Morgunblaðið - 30.01.1992, Blaðsíða 38
38
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. JANUAR 1992
mmm
Flestar konur væru þakk-
látar fyrir komast í 15 ára
gamlan kjól!
Er þetta ekki lélegur ár-
angur. Þú ert heppinn ég
get ekkert lesið gler-
augnalaus...
HÖGNI HREKKVÍSI
„ HANN BR AE> FARA i G€6NU/M TÍMABIL...
„ HÖSNI L'AVARPOR'.'/ "
Hugleiðingar um nýlist
Laugardaginn 25. janúar birtist
í Morgunblaðinu grein eftir Guð-
mund Guðmundarson fram-
kvæmdastjóra þar sem hann heldur
því fram að hann hafi orðið var við
skæða „flensu" sem geisar í mynd-
listarlífi höfuðborgarinnar.
Lýsir hann einkennum hennar
þannig:
„Listfræðingar gera sýningarsali
að nýlistargrafhýsum með hruninn
fjárhag og aðsókn nálægt núliinu.“
Ég veit nú ekki betur en að að-
sókn á sýningar í fyrra hafi verið
með ágætum, en ég ætla nú ekki
að fara lengra út í þá sálma hér.
Guðmundur segist ekki hafa
„vit“ á umframt venjulegt fólk og
hefur hann miklar áhyggjur af því
að nú á dögum skilji enginn listina
nema hinir „alræmdu" listfræðing-
ar. í þessum orðum Guðmundar
greini ég sjúkdóm þann sem er ís-
lensku listalífi hvað skæðastur.
Þessi sjúkdómur lýsir sér þannig
að fólk telur sér trú um að það
þurfi að hafa fullkominn skilning
og algert „vit“ á þeirri list sem fyr-
ir augu þess ber. Auk þess eiga
verkin helst að vera eins og það
vill að þau eigi að vera.
Mér þætti nú listin harla lítilfjör-
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. JANI
Dulitlir nýársþankar um
nýlist, listfræðinga o.fl.
eftir Guðmund
Guðmundarson
Þögnin getur stundum verið býsna
hávær. Sýning á verkum Sigurðar
Guðmundssonar f Listasafni Islands
var og er talin mikill listviðburður.
Bragi Ásgeirsson — sá slyngi gagn-
rýnandi og myndlistarmaður — skrif-
aði heila síðu í Morgunblaðið, án
þess að dæma nokkurt einstakt verk.
Þegar maður hafði skoðað hug-
ljúfa sýningu á myndlist Muggs á
1. hæð (26.000 gestir) munu flestir
hafa gengið upp á efri hæðina, þar
sem var sýning á ljósmyndaverkum
hins mikla frægðarmanns Sigurðar
Guðmundssonar. Á önnur verk Sig-
urðar legg ég engan dóm. Þau eru
hafm upp til skýjanna af ýmsum.
Um leið og gengið var inn í salinn
trónaði á miðju gólfi mikil Jjósmynd
í svörtum, þykkum ramma. Ég ætl-
aði varla að trúa eigin augum, þegar
við mér blasti mynd af séníinu sjálfu,
Guðmundur Guðmundarson
„Ég hef heyrt og lesið
um að hámenntaðir list-
Um listfræðinga o.fl.
Þar sem ég hef ekki vit á mynd-
list umfram venjulegt fólk ómenntað
f þeirri grein, þá langar mig til að
vitna aðeins til tveggja óumdeildra
myndlistarmanna, sem hafa að sögn
ekki verið hallir undir neina pólitík,
rekist illa þegar menningarvitar og
listfræðingar eru annars vegar með
sína skólalærðu speki.
Fyrst Einar Hákonarson. í gömlu
viðtali við Gfsla Sigurðsson í Lesbók
og grein í Morgunblaðinu nýlega
segir m.a.:
„Þegar ég var skólasljóri Handíða■
og myndlistaskólans var forskólinn
(lagi en strax á öðru ári fara nem-
endur að líta á sig sem listamenn
og ég got ekki betur séð en náminu
sé þá lokið ... átök urðu í skólann
út af því að ég vildi að nemendur
lærðu ákveðin grundvallaratriði
myndlistar. Þau átök eru venjulega
kennd við svokallaða nýlistardeild ...
