hópur um
umhverfismál kemur að öllum líkind-
um saman í Tókýó í lok apríl og tjórði
hópurinn fjallar um flóttamenn um
sama leyti í Kanada. Ennfremur er
ráðgert að vinnuhópur um vatns-
réttindi haldi fundi í Austurríki eða
Tyrklandi.
Hanan Ashrawi og Faisal al-Hus-
seini, formaður palestínsku sendi-
nefndarinnar, ræddu við James Ba-
ker, utanríkisráðherra Bandaríkj-
anna, í 90 mínútur eftir að viðræðun-
um lauk. Baker lagði til á þriðjudag
að palestínska sendinefndin mætti
vera skipuð Palestínumönnum utan
hernumdu svæðanna á síðari stigum
viðræðnanna, en því hafa ísraelar
verið andvígir. Bandarískir embætt-
ismenn lögðu í gær áherslu á að
Baker hefði aðeins lagt þetta til en
ekki lofað neinu. Hanan Ashrawi
sagði hins vegar eftir fundinn með
Baker að mjög miklar líkur væru á
því að Palestínumenn utan her-
numdu svæðanna tækju þátt í næstu
lotu friðarviðræðnanna.
David Levy, utanríkisráðherra
ísraels, kvaðst ánægður með árang-
ur viðræðnanna í Moskvu þótt Pal-
estínumenn, Sýrlendingar, Líbanir,
Alsírbúar og Jemenar hefðu ekki
tekið þátt í þeim. „Eg tél að þátt-
taka ríkja frá Norður-Afríku til
Arabíuskaga sé mikill sigur fyrir
ísraela," sagði hann. Viðræðurnar í
Moskvu marka tímamót að því leyti
að þá settust fulltrúar sex araba-
ríkja á Persaflóasvæðinu og þriggja
Norður-Afríkuríkja í fyrsta sinn að
samningaborði með ísraelum.
Moskvubúar fylgjast með Jeltsín þegar hann tilkynnti, að Rússlandsstjórn væri reiðubúin að fækka
langdrægum kjarnavopnum en jafnframt skoraði hann á Bandaríkjastjórn að taka þátt í að koma á
alheimsvarnarkerfi gegn kjarnorkuvopnum.
Jeltsín boðar mikla fækkun
langdrægra kjamorkuvopna
Svar við yfirlýsingu Bush um 50 milljarða dollara minni útgjöld til varnarmála
Moskvu. Reuter.
BORIS Jeltsín, forseti Rússlands,
kvaðst í gær reiðubúinn að fækka
kjarnaoddum í langdrægum eld-
flaugum um 2-2.500. Voru þetta
viðbrögð hans við tilboði George
Reuter
Ólympíuleikar í Albertville
Sem betur fer vantar ekki snjóinn í Albertville í Frakklandi en þar
verða 25. Vetrarólympíuleikarnir settir laugardaginn 8. febrúar
næstkomandi. Hér er verið að moka snjó af bobbsleðabrautinni. Fimm
íslenskir keppendur fara til Albertville og í fyrsta sinn frá því íslend-
ingar tóku fyrst þátt í Olympíuleikum árið 1908 verður kona fánaber-
inn, Ásta Sigríður Halldórsdóttir, skíðakona frá ísáfirði.
Bush Bandaríkjaforseta, sem
fram kom í stefnúræðu hans í
fyrrakvöld, um fækkun lang-
drægra kjarnavopna og 50 millj-
arða dollara niðurskurð herút-
gjalda á næstu fimm áruin. Hefur
yfirlýsingum beggja verið fagnað
víða á Vesturlöndum.
Jeltsín sagði þetta í sjónvarps-
ávarpi áður en hann hélt í opinbera
heimsókn til Bretlands, sem hefst í
dag. Hann hvatti einnig til þess kom-
ið yrði á hnattrænu varnarkerfi gegn
kjarnavopnum og að komið yrði á
fót alþjóðlegri stofnun sem hefði eft-
irlit með afvopnun. Hann lofaði að
ekki yrði efnt til neinna heræfinga
á árinu með þátttöku fleiri en 13.000
hermanna og kvaðst þegar hafa
stöðvað framleiðslu nokkurra
tegunda sprengjuþotna og lang-
drægra stýriflauga.
