Morgunblaðið - 30.01.1992, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 30.01.1992, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. JANÚAR 1992 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. JANÚAR 1992 23 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Árvakur h.f., Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal- stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar- gjald 1200 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 110 kr. eintakið. Viðreisn á alþjóðavettvangi Sl. laugardag komu fjármála- ráðherra og seðlabanka- stjórar 7 helztu iðnríkja heims saman til fundar í New York. Þessi hópur áhrifamestu fjár- málamanna heims heldur reglu- lega fundi, sem að jafnaði vekja litla, sem enga athygli hér á íslandi. Nú er hins vegar svo komið, að full ástæða er til fyr- ir okkur að huga að niðurstöðum funda af þessu tagi. Efnahags- þróun ríkja heims er orðin svo samtvinnuð, að efnahagslægð í einu ríki leiðir til hins sama hjá öðrum og efnahagsleg upp- sveifla getur þýtt uppsveiflu annars staðar. Þegar horft er til baka yfir efnahagsþróun hér á íslandi undanfarna áratugi verður ljóst, að þeir öldudalir, sem við lendum í stafa ekki bara af aflabresti eða verðfalli á erlendum mörk- uðum. Ástæðan fyrir efnahags- lægð hér er líka sú, að okkar litla efnahagskerfi endurspeglar á margan hátt það, sem er að gerast hjá stærri og öflugri þjóð- um. Efnahagsiægðir hér á síð- asta aldarfjórðungi hafa yfirleitt komið á sama tíma og hjá hinum stærri þjóðum á Vesturlöndum. Það er augljóst, að hér er sam- hengi á milli. Verði uppsveifla þar getur hún orðið hér. Á fundinum sl. laugardag tóku fjármálamennirnir höndum saman um að hleypa nýju lífi í efnahagslíf þjóða heims. Þeir bentu á að aðstæður væru að mörgu leyti hagstæðar. Verð- bólga hefur minnkað í flestum ríkjum þ. á m. hjá okkur. Vext- ir hafa lækkað sums staðar en hækkað annars staðar. Oliuverð er tiltölulega hagstætt. Af þess- um sökum ríkti töluverð bjart- sýni á fundi fjármálaráðherr- anna. Þeir voru hins vegar sam- mála um, að nauðsynlegt væri að ýta undir efnahagslega upp- sveiflu með aðgerðum stjórn- valda. Bandaríkjamenn hafa nú riðið á vaðið með ræðu Bush Banda- ríkjaforseta í fyrrinótt, þótt vafalaust verði skiptar skoðanir um þær aðgerðir, sem hann hefur boðað. Þá skiptir líka máli hvað gerist í Japan og í Þýzkalandi á næstu mánuðum. Þessi þrjú ríki geta ráðið úrslit- um um það, hvort tekst að koma efnahags- og atvinnulífí helztu iðnríkja heims á nýtt skrið. Tak- ist það mun það mjög fljótlega hafa áhrif annars staðar m.a. hér á íslandi. í þessu felst ekki, að við ís- lendingar getum setið auðum höndum og beðið eftir því, að viðreisn efnahagslífsins gerist sjálfkrafa. En það er nauðsyn- legt að við gerum okkur grein fyrir því, að aðgerðir í öðrum löndum munu hafa áhrif hér á næstu mánuðum. Þessa stund- ina er fremur ástæða til bjart- sýni en svartsýni um framvindu mála annars staðar. Það ætti að verða til þess að hleypa nýjum krafti í aðgerðir okkar sjálfra hér heima fyrir. Athygli fólks beinist mjög að niðurskurðinum í opinbera kerf- inu, eins og eðlilegt er. Það má hins vegar ekki verða til þess, að forystumenn í atvinnulífi haldi að sér höndum. Ákvarðan- ir þeirra geta ráðið miklu um