Morgunblaðið - 30.01.1992, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 30.01.1992, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. JANÚAR 1992 Island heimamarkaður SAS: Staðráðnir í því að veija okkar markað - segir Pétur J. Eiríksson framkvæmdastjóri Flugleiða „VIÐ erum staðráðnir í að verja okkar markað. Flugfélag lifir ekki nema hafa sterkan heimamarkað,“ sagði Pétur J. Eiríksson, fram- kvæmdastjóri markaðssviðs Flugleiða í samtali við Morgunblaðið í gær þegar leitað var eftir viðbrögðum félagsins við fréttum um út- víkkun SAS á heimamarkaði sinum, m.a. til Islands, sem í danska blaðinu Berlinske Tidende er kallað stríðsyfirlýsing við Flugleiði. „Okkur er vel kunnugt um að SAS er að reyna að horfa meira út fyrir Skandinavíu og höfum aðeins orðið varir við það hér. SAS hefur ekki enn sýnt hvemig það ætlar að fara að þessu. En við gerum auðvit- að allt til að verja markaðinn. Eina leiðin til þess er að veita betri þjón- ustu en nokkur annar. Þá á ég við betri flugáætlanir, við fljúgum til fleiri staða frá íslandi en aðrir, með meiri tíðni og þurfum að fljúga á VEÐUR þeim tímum sem fólk vill fljúga á. Einnig þurfum við alltaf að vera samkeppnisfærir í verði. Sú verð- stefna sem Flugleiðir hafa tekið upp miðar að því að fólk fái alltaf besta verðið hjá Flugleiðum,“ sagði Pétur. í grein Berlingske Tidende sem vitnað er til í frétt Morgunblaðsins í gær kemur fram að SAS ætlar að auka flugþægindi farþega á því svæði sem það telur nú heimamark- að sinn. Pétur sagði að margt af því sem SAS boðaði hefðu Flugleið- ir þegar gert, til dæmis aukið sæta- bil og boðið betri mat á ferðamanna- farrými. „SAS var farið að dragast aftur úr og eru að reyna að bæta úr því. Við munum ekki veita lakari þjónustu en SAS því við vitum að annars missum við farþega," sagði Pétur. „Við höfum alltaf vitað að sam- keppnin muni fara harðnandi hér á markaðnum og höfum áhyggjur af því. En við erum vön því að kljást við SAS á Ameríkumarkaðnum og erum reiðubúin að gera það líka hér. Við erum staðráðin í að halda verulegn markaðshlutdeild á ís- landi. Oðruvísi getur íslenskt flug- félag ekki verið til,“ sagði Pétur. ÍDAGkl. 12.00 Heimild: VeOurstoia fslands (Byggt á veðurspá kl. 16.15 í gær) VEÐURHORFUR í DAG, 30. JANÚAR YFIRLtT: Yfir Norðursjó er viðáttumíkil 1042 mb hæð. en 999 mb lægð við strönd Græniands, vestur af Vestfjörðum, hreyfist norðnorðaustur. Langt suðsuðvestur í hafi er 998 mb lægð á leið norðnorðaustur og verð- ur á Grænlandshafi í fyrramálið. 8PÁ Á morgun þokast kuldaskil inn yflr landíð úr vestri. Austan skilanna verður allhvöss sunnanátt og hlýtt í veðri en vestan þelrra verður hæg- ari vestan- og suðvestanátt og mun kaldara. Rigning eða súld verður um allt vestan- og sunnanvert landið en síðdegis verða komin él allra vest- ast. Norðaustanlands verður þurrt og víða bjart veður. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á FÖSTUDAG: Vaxandi suðaustanátt og rigníng um mest allt land, síst á Norðausturlandi. HORFUR Á LAUGARDAG: Suð- og suðvestanátt, víða nokkuð hvöss. Súid sunnanlands og vestan en þurrt norðaustantil. Hiti 4-9 stig báða dagana, hlýjast norðanlands. Svarsimi Veðurstofu íslands — Veðurfregnir: 990600. TÁKN: Heiðskírt Léttskýjað Hálfskýjað Skýjað Alskýjað y, Norðan, 4 vindstig: ' Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. / / / / / / / Rigning / / / * / * / * / * Slydda / * / * * * * * * * Snjókoma * * * 10 Hitastig: 10 gráður á Celsíus y Skúrir * V E' — Poka = Þokumóða ’, ’ Súld OO Mistur —Skafrenningur f? Þrumuveður * Jltf ▼ ” éá T VEÐUR V ÍÐA UM HEIM kl. 12.00 í gær hiti að ísl. tíma veður Akureyri iœ Skýjaö Reykjavik 8 súld Bergen S þoka Helsinki 3 léttskýjaö Kaupmannahöfn 4 skýjaö Narssarssuaq +16 heiðskirt Nuuk vantar Ósló 0 skýjað Stokkhólmur 7 skýjaö Þórshöfn 8 skýjaö Algerve 16 skýjaö Amsterdam 3 þokumðða Barcelona 12 mistur Berlín 1 súld Chlcago *Z þokumóöa Feneyjar 10 þokumóöa Frankfurt 3 léttskýjaö Glasgow 0 þoka Hamborg 3 þoka London 7 helðskfrt LosAngeles 12 skýjaö Lúxemborg 5 léttskýjað Madrid 8 léttskýjað Malaga 16 skýjað Mallorca 14 skýjað Montreal alskýjaö NewYork 0 heiðskírt