Morgunblaðið - 30.01.1992, Blaðsíða 7
7
M0RGUNBLAÐI8-FIMMTUDAGUR* 30* JANÚAR 1992
Marta Ernstdóttir
]Ég teh Diet Cokeframyfir;
bad ersvo svalandi“
Leifur Magnússon framkvæmdastjóri hjá Flugleiðum og formaður Flugráðs:
Vísar á bug að tengsl við Flugleið-
ir hafi áhrif á afstöðu Flugráðs
LEIFUR Magnússon, formaður
Flugráðs og framkvæmdastjóri
hjá Flugleiðum, vísar á bug
gagnrýni á það að fjórir af tíu
núverandi aðal- og varamönn-
um í Flugráði séu núverandi eða
fyrrverandi starfsmenn Flug-
leiða. Hann segir að engin rök
hafi verið færð fyrir því að af-
greiðsla mála hjá Flugráði hafi
borið þess merki að menn
tengdir Flugleiðum eigi þar
sæti og segir að félagið hafi
aldrei reynt að hafa áhrif á af-
greiðslu mála innan ráðsins.
Hann segir ákveðna menn ávallt
selja fram gagnrýni á skipan
ráðsins þegar það afgreiði ekki
erindi á þann hátt sem þeir
sjálfir kjósi.
í flugráði sitja þrír þingkjömir
fulltrúar og þrír þingkjörnir vara-
menn þeirra, svo og tveir fulltrúar
og tveir varamenn þeirra sem sam-
gönguráðherra skipar og lögum
samkvæmt skulu þeir sem til-
nefndir eru af ráðherra búa yfir
sérþekkingu á flugmálum.
Hinir þingkjörnu fulltrúar eru
nú alþingismennirnir Arni Johnsen
og Sigbjörn Gunnarsson og Skúli
Alexandersson fyrrverandi alþing-
ismaður. Varamenn þeirra eru
Viktor Aðalsteinsson, fyrrverandi
flugstjóri hjá Flugleiðum, Málm-
fríður Sigurðardóttir, fyrrverandi
alþingismaður, og Jörundur Guð-
mundsson, fyrrverandi starfsmað-
ur Arnarflugs-innanlands. Skipað-
ir af samgönguráðherra eru Birgir
Þorgilsson ferðamálastjóri og Leif-
ur Magnússon, framkvæmdastjóri
hjá Flugleiðum og formaður Flug-
ráðs. Varamaður Birgis er Kristján
Egilsson flugstjóri hjá Flugleiðum
og varamaður Leifs Magnússonar
og varaformaður Flugráðs er
Hilmar B. Baldursson flugmaður
hjá Flugleiðum.
í Morgunblaðinu í gær gagn-
rýndi Halldór Sigurðsson fram-
kvæmdastjóri Atlantsflugs ítök
starfsmanna Flugleiða í ráðinu.
Leifur Magnússon lagði áherslu
á að gert væri ráð fyrir að hinir
ráðherraskipuðu fulltrúar í Flug-
ráði hefðu til að bera sérþekkingu
á flugmálum. Þeir séu skipaðir
sem einstaklingar með sérþekk-
ingu, ekki sem starfsmenn flugfé-
lags. „Hér á landi er slík sérþekk-
Þingvallavegur:
Lægsta til-
boð helming-
ur kostnað-
aráætlunar
VEGAGERÐIN fékk tuttugu til-
boð í lagningu 3'/2 km kafla á
Þingvallavegi sem nýlega var
boðin út. Lægsta tilboðið er frá
Fossvélum hf. á Selfossi, rúm-
lega helmingur þess verðs sem
Vegagerðin hafði áætlað að
verkið kostaði.
Kaflinn á Þingvallavegi er frá
Álftavatni að Búrfellsvegi og er
3,64 km að lengd. Verktaki á að
skila veginum af sér fyrir 15. júní
í sumar.
Tilboð Fossvéla hf. er 8.623.600
kr. en kostnaðaráætlun Vegagerð-
arinnar 16.379.847 kr. Tilboðið er
því 52,6% af áætlun. Næstlægstu
tilboð eru um 9,5 milljónir kr. Alls
buðu tuttugu verktakar í vegar-
kaflann og voru sextán tilboð und-
ir kostnaðaráætlun.
ing ekki fengin nema með vinnu
hjá Flugmálastjórn eða flugfélög-
um,“ sagði hann. Hann sagði að
ef inn á borð Flugráðs kæmu mál
sem snertu Flugleiðir hefðu hann
og aðrir starfsmenn félagsins setið
hjá við atkvæðagreiðslur en tekið
þátt í afgreiðslu mála að öðru leyti.
Til að gefa ekki tilefni til gagn-
rýni um að verið væri að leggja
stein í götu samkeppnisaðila ætti
þetta einnig við ef fyrir væru tek-
in mál annarra aðila sem haft
gætu áhrif á samkeppnisaðstöðu
Flugleiða.
Þá sagði Leifur að ráðið hefði
ekki ákvörðunarvald heldur færi
með stjórn flugmála undir yfir-
stjórn ráðherra sem tæki ákvarð-
anir í málum sem ráðið fjallaði um.
Meirihluti ráðsins- væri skipaður
þingkjörnum fulltrúum en hlut-
verk hinna tveggja sérfróðu væri
einkum að leggja til álit byggð á
sérþekkingu sem hinir þingkjörnu
fulltrúar gætu eftir atvikum tekið
mark á eða leitt hjá sér.
Um afgreiðslu máls Atlants-
flugs sagði Leifur að hann hefði
þá verið erlendis og varamaður
sinn hefði stýrt umfjöllun ráðsins
um það efni.
Hann kvaðst aðspurður ekki
þekkja hvort starfsmenn flugfé-
laga sætu í hliðstæðum ráðum í
öðrum löndum.
Verslun ÁTVR
í Austurstræti
NY verslun ÁTVR í Austurstræti
10 verður opnuð næstkomandi
þriðjudag og kemur hún í stað
verslunarinnar við Lindargötu, en
síðasti afgreiðsludagur í henni
verður á morgun, föstudag.
Að sögn Höskuldar Jónssonar for-
stjóra ÁTVR verður verslunin með
svipuðu sniði og verslanir í Kringl-
unni, á Seltjamarnesi og í Mjódd.
Útsölustjóri verður Ottó Hreinsson.
Steinunn Sæmundsdottir
Éeheld mér ífínuformi
"tneð Diet Coke.“
Þorgrímur Þráinss^T^^
„Ég ml halda mér ígóðu f0rmi
og vel Diet Cokeu
G„í»mundur Þorbjomsson
MérþyH'P’* ,aneb'S‘
♦Hitaeinmgar: 0,32 kcal í lOOml.