framhaldið. Samdráttarskeiðið hefur nú þegar verið notað til þess að bæta og efla rekstur fjölmargra fyrirtækja. Því starfí þarf að halda áfram. Nauðsyn niðurskurðar fer ekki á milli mála en það þarf líka að efla atvinnulífið. Þetta samdráttartímabil má ekki verða til þess að forystumenn í atvinnulífi missi kjarkinn og hætti við eða slái á frest nýjung- um og framkvæmdum. Að sumu leyti hefur hið nýja ár byrjað betur en margir áttu von á. Kreppan hefur ekki sótt jafn fast að og gera mátti ráð fyrir. Auknar loðnuveiðar eiga þátt í aukinni bjartsýni. Vonir um auk- inn afla annarra físktegunda eru líka til staðar. Það er ýmislegt jákvætt að gerast í atvinnulífinu þrátt fyrir allt. Á næstu mánuðum og misser- um þurfum við að gera okkur betri grein fyrir áhrifum hinnar alþjóðlegu efnahagsþróunar á framþróun atvinnulífsins hér. Við þurfum að miða ákvarðanir okkar í ríkara mæli við þær ákvarðanir sem teknar eru í öðrum löndum. Víða er nú lögð mikil áherzla á vaxtalækkun og það var m.a. gert á fundinum sl. laugardag, þótt Þjóðverjar hafi sett strik í þann reikning með vaxtahækkun í desember. Hér er líka rætt mikið um nauð- syn vaxtalækkunar þótt hægt fari. Umræður um vandamál efna- hags- og atvinnumála hafa verið of bundnar við íslenzkar aðstæð- ur. Með því að tengja þær al- þjóðlegum umræðum um efna- hags- og atvinnumál öðlumst við meiri yfirsýn yfir það, sem raun- verulega er að gerast hjá okkur sjálfum. STARFSFOLK SJUKRAHUSANNA I REYKJAVIK UGGANDI UM SINN HAG get ímyndað mér að þetta kerfi sem við búum við sé mjög dýrt í rekstri." Allir vilja spara en þetta er ekki rétta leiðin Þuríður Steinarsdóttir, deildar- stjóri og meinatæknir, sagði að mikill uggur væri í fólki og dökkt framundan hjá meinatæknum. Sam- dráttur og engar nýráðningar á öðrum stofnunum. „Þetta er til- tölulega afmarkað starfssvið og því hætt við að þær okkar sem ekki fá endurráðningu fái ekki störf við hæfi. Það er ekki um neitt að velja í þessu fagi,“ sagði Þuríður. „Við sem vinnum við þetta sjáum ekki að raunverulegur sparnaður felist í þessum aðgerðum. Það þarf að rannsaka sjúklinga hvort sem það er gert hér eða annars staðar og rannsóknirnar kosta ekki minna á Landspítala eða Borgarspítala." Þuríður sagði að fyllsta aðhalds væri gætt á rannsóknarstofunni og gömlu tækin látin duga auk þess sem öðrum kostnaði væri haldið niðri. Á sama tíma hafi rannsóknarstofan á Landspítalanum flutt í nýtt húsnæði og ný tæki voru keypt en nýlega hafði komið fram að einungis væri um bráðabirgðahúsnæði að ræða. „Þetta horfir undarlega við á sama tíma og talað er um að það sé sparn- aður í að leggja okkur niður,“ sagði hún. „Það verður auðvitað að spara en ég eins og annað fjölskyldufólk tel að heilsan verði að ganga fyrir. Þegar þrengir að vill fólk frekar spara fyrir dýrum lyfjum og bjarga heils- unni í stað þess að kaupa bíla eða leggja í dýrar fjárfestingar eins og jarðgöng á Vestfjörðum þó svo að þau séu lífæð einhvers fólks. Ég er viss um að allir Islendingar vilji borga fyrir heilbrigðiskerfið og ég er viss um að það er hægt að spara en þetta er ekki rétta leiðin. Það þyrfti að leita eftir ábending- um þeirra sem vinna á spítölunum en ekki til einhverra í heilbrigðis- ráðuneytinu. Þá er leitað langt yfir skammt. Allir eru tilbúnir til að spara og hafa hugmyndir um hvernig það er hægt. Læknar gætu til dæmis hugleitt að draga úr öllum þessum rannsóknum sem beðið er um fyrir sjúklingana, hafa þær færri í byijun en bæta við eftir þörfum.