Morgunblaðið - 30.01.1992, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. JANÚAR 1992
17
Magn erfðaefnisins DNA í æxlis-
frumum segir til um batahorfur
Rannsóknir á bijóstakrabbameini:
MEÐ því að mæla erfðaefnið DNA í æxlisfruinum er hægl að auka
verulega nákvæmni við að greina batahorfur kvenna með brjósta-
krabbamein og greina konur, sem ekki þurfa viðbótarmeðferðar
við. Slíkar rannsóknir hafa nú verið gerðar hér á landi í rúmt ár.
Dr. Helgi Sigurðsson varði fyrir skömmu doktorsritgerð sína um
þetta efni, en hann vann að slíkum rannsóknum við háskólasjúkrahús-
ið í Lundi í Svíþjóð. Svíar og Finnar hafa þegar ákveðið að haga
eftirmeðferð í samræmi við niðurstöður úr slíkum DNA-rannsóknum.
Morgunblaðiö/Árni Sæberg
I.æknarnir Bjarni Agnarsson og Helgi Sigurðsson, ásamt Sigrúnu
Kristjánsdóttur meinatækni, við flæðifrumusjána og myndgreininn,
sem notuð eru við greiningu á krabbameinsæxlum.
Helgi Sigurðsson sagði í samtali
við Morgunblaðið að bijóstakrabba-
mein væri algengasta tegund krabb-
ameins hjá íslenskum konum og hefði
nýgengi sjúkdómsins farið yaxandi á
síðustu árum. „Dánartíðni af völdum
sjúkdómsins hefur þó staðið í stað,
en það gæti annað hvort endurspe-
glað bætta meðferð eða að líffræðileg
hegðun sjúkdómsins hafi breyst,"
sagði hann. „Þær konur, sem gi'ein-
ast með sjúkdóminn og hafa mein-
vörþ í hölhandareitlum, fá að jafnaði
viðbótarmeðferð með krabbameins-
lyfjum eða hormónalyfjum og reynsl-
an hefur sýnt að með því móti auk-
ast lífslíkur. Þær konur, sem hafa
bijóstkrabbamein án þess að mein-
vörp séu til staðar í holhandareitilum
voru að jafnaði álitnar læknaðar og
af þeirri ástæðu ekki boðin viðbótar-
meðferð. Reynslan hefur hins vegar
sýnt, að hjá um fjórðungi þessara
kvenna tekur sjúkdómurinn sig upp
að nýju. Með því að mæla DNA í
æxlisfrumunum er hægt að auka
verulega nákvæmni við að greina
batahorfur kvenna með brjóstkrabb-
amein og sjá hvaða konur þurfa ekki
á viðbótarmeðferð að halda.“
Helgi, sem starfar á krabbameins-
lækningadeild Landspítalans, og
læknarnir Bjarni Agnarsson og Jón
Gunnlaugur Jónasson, rannsóknar-
stofu Háskólans í meinafræði, hafa
ásamt Sigrúnu Kristjánsdóttur,
meinatækni, unnið í rúmt eitt ár að
DNA-rannsóknum hér á landi. Við
rannsóknirnar er notuð flæðifrumu-
sjá og myndgreinir, en sá tækjabún-
aður kom hingað til lands í október
1990. Bjarni Agnarsson sagði að
rannsóknaraðferðin byggðist á því,
að kanna hvort DNA-innihald æxlis-
fruma væri eðlilegt. „DNA-magn er
mælt í um tuttugu þúsund frumum
í einu. Ef innihald DNA í frumum
æxlisins er hið sama og í öðrum lík-
amsfrumum eru batahorfur konunn-
ar mun betri en ef DNA-magnið er
óeðlilegt," sagði hann. „Þetta á við
um þau tilfelli, þar sem fundist hefur
æxli í bijóstum, en engin merki eru
um að æxlið hafi sáð sér. Þá er einn-
ig hægt að mæla hlutfall fruma í
skiptingu, en þær upplýsingar gefa
mikilvæga vitneskju um líffræðilega
hegðun æxlisins og jafnframt bata-
horfur."
Helgi Sigurðsson bætti því við, að
hingað til hefði líffærafræði og líf-
færameinafræði verið þungamiðjan
við rannsóknir á krabbameini, en nú
væri litið meira á líffræðilega hegðun
æxlanna. „Vísindamenn eru sam-
dóma um að í kjarna æxlisfrumunnar
sé að finna allar upplýsingar um
sjukdóminn. Ef við getum ráðið þá
gátu erum við miklu nær því að skilja
hegðan sjúkdómsins, sem er forsenda
þess að lækning finnist."
Niðurstöður síðar á árinu
Frá því að flæðifrumusjáin og
myndgreinirinn komu hingað til
lands hafa fleiri hundruð æxli verið
rannsökuð. „Við eigum hægt með
að gera afturvirka rannsókn, þar sem
hér á landi eru til vefir úr öllum
æxlum sem fundist hafa frá árinu
1955,“ sagði Bjarni.
