Morgunblaðið - 30.01.1992, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 30.01.1992, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. JANUAR 1992 Norrænt gigtarár 1992 eftirJón Þorsteinsson Gigt er algengari, veldur meiri þjáningu, fötlun og vinnutapi en nokkur annar sjúkdómur. Þetta eru staðreyndir sem blasa við á norrænu gigtarári. Lengi vel var mönnum þetta ekki ljóst og það var ekki fyrr en árið 1962, er Alþjóða heilbrigðis- málastofnunin (WHO) lét gera úttekt á gigtarsjúkdómum í Vestur-Evrópu að augu manna opnuðust fyrir þessu gífurlega vandamáli. Niðurstaða könnunar WHO var þessi: „ . . .gigt- arsjúkdómar eru óðum að verða sá sjúkdómaflokkur, sem er hvað al- gengastur í Vestur-Evrópu, en einnig hvað dýrastur í meðförum og einnig mest vanræktur". Skilgreining og tíðni Samkvæmt skilgreiningu WHO er gigt samheiti fjölda sjúkdóma í stoð- kerfi líkamans og sársaukafullra kvilla í hreyfifærum sem eru yfirleitt langvinnir. Tíðni gigtarsjúkdóma er svipuð í allri Vestur- Evrópu og á Norðurlöndum. Um 20% þjóðfélags- þegna í þessum löndum hafa að stað- aldri einkenni um gigtsjúkdóma og eru þannig stærsti sjúklingahópurinn í þjóðfélaginu. Kostnaður Gigtin er dýr. Hún hefur verið kölluð dýrasti sjúkdómurinn bæði fyrir sjúklinginn sjálfan og þjóðfélag- ið í heild. Samkvæmt tölum WHO eru á milli 12 og 25% allra sjúklinga sem leita til heimilislækna og heilsu- gæslustöðva gigtarsjúklingar. Um 25% allra sjúkradagpeninga eru greiddir vegna gigtarsjúkdóma. Á Norðurlöndum hefur á milli 20 og 25% af allri örorku verið greidd vegna gigtarsjúkdóma.. Þetta hlutfall fer hækkandi sem sést best af því að á árinu 1988 var helmingur af örorkumati í Finnlandi vegna gigtar- sjúkdóma. Meira en 20% íslenskra öryrkja eru það vegna gigtar og um 40% þeirra hafa einhvern gigtarsjúk- dóm þótt aðrir sjúkdómar séu aðalör- orkuvaldurinn. Vinnutap vegna gigtar er því gífurlegt. Hún er ein algengasta or- sökin fyrir fjarvistum í breskum iðn- aði og hjá ungu fólki er bijósklos í baki algengasta orsök fjarvista. I Finnlandi eru mun fleiri vinnudagar glataðir vegna gigtar- en hjartasjúk- dóma. í því landi hafa menn reiknað út að tekjutapið af öllum sjúkdómum sé 14% af vergum þjóðartekjum og 2% séu vegna gigtarsjúkdóma og fer þetta hlutfall hækkandi. í Noregi hafa menn reiknað út að gigtarsjúk- dómar muni kosta Norðurlandabúa 100 milljarða norskra króna á ári. Það svarar til þess að gigtin kosti Jón Þorsteinsson okkur íslendinga 10 milljarða íslenskra króna (fé til Ríkisspítalanna er u.þ.b. 6 milljarðar á þessu ári). Það nálgast 10% af íslensku fjárlög- unum og er um 2,7 % af þjóðarfram- leiðslu. Þetta hlutfall fer hækkandi og má búast við allt að helmings- aukningu um og eftir aldamótin vegna breyttrar aldursdreifingar. Félagsleg og þjóðhagsleg áhrif gigtsjúkdóma eru því geysimikil. Ahrif þeirra á sjúklinginn sjálfan eru síst minni. Rannsóknir hafa leitt í Ijós að gigtarsjúklingar geta ekki fylgst með í lífsgæðakapphlaupinu, þeir eiga síður eigið húsnæði og þá minna húsnæði og færri bíla en þeir sem hraustir eru og almannatrygg- ingar og félagsleg aðstoð getur ekki bætt þetta upp. En það alvarlegasta er að engir sjúkdómar valda jafn mörgum svo lengi mikilli þjáningu. Markmið giglarársins Það er því full ástæða til að vekja athygli á þessu vandamáli. Það var gert árið 1977 þegar Alþjóðasam- band gigtarfélaga (ILAR) og Al- þjóðaheilbrigðismálastofnunin tóku höndum saman og héldu alþjóðlegt gigtarár. Og nú hefur Norðurlanda- ráð ákveðið að árið 1992 verði nor- rænt gigtarár. Ástæðan fyrir þeirri ákvarðanatöku er í fyrsta lagi hinn mikli fjöldi gigtarsjúklinga, um fimm milljónir á öllum fímm Norðurlönd- unum, þar af 50.000 á Islandi einu saman; í öðru lagi hið mikla fjárhags- lega tjón sem þessir sjúkdómar valda Norðurlandabúum, sem reiknast um 1.000 milljarðar íslenskra króna, þar af um 10 milljarðar á íslandi einu saman; og í þriðja lagi hið mikla félags- og heilbrigðisvandamál, því gigtarsjúkdómar eru algengasta or- sök bæklunar og mesti örorkuvaldur á Norðurlöndum. Markmið norræna