“ Fólk heldur áfram að veikjast Hjúkrunarfræðingarnir Hafdís Jó- hannsdóttir, Hrefna Svavarsdóttir og María Sverrisdóttir segja að hvað sem öllum niðurskurði líður muni fólk halda áfram að veikjast og ef dregið séu úr þjónustu við það á spítölunum muni álagið einungis aukast að sama skapi í heimahjúkrun. „Annars vitum við starfsfólkið lítið enn sem komið er um sjálfa framkvæmdina á niður- skurðinum annað en það sem við höfum heyrt í fjölmiðlum um það,“ segja þær. „Það er auðvitað hægt að spara á ákveðnum sviðum innan heilbrigðiskerfisins en í því sambandi verður einnig að taka tillit til þess að íslendingar gera miklar kröfur til þess hvers konar heilbrigðiskerfi þeir vilja hafa. Ef við erum tilbúin að slaka á þessum kröfum og sætta okkur við minni þjónustu verður þeim sparnaði náð. En slíkt kallar á hugarfarsbreyt- ingu hjá þjóðinni gagnvart þessum málaflokki." Taka ber öðruvísi á málinu Brynjólfur Mogensen yfirlæknir á slysadeild segir að hann sé þeirrar skoðunar að taka beri öðruvísi á málinu er gert hefur verið. „Við eig- um fyrst og fremst að spyija okkur þeirrar spurningar hvað við viljum veita góða þjónustu, hvað sú þjónusta megi kosta okkur og hvernig ná eigi settu marki,“ segir Brynjólfur. „Til að ná sem bestri þjónustu á sem hagkvæmastan hátt hér í Reykjavík verður að auka sérhæfingu spítal- anna og samvinnu þeirra á milli og skipta á milli þeim verkefnum meira en gert hefur verið. Og besta leiðin til þess er að gera úttekt á hvernig þessi verkaskipting er hagkvæmust og láta svo skynsemina ráða. Þetta skilar okkur eflaust meira en 5% sparnaði." Atvinnuleysi blasir við Sóknarkonum Sigþrúður Gunnarsdóttir og Hjördís Einarsdóttir, Sóknarkonur, sögðu að uppsagnirnar kæmu afar illa við Sóknarkonur. Margar úr þeirra hópi eiga langan starfsaldur að baki og þó svo að einhveija vinnu væri að fá annars staðar þá gengu h'klega aðrar og yngri fyrir. Við þeim blasti atvinnuleysi auk þess að missa góðan vinnustað. „Þetta eru rosaiega róttækar að- gerðir," sagði Sigþrúður. „Ég á erfitt með að skilja hvernig hægt er að skera niður á Borgarspítalanum, Landsspítalanum og hér. Auðvitað er hægt að segja okkur upp en það er ekki hægt að segja sjúklingunum upp.“ Meðal þess sem gripið hefur verið til í sparnaðarskyni er að kalla ekki til auka mannskap heldur lenda verkin á öðrum ef einhver veikist. Sagði Sigþrúður að ræstingafólk væri afar ósátt með þetta fyrirkomu- lag þar sem hver hefði nóg með sig. Sigþrúður og Hjördís voru sam- mála um að nauðsynlegt væri að spara. „Það er mikill titringur í fólk- inu,“ sagði Sigþrúður. „Við vitum að vinna liggur ekki á lausu og þá sér- staklega ekki fyrir þær okkar sem eru komnar undir sextugt, þá er vinn- an ekki vís.