Morgunblaðið - 30.01.1992, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 30.01.1992, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. JANÚAR 1992 19 Hækkun útsvars sveitarfélaga 1991-92 í hlutfalli við Reykjavík Gildið í Reykjavík 1991 er sett á 100 Forsendur: Laun hjóna1992: 2.709.000 kr. 111 111 Hækkun á heildarskattlagningu sveitarfélaga 1991-92 í hlutfalli við Reykjavík Forsendur: Laun hjóna 1992: 2.709.000 kr. íbúð að virði 1992:6.330.000 kr. 109 109 109 Aróður Alþýðusambands- ins villandi og smekklaus - segir í greinargerð frá bæjarstjórn Kópavogs BÆJARSTJÓRN Kópavogs hef- ur sent fjölmiðlum fréttatil- kynningu varðandi bréf ASÍ til fjölmiðla og fasteignasala. Þar segir orðrétt: „Þann 7. janúar sendi forseti ASI, Asmundur Stefánsson, Sig- urði Geirdal, bæjarsljóra í Kóp- vogi, bréf. Það felur í sér gagn- rýni á hækkun fasteignagjalda og áskorun um að bæjarstjórn taki þá ákvörðun til endurskoð- unar. Þessu bréfi hefur verið svarað og hækkun fasteigna; gjalda útskýrð. Var forseta ASI jafnframt bent á að fasteigna- gjöld eru aðeins lítill hluti af skattgreiðslum einstaklinga til sveitarfélaga. Um síðustu áramót voru sam- þykkt ný lög á Alþingi um vatns- veitur sveitarfélaga. Þau fela í sér skattalega tilfærslu af atvinnuhús- næði yfir á heimili og tekjurýrnun fyrir Kópavogskaupstað. Þar sem þessi tekjurýrnun bætist við hina væntanlegu 60 m.kr. skattbyrði frá ríkinu, var vatnsskatturinn hækkaður af illri nauðsyn. Er hann nú orðinn sá sami og í Hafnarfirði og Mosfellsbæ. Fasteignaskattur í Kópavogi var lækkaður úr 0,5% í 0,485%. Hrein hækkun fasteig- nagjalda er því um 10 m.kr. sem ætlunin er að mæti hinum 60 m.kr. auknu álögum frá ríkinu. Aðrir skattar hafa ekki hækkað. Þess vegna mun Kópavogsbær hag- ræða í rekstri og draga úr fram- kvæmdum til að mæta þeim 50 m.kr. sem upp á vantar. Útsvarið er stærsti tekjustofn allra sveitarfélaga og útsvarsá- lagning er hvergi lægri á landinu en í Kópavogi, ef undan eru skild- ir tveir hreppar. Ólíkt mörgu öðr- um sveitarfélögum, sem hækkuðu útsvarsálagningu í 7,5% fyrir árið 1992, er álagningin í Kópavogi 6,7% og stendur óbreytt milli ára. Ef Kópavogskaupstaður hefði val- ið þá leið að hækka útsvarið upp í 7,5% hefði það þýtt 110 m.kr. auknar skattaálögur á íbúana, en þeirri leið var þafnað. Forseti ASÍ hafði sérstakan áhuga á fasteignagjöldum en sýndi útsvarinu engan áhuga. Er það skrýtið þar sem mesta skattbyrðin á flesta íbúa sveitarfélaga er af völdum útsvars fyrst og fremst en ekki fasteignagjalda. A meðfylgj- andi blöðum má sjá samanburð á heildarskattlagninu á íbúa sveitar- félaga með útsvari. Er reiknað með áætluðum meðallaunum hjóna samkvæmt framtali 1992 kr. 2.709.000 og íbúðareign þeira að virði kr. 6.330.000. Niðurstöður leiða í ljós, í fyrsta lagi, að aðeins eitt sveitarfélag á höfuðborgar- svæðinu, utan Reykjavíkur, hefur Iægri álagða skatta en Kópavog- ur. í öðru lagi er hækkun heildar- skatta á íbúð í Kópavogi hverfandi í samanburði við nágranna okkar. _ Þetta dæmi sýnir að áróður ASÍ er villandi og smekklaus. Hvað vakir fyrir forseta ASÍ? Er hér um pólitík að ræða eða hagsmuna- gæslu fyrir launþega sem eru inn- an ASI? Áróðursplagg ASÍ var sent á fasteignasölu á höfuðborg- arsvæðinu, greinilega í þeim til- gangi að ófrægja Kópavogsbæ. Hins vegar hefur forseti ASI gert litlar athugasemdir við hækkun útsvars hjá nokkrum sveitarfélög- um þó um meiri skattheimtu væri að ræða eins og meðfylgjandi súlu- rit bera með sér. Skorað er á forystu ASÍ að veija kjör félaga sinna af meiri fag- mennsku og ábyrgð, heldur en að ráðst á Kópavogsbæ, með ósann- gjörnum og villandi áróðri.