Nú er þetta orðinn sandkassaleikur,
' ri ,"r ílllllHlMH
leg ef ég þyrfti alltaf að skilja iista-
verk á „réttan hátt“ og hafa aigert
„vit“ á þeirri list sem fyrir augu
mín ber. Einnig tel ég að ekki yrði
mikið í listina spunnið ef almenn-
ingur færi að ákveða hvernig list-
sköpun hvers listamans yrði háttað
því að list listamanns byggist að
Dýrkun Bakkusar
Á Rás 2 var nýlega viðtai við
sálfræðing sem hélt því fram að
það væri mikii nauðsyn á að hægt
væri að velja um fleiri leiðir tii að
ráða bót á ofdrykkju.
Sá góði maður taldi nauðsynlegt
að alkóhólistar gætu valið um að
læra að drekka samhliða þeim ieið-
um sem í boði eru í dag, þ.e. að
hætta allri drykkju.
Sem aðstandandi alkóhólista
langar mig að leggja orð í belg um
þetta mál.
Það er viðurkennd staðreynd að
ofdrykkja einhvers hefur alvarleg
áhrif á þá sem standa honum næst
og skiptir þá ekki máli magn eða
tíðni. Samkvæmt reynslu getur
alkóhólisti ekki iært að drekka,
jafnframt er það mín reynsla að
alkóhóiistinn umpólist oft á tíðum
við fyrsta snafs eða jafnvel við að
hugsa um áfengi.
Af framansögðu er ljóst að ég
er algjörlega á móti svona málflutn-
ingi, enda ér ljóst að það er ekkert
hugsað um þá ijölmörgu aðstand-
endur sem þjást vegna drykkju
ættingja eða vinar. Við megum
vera þakklát fyrir þá miklu hjálp
sem SÁÁ og fleiri hafa lagt fram
í baráttunni við Bakkus jafnt fyrir
alkóhólista sem aðstandendur.
Ég get ekki skilið hvaða nauðsyn
er á að dýrka Bakkus, mín reynsla
er sú að lífið verði betra og inni-
haldsríkara með því að vera laust
við áfengi.
Að lokum vona ég að umræðan
verði meira í þá átt að áfengis-
drykkja sé óeðlileg og að sem flest-
ir nái bata eftir þeim leiðum sem
eru í boði í dag.
Samúel
sjálfsögðu algerlega á honum sjálf-
um.
Ég ætla ekki að vaða út í ein-
hverjar skilgreiningar enda er slíkt
með öllu ógerlegt því fá eru þau
hugtök sem eru jafn víðfeðm og
afstæð og listin. Mat listar er undir
hverjum og einum komið, það sem
einn kallar snilld kallar annar fífla-
læti.
En sé grein Guðmundar skoðuð
í ljósi sögunnar þá er hún marg-
þvæld klisja. Nýlistin er alltaf talin
ómerkileg samanborið við þá eldri.
Listin fær sína viðurkenningu í
tímans rás og því lengur sem hún
stenst tímans tönn því óumdeilan-
legra verður ágæti hennar. Það sem
við borðuðum í gær höfum við melt
í dag og það sem við borðum í dag
höfum við melt á morgun og hefur
þá líkaminn flokkað úrganginn frá.
Góðir íslendingar. Standið ekki
sjálfa ykkur að því að telja sjálfum
ykkur trú um að aðeins menn með
ákveðna menntun geti notið listar.
Listin er fyrir okkur öll.
Að lokum vil ég benda Guðmundi
á ágæta grein Súsönnu Svavars-
dóttur sem birtist í Lesbók Morgun-
blaðsins 18. janúar sl. og vona ég
að sú grein geti hreyft við fordóm-
um Guðmundar gagnvart listinni í
dag.
