Morgunblaðið - 30.01.1992, Blaðsíða 39
MORGUNBLAblÐ FIMMTUDAGUR 30. JANÚAR 1992
VELVAKANDI
SVARAR f SÍMA
891282 KL. 10-12
FRA MÁNUDEGI
TIL FÖSTUDAGS
llf
FARSÆLT STARF
HEILBRI60I - ÁN/EGJA - ÁRANGUR
INNHVERF ÍHUGUN er einföld og örugg aðferð sem allir
geta lært á stuttu námskeiði. Sú einstaka hvíld, sem tækn-
in veitir, eyðir djúpstæðri streitu er hefur safnast fyrir í líkam-
anum. Árangur af iðkun innhverfrar íhugunar er m.a. meira
jafnvægi hugar og líkama og aukinn árangur í daglegu starfi.
Nýtt námskeið
hefst með kynningu í kvöld, fimmtudag,
Mahesh Yogi kl. 20.30 á Laugavegi 24 (4. hæð).
ÍSLEHSKA ÍHUGUNARFÉLA6ID, SÍMI 16662.
Maharishi
Þegar ég lít til baka til liðinna
ára, koma mér í hug orð Jesú, þar
sem hann segir: „Sjá, ég er með
yður alla daga“. Svo áþreifanlega
hefí ég fengið að reyna þetta. Það
eru nú 45 ár liðin síðan Guð kall-
aði mig til þeirrar þjónustu, sem
Salem sjómannastarfið hefir veitt
öll þessi ár. Það er dásamlegt
hvernig Guð hefir leitt mig í því
allt til þessa dags. Fyrir það vil
ég lofa hann og þakka þá undur-
samlegu náð, að hafa fengið þetta
verkefni í víngarði hans. Ég veit
að það orð Guðs, sem sáð hefur
verið, hefir borið ávöxt og mun
halda áfram að gjöra það.
Sl. ár var sérstakt fyrir mig að
því leyti að þá átti ég 80 ára af-
mæli. Fjölmargir vinir nær og fjær,
I á sjó og landi, og í öðrum löndum
I veittu mér ósegjanlega gleði með
kveðjum og margvíslegum gjöfum,
■ og nærveru sinni. Kom þá berlega
í ljós hve mikil ítök þetta starf á
í hjörtum margra. Ég bið Guð að
blessa alla þessa vini og launa
þeim kærleika þeirra, og að þeir
megi njóta handsleiðslu hans á
ófarinni ævibraut. „Fel Drottni
vegu þína og treyst honum, hann
mun vel fyrir sjá.“
Starfið gekk með svipuðum
hætti og áður. Farið var í um 800
heimsóknir í skip og báta og eitt-
hvað gefið frá orði Guðs ásamt
ýmsum fréttablöðum, sem líka
kemur sér vel fyrir sjómenn er leita
hafnar. Þá er einnig oft talað við
menn um Jesúm Krist og það end-
urlausnarverk er hann vann, þeim
til handa, er við honum vilja taka.
„En öllum þeim sem tóku við af
honum, gaf hann rétt til að verða
Guðs börn. Þeim sem trúa á nafn
hans.“
Útbýtt var 50 Biblíum, 130 Ntm
og 30 Passíusálmum. Einnig miklu
af smærri Biblíuhlutum. Áberandi
var hve nú var opið meðal Rússa
og Pólverja. Nú var maður boðinn
velkominn í allar vistarverur skip-
veija, auðséð var að þá þyrsti eft-
ir orði Guðs. Það kom fyrir að
þeir settust niður á bryggjunni til
að lesa Biblíuna er þeir höfðu feng-
ið og oft var beðið með þeim. Hví-
lík náð. Einnig gáfum við þeim
nokkuð af fatnaði og líka til Króa-
tíu, og var það þakkað innilega.
Alls var haft samband við fólk frá
40 þjóðum, af þvi sést hvað fagn-
aðarerindið hefir borist víða af
þessum vettvangi. Um 200 jóla-
„Að kenna okkur ráðdeild og
sparnað á nýjan leik eftir sólund
og bruðl síðasta áratugar er verð-
ugt en erfitt verkefni. Að skapa
atvinnulífi landsmanna sömu skil-
yrði og erlendis er erfitt en verð-
pakkar fóru til sjómanna, sem voru
að heiman á hinni helgu hátíð. I
gegnum það var þeim fluttur sá
dýrðlegasti boðskapur, sem nokkru
sinni hefur verið boðaður: „Yður
er í dag frelsari fæddur“, Lúk 2:11.
Margir hafa sagt mér að þetta
skapi sérstaka stemmningu á með-
al þeirra. Ýmisleg önnur þjónusta
svo sem með póst o.fl. er veitt sem
oft kemur sér vel. Margir styðja
við þetta starf á einn eða annan
hátt. Á ég varla orð yfir til að
þakka alla þá velvild og kærleika.
Ég bið Guð að blessa og varðveita
alla sjómenn og þjóðina alla, og
bið þess að á henni megi rætast
orð Davíðs: „Sæl er sú þjóð, er á
Drottinn að Guði“.
Ég vil svo enda þessar iínur með
orðum Jesú er hann talaði til fiski-
mannanna við Galileuvatnið forð-
um: „Komið og fylgið mér“.