“ (Fréttatilkynning frá Kópavosbæ.) Fasteignagjöld og útsvar árið 1992 á höfuðborg- arsvæði m.v. 6,3 mkr. íbúð og meðaltekjur hjóna (2,7 mkr.) 1991 1992 Útsvar Fastgj. Útsvar Fastgj. Fastgj. + útsvar Fastgj. + útsvar Reykjavík 33.760 176.659 210.419 35.678 182.044 217.722 Kópavogur 51.100 176.659 227.759 56.501 182.044 238.545 Hafnarfj. 45.500 176.659 222.159 42.728 202.579 245.307 Garðabær 45.500 184.135 229.635 47.728 189.744 237.472 Mosfellsbær 51.500 184.135 235.635 54.058 202.579 256.637 Seltjnes 37.000 184.135 221.135 39.033 189.744 228.777 Gjöld í hlutfalli við Reykjavík 1991 1992 Útsvar Fast.gj. Útsvar Fastgj. Fastgj. 100 + útsvar Fastgj. 100 + útsvar Reykjavík 100 100 100 100 Kópavogur 151 100 108 158 100 109 Hafnarfj. 135 100 106 120 111 113 Garðabær 135 104 109 134 104 109 Mosfellsbær 153 104 112 152 111 118 Seltjnes 110 104 105 109 104 105 Jamaiea í brennidepli eftir Oddnýju Sv. Björgvins Mér er bæði ljúft og skylt að svara Eyþóri Guðjónssyni vegna greinar hans, „Jamaica — örugg ferð“ (í Mbl. 29. janúar sl.). 1. Eyþór ásakar mig um að hall- mæla Jamaica sem ferðamannalandi í grein minni „Blóðsugur hallelúja og amen“ (í Mbl. 12. janúar sl.). Umrædd grein er reynslusaga. Ekki úttektargrein á ferðamannalandinu Jamaica. Slík reynsla gæti hent ferðamenn hvar sem er, þar sem andstæður mikillar fátæktar og ríki- dæmis mætast. 2. Það voru ekki mín orð í grein- inni, að Jamaicabúar væru trúvilling- ar, enda veit ég að svo er ekki. Hitt er annað mál, að í Montego Bay eins og annars staðar þar sem mikil fá- tækt ríkir, eru íbúar oft móttæki- legri fyrir hinum ýmsu trúaráhrifum sem þeir halda að geti hjálpað sér. 3. Ég er sammála Eyþóri, að óvíða mætir manni vingjarnlegra viðmót. Mikill meirihluti Jamaicabúa er lífsglatt, brosandi fólk, eins og víðast á þessum slóðum við Karabíska haf- ið. Einmitt þess vegna langaði mig að komast út úr „verndaðri ferða- þjónustu" og ná sambandi við íbúana —á eigin vegum. 4. Eyþór segir: „Gaman hefði ver- ið að lesa um hina dagana líka.“ Það getur hann vissulega gert með því að lesa grein mína „Handan við sól á Jamaica" (í Mbl. 24. nóvember sl.) sem greinir frá frábærri ferðaþjón- ustu á jamaískum hótelum þar sem allt er innifalið. Ég var alveg heilluð, eins og fram kemur, enda urðu margir til að hringja í mig og spyijast fyrir um ferðir til Jamaica. 5. í framhaldi af þeim fyrirspurn- um fóru að renna á mig tvær grím- ur. Því miður hafa borgir eins og Kingston og Montego Bay ekki nægi- lega gott orð á sér og til skamms tíma felldu nokkrar bandarískar ferðaskrifstofur niður ferðir til Jama- ica af öryggisástæðum. Það er ekki alveg að ástæðulausu að „vernduð ferðaþjónusta" mótaðist á Jamaica. — Eiga væntanlegir ferðamenn til Jamaica ekki rétt á að heyra um báðar hliðar á „paradís- areyjunni" — þeirri sem töfrar ferða- manninn og hinni sem getur verið býsna hættuleg? Höíundur er bladamaður á Morgunblaðinu. Stoá*É BOKAMARKAÐURINN 1992 EAXAFEN110 Magnaöasti bókamarkaöur allra tíma ALLT AÐ 95% AFSLÁTTUR ALDREI BETRI AÐSTAÐA ALDREI FLEIRI BÆKUR Stærsti bókamarkaður sem haldinn hefur verið. r Islenskar bækur, erlendar bækur, spil og leikir, geisladiskar og snældur. Setjum daglega þúsundir gamalla bóka á borðin. Opiö laugardaga og sunnudaga kl.12-18 og á virkum dögum kl.12-20 VIÐ ERUM HÉR ±97 Eymimdsson STOFNSETT 1872 Sveltur sitjandi kráka en fljúgandi fær!!! ><nooÁvQfeg

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.