Morgunblaðið - 30.01.1992, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. JANÚAR 1992
11
Að eta útsæðið
eftirElsuB.
Valsdóttur
Það er góð regla búandans að
þegar hart er í ári þá sé sparað og
dregið úr útgjöldum til að mæta
erfiðleikunum. Það þætti hins vegar
lélegur bóndi sem æti útsæðið á
þorranum í stað þess að þreyja fram
á vor og uppskera sem hann sáir.
Eins er því farið þegar talað er um
að skera niður framlög til Háskóla
íslands þegar að kreppir í efnahags-
málum. Öflugur háskóli er forsenda
framfara og framþróunar á sviði
rannsókna í iðnaði, sjávarútvegi og
landbúnaði. Til að vera samkeppnis-
hæf í þessum greinum miðað við
löndin í kringum okkur er lykilat-
riði að þjóðin búi yfir vel menntuð-
um einstaklingum sem hlotið hafa
sína þjálfun bæði hér heima og er-
lendis.
Það er því forsendan fyrir auk-
inni velsæld að hlúð verði að mennt-
uninni. Það gerist hins vegar ekki
með því að sníða skólakerfinu
þrengri stakk en það fær við búið.
I Háskóla íslands sjá yfirvöld nú
fram á að draga stórlega úr
kennslu, ráða ekki fleira starfsfólk,
fækka námskeiðum og jafnvel að
taka ekki fleiri stúdenta inn í skól-
. ann. Með því að neyða Háskólann
til slíkra aðgerða tel ég að verið sé
„Það þætti hins vegar
lélegur bóndi sem æti
útsæðið á þorranum í
stað þess að þreyja
fram á vor og uppskera
sem hann sáir. Eins er
því farið þegar talað er
um að skera niður
framlög til Háskóla ís-
lands þegar að kreppir
í efnahagsmálum.“
Elsa B. Valsdóttir
að slátra gæsinni sem verpir gull-
eggjunum.
Skammtímasjónarmið eru látin
ráða til að ná fram tímabundnum
sparnaði og draga úr hallanum á
ríkissjóði. Hvers virði eru slíkar
aðgerðir sem augljóst er að munu
skaða efnahaginn þegar til lengri
tíma er litið? Það er skiljanlegt að
ráðherrum sé mikið í mun að standa
við gefin loforð um aðgerðir í efna-
hagsmálum en menn mega þó ekki
missa sjónar á því sem mestu máli
skiptir í niðurskurðargleðinni.
Við verðum að geta treyst því
að þær aðgerðir sem ríkisstjórnin
grípur til þjóni því markmiði að
byggja upp en ekki rífa niður það
sem unnist hefur í framfaraátt. Því
skora ég á ráðherra og þingmenn
alla að skoða hug sinn vandlega
áður en þeir samþykkja niðurskurð
á framlögum til Háskóla íslands.
Höfundur er nemi í HÍ og
formaður Vöku, félags
lýðræðissinnaðra stúdenta.
M .o €nlCW<0ll
Opið alla daga frá kl. 9-22. Sími 689070.
JMHBOÐ
ÚtRÚUGT VIRÐ
ca. 30sm. 399.-
ca. 45 sm. 499.-
s
fTWW'
Fíkus 726.-
Alparós (minni) 4097-
Alparós 827.-
iljur (minni) 4F87-
Flöskuliljur 4467-
Þykkblöðungar 4847-
Madagascarpálmi 4847-
Húsfriður 5727-
Gúmmítré (lítil) 330.-
Stofugreni 4487-
Stofuaskur 704.-
499.-
æ99*p
599.-
199.-
299.-
299.-
299.-
299if
199.-
299.-
559.-