Helgi sagði að Svíar og Finnar,
ásamt aðilum í Bandaríkjunum, Bret-
landi og Kanada, væru fremstir á
sviði þessara rannsókna. „Það var
ekki fyrr en um 1985 sem menn
gerðu sér grein fyrir hvaða þýðingu
þessar rannsóknir gætu haft,“ sagði
hann. „Við höfum mjög góðan tækja-
búnað hér á landi og aðgang að góð-
um gögnum og vonumst eftir niður-
stöðum úr rannsóknum okkar síðar
í ár. Verði þær í samræmi við niður-
stöður erlendis er viðbúið að þetta
hafi áhrif á meðferð sjúklinga, sem
yrði þá meira sniðin að þörfum hvers
og eins. Mikilvægast er að fínna þá
einstaklinga, sem þurfa ekki frekari
meðferðar við eftir frumgreiningu.
Þannig væri hægt að einbeita sér
að þeim konum, sem eru greinilega
í áhættu að fá sjúkdóminn, en með
viðbótarmeðferð er hægt að lengja
líf þeirra að meðaltali um fjögur ár.“
Dagblöð í Svíþjóð greindu fyrir
skömmu frá doktorsvörn Helga Sig-
urðssonar, þar sem fjallað er um
þessar rannsóknir. í stærsta blaði
Svíþjóðar, Dagens Nyheter, er skýrt
frá rannsóknum hans á baksíðu
blaðsins. Þar er haft eftir dósent á
Karolinska sjúkrahúsinu í ■ Stokk-
hólmi, Lars-Erik Rutqvist, að rann-
sóknir Holga lofi góðu og fari svo
sem horfi sé um mikla framför í
meðferð bijóstkrabbameins að ræða.
Norsk vefnaðarlist til
sýnis í Norræna húsinu
OPNUÐ verður sýning í sýningarsölum Norræna hússins á verkum
eftir 15 norskar veflistakonur laugardaginn 1. febrúar kl. 15.00.
Þetta er farandsýning og er ís-
land fyrsti viðkomustaðurinn. Héð-
an fer sýningin til Norðurlanda-
hússins í Færeyjum og síðan aftur
til Noregs, þar sem hún verður til
sýnis í Listamiðstöð Þrændalaga í
Þrándheimi. Norræni menningar-
sjóðurinn veitti styrk til sýningar-
innar auk aðila í Noregi.
Listakonurnar sem sýna verk sín
eru Beret Aksnes, Helga Boe, Sids-
el Colbjornsen, Áse Froyshov,
Kamme Greiff, Gjertrud Hals,
Mette N. Handberg, Randi Heit-
mann Hjorth, Astrid Wallster Hold-..
bakk, Elisabeth Haarr, Anne
Kvam, Karin Aurora Lidnell, Randi
Nygaard Lium, Inger Lise Rodli
og Gudrun Skeie Stokstad. Randi
Heitmann Hjorth og Karin Aurora
Lindell komu hingað með sýning-
una og hafa sett hana upp. Lista-
konurnar eru allar búsettar í Mið-
Noregi eða nánar tiltekið í Suður-
og Norður-Þrændalögum, Mæri og
Romsdal. Þær vilja kynna listgrein
sína sem stendur með miklum
blóma i heimabyggðum þeirra og
er sýningin brot af því áhugaverð-
asta sem unnið er í vefnaðarlist í
Noregi í dag og gefur hún góða
mynd af fjölbreytilegum listvefnaði
í Noregi um þessar mundir.
Sýningin í Norræna húsinu
stendur til 23. febrúar og verður
opin daglega kl. 14-19.
(Úr frcttatilkynningu.)
RYMINGARSALA
Um 100 titlar uppseldir!
Bókaútgáfa Menningarsjóðs verður lögð niður á þessu ári.
Af því tilefni opnuðum við rýmingarsölu miðvikudaginn
15. janúar síðastliðinn og er tilgangurinn að tæma lager
útgáfunnar. Aðsóknin hefur verið gífurleg og er nú svo
komið að um 100 bökatitlar eru uppseldir og mega þeir vel
við una sem náðu í síðustu eintökin. Enn eru eftir mörg
öndvegisrit sem búast má við að seljist upp mjög fljótlega
og verða ekki fáanleg aftur. Þær bækur sem við bjóðum
upp á eru flestar menningarlegs eðlis og sóma sér því vel í
bókahillunni. Tilvalið er að ná sér í eintak af orðabókinni
á mjög hagstæðu verði eða 17% ódýrari en út úr búð og
stendur það tilboð aðeins í nokkra daga.
Dæmi um bækur:
Verð n0 Afsláttur
59%
61%
77%
55%
|jP
Bökaúigáfa
J/VIENNING4RSJC>ÐS
SKÁLHOLTSSTÍG 7 • REYKJAVÍK
SÍMI 6218 22
Af skáldum
Grikkland I ^ 1
Hafrannsóknir I og II (sett)
Heimur Hávamála ,
Leyndarmál Laxdælu
Ljóðastund á Signubökkum
Mannfræði Hrafnkelssögu
Mjófirðingasögur I-IIl
Siðaskiptin I-II
Vafurlogar
Vatns er þörf
Þingvellir
Þjóðhátíðin 1974 (sett)
52 titlar með hcerri en 80% afslátt
70 bókatitlar á innan við 100 krónur!
Opið virka daga 9 -18, laugardaga 10 -16 og sunnudaga 12 -16.