Orlando 17 þokumóða París 2 léttskýjaö Madeira 16 skýjað Róm 12 léttskýjað ' Vín 5 helðskírt Washington +2 þokumóöa Winnipeg -r3 alskýjað Hallur Eiríksson trúnaðarmaður í vöruskemmu. Verkamenn hjá Ríkisskipum: Látum reyna á hvort við fáum biðlaun eða ekki - segir Hallur Eiríksson trúnaðar- maður í vöruskemmu Ríkisskips VERKAMENN hjá Ríkisskip eru síður en svo sáttir við hlutskipti sitt í framhaldi af að því að leggja á rekstur félagsins niður. Hallur Eiríksson trúnaðarmaður í vöruskemmu segir að þeir ætli að láta reyna á hvort þeir eigi rétt á biðlaunum frá hinu opin- bera eins og aðrir opinberir starfsmenn félagsins. Er nú verið að kanna hvernig að þvi verði staðið af þeirra hálfu. „Okkur fmnst það skjóta skökku við að aðeins sumir starfs- menn hérna njóta þessara réttinda en ekki aðrir,“ segir Hallur. „Okk- ur finnst þetta óréttlátt og því viljum við athuga réttarstöðu okk- ar í málinu.“ Þær upplýsingar komu fram á blaðamannafundi samgönguráð- herra á þriðjudag að 50-60 manns af tæplega 100 manna starfsliði Ríkisskipa hafí verið útveguð önn- ur störf. Hallur segir að sam- kvæmt þeirra upplýsingum séu þessar tölur algerlega úr lausu lofti gripnar.„Hér í vöruskemm- unni starfa um 25-30 manns og aðeins tveimur af þeim hefur ver- ið útveguð vinna annarsstaðar,“ segir Hallur. „Og eftir því sem við vitum best hefur innan við 30 manns í heildina verið útveguð vinna annarsstaðar. Þessar upp- lýsingar fá ekki staðist." Karl Óskar Hjaltason formaður starfsmannafélags Ríkisskipa seg- ir að af 20 manna starfsliði á skrif- stofu hafí aðeins 2 fengið önnur störf og síðast þegar hann vissi voru aðeins 3 af 25 manna starfsl- iði vöruskemmu komnir með önnur störf. Hann segir að samkvæmt upplýsingum sínum hafí 27 manns fengið aðra vinnu.„Við erum óánægð með þennan málflutning á fundi ráðherra og skiljum ekki hvaða tilgangi hann átti að þjóna öðrum en að fegra þessar aðgerð- ir sem gripið hefur verið til,“ seg- ir Karl. Mál Þýzk-íslenzka: Kærur farnar til mann- réttindanefndar Evrópu ÓMAR Kristjánsson, forstjóri Þýzk-íslenzka, og Guðmundur Þórðar- son, fyrrverandi fjármálastjóri fyrirtækisins, hafa fyrir nokkru sent Mannréttindanefnd Evrópu kæru vegna dóms Hæstraréttar í refsi- máli á hendur þeim og í lögtaksmáli á hendur Þýzk-íslenzka. Nefnd- in hefur nýlega fengið málið til meðferðar og á eftir að fjalla um málið og ákveða hvort málið verði tekið fyrir, að sögn Jóns Steinars Gunnlaugssonar hrl, lögmanns mannanna tveggja. Eins og fram kom í Morgunblað- inu þann 11. júlí síðastliðinn telja þeir Ómar og Guðmundur að við meðferð fyrrgreindra mála hafi ver- ið brotið gegn mannréttindasátt- mála Evrópu í 6 atriðum. í fyrsta lagi hafí Hæstiréttur í dómi í saka- málinu farið út fyrir efni ákærunnar og sakfellt fyrir brot sem ekki hafði verið ákært fyrir. Þá hafí engin lög- full sönnun verið færð fyrir skatta- lagabrotum á árunum 1981-1983, heldur hafi sakfelling byggst á reiknilíkani sem sakadómur Reykja- víkur hafí búið sér til í stað opinberr- ar rannsóknar. Einnig hafí fyrirtæk- inu í raun verið syrijað um rétt til að fá ágreiningsefni um skattskyldu borin undir æðsta stjórnvald á því sviði, ríkisskattanefnd, en nefndin vísaði málinu frá vegna vanreifun- ar, þar á meðal af hálfu ríkisskatt- stjóra. Þá er kært vegna þess að dómari í fógettarétti Reykjavíkur, sem úr- skurðaði í lögtaksmálinu, teljist ekki hafa hlutlausa stöðu sem dómari enda sé embætti hans að hluta rek- ið fyrir innheimtufé Gjaldheimtunn- ar, sem fór fram á lögtakið. Þá er kært vegna þess að í dómi Hæsta- réttar í refsimálinu hafí verið felldur dómur um sönnunaratriði án þess að bein sönnunarfærsla hafí farið fram fyrir dóminum, sem hvorki yfírheyri sjálfur aðila né vitni. Loks er talið að í lögtaksmálinu hafí ver- ið dæmt um aðrar kröfur í Hæsta- rétti en í fógetarétti, sem veitt hafí heimild til lögtaks fyrir viðbótars- köttum ársins 1984 en í Hæstrétti hafí verið veitt lögtaksheimild fyrir sköttum áranna 1981-1984 án þess að viðbótarskattar vegna fyrri ár- anna hafi nokkurn tíma verið lagðir á af þar til bærum aðila.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.