Morgunblaðið - 30.01.1992, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 30.01.1992, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. JANUAR 1992 VINNUVERND Hátækni- þjónusta? FORVARNIR? eftir Lovísu Baldursdóttur Við íslendingar lifum um efni fram á flestum sviðum. Við eyð- um ekki aðeins launum okkar án fyrirhyggju heldur einnig heils- unni, og höfum ekki sérstakar áhyggjur af skuldadögum. Koma tímar koma ráð. En það máltæki á ekki við þegar heilsa okkar og iíf eru annars vegar. Vissulega koma tímar, en oft engin ráð. Tollur nútíma lifnaðarhátta Nútíma lifnaðarhættir með hraða sínum, samkeppni, vinnuá- lagi og streitu auka líkur á slysum og sjúkdómum, bæði andlegum og líkamlegum. Á síðustu árum höfum við séð aukna tíðni sjálfs- víga og sjálfsvígstilrauna, vax- andi upplausn fjölskyldna og aukna notkun vímuefna. Dán- artíðni vegna hjarta- og æðasjúk- dóma, sem tengdir hafa verið nútíma lifnaðarháttum, er ennþá alltof há. Umferðarslysum vegna hraðaksturs og óaðgæslu hefur Qölgað, og eru um 50% allra þeirra sem lenda í umferðarslys- um á aldrinum 15—19 ára. Þó að við höfum lægstan ungbarna- dauða í heiminum, töpum við því forskoti þegar bömin komast á unglingsár. En þrátt fyrir þessar staðreyndir fara einungis um 1-2% af heildarútgjöldum til heil- brigðismála í forvamir, sem jafn- gildir kostnaði vegna dvalar 100 sjúklinga á sjúkrahúsi í 100 daga (Þorlákur Helgason, 1991). Við gemm kröfur um fleiri, flóknari og dýrari tæki til notk- unar í sjúkraþjónustu, kröfur um fleiri sjúkrarúm og kröfur um meiri afköst spítalanna. Hvers vegna leggjum við ekki meiri áherslu á aðgerðir sem minnka líkur á því að einstaklingurinn verði sjúklingur? Með því drögum við úr eftir- spurn eftir hátækniþjónustu. Er það ekki það sem við höfum helst efni á í dag? Tollur nútíma lifnaðarhátta er hár, sættum við okkur við hann? Af hveiju beijast stéttarfélög ekki fyrir forvörnum með sama ákafa og þau sýna í baráttu gegn öllum aðgerðum er lúta að ha- græðingu og sparnaði í heilbrigð- isþjónustu? Forvarnir í sem víðustum skiln- ingi eru skynsamlegasta fjárfest- ingin í heilbrigðiskerfinu og kem- ur öllum til góða, hvar í stétt sem þeir standa. Hátækniþjónusta - takmörk tækninnar Það er vissulega öfugþróun, ef hið svokallaða velferðarkerfi slævir vitund almennings um ábyrgð á eigin heilsu. Við teljum það sjálfsagt að hafa ókeypis aðgang að heilbrigðiskerfínu með hina smæstu jafnt sem hina stærstu kvilla, hvort heldur við getum komið í veg fyrir tilurð þeirra eða ekki. Ennfremur virð- umst við líta á það sem náttúru- lögmál að útgjöld til heilbrigðis- mála vaxi ár frá ári. Með öðrum orðum, við sættum okkur við sí- vaxandi eftirspum eftir hátækni- þjónustu heilbrigðiskerfisins, þrátt fyrir að sú þjónusta sé óhemju dýr og komi tiltölulega fáum einstaklingum til góða. Sýnt hefur verið fram á að það eru heilbrigðir lífshættir í kjölfar bætts efnahags og aukinnar menntunar, sem hafa aukið lífs- gæði og fækkað ótímabærum dauðsföllum, en ekki hátækni- þjónusta sjúkrahúsanna. Tæknin hefur sín takmörk og lífíð er hvorki öruggt né sjálf- sagt. Þessar staðreyndir eru eink- um ljósar þeim, sem séð hafa á eftir börnum sínum eða öðrum ástvinum í gröfina af völdum slysa, vímuéfnaneyslu eða sjálfs- víga. Einnig þeim sem sjá ástvini sína lifa af slíka vá, en eru í ástandi