Morgunblaðið - 30.01.1992, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 30.01.1992, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. JANÚAR 1992 31 Sigríður Hallgríms dóttír - Minning Fædd 29. apríl 1895 Dáin 17. janúar 1992 Það hefur löngum þótt merkileg innstæða í lífinu að eiga eina eða fleiri góðar frær.kur um bæinn. Þess konar ígildi munu hafa orðið fátækum skáldmennum og skóla- piltum til lífs hér áður fyrr og mörg- um manninum hugarlýsing í skammdeginu. Sigríður Hallgríms- dóttir, sem nú er horfin héðan af heimi í hárri elli, var mér slík stoð og þótt stundum liði nokkuð langt milli heimsókna hefur vitundin um varðstöðu slíks vinar ávallt vakið með mér öryggi og einnig nokkurt stolt. Guðrún Sigríður Hallgrímsdóttir fæddist í Keflavík en þar bjuggu foreldrar hennar um hríð en þau voru hjónin Eyrún Eiríksdóttir og Hallgrímur Guðmundsson. Eyrún var af Suðurlandi í nærættir, tiltak- anlega glæsileg kona með yfir- bragði sem fremur minnti á Rómar- ríki en hin germönsku lönd; þó var skaplyndi hennar rólegt. Eyrún var íhugul, greind og kyrrlát. Hallgrím- ur var sonur Guðmundar Guð- mundssonar bónda en hann var seinni maður Guðlaugar Sigurðar- dóttur frá Votamýri en hún bjó á Ólafsvöllum, ekkja eftir Eirík Ei- ríksson frá /Reykjum. Hallgrímur fórst ungur í veiðiferð með skipi sínu árið 1907 er Sigríður var tólf ára. Verður þá úr, að Sigríður flyst á heimili föðurbróður síns, Sigurðar Eiríkssonar, en hann var þá fluttur með fjölskyldu sína í bæinn til að ganga í þjónustu bindindishreyfing- arinnar og helga henni krafta sína. Varð Sigurður með tímanum af- kastamesti áróðursmaður reglunn- ar og fylgismaður bannlaga, en hann var einnig góður orgelleikari og kenndi mörgum á hljóðfæri. Þau Sigurður- og Svanhildur kona hans áttu rúmgott heimili og þar er Sig- ríður um margra ára skeið sem eitt af börnum þeirra. Var Sigríði tíð- rætt um það góða atlæti er hún naut og þá blíðu er þau auðsýndu henni frændi hennar, kona hans og börn. Jafnaði Sigríður jjíslega met- in með ýmsum hætti er tímar liðu fram. Upp úr tvítugu kynnist Sigríður Halldóri Guðmundssyni útgerðar- manni frá Siglufirði og þau ganga í hjónaband. Eftir nokkurra ára búsetu hér syðra flytjast þau til ævintýrabæjarins við Sigluijörð og þar er Sigríður búsett meira og minna næsta aldarfjórðunginn. Halldór, sem var fæddur í Húna- vatnssýslu, var kunnur athafna- maður með vígslu í mesta síldarbæ veraldarinnar, glúrinn og hugmynd- aríkur; honum hélst betur á efnum sínum en mörgum öðrum á þeim tíma þegar mörg ævintýrin urðu endaslepp. Þau Sigríður eignuðust þijú börn sem urðu hvert með sínum hætti mikið myndarfólk og viðriðin sókn þjóðarinnar til auðs og menn- ingar: Elst er Birna. Hún átti Vil- hjálm Guðmundsson Finnbogason- ar, verkfræðing og framkvæmda- stjóra Síldarverksmiðja ríkisins. Þau eignuðust þrjú börn. Vilhjálmur lést árið 1969 vegna afleiðinga eft- ir harkalegt bílslys nokkrum mánuðum áður. Þetta var mikið reiðarslag fyrir fjölskylduna og Vil- hjálmur öllum harmdauði. Annað barn þeirra var Gunnar sem eftir Verslunarskólanám gekk að eiga Guðnýju Óskarsdóttur Halldórsson- ar. Gunnar hélt sömu leið sem faðir- inn og tengdafaðirinn og batt örlög sín og sinna við síldina — hið hverf- ula silfur hafsins. Gunnar gerðist umsvifamikill í þeim útvegi víða um land og Guðný í þéttri fylgd með honum enda öllum hnútum kunnug í þessum atvinnuvegi. Þau eignuð- ust sjö börn. Mitt í velgengninni varð Gunnar að lúta í lægra haldi fyrir válegum sjúkdómi, hann lést 1973, enn á besta