Sigfús B. Valdimarsson
ugt verkefni. Að fá sömu þjónustu,
huganlega betri þjónustu, í velferð-
arkerfinu, fyrir minni peninga, er
erfitt en verðugt verkefni.“
Þannig skrifar Bjami P. Magn-
ússon, sveitarstjóri í Reykhóla-
hreppi, í Morgunblaðið 4. janúar í
eftirtektarverðri grein. Sveitar-
stjórinn hittir að ýmsu leyti nagl-
ann á höfuðið, en viðfangsefni
hans er ríkisstjórnin og verk henn-
ar. Margir sjá að við Islendingar
getum ekki gengið endalaust eftir
þeirri eyðslubraut sem við höfum
gengið nú um sinn. Ríkisstjórnir
eru kjörnar af Alþingi til að stjórna
í umboði þess. Til þess að ríkis-
stjórnir geti stjórnað þurfa þær
starfsfrið. Það á við allar löglega
kjörnar stjórnir hvar sem er í heim-
inum. Aðalvandi ríkisstjórnar Dav-
íðs Oddssonar er niðurskurður og
sparnaður á réttum stöðum, hvað
sem hver segir. En í þeirri baráttu
má alls ekki ganga á rétt þeirra
sem minnst mega sín og nægir þar
að nefna hluta af þeim sem skilað
hafa ævistarfi sínu, öryrkja og ein-
stæðar mæður.
„Forystumenn okkar eiga rétt á
því að við styðjum við bak þeirra
þegar mikið liggur við eins og
núna, en þeir mega líka eiga von
á uppgjöri reynist þeir ekki trausts-
ins verðir.“
Þannig skrifar Bjarni P. Magn-
ússon. Núverandi ríkisstjórn er 8
mánaða gömul. Hún þarf að
minnsta kosti aðra 8 mánuði. Ef
hún nær ekki viðunandi árangri á
þeim tíma verður ekki nema eitt
fyrir hana að gera.
Hallgrímur Sveinsson.
Þessir hringdu
Nytsamar auglýsingar
Karl Ormsson hringdi:
Davíð Sch. Thorsteinsson hjá
Sól hf. hefur verið með auglýs-
ingaherferðir undanfarin ár sem
glatt hafa marga. Fyrirtæki hans
hefur sent gosdrykkjakassa til
allra fermingarbarna. Við hjónin
fengum einn kassa fyrir son okk-
ar og með sendingunni fylgdu
hamingjuóskir með hvatningar-
orðum með einum af fallegustu
sálmum Matthíasar Jochumson-
ar: Legg þú á djúpið, þú sem enn
ert ungur/ og æðrastu ei þó
straumur lífs sé þungur.
Þessa dagana hefur Létta
smjörlíki verið borið í næstum
hveija einustu íbúð hér í borg-
inni. Það mættu fleiri tileinka sér
slíka auglýsingatækni. Hafi Dav-
íð hann þökk fyrir, og við kaupum
að sjálfsögðu vörur frá svona
fyrirtæki.
Kettlingur
Svartur og hvítur þriggja mán-
aða kettlingur, þrifinn , fæst
gefins. Upplýsingar í síma
618336 eftir kl. 18.
Kettlingar
Tveir kettlingar, um tveggja
mánaða fást gefins. Upplýsingar
í síma 20267.
Peisa
Dökkgrá ullarpeisa með V-
hálsmáli tapaðist á veitinga-
staðnum Staðið á öndinni sl.
föstudag. Finnandi er vinsamleg-
ast beðinn að hringja í síma
685083.
Köttur
Snjólaug hringdi:
Af sérstökum ástæðum verð-
um við að gefa fallega og góða
köttinn okkar, sem heitir Keli.
Hann er tæplega tveggja ára, er
geldur, húsvanur og mjög gæfur.
Upplýsingar í síma 675955.
Hringur
Giftingarhringur fannst við
Vífilstaði í Garðabæ. Upplýs-
ingar í síma 42585.
Ríkisstjórnir þurfa
starfsfrið í upphafi
G0RE-TEX- uu>Y
Dömugönguskór
Verð kr. 11.600,-
HiBHffl
SENDUMÍ
PÓSTKRÖFU
UMLAND
ALLT.
ÚTILÍFj
Glæsibæ, sími 812922.
1
EURO-VISA
RAÐ
SAMNINGAR
Allt þetta er innifalið í minnstu myndatökunni hjá okkur
Á aðeins kr. 10.500,00
Ljósmyndastofan Mynd sími 65-42-07
Ljósmyndstofan Barna og fjölskylduljósmyndir sími
677-644
Ljósmyndastofa Kópavogs sími 4-30-20
Nú er tækifærið til að láta mynda
bömin í jólafötunum, lægsta
verðið er hjá okkur
'O
K A MA R K A Ð U R V Ö KU HELGAFELLS
llrvols
53bsHMo? verd'
SértUboð:
Mannkyn í mótun
Heillandi veröld í máli og myndum.
Frumbemska mannkyns fráfyrstu
hellabúum til nútímamaraisins.
C.
) fró 50 C
" krónum^
'r\r\
Venjulegt verö: 1.806,-
Tilboðsverð: 495,<
Margir
tilflar að
seljast upp!
VAKA-HELGAFELL _
Síðumúla 6, sími 688300