“ Fjöldauppsagnirnar komu á óvart Geirlaug Sigurðardóttir lækna- ritari sagði að eftir að ljóst var að Landakot og Borgarspítali mundu ekki sameinast þá hafi verið ljóst að gripið yrði til einhverra ráðstafana en að það yrðu fjöldauppsagnir kom á óvart. „Við erum allar mjög miður okkar vegna þess,“ sagði Geirlaug. „Andrúmsloftið hefur breyst til hins verra með allri þessari óvissu. Við vitum ekki hveijar halda vinnu og þykir líklegt að fáar verði endurráðnar. Það þarf að spara í þjóðfélaginu það vita allir og hver hefur sína skoðun á því. Spurningin er hvort sparnaður felst í að segja upp fólki. Hefði ekki verið hægt að hagræða enn frekar? Það má auðvitað spara hér á spítalanum eins og annars staðar í heilbrigðiskerfinu og margt mætti laga með meiri samvinnu milli sjúkrahúsanna. Ég Borgarspítalinn: Ovissa skapar kvíða meðal starfsmanna MIKIL óvissa ríkir um framtíð Landakotsspítala og hefur öllu starfsfólki spítalans verið sagt upp frá og með næstu mánaðamótum. Er það gert til að skapa svigrúm til endurskipulagningar innan spítalans og mæta niðurskurði á framlagi ríkisins. Starfsfólk spítal- ans, sem Morgunblaðið hafði sam- band við, er sammála um að sparn- aður í heilbrigðiskerfinu sé nauð- synlegur en efast um að uppsagn- ir starfsfólks og samdráttur í þjón- ustu og rekstri spitalans beri ti- lætlaðan árangur. Óréttlátt að sparnaðurinn bitni mest á einni stofnun Nanna Ólafsdóttir, trúnaðarmaður hjúkrunarkvenna, og Sif Knudsen, trúnaðarmaður sjúkraliða, eru sammála um að sparnaður ríkisins í heilbrigðiskerfinu sé nauðsynlegur en ekki rétt að hann bitni nær ein- göngu á einni stofnun. Stofnun þar sem verulega hefur verið dregið úr kostnaði á undanförnum árum og skilaði að auki um hagnaði á síðasta ári. Með samdrætti í þjónustu á Landakoti sé verið að flytja kostnað vegna sjúkra yfir á aðrar jafnvel dýrari stofnanir. „Eins og talað er mætti halda að sjúklingar á spítala séu þar sér til skemmtunar en ekki _ vegna sjúk- leika,“ sagði Nanna. „Áður kom fyr- ir að sjúklingar væru lagðir inn tíma- bundið til að létta á heimilum en það gerist ekki lengur. Þeir sem eru á sjúkrahúsi eru mikið veikir og þurfa hjúkrun. Ef þeim verður vísað annað, ég veit raunar ekki hvert, þá hlýtur það að verða mun kostnaðarsamara fyrir þjóðfélagið þegar upp er staðið. Við vitum að það þarf að spara í þessu þjóðfélagi á spítölum sem ann- ars staðar. Það er ýmislegt í rekstrin- um sem má spara en það er óeðlilegt Hjördís Einarsdóttir og Sigþrúður unni þar sem ég vinn hafa orðið verulegar breytingar í innkaupum. Leitað er hagkvæmari leiða og af sambærilegum vörum er sú ódýrari keypt. Þetta hefur verið gert í tvö ár með góðum árangri enda vinna margir hér sem unnu undir stjórn systranna sem kenndu sparnað og það situr í fólki. Samstaða starfs- manna er einstök og góður andi á spítalanum. Fólki þykir vænt um sinni vinnustað og vill leggja mikið á sig til að ná fram sparnaði í rekstri. Mér finnst að þeir eigi að leggja meira af mörkum sem hafa háar tekj- ur í stað þess að ráðast að þeim sem eru eins og við með um milljón í árs- tekjur. Allir skilja að þjóðfélagið þarf aðhald en ég get ekki séð sparnað í að segja upp stórum hópi fólks sem fær hvergi vinnu annars staðar. Það ættu fleiri að Iíta í eiginn barm á sínum vinnustað og reyna að fínna leið til að skera niður og spara. Við erum hryllileg eyðsluþjóð, en að ráð- ast alltaf á þá sem erfiðast eiga með að veija sig eins og núna með niður- skurði í menntamálum og heilbrigðis- málum, það getur ekki verið rétt.