aldri. Enn er fjöl- skylda Sigríðar lostin þungum harmi. Yngsta barn þeirra Sigríðar og Halldórs er Sævar ljósmyndari. Hann hefur séð framan. í margan íslendinginn því um árabil tók hann myndir af skólafólki víða um land. Sævar slapp ekki alveg úr segul- sviði síldarinnar því nokkrum sinn- um stjórnaði hann fólki og athöfn- um á síldarbryggjum fyrir norðan þegar saltað var og staflað. Kona Sævars er Auður Jónsdóttir Jónss- onar húsasmíðameistara, en Auður er, eins og Sævar, lærð í fræðum ljósmyndara. Sævar var áður kvæntur Helgu Júníusdóttur frá Akureyri en hún lést eftir erfítt sjúkdómsstríð 1953, þá 26 ára göm- ul. Þau áttu eina dóttur sem nú býr á Akureyri. Auður og Svavar eiga fjögur börn. Svo fór að þau skildu, Sigríður og Halldór, eftir margra ára hjóna- band. Sigríður kynntist Ingvari Guðjónssyni sem var landskunnur og mikilvirkur síldarkaupmaður. Tókst með þeim vinátta og ástar- samband og þeim fæddist dóttir ein fríð sem skírð var Sigríður Inga. í þeim svifum er Sigríður flutt til Reykjavíkur og rekur rhatsölustað. Þótti allt í þeim rekstri einkar fág- að og vandað. Fáeinum árum síðar flytja þær mæðgur aftur norður og Sigríður setur á stofn matsölu og veitingastað ekki langt frá mestu athafnasvæðunum á Siglufirði. Var það hús kallað Gullfoss. Inga, sem er yngst, barn Sigríðar, vex nú upp undir handaijaðri móður sinnar. Fundu þær með tíð og tíma báðar styrk í því að mynda félagsbú og höfðu þann háttinn á í marga ára- tugi. Hefur Inga lítt vikið frá móð- ur sinni fyrr en nú fyrir fáum árum er hún gekk í hjónaband með Alm- arri Gunnarssyni framkvæmda- stjóra. Inga hefur þó litið mjög til með sinni kæru móður og ávallt verið í kallfæri. Auðsætt 'var að ævi Sigríðar Hallgrímsdóttur hefur gárast af ýmsum atvikum og atburðum og sumum æði þungbærum. Aldrei sást henni þó bregða. Einstætt jafn- lyndi hefur einkennt vegferð hennar og þess konar skynsemi og úr- vinnsla lífsreynslu að hún lét ekki það hagga sér sem skók og skelfdi venjulegar manneskjur. Fas hennar var merkt látlausri fyrirmennsku, ekki beinlínis hlýtt en ávallt gott og sefandi og dýpra sá til hins blíða bliks. Sigríður var einkar laus við áleitni eða áreitni; hún hélt ákveð- inni fjarlægð frá flestu fólki en kunni, þrátt fyrir hlédrægni, ein- staklega vel að vera með gestum og ræða hennar var þá svo skýr, að mörg ár í háskólum hefðu varla getað bætt þar um. Það var ekki háttur Sigríðar að leita í sviðsljósið, eins og þegar má skilja, en ef hún birtist á mannamóti stungu menn saman nefjum og spurt var: Hver er hún þessi teinrétta kona með þennan meitlaða svip sem lýsir innri ró og vitsmunum? Ég leit Sigríði fyrst augum lítill drengur og sá hana upprétta fyrir nokkrum vikum. Ekki var áberandi mun að sjá á dagfari hennar allt þetta langa skeið. Dyggðir hennar og lundarfar voru á þann veg ofín að hún kom ávallt fyrir sem fagurt dæmi um hinn ágæta íslenska kyn- stofn, hún lét sér ekki bregða við hin þungu höggin og var lengst af fótviss á klungri langrar ævileiðar. Sigríður skilur eftir minningar um fastmótaða og stöðuglynda per- sónu. Hún var ætíð heilsugóð og miðlaði af innri styrk sinum og jafn- vægi. Gilti þá einu hvort hún stýrði rekstri á Siglufirði eða fyrirtæki í Reykjavík, alls staðar hlaut hún virðingu. Emil Als. Mig langar að minnast hér með nokkrum orðum ömmu minnar, Sig- ríðar, sem lést 17. janúar sl. á 97. aldursári. Amma hét fullu nafni Guðrún Sigríður og bar hún nöfn móð- urömmu sinnar og ömmusystur en sjálf notaði hún eingöngu Sigríðar- nafnið. Amma fæddist 