Morgunblaðið - 30.01.1992, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 30.01.1992, Blaðsíða 18
Í8 ((Afi/'AÍ Wp írl<4ýV<t'-’'i"Wff.íí''! irtM4l.«?5!íí*ÍWttí« MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. JANÚAR 1992 Forstöðumaður rekstrardeildar Eimskip; Stefnumótun í um- hverfismálum orð- in samkeppnistæki EIMSKIP hafa undanfarið borist fyrirspurnir frá erlendum fyrir- tækjum, sem leitað hafa eftir til- boðum í vöruflutninga, um stefnu fyrirtækisins í umhverfis- málum, og að sögn Thomasar Möller, forstöðumanns rekstrar- deildar Eimskip, er það greini- lega orðið samkeppnistæki að geta sýnt fram á stefnumótun í umhverfismálum. Hann sagði að nokkur fyrirtæki hefðu fullyrt að stefnumótun í umhverfismál- um vegp þungt í ákvörðun um flutningsaðila, og að tillit sé tek- ið til þess auk verða og gæða þjónustunnar. Eimskip gaf í haust út upplýs- ingabækling fyrir starfsmenn fyrir- tækisins og almenning um stefnu fyrirtækisins í umhverfisvemd og mengunarvömum, og hefur bækl- ingurinn verið þýddur á ensku og sendur þeim sem óskað hafa eftir. Thomas Möller sagði í samtali við Morgunblaðið að stefna fyrirtækis- ins hefði verið rækilega kynnt í öll- um skipum, vöruafgreiðslum og skrifstofum fyrirtækisins, og kynn- ingunni síðan verið fylgt eftir með ýmsu móti. Þá hefði bæklingurinn verið sendur til allra sem selja Eim- skip vöm og þjónustu, en ætlast væri til þess að að þeir aðilar fylgdu stefnu fyrirtækisins eftir. „Við fylgjum þessu mjög hart eftir, og þá sérstaklega í skipum okkar og vöruafgreiðslum. Við- brögð hjá starfsfólkinu hafa verið góð, og almennt hefur þetta fengið mjög góðar viðtökur. Þetta er ofar- lega á blaði hjá okkur í samtölum við starfsmenn, verkstjóra og stjórnendur hjá fyrirtækinu, og við minnumst á þetta á fundum. Þessi fyrirmæli eru nú sett inn í allar vinnuhandbækur, en við erum núna að gefa út handbækur fyrir skipa- rekstur og þar eru þessi fyrirmæli komin inn. Við erum nú með sér- staka fræðslu um meðferð á hættu- legri vöru, sem til dæmis getur verið með hættulegum spilliefnum, en nú er sértstakt átak í því að meðhöndla þá vöru rétt. Þá má geta þess að við erum að útúa sér- staka sýruhelda gáma til að flytja ónýta rafgeyma til útlanda, og koma upp endurvinnslutækjum fyr- ir freon,“ sagði hann. Heildarútgjöld fasteignagjalda, tekjuskatts og útsvars Hjón með 2.000.000 kr. í árstekjur 1990 og 2.108.800 kr. 1991, búa í 6.000.000 kr. íbúð 1990 sem kostar framreiknuð til 1991,6.330.000 kr. Sveitarfélag Hækkun 30þús.kr. milli ára 1991 1992 Hækkun Reykjavík 275.816 294.526 6,8% Seltjamames 285.056 304.207 6,7% Garðabær 293.556 312.902 6,6% Kópavogur 293.157 315.349 7,6% Hafnarfjörður 287.556 318.446 10,7% Hjón með 2.108.800 kr. í árstekjur 1991. Persónufrádráttur nýtist að fullu. Gert er ráð fyrir skattaaðstæðum í byrjun árs 1992. Sveitarfélag Útsvar Tekjusk. Samtals Greitt 25.718 kr. útsvar og tekjuskattur 15.174 kr. Reykjavík 6,7% Kópavogur 6,7% Garðabær 