“ OVISSA og óöryggi í framhaldi af boðuðum niðurskurði á starfsemi Borgarspítalans hefur skapað kvíða meðal starfsmanna spítalans. Er Morgunblaðið ræddi við nokkra starfsmenn í vikunni höfðu þeim enn ekki verið kynntar þær ákvarðanir sem sljórn spitalans hefur tekið til að mæta þeim 5% flata niðurskurði sem framkvæma á. Flestir þeirra voru þó á einu máli um að þetta væri ekki rétt leið til sparnaðar í heilbrigðiskerfinu og þar að auki hefði of skammur tími gefist til undir- búnings á framkvæmdinni. Gerður Helgadóttir deildarstjóri á geðdeild Borgarspítalans segir að hún sé ekki sammála boðuðum sparnaði á þjónustu spítalans enda geti slíkt ekki talist gott til langframa. „Við hér á Borgarspítalanum höfum að vísu ekki séð þær tillögur sem fram- kvæma á enn og því lítið hægt að tjá sig um þær en vissulega verður maður var við að þetta óvissuástand hefur skapað kvíða meðal starfsfólks- ins,“ segir Gerður. „Að mínu mati má eflaust finna aðrar og betri leiðir til sparnaðar en þá sem valin hefur verið. Þessi flati niðurskurður hefur þann ókost að honum er skellt á með litlum fyrir- vara og nær enginn tími gefinn til undirbúnings. Almenningur verður að átta sig á því að heilbrigðiskerfið kostar peninga og margir hér óttast að niðurskurðurinn leiði eingöngu til lokanna á mun fleiri deildum en verið hefur.“ Góð samstaða um að ná endum saman Inga Dóra Þorsteinsdóttir sjúkra- liði segir að sparnaðaraðgerðir hafi stöðugt verið í gangi á spítalanum um árabil og það hafi skapast góð samstaða um að ná endum saman. „Það hefur sýnt sig að hægt er að spara í rekstrinum hér og ég tel að allar deildir hafi fundið fyrir slíku, til dæmis í niðurskurði á yfirvinnu," segir Inga Dóra. „Hvað varðar þá leið sem nú á að fara finnst mér að verið sé að gera of mikið á of stuttum tíma og að hægt hefði verið að taka skynsamlegar á þessu máli með því að dreifa þessum niðurskurði yfir lengra tímabil.“ Hlín Aðalsteinsdóttir meinatæknir segir að árið í ár sé fjórða árið þar sem skorið sé niður í rekstri spítal- ans, m.a. með lokun á deildum. „Nú þegar þetta bætist við verður að telja ástandið óþolandi því starfsfólkinu er ekki gefin kostur á nægum tíma Gerður Helga- Inga Dóra Þor- dóttir. steinsdóttir. til undirbúnings þessum mikla niður- skurði,“ segir Hlín. „Okkur hér á rannsóknarstofunum sem þjónum hinum deildum spítalans finnst að í máli sem þessu verði að gera lang- tímaáætlanir. Ég er ekki á móti sparnaði sem slíkum en eflaust má gera það á annan hátt en til stend- ur. Það er hægt að reka heilbrigði- skerfið á ódýrari hátt með ýmissi hagræðingu en ég tel að slíkt þýði ekki að gera með einu pennastriki eins og í þessu tilfelli. Svona mál þarfnast mun lengri undirbúnings- vinnu en hér er boðið upp á.“ Óvissa og óöryggi Sveinbjörn Brandsson læknir á slysadeild segir að á hans deild ríki óvissa og óöryggi aðallega vegna Hafdís Jóhannsdóttir, Hrefna Svavarsdóttir og María Sverrisdóttir. þess að ekki sé séð hvaða pakka deildin verði að taka við frá Landa- koti þegar bráðaþjónustan þar leggst af. „Það liggur þó ljóst fyrir að þótt bráðasjúklingar fái áfram skjóta og góða þjónustu verður þjónustan við aðra hægari og þeir geta þurft að bíða eftir að þeim sé sinnt í samræmi við áverka sína,“ segir Sveinbjörn. „Það er auðvitað hægt að spara í heilbrigðiskerfinu og við hér höfum reynslu af slíku á undanförnum árum. Til dæmis hefur komið upp hér sjúkravöruskortur seinni part árs þar sem fjárveitingar voru búnar. Borg- arspítalinn hefur lagt metnað sinn í að vera innan þess ramma fjárveit- inga sem honum hafa verið ætlaðar á undanförnum árum en þegar þessi flati niðurskurður bætist nú við má reikna með að reksturinn verði erf- iður hjá okkur, einkum í sumar.