29. apríl 1895 í Keflavík. Foreldrar hennar voru hjónin Eyrún Eiríksdóttir og Hall- grímur Guðmundsson. Faðir henn- ar, sem var sjómaður, drukknaði þegar hún var aðeins 12 ára göm- ul. Amma átti einn bróður sem komst upp. Hét sá Einar en hann fórst einnig í sjóslysi aðeins um tvítugur að aldri, árið 1925. í uppvextinum átti amma aðal- lega heima í Reykjavík. Þegar hún var ung stúlka fór hún og lærði matreiðslu hjá frú Ástu Hallgríms- t Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför elskulegs sonar okkar, bróðurs og barnabarns, KRISTJÁNS FRIÐBERGS BJARNASONAR. Ásthildur Hilmarsdóttir, Bjarni Kristjánsson, Sveiney Bjarnadóttir, Brynjar Þór Bjarnason, Sveiney Þormóðsdóttir, Ragnheiður Þorsteinsdóttir. t Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, ÓLÖF GÍSLADÓTTIR, Gröf, Skaftártungu, verður jarðsett frá Grafarkirkju laugardaginn 1. febrúar kl. 13.30. Blóm og kransar vinsamlegast afbeðnir, en þeim, sem vilja minn- ast hennar, er bent á Grafarkirkju. Rúta fer frá Umferðarmiðstöðinni kl. 8.30. Þuríður Jóhannesdóttir, Árni Jóhannesson, Helga Ingimundardóttir, Sigursveinn Jóhannesson, Guðrún Guðlaugsdóttir, Páll Jóhannesson, María Kristinsdóttir, Kjartan Auðunsson, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. son, sem rak veitingasölu í Templ- ast með þar og jafnvel frá að brjóta arasundi. Einnig gekk hún í kvöld- saman þvott og taka í stykki með skóla. Hvort tveggja reyndist henni konunum, sem þar unnu. Var séð gott veganesti. til þess að ég lærði réttu handtök- Hinn 3. mars 1918 giftist amma in, því að allt þurfti að vanda vel. Sigríður afa mínum, Halldóri Guð- Var amma afar nákvæm með allt, mundssyni, Björnssonar, bónda í sem þarna fór fram og varð mér Böðvarshólum í Vestur-Húnavatns- ljóst að starfsfólkið bar mikla virð- sýslu og Þórdísar Hansdóttur frá ingu fyrir henni sem yfírmanni. Litla-Ósi. Halldór afi var einn af Vorið sem amma varð áttræð brautryðjendum í síldarsöltun og heimsótti hún okkur Þórarin til þegar þau amma kynntust hafði /Edinborgar þar sem við dvöldum hann þegar hafíst handa við síldar- um tíma. Var mjög gaman að fá söltun á Siglufirði. Fyrstu búskap- hana í heimsókn og áttum við sam- arárin bjuggu þau í Hafnarfífði. Á an margar ánægjustundir. Man ég þessum tíma taldi fólk ekki eftir að við fórum einu sinni sem oftar sér að ganga á milli Hafnarfjarðar í langa gönguferð um fallegar slóð- og Reykjavíkur. Minnist ég frá- ir og hafði ég áhyggjur af því að sagnar ömmu af því þegar hún göngutúrinn væri orðinn fulllangur sagðist stundum hafa gengið þarna fyrir hana. Nei, hún hélt nú ekki, á milli, t.d. þegar hana vantaði efni en hún skyldi snúa við ef ég væri í nýja svuntu eða nýtt slifsi við ís- orðin þreytt! Þetta var henni líkt. lenska búninginn sinn. Þá brá hún Amma Sigríður var glæsileg sér bara bæjarleið fótgangandi til kona, grannvaxin og bein í baki að versla í Reykjavík. alla tíð, svo eftir var tekið. Hún bar Þótt amma og afi væru búsett í höfuðið hátt og var yfír henni mik- Hafnarfírði dvöldu þau á sumrin á il reisn. Hún var alltaf ákaflega vel Siglufirði og í kringum 1924-25 klædd og í takt við tískuna á hveij- settust þau þar að. Bjuggu þau í um tíma. Bar hún aldurinn svo vel, húsi því er afi nefndi Frón og voru að í mínum huga var hún aldrei þau bæði gjarnan kennd við það gömul kona. Ég var alltaf ákaflega hús. Auk þess að vera með útgerð stolt af ömmu Sigríði og fannst rak afí verslun í Frón, og amma mikið til þess koma að eiga svona var þar með veitingarekstur. unglega og fallega