7,0% Seltjarnames 7,0% Hafnarfjörður 7,5% 32,8% 39,5% 32,8% 39,5% 32,8% 39,8% 32,8% 39,8% 32,8% 40,3% Umfram 250 þúsund kr. Siglufjörður: Ovenjumik- il veikindi ÓVENJU margir hafa veikst af flensu á Siglufirði síðustu 10 daga. Valþór Stefánsson, læknir, segist aldrei hafa farið í jafn margar vitjanir og jafn mörgum dögfum. Rétt er að geta þess að ekki er um að ræða þá innflúensu sem stað- fest hefur verið í Reykjavík heldur vægari fiensu. Hitinn sem fylgir henni, í 3-5 daga, er þó óvenju hár. Þá fylga flensunni beinverkir, höfuðverkur, kvef og hósti. Valþór segist aldrei hafa farið í jafn margar vitjanir á jafn mörgum dögum og síðustu 10 daga. Þá fór hann í 15 vitjanir en annar læknir sinnir einnig vitjunum. Valþór tók fram að ferðafærir sjúklingar hefði sjálfir komið á heilsugæslustöðina. ASÍ gagnrýnir Hafnarfjörð fyrir skattbyrðar: Ósanngjam samanburður segir Guðmundur Árni Stefánsson bæjarsljóri ASÍ hefur sent Guðmundi Árna Stefánssyni bæjarstjóra í Hafn- arfirði bréf þar sem fram kemur að greiðslur meðalfjölskyldu í fasteignagjöld, telguskatt og út- svar á árinu 1992 eru hæstar í Hafnarfirði af bæjarfélögunum fimm á höfuðborgarsvæðinu. Guðmundur Árni Stefánsson bæj- arstjóri segir að um sé að ræða ósanngjarnan samanburð þar sem tekjuskatturinn sé tekinn með en sá skattur sé alfarið háð- ur ákvörðunum ríkisvaldsins. „Ef tekjuskattur er ekki tekinn með í þessum samanburði siglum við í Hafnarfirði lygnan sjó í þessum efnum og erum í miðjum hópi þessara fimm bæjarfélaga hvað Stefán Baldursson, Þjóðleikhússtjóri og ívar Jónsson, fjármála- stjóri Þjóðleikhússins afhenda Salvöru Norðdal, framkvæmda- stjóra Islenska dansflokksins, fjámálagögn flokksins. Islenski dansflokk- urinn sjálfstæður UM áramótin undirritaði Menntamálaráðherra nýja reglugerð um starfsemi Islenska dansflokksins og Listdansskóla ís- lands. Reglugerðin kveður á um sjálfstæði þessara stofnana, en þær hafa verið hluti af starfsemi Þjóðleikhússins allt frá því að þær voru stofnaðar, Listdansskólinn haustið 1952 og Islenski dansflokkurinn 1973. M’álefni íslenska dansflokksins og Listdansskólans munu hér eftir heyra undir Menntamálaráðuneyt- ið og verða skipaðar nýja stjórnir fyrir þessar stofnanir. í stjóm ís- lenska dansflokksins er fulltrúi Listdansskóla íslands, styrktarfé- lags íslenska dansflokksins, Þjóð- leikhúsráðs, Félags íslenskra list- dansara og Menntamálaráðuneyt- isins, sem jafnframt er formaður. í skólanefnd Listdansskólans eiga sæti fulltrúi frá Menntamála- ráðuneytinu, listdansstjóri ís- lenska dansflokksins, fulltrúi for- eldrafélags Listdansskólans og fulltrúi fastráðinna kennara. íslenski dansflokkurinn og List- dansskóli Þjóðleikhússins eru til húsa á Engjateigi 1. Þar er kennslu- og æfingaraðstaða list- dansskólans og dansflokksins. Sérstakur samstarfs-samningur hefur verið gerður við Þjóðleikhús- ið meðal annars um notkun á sviði hússins og öðrum deildum þess. skattbyrði varðar,“ segir Guðmundur. Mál