“ Morgunbiaðið/Emiiía Sóknarkonurnar Sif Knudsen, trúnaðarmaður sjúkraliða, og Nanna Gunnarsdóttir. Ólafsdóttir, trúnaðarmaður hjúkrunarkvenna. Hlín Aðalsteinsdóttir. Sveinbjörn Brandsson. Bryiyólfur Mogensen. að fara fram á margra milljóna sparnað á einum stað ofan á þennan 5% sparnað sem gengur yfir alla.“ Nanna sagði að svo miklum sparn- aði yrði aldrei náð án þess að segja upp fólki og endurskipuleggja og loka deildum. Þá mætti draga verulega úr matarkostnaði spítalans. Þvottur væri stór útgjaldaliður og þar mætti spara með því að meta hveiju sinni hvað ætti að þvo. „Þetta eru ekki stórir liðir en safnast þegar saman kemur,“ sagði hún. „Það nægir ef til vill í þennan 5% niðurskurð en ekki öllum hinum milljónunum." Hún sagði að frá því St. Jósefssystur ráku spítalann hafi verið gætt aðhaldssemi og sparnaðar og svo væri enn. Þess væri þó jafnan gætt að sparnaðurinn bitnaði ekki á sjúklingunum. Hann kæmi fram í meira vinnuálagi starfs- fólksins, sem ekki hefði yfir jafn full- komnum hjálpartækjum að ráða og mörg önnur sjúkrahús. „Ef á að spara í þjóðfélaginu þá mundi ég fækka alþingismönnum um helming og sjá til þess að eiginkonur þeirra og ráðherranna ferðist ekki með þeim og það á fullum dagpening- Geirlaug Sifpirðar- dóttir ritari. um. Þær eiga að borga fyrir sig sjálf- ar ef þær fara með, annað er sið- laust. Ég er með 15 ára starfs- reynslu sem hjúkrunarkona en þær eru með hærri dagpeninga en ég hef í grunnlaun," sagði Nanna. Ekki hægt að leggja meira á starfsfólkið „Ég get ekki séð að hægt sé að leggja meira á starfsfólkið,“ sagði Sif Knudsen sjúkraliði. „En þessi umræða um sparnað hefur leitt til þess að á hverri deild er leitað leiða til að spara enn frekar. Á skurðstof- ^T Þuríður Steinars- dóttir meinatæknir. Efasemdir um að uppsagn- ir beri tilætlaðan árangur Ragnheiður Haraldsdóttir Ástráður B. Hreiðarsson Sigríður Guðlaugsdóttir Mikið óöryggi meðal starfsfólks Landspítalans MIKILS óöryggis gætir hjá starfsfólki Landspítalans vegna þess nið- urskurðar sem heilbrigðisráðuneytið hefur boðað. Á Landspítalanum hafa enn ekki verið teknar ákvarðanir um aðgerðir sem siíkur niður- skurður hefur í för með sér. Flestir þeir starfsmenn, sem blaðamaður Morgunblaðsins ræddi við vegna þessa máls, telja ekki mögulegt að skerða þjónustu við sjúklinga meira en nú þegar hefur verið gert. Skerðing á þjónustu við veikt fólk viðkvæmt mál „Á undanförnum árum hefur fjármagn til sjúkrastofnana verið minnkað ár frá ári og því liefur alltaf verið mætt með hagræðingar- aðgerðum og tímabundnum lokun- um sjúkradeilda. Sá niðurskurður, sem nú hefur verið boðaður, er meiri en svo að þessar hefðbundnu aðgerðir nái að mæta honum,“ seg- ir Ragnheiður Haraldsdóttir, hjúkr- unarframkvæmdastjóri Landspítal- ans. Hún segir skerðingu á þjónustu við veikt fólk vera erfitt og við- kvæmt mál og slíkt megi aðeins gera að vel athuguðu máli. „Það er öllum ljóst að