gigtarársins er í fyrsta lagi að draga þessi vanda- mál fram í dagsljósið og gera öllum almenningi ljóst að þeir þurfa að leggja hönd á plóginn og hjálpa til BAUKNECHT FRYSTISKÁPUR SINGER SAUMAVÉL MELODY 1QO SINGER^ VIÐGER0ARSETT, 'Mmi , / 11111 WÁRK ^ iUTVARPS- & KASSETTU- BAUKNECHT iKÆLISKÁPUR H<GC2533 zerowatT lÞVOTTAVÉL+ 'þurrkari . REIKNIVEL MICRO 210 'ÆKI W10469 IOUTPjí EXTRA HIQH GflAl I MARK N GEISLASPILARI ZEROWATT ÞVOTTAVÉL MARK " StSMVIDEOSPOLUR •TMBAUKNECHT StSriOFNAR DT2014VR %AFSLATTURAF &SAMBANDSINS MIKLIGARÐI S.692090 / 692000 SJONVARP DT2014 20" DT1414 14' l Einn af hverjum Veist þú: • að l af hvcijum S lslendingum F1 gigt? • »ð I aí hvajum 5 öryrkjum eru það vegna giglarsjúkdóma? • að með auknum rannsóknum verður hxg! að koma í veg fyrir gigt? • ef gigt verður fyrirbyggð mun það spara þjóðinni u.þ.b. 5 miUjarða árlega? • að við þurfum helmingi sUcrri Gigtlækningastöð? LEYSUM GÁTUNA • SPÖRUM FJÁRMUNI í baráttunni við gigtarsjúkdómana; í öðru lagi að kynna stjómendum heil- brigðis- og félagsmála hina ýmsu gigtarsjúkdóma og alvarlegar afleið- ingar þeirra svo að þeir séu betur í stakk búnir til þess að taka ákvarð- anir um fyrirbyggjandi aðgerðir til þess að gigtarsjúklingar eigi mögu- leika á því að lifa eðlilegu lífi þrátt fyrir sjúkdóm sinn. Við þurfum einn- ig að koma ráðamönnum í skilning um það, að auka þurfi fjárveitingar til þessara mála á ölium fimm Norð- urlöndunum því að það er arðbæ- rasta fjárfestingin; í þriðja lagi að afla fjár til vísindalegra rannsókna á gigtarsjúkdómum undir kjörorðinu „Leysum gátuna“. Það verður gert á gigtardeginum þann 19. september n.k. Það er trú okkar og von að lausn gigtargátunnar sé innan seilingar og að íslenskir vísindamenn geti lagt mikið af mörkum í því skyni. Vísinda- legar rannsóknir eru bestu fyrir- byggjandi aðgerðimar. Umsjón og framkvæmd Norræna ráðherranefndin hefur yfirumsjón með gigtarárinu og stjórna fulltrúi hennar og formanna- ráð norrænu gigtarfélagana fram- kvæmdum á árinu. Norræna ráð- herranefndin veitti Heilsuháskól- anum í Gautaborg um 500.000 danskar krónur til þess að safna upplýsingum um gigtarsjúkdóma á Norðurlöndum og hag gigtarsjúk- linga og mun leggja þau gögn fram á samnorrænni ráðstefnu í Gauta- borg í haust. Nefndin veitti Norræna gigtarráðinu 50.000 danskar krónur í fyrra til þess að undirbúa gigtarár- ið en fól síðan gigtarfélögunum í hveiju Norðurlandanna fyrir sig að sjá um framkvæmdir og lagði til við ríkisstjórnir viðkomandi landa að styrkja verkefni gigtarfélaganna á árinu. Á Norrænu gigtarári munum við efla alla fræðslustarfsemi með auk- inni útgáfu fræðsluefnis, erindaflutn- ingi og málþingum, skrifum í blöð og tímarit og munum við óspart leita til fjölmiðla og væntum okkur góðs af samstarfi við þá í þágu góðs mál- efnis. Frosti Jóhannsson þjóðhátta- fræðingur er framkvæmdastjóri gigtarársins hérlendis. Ýmsar uppákomur verða á árinu til þess að vekja athygli á málstaðn- um. Formaður Gigtarfélagsins á Norðurlandi eystra, Ingibjörg Sveinsdóttir, hefur þegar hafið „gigt- argöngu" og ætlar að ganga 1992 km á árinu þrátt fyrir það að hún er með mikla liðagigt. Hún mun einn- ig gefa félagi sínu 1992 tijáplöntur sem verða gróðursettar í „Gigtar- lundi“ þar nyrðra. Magnús Blöndal Jóhannsson tónskáld samdi sérstakt „gigtarstef" í tilefni ársins og mun það hljóma við öll möguleg tækifæri á gigtarárinu. Síðast en ekki síst er forseti Is- lands, Vigdís Finnbogadóttir, vernd- ari Norræns gigtarárs 1992. Höfundur er læknir og formaður Gigtarfélags íslands. ■ SAMTÖK foreldrafélagsins á Suðurlandi átelja harðlega þær niðurskurðaraðgerðir stjórnvalda sem beinast að grunnskólum lands- ins og leiða til frestunar á fram- kvæmd grunnskólalaga, og óttast að slíkar aðgerðir verði bundnar í lögum til frambúðar, segir í ályktun samtakanna. Samtöírin telja að með þessu sé stigið stórt skref í öfuga átt við það sem áunnist hefur að undanförnu, með vísun til grunn- skólalaga nr. 40/1991 sem sam- þykkt voru á síðastliðnu þingi með góðri samstöðu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.