þetta kom til umræðu á bæjarstjórnarfundi í Hafnarfírði í fyrradag er fulltrúi Alþýðubanda- lagsins kynnti efni bréfsins frá ASÍ. í bréfinu kemur m.a. fram að miðað við hjón með 2ja milljón króna tekjur sem bjuggu í 6 milljón króna íbúð árið 1991 munu gjöld þeirra vegna fasteignagjalda, tekjuskatts og útsvars hækka um 10,7% á þessu ári í Hafnarfírði. Samsvarandi hækkun í Reykjavík er 6,8%, í Kópa- vogi 7,6%, í Garðabæ 6,6% og á Seltjamarnesi 6,7%. Ef tekið er mið Kvikmynda- stjórar stofna hagsmunafélag NOKKRIR kvikmyndagerðar- menn hafa stofnað Félag kvik- myndastjóra og eru meðal stofnfé- laga fjórir kvikmyndaleiksljórar sem gengu úr Samtökum kvik- myndaleiksíjóra nýlega. Formaður Félags kvikmyndastjóra er Þráinn Bertelsson. Hann sagði við Morgunblaðið að Samtök kvikmynd- aleikstjóra væri félag með mjög þröng inntökuskilyrði, eingöngu ætl- uð kvikmyndastjómm sem fást við leikin verk. Hins vegar væri kvik- myndalistin mun víðtækari en svo að hún takmarkáðist við leikin verk og því hefði utan félagsins verið tals- verður fjöldi manna sem hafí fengist við gerð heimildar- og stuttmynda. Félagið var stofnað af 18 kvik- myndastjórum, og er stjóm þess skipuð Sigurbirni Aðalsteinssyni, Guðnýju Halldórsdóttur, og Sigurði Grímssyni auk Þráins. Þráinn, og leikstjóramir Ágúst Guðmundsson, Láms Ýmir Óskarsson og Þorsteinn Jónsson, sem vom meðal stofnenda nýja félagsins vom áður í Samtökum kvikmyndaleikstjóra. af greiðslum þessara hjóna í ár og skoðað hvað þau greiða í fyrrgreind gjöld umfram íbúa Reykjavíkur er það mest í Hafnarfirði eða tæpar 24.000 krónur. Lægstar em greiðsl- urnar, umfram Reykjavík, á Sel- tjarnarnesi eða um 9.600 krónur (sjá nánar á töflu). Fjármálasljórn bæjarins hefur brugðist Jóhann Bergþórsson oddviti Sjálf- stæðisflokksins í bæjarstjórn Hafn- arfjarðar segir að þessar tölur sýni að fjármálastjórn bæjarins hafí bmgðist í höndum núverandi meiri- hluta. „Það er ljóst að þessar tölur hjá ASÍ eru réttar og þama er bæjarstjórnin að seilast dýpra í vasa skattgreiðenda en gerist í nágrann- sveitarfélögunum," segir Jóhann. „Fjármálastjórnin hefur því brugðist og nefna má þessu til viðbótar að áform bæjarstjómar um að grynnka á 300 milljón króna skuld bæjar- sjóðs munu ekki ná fram að ganga heldur allar líkur á að skuldin auk- ist um 100 milljónir." Umræðum um málið er ekki lokið í bæjarstjórn og halda þær áfram á hádegi í dag. Bein útsending verður í útvarpi Hafnfirðinga á FM 91,7. 11% lækkun á fasteignagj öldum Guðmundur Árni Stefánsson seg- ir að í kjölfar bréfsins frá ASÍ hafí menn gert samanburð á skattbyrð- inni án þess að hafa tekjuskatt með í myndinni. „Á móti hækkun út- svarsins hjá okkurkemur 11% lækk- un á fasteignagjöldum og við fáum þá útkomu að raunhækkun þessarar meðalfjölskyldu í Hafnarfírði á þessu ári, miðað við útsvar og fast- eignagjöld, er 2.744 krónur eða um 200 krónur á mánuði," segir Guðmundur Ámi. „Mér finnst það líka spuming í framhaldi af þessu