við stöndum á þeim tímamótum að draga verður saman seglin, en ég held að íslend- ingar séu ekki reiðubúnir að sætta sig við mun lakari heilbrigðisþjón- ustu en við eigum að venjast," seg- ir Ragnheiður. Hún segir að biðin eftir endanleg- um ákvörðunum um niðurskurð sé bæði starfsfólki og sjúklingum mjög erfið og að fólk óttist eigin framtíð og hag sjúklinga. Búið að skera niður eins og hægt er „Síðustu ár hefur mikið verið sparað og því er búið að skera niður það sem hægt er,“ segir Ástráður B. Hreiðarsson, sérfræðingur í hormóna- og efnaskiptasjúkdómum á lyflækningadeild og varaformaður læknaráðs Landspítalans. „Sá niðurskurður, sem átt hefur sér stað hingað til, hefur þegar komið niður á rekstri spítalans. Ég get því ekki séð hvar beita á hnífn- um núna.“ Ástráður segir að boðaður niður- skurður valdi miklum óróa hjá starfsfólki og sjúklingum. „Ég held að þessar tilskipanir komi að lítt hugsuðu máli. Það er alltaf verið að kasta boltanum til spítalanna en nú er kominn tími til að þeir, sem niðurskurðinn boða, ákveði sjálfir á hvaða sjúklingahópum þetta eigi að bitna mest. Eg efast um að farið sé að vilja fólksins í landinu í þess- um efnum,“ segir Ástráður B. Hreiðarsson. Erfitt að spara í heilbriðismálum Sigríður Guðlaugsdóttir, starfs- stúlka á barnadeild Landspítala, segist ekki hafa trú að því að hægt sé að fækka starfsfólki á deildum spítalans. „Það hlýtur að teljast sparnaður þegar einungis tvær starfsstúlkur eru á barnadeildinni. Guðrún Dóra Her- Ingibjörg S. Guð- mannsdóttir mundsdóttir Við rétt náum að anna starfinu og hvernig er þá hægt að réttlæta enn meiri fækkun starfsfólks," segir Sigríður. Hún telur slíkan niðurskurð í heilbrigðismáium vera ákaflega erf- iðan og óréttmætan. „Mér sýnist allir hafa meira en nóg að gera hér á spítalanum og ég get ekki séð hvernig hægt er að spara meira en þetta. Það ríkir mikið óöryggi í öllu þessu tali um sparnað því við vitum í raun ekkert hvað verður," segir Sigríður. Líst ekkert á þetta Guðrún Dóra Hermannsdóttir, sjúkraliði á svokallaðri fimm daga deild Landspítalans, segir mikið óöryggi ríkja meðal starfsfólks spít- alans. „Mér líst ekkert á þennan niðurskurð. Þetta veldur miklu ör- yggisleysi meðal starfsfólks spítal- ans.“ Hún segist ekki skilja hvernig sé hægt að spara meira en nú þegar er gert. „Það vita fæstir hvað á eftir að gerast hér og ég er viss um að ef önnur vinna væri í boði væri mikið af fólki farið héðan vegna óvissunar,“ segir Guðrún Dóra. Sparnaður í krónum og aurum á ekki rétt á sér Ingibjörg S. Guðmundsdóttir, hjúkr- unarfræðingur á bæklunar- lækningadeild Landspítalans, telur að ekki sé hægt að draga meira úr þeirri þjónustu, sem nú er veitt, en gert hefur verið á undanförnum árum. „Það hlýtur að vera full ástæða til að skoða heilbrigðisþjónustuna eins og annað, en svona sparnaður í krónum og aurum á að mínu mati ekki rétt á sér hvað sjúkrastofnanir varðar. Þessi staðreynd að spara og fækka fólki veidur mikilli óvissu hjá starfsfólki. Við fyllumst einnig öryggisleysis fyrir hönd sjúklinga því við vitum með vissu að það skap- ast mikið öngþveiti ef dregið verður úr þjónustu við sjúklinga í þeim mæli sem þessi sparnaður segir fyr- ir um,“ segir Ingibjörg.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.