Morgunblaðið - 30.01.1992, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 30.01.1992, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. JANUAR 1992 15 Garður: Veruleg hækkun vatnsgjalds Garði. ÞESSA dagana eru að læðast inn um bréfalúgur landsmanna álagningarseðlar yfir fasteigna- gjöld ársins 1992. Hækkun milli áranna 1991-1992 eru tæp 20% og þegar grannt er skoðað er það svokallað vatnsgjald sem hækkar langmest eða um 80%. Að sögn Sigurðar Jónssonar, sveitarstjóra, er þessi mikla hækk- un vegná nýrra laga frá Alþingi þar sem nú er miðað við svokallað- an álagningarstofn þegar reiknað er út vatnsgjald en hingað til hefur verið reiknað út frá fasteignamati. Fasteignamat milli áranna 1991 og 1992 hækkaði hins vegar um tæp 5%. Sum byggðarlög í landinu lækk- uðu álagningarprósentu vatnsgjalds þannig að þessi hækkun kom ekki af fullum þunga á íbúana en engar ákvarðanir hafa verið teknar hér í Garðinum um breytingu á álagnin- garprósentu. Þá má einnig minna á að -veruleg hækkun varð á fasteignagjöldum milli áranna 1989 og 1990 vegna breyttra reglna í samskiptum ríkis og sveitarfélaga en þá hækkuðu fasteignagjöld almennt um þriðj- ung. - Arnór. ? ? ? Sýning á ljóð- um Hannes- ar Sigfús- sonar skálds OPNTJÐ verður sýning á yóðum Hannesar Sigfússonar skálds laugardaginn 1. febrúar og stendur hún til 16. febrúar. Þetta er fjórða ljóða sýningin sem Rás 1 og Kjarvalsstaðir gangast fyrir í vetur, en áður hafa þeir Jón úr Vör, Þórarinn Eldjárn og ísak Harðarson valið frumsamin fjóð og sýnt á svipaðan hátt og Hann- es Sigfússon gerir nú: ljóðin eru tekin og stækkuð myndarlega upp, þannig að gestir Kjarvals- staða geti notið þeirra á nýstár- Iegan og óvæntan hátt. Allt frá því Hannes Sigfússon (f. 1922) gerðist einn af frumkvöðlum endurnýjunar í íslenskri ljóðagerð með bókinni Dymbilvöku árið 1949, hefur hver bók frá hans hendi þótt sæta tíðindum. Nýjasta bók hans og sú sjöunda, Jarðmunir, var til- nefnd til íslensku bókmenntaverð- launanna á ár, en auk þess að yrkja hefur Hannes Sigfússon þýtt nor- rænar bókmenntaperlur á íslensku. Ljóðasýning Hannesar Sigfús- sonar verður opnuð við hátíðlega athöfn klukkan 17 á laugardag og verður samkoman send beint út í Leslampanum á Rás 1. Fréttatilkynning ? ? ? ¦ UMSOKNARFRESTUR um styrki úr Menningarsjóði útvarps- stöðva til framleiðslu menningar- legs dagskrárefnis fyrir sjónvarp og hljóðvarp rann út 20. janúar sl. Alls bárust umsóknir frá 59 ein- staklingum, fyrirtækjum og stofn- unum samtals að fjárhæð um 500 milljónir kr. Til úthlutunar eru um 30 millj. kr. Stjórn sjóðsins mun á næstu vikum taka ákvörðun um úthlutun fjársins á grundvelli mats á menningarlegu og listrænu gildi þeirra verkefna sem sótt er um styrk til. I henni sitja Hrafn Gunn- laugsson kvikmyndaleikstjóri, for- maður, Guðni Guðmundsson, rekt- or og Björg Einarsdóttir rithöf- undur. Ritari nefndarinnar er Davíð Þór Björgvinsson, lögfræðingur. HINN EINISANNI Rl DQHAFDA "f f% Með lágu verði, miklu vöruúrvali og þátttöku fjölda fyrirtækja hefur stór- útsölumarkarðurinn svö sannarlega slegið í gegn og stendur undir nafni. BSÍWHSBSKHhŒMBSSMÍŒKswSESHB Fjöldi fyrirtækja - gífurlegt vöruúrval STEINAR Hljomplötur — kasettur KARNABÆR Tískufatnaður herra og dömu STRIKIÐ Skór á alla fjölskylduna KJALLARINN/KOKO Alhliða tískufatnaður SONJA Tískufatnaður PARTY Tískuvörur BOMBEY Barnafatnaður BLOMALIST Allskonar gjafavörur KAPUSALAN Kvenfatnaður STUDÍÓ Fatnaður SAUMALBST Allskonar efni ARBLIK XOGZ Barnafatnaður ÞU OG EG Undirfatnaður s * OG MARGIR FLEIRI FRÍTT KAFFI - MYNDBANDAHORN FYRIR BÖRNIN - ÓTRÚLEGT VERÐ Opnunartimi: Fostudaga kl. 13-19. Laugardaga kl. 10-16, Aðradagakl. 13-18

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.