Kjartan Björgvinsson
Yíkveiji skrifar
Allt frá því að veitingahúsið
Naustið endurvakti áhugann
fyrir gömlum íslenzkum mat á
sjötta áratugnum og kallaði þorra-
mat, hefur sá siður að borða slíkan
mat á þorranum breiðst hratt út.
Hvarvetna eru haldin þorrablót og
enginn er maður með mönnum ef
hann sækir ekki a.m.k. eitt slíkt
blót. Það er sr. Halldór Gröndal,
nú sóknarprestur en þáverandi veit-
ingamaður, sem á heiðurinn að hin-
um svokallaða þorramat, eins og
við þekkjum hann í dag. Sú saga
hefur margoft verið sögð og verður
ekki endurtekin hér.
í nær fjóra áratugi hefur þorra-
maturinn verið á borðum Naustsins.
Það er kannski réttara að segja að
maturinn hafi verið í trogum
Naustsins, því þannig hefur hann
verið borinn fram allan tímann. En
nú hefur orðið sú breyting á, að
þorramaturinn í Naustinu er á hlað-
borði. Víkveiji, sem hefur haft þann
sið til margra ára að borða þar á
bóndadaginn, kann þessu nýja fyrir-
komulagi vel. Fullvíst má telja að
fleiri veitingastaðir hafi þennan
hátt á í framtíðinni. Með þessu
móti getur hver og einn valið þá
rétti sem hann vill.
Maturinn í Naustinu bragðaðist
vel að vanda og Víkveiji vill að
endingu þakka kokkunum sérstak-
lega fyrir að bjóða upp á súra sels-
hreifa. Þeir eru sælgæti, sem óvíða
fæst.
XXX-
Eeftirfarandi bréf, hefur Vík-
veija borizt frá Ólafi Jónssyni
upplýsingafulltrúa Reykjavíkur-
borgar:
„Fimmtudaginn 23. janúar skrif-
ar Víkverji greinarkorn um nætur-
vörslu í fyrirtækjum og stofnunum
Reykjavíkurborgar og spyr hvort
allt sé með felldu varðandi þjónustu
Vara fyrir Reykjavíkurborg. Því er
til að svara að borgaryfirvöldum
er ekki kunnugt um brot á samn-
ingi þeim er Vari starfar eftir fyrir
Reykj avíkurborg.
Til fróðleiks fyrir Víkveija er
rétt að geta þess að nú fer fram
hagkvænmisathugun hjá borgar-
stofnunum, sem beinist að því að
meta kosti og galla farandgæslu
m.t.t. fjargæslu. Í ljósi þeirrar nið-
urstöðu verður tekin ákvörðun um
hvort áframhald verður á öryggis-
gæslu í formi farandgæslu eða tek-
in verði upp fjargæsla, þ.e. öryggis-
búnaður verði settur sem tekur til
innbrota- og brunavarnarkerfa í
fyrirtækjum og stofnunum borgar-
innar. í framhaldi af ákvörðunum
þ.a.l. verða áðurnefndir þættir
boðnir út.“
Lesendum til glöggvunar skal
riijað upp, að fyrirspurn Víkveija
var til komin vegna fréttar Press-
unnar um að ekki væri allt með
felldu við gæzlu á eignum borgar-
innar. Víkveiji spurði í nafni þeirra
tugþúsunda Reykvíkinga, sem eiga
þessar eignir, sem væntanlega eru
tugmilljarða virði.
xxx
Víkveiji vill ljúka pistli dagsins
með annarri fyrirspurn til
upplýsingafulltrúans. Hún er þessi:
Er heimilt að geyma jeppakerrur á
almennum bílastæðum borgarinn-
ar? Ástæða fyrirspurnarinnar er sú
að fyrir utan hús Víkveija hafa í
allan vetur staðið tvær jeppakerrur.
Þær hafa tekið upp tvö stæði á
yfirfullum bílastæðum. Ef það ólög-
legt að geyma kerrurnar þarna,
vill Víkveiji vita hver á að sjá til
þess að kerrurnar verði fjarlægðar.
Er það lögreglan eða starfsmenn
borgarinnar? Með von um skjót og
greið svör upplýsingafulltrúans.