bréfí hvort það sé ný stefnumörkun hjá ASÍ að þrengja skuli svo að skattstofnum sveitarfélaga á þessum samdráttar- tímum að þau neyðist í enn frekara mæli að segja fólki upp og fækka hjá sér störfum og draga jafnframt úr félagslegri þjónustu. Við jafnað- armenn hér lítum ekki svo á málin heldur viljum við örva atvinnulífið til að mæta kreppunni." Þorrahátíð í Neskirkju NÆSTKOMANDI laugardag, hinn 1. febrúar klukkan 4:00 verður þorrahátíð í Neskirkju. Fram verður borinn hefðbund- inn þorramatur á hlaðborði, síldarréttir og heitt saltkjöt. Vandað verður til dagskrár. Sýnd verður kvikmynd sem Dam skipstjóri á „Fyllu“ tók hér á landi árið 1938 og sýnir gamla atvinnuhætti. Sólskinskórinn syngur lög undir stjórn Ingu Backman við undirleik Reynis Jónassonar. Þá mun Inga Back- man einnig syngja einsöng og Reynir Jónasson koma með „nikkuna" sína. Hans Jörgensson fyrrverandi skólastjóri segir frá þorra og kennaramir Sigrún Ingimarsdóttir og Bjöm Kristj- ánsson flytja minni karla og kvenna. Þá verður mikill almenn- ur söngur. Þátttöku þarf að til- kynna kirkjuverði í síma 16783 milli klukkan 4-6 fímmtudag og föstudag. Frank M. Ilalldórsson. Þrír íslenskir tónlistarmenn til Litháen ÞRÍR íslenskir tónlistarmenn munu sækja Litháa heim á næst- unni. Sigrún Hjálmtýsdóttir, óper- usöngkona, syngur inn á geisla- disk með litháisku fílharmóní- hljómsveitinni og tekur þátt í tón- leikum fyrri hluta febrúar, Selma Guðmundsdóttir, píanóleikari, heldur sex tónleika 16.-22. febrúar og Sigrún Eðvaldsdóttir, fiðluleik- ari, heldur fimm tónleika 10.-17. maí í vor. Þá stóð til að Pétur Jónasson, gítarleikari, héldi tón- leika í Litháen í apríl en úr því verður ekki. Sigrún Hjálmtýsdóttir sagði að aðdragandinn að'för hennar til Lit- háen væri sá að Litháar hefðu haft samband við Ólaf Egilsson, sendi- herra íslendinga í Moskvu, og lýst yfír áhuga á að koma á menningar- samstarfi milli þjóðanna. Hefði þá komið upp hugmynd að gera sameig- inlegan geisladisk en í framhaldi af því hefði henni verið boðið að syngja á diskinum. Haldið verður til Litháen 4. febr- úar og upptökur verða 9. til 14. fe- brúar. Á geisladisknum syngur Sigr- ún nokkrar vinsælar óperuaríur er henta hennar raddgerð en Sigrún er lýrískur sóprankóloratúr. Meðal efnis á diskinum má nefna aríu Nætur- drottningarinnar úr Töfraflautu Mozarts. Skífan gefur diskinn út og er hann væntanlegur á markað næsta haust. Á meðan á heimsókninni stendur syngur Sigrún einnig á tónleikum í Viliníus 15. og 16. febrúar í tilefni af því að þá er ár liðið frá því Lithá- ar urðu sjálfstæð þjóð. Þar verður Sigrún eini fulltrúi Islendinga og eini söngvarinn. Sigrún sagði að sér væri mikill heiður af því að vinna með lit- háísku fílharmóníuhljómsveitinni enda væri hún talin mjög góð. „Ég vona bara að vemdarenglarnir verði með mér alla leið því ef upptakan tekst vel er þá er líklegt að fleiri fylgi í kjölfarið," sagði hún.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.