ömmu. Amma Sigríður og afi Halldór Amma var mjög elskuleg og já- eignuðust þijú börn: Bimu (f. 1918, kvæð manneskja en hreinskiptin. sem gift var Vilhjálmi Á. Guð- Það var gott að leita til hennar því mundssyni verkfræðingi (d. 1969); hún tók gjarnan málstað okkar Gunnar, útgerðarmann (f. 1921, d. unga fólksins. Hún kvartaði yfir- 1973) var kvæntur Guðnýju Ósk- leitt ekki yfir einu né neinu en var arsdóttur; og Sævar, ljósmyndara ávallt ákaflega þakklát fyrir það (f. 1923), giftur Helgu Rannveigu sem fyrir hana var gert. Hún var Júníusdóttur (d. 1953), og síðar afar reglusöm með alla hluti og er Auði Jónsdóttur. Þau afí og amma mér minnisstætt hve vel hún vand- slitu samvistir. aði allt sem hún gerði. Og þótt árin Síðar eignaðist amma dótturina færðust yfir hélt hún áfram að vera Sigríði Ingu, auglýsingastjóra, en svona vandvirk. Það fannst mér faðir hennar var Ingvar Guðjóns- aðdáunarvert. son, útgerðarmaður. Inga er gift Amma vann mikið um dagana Almarri Gunnarssyni framkvæmda- og eftir að hún hætti störfum úti á stjóra. Þær amma og Inga áttu vinnumarkaðinum hafði hún alltaf sameiginlegt heimili til skamms nóg að sýsla heima fyrir. Hún fylgd- tíma og var mjög kært með þeim ist vel með fréttum og hafði gaman mæðgum. Þá dvaldi amma um af lestri góðra bóka og heimilis- nokkurt skeið á heimili hennar og störfunum sinnti hún sjálf eftir sem Almarrs. Bar Inga ávallt einstaka áður. Átti hún hlýlegt og fallegt umhyggju fyrir móður sinni. heimili og var alltaf gott að koma Eftir að amma fór fyrst frá Siglu- til hennar. Tók hún vel á móti sínum firði bjó hún um tíma í Reykjavík gestum. Hún átti orðið fjölmarga en fluttist síðan aftur til Siglufjarð- afkomendur og fylgdist grannt með ar. Frá því um 1950 bjó hún ávallt gengi þeirra. í Reykjavík og lengst af í Bogahlíð Góð heilsa er gulli betri, segir 15, þar sem hún eignaðist góða máltækið og víst er að amma bless- granna, sem sýnt hafa henni vin- unin naut góðrar heilsu alla tíð eða áttu og tryggð í gegnum árin. allt þar til fyrir nokkrum mánuðum. Amma fékkst við veitingarekstur Við systkinin erum þakklát for- bæði á Siglufirði og í Reykjavík en sjóninni að hafa gefið okkur ömmu á árunum 1951 til 1969, eða til 74 Sigríði, sem okkur þótti svo vænt ára aldurs, gegndi hún starfí for- um og mikið til koma. Við og fjöl- stöðumanns Þvottahúss Elli- og skyldur okkar þökkum henni allar hjúkrunarheimilis Grundar í samverustundirnar og allt sem hún Reykjavík. Var það umfangsmikið gerði fyrir okkur. Verður ömmu starf, sem henni fórst vel úr hendi. sárt saknað af ástvinum. Ég man hvað mér fannst gaman Blessuð sé minning ömmu Sigríð- að koma í þvottahúsið til ömmu ar. þegar ég var stelpa og fá að fylgj- Guðrún Sigríður Villgálmsdóttir, + Okkar innilegustu þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför, SIGRÍÐAR M. JÓNSDÓTTUR, Langholtsvegi 2. Guð blessi ykkur öll. Ragnar H. Jónsson, börn, tengdabörn og barnabörn. t Elskuleg móðir, tengdamóðir, amma, langamma og vinkona, BERGUÓT STURLUDÓTTIR, Yrsufelli 11, Reykjavik, verður jarðsungin frá Bústaðakirkju föstudaginn 31. janúar kl. 15.00. Jarðsett verður í Fossvogskirkjugarði. Elfar Berg Sigurðsson, Guðfinna Sigurbjörnsdóttir, Sigurrós Berg Sigurðardóttir, Ingimar Hólm Ellertsson, Kristín H. Berg Martino, Anthony Martino Jr. Sturla Berg Sigurðsson, Dagný Gloria Sigurðsson, Lilja Rut Berg Sigurðardóttir, Pálmi Sveinsson, Hera Garðarsdóttir, Árni Hansen, barnabörn, barnabarnabörn og Magnús Þórðarson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.