sem á lítið skylt við eðli- legt líf. Við sem vinnum í hátækn- inni erum ennfremur oft minnt á, að tæknin færir okkur ekki það sem er mikilvægast af öllu ef ein- hver bati á að nást. Tæknin ger- ir okkur ekki mögulegt að gefa sprautu með von og trú né nokk- ur milligrömm af lífsvilja í æð. í mörgum tilfellum hefði hins veg- ar verið hægt að koma í veg fyr- ir slysið, krabbameinið eða hjarta- og æðasjúkdóminn. Þetta þurfti ekki að gerast. Það er þörf á hugarfarsbreyt- ingu hjá almenningi og stjórnmál- amönnum. Við þurfum að leggja áherslu á þá ábyrgð sem sérhver einstaklingur ber á eigin lífi og heilsu. Ákall á flóknari tækni og fleiri tæki (öndunarvélar, hjarta- og lungnavélar o.s.frv.) virðist ná betur til eyrna almennings og stjórnmálamanna en umræða um nauðsyn á hollum lifnaðarháttum, vinnuaðstöðu eða bættri umferð- armenningu Við þurfum að skilja, að auk erfða hefur umhverfí okk- ar og lífsstíll me'st að segja um heilbrigði okkar sem einstaklinga og þjóðar. Fjölgun sjúkrarúma, fleiri öndunarvélar eða fleiri hjartaaðgerðir fækka ekki þeim sem verða sjúkir. Forvarnir - eigin ábyrgð Forvarnir og forvarnarstarf fela í sér, meðal annars, að við gefum gaum að áhrifum um- hverfís svo og áhrifum lífsvenja á heilsu og líðan einstaklingsins. Forvarnir og forvarnarstarf eiga við á öllum aldursskeiðum, meðal allra stétta og starfshópa, svo og á sérhveijum vettvangi; á heimil- um, í skóla, á vinnustað og í frí- stundum. Áhugamannahópar á ýmsum sviðum vinna mikið starf í þágu forvama. Þar má nefna áhuga- mannahópa um bætta umferðar- menningu, um varnir gegn vímu- efnum og sjálfsvígum, barna- vemd, geðhjálp, svo og vinnu- vemd, en þar er heilsa og líðan einstaklinga á vinnustað í brenni- depli. Líðan starfsmannssá vinnustað er ekki hans einkamál, því líðan hans skiptir máli varðandi gæði þeirrar vinnu sem hann skilar, sér í lagi í þeim störfum þar sem alúð og áhugi starfsmannsins skipta sköpum. Það sama gildir um samskipti á vinnustað. Þau hafa ekki aðeins áhrif á starfs- menn sem einstaklinga, heldur á þau verk sem þeir skila. Nútíma stjómendur huga ekki aðeins að vinnuumhverfi og skipulagi vinnu innan fyrirtækis eða stofnunar þegar þeir leita leiða til þess að auka afköst eða bæta þjónustu. Þeir huga að líðan hvers starfs- manns svo og samskiptum milli einstaklinga og boðleiðum þeiira í milli. Hefur þú hugleitt hversu stómm hluta ævi þinnar þú eyðir á vinnustað? Hefur þú hugleitt hvernig þér líður á þínum vinnustað? Hefur þú hugleitt hvernig líðan þín hefur áhrif á það sem þú gerir, t.d. gæði þeirrar vinnu sem þú innir af hendi? Hefur þú hugleitt hvaða áhrif líðan þín hefur á maka þinn og börn eða heilsufar þitt? Getur verið að með lífsmynstri þinu í dag sért þú að tryggja þér aðgang að hátækniþjónustu spít- alanna á næstu árum? Skyldi kapphlaupið eftir lífsins gæðum þyrma kransæðunum þín- um? Við þurfum ávallt að hafa í huga eigin ábyrgð á lífi og heilsu. Við þurfum að innræta börnunum okkar virðingu fyrir sínu eigin lífi og lífi annarra. Við þurfum að minnast þess að þrátt fyrir stórkostlega tækni tuttugustu aldar, allt frá möguleikum á því að breyta erfðavísum og til upp- götvana nýrra sólkerfa, stendur óhögguð sú staðreynd að við eig- um aðeins eitt líf og lífið er svo dýrmætt vegna þess að það er óbætanlegt. (Heimild: Þorlákur Helgason, (1991). Tímaritið Fijáls verslun. 