„Eg er sannfærður um að þessi
tilboð þjóna hagsmunum Rússlands
og annarra ríkja heims. Verði þessar
hugmyndir að veruleika tryggja þær
okkur ekki aðeins öruggara líf heldur
einnig þægilegra líf,“ sagði Jeltsín.
„Tilboð okkar grafa ekki á nokkurn
hátt undan öryggi Rússlands og ríkja
Samveidisins."
Jeltsín minntist ekki á hvers konar
eldflaugum yrði tortímt en sagði að
hann myndi ræða það við bandarísk
stjórnvöld í fyrirhugaðri heimsókn
sinni til Bandaríkjanna. „Við höfum
undirbúið tilboð um mikla fækkun
langdrægra árásarvopna . .. um allt
að 2.000 til 2.500 kjarnaodda á hvorn
aðila,“ sagði hann.
Jeltsín áréttaði einnig að lang-
drægum kjarnavopnum undir stjórn
Rússa yrði ekki miðað á skotmörk í
Bandarj'kjunum í framtíðinni. Hann
sagði að rússnesk stjórnvöld myndu
einnig reyna að ná samkomulagi við
Kínveija um fækkun hermanna við
landamæri ríkjanna.
James Baker, utanríkisráðherra
Bandaríkjanna, sem var í Moskvu
vegna Miðausturlandaviðræðnanna,
sagði að Jeltsín og Bush hefðu báðir
lagt fram róttæk tiiboð um afvopnun
sem endurspegluðu breytingarnar í
heimspólitíkinni. „Bæði tilboðin verð-
skulda að vera tekin til alvarlegrar
athugunar," sagði hann.
í stefnuræðu sinni í fyrrakvöld
gerði Bush grein fyrir fjárlagafrum-
varpi stjómarinnar en í því er kveðið
á um 50 milljarða dollara niðurskurð
á útgjöldum til varnarmála á næstu
fimm árum. Felst það meðal annars
í fækkun langdrægra eldflauga auk
þess sem smíði B-2-sprengjuflugvél-
arinnar verður hætt.
Manfred Wörner, framkvæmda-
stjóri Atlantshafsbandalagsins,
fagnaði í gær tillögum þeirra Bush
og Jeltsfns og svo var einnig með
Helmut Kohl, kanslara Þýskalands,
og stjórnvöld á Spáni. Tom King,
varnarmálaráðherra Bretlands, tók
undir það með þeim en sagði, að
breska stjórnin ætlaði ekki að skera
niður sína litlu kjarnorkuvopnaeign,
heldur auka hana aðeins.
Sjá fréttir á bls. 20.
Þýskaland:
Handknattleik og her-
mennsku jafnað saman
Bonn. Daily Telegraph.
ÞJÓÐVERJI nokkur, sem vill vera undanþeginn hcrþjónustu af sam-
viskuástæðum, hefur fengið þvert nei við þeirri málalcitan sinni. Ástæð-
an er sú, að hann leikur handboita. Undanþágunefnd hersins segir það
sýna að hann sé tilbúinn til að taka þátt í „ofbeldisfullum hermennsku-
leik“.
Þessi niðurstaða nefndarinnar
hefur hneykslað marga og dagblað-
ið Frankfurier Allgemeine fjallar
um hana í leiðara. Segir þar að
skoðun undanþágunefndarinnar sé
þessi: „Sá, sem stundar íþróttir, er
ofbeldisfullur og sá, sem er ofbeldis-
fullur, má alls ekki fara á mis við
hermennskuna."
Þegar þýski herinn tekur afstöðu
til umsókna um undanþágu frá her-
þjónustu eru áhugamál umsækjand-
ans athuguð sérstaklega. Stundi
hann íþróttir, til dæmis hnefaleika,
skotfími eða jafnvel bara skíði,
stendur hann strax heldur illa að
vígi. Það er svo allt annar handlegg-
ur, að litlar líkur eru á, að þýska
hernum verði beitt í stríði á næst-
unni og starf hermannsins er því
hættuminna en margt annað.
Viðræðumar um fríð í Miðausturlöndum:
Vinnuhópar um
staðbundin mál
koma saman í vor