10. tbl. bls. 16-27.) Andleg og líkamleg líðan okkar svo og lífsvenjur hafa áhrif hvað á annað og á aðra. Eftir því sem þú svarar fleirum af eftirfarandi spurningum játandi, aukast mög- uleikar þínir á því að kynnast hátækniþjónustu sjúkrahúsanna, annaðhvort sem sjúklingur eða sem aðstandandi. Á eitthvað af þessu við í hverri viku varðandi sjálfan þig (atvinna þín, samskipti þín og samband þitt við maka eða börn, líf þitt almennt)? Ert þú spennt(ur) og stressuð/ stressaður? Ert þú óánægð(ur) og pirruð/ pirraður? Ert þú áhyggjufull(ur)? Ert þú reið(ur)? Ert þú leið(ur) t.d; í vinnunni, í sambandi þínu við maka, eða með lífíð almennt? Gætir þú þess að hafa ávallt svo mikið að gera í vinnu og/eða félagsmálum, að þú hafir ekki tíma til að íhuga líðan þína og tengsl þín við aðra? Er langt síðan þú hefur spurt sjálfan þig hvað sé þér mikilvæg- ast í lífinu? Finnst þér þú sjaldan vera úts- ofin(n) og hvíld(ur)? Vantar þig fleiri klukkustundir í sólarhringinn? Ert þú meira en 15 kg of þung- (ur)? Hreyfir þú þig sjaldnar en tvisvar í viku svo mikið að hjart- sláttur þinn aukist og þú mæðist? Ekur þú oft of hratt og ógæti- lega miðað við aðstæður? Ekur þú eftir að þú hefur neytt áfengis? Notar þú sjaldan öryggisbelti þegar þú ferðast í bíl? Reykir þú? Reykir þú í rúminu? Notar þú vímuefni? Er blóðfíta þín of há? Er blóðþrýstingur þinn of hár? Er langt síðan þú hefur farið í krabbameinsrannsókn? Er reykskynjarinn á heimilinu eða á vinnustað í ólagi? Þarf barnið þitt að ganga eitt yfír mikla umferðargötu á hveij- um degi? Veistu sjaldan hvar barnið þitt er þegar það er úti við? Eru lyf, hreinlætisvökvar eða hreinsiefni á stað þar sem auð- velt er að ná til þeirra? Er hægt að toga í rafmagnssn- úruna á hraðsuðukatlinum? Er hægt að teygja sig í skaftið á pottinum á hellunni? Skilur þú barnið þitt eftir eitt í baðkerinu eða er það þar í gæslu systkynis sem er litlu eldra? Er vatnið í skúringafötunni sjóðandi heitt og einhver lítill að skríða á gólfinu? Er óvarinn gosbrunnur eða heitur pottur í garðinum hjá þér? Er langt síðan þú hefur spurt unglinginn á heimilinu hvernig honum líður? Höfundur er hjúkrunarfræðingur á gjörgæsludeild og starfar m.a. á vegum Máttar - Vinnuvcrndar. Lovísa Baldursdóttir TIMKEN KEILULEGUR FAE KÚLU- OG RÚLLULEGUR llU LEGUHÚS Eigum á lager allar gerðir af legum í bíla, vinnuvélar, framleiðsluvélar og iðnaðartæki. Allt evrópsk og bandarísk gæðavara. Útvegum allar fáanlegar legur með hraði. Það borgar sig að nota það besta. Þekking Reynsla Þjónusta FALKINN SUÐURLANDSBRAUT 8 SIMI 814670 Helgarnám- skeið í hesta- mennsku HESTAMENNT Reiðmenntaskóli gengst nú í fyrsta skipti fyrir námskeiði fyrir almcnning í hesta- mennsku, aðallega byggð á bók- legum grunni. Um er að ræða fjög- ur námskeið, kynningarnámskeið, grunnnámskeið, byggingardímar og járningar.grunnnámskeið. Óll námskeiðin verða haldin í Ár- múlaskóla og í Víðidal. -----♦ ♦ 4--- ■ MIÐBÆJARFÉLAGIÐ heldur aðalfund sinn í kvöld, fimmtudaginn 30. janúar, klukkan 18,30 á Gauk á Stöng. Markmið félagsins er að vekja athygli á miðbænum í Reykja- vík, sögu hans menningu og athafn- alífí. Efla gott mannlíf í miðbænum og stuðla að fögru, snyrtilegu og öruggu umhverfi, segir í fréttatil- kynningu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.