Morgunblaðið - 30.01.1992, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. JANÚAR 1992
29
ísfirðingur er efstur á
Skákþingi Reykjavíkur
Skák
Margeir Pétursson
GUÐMUNDUR Gíslason frá
Isafirði hefur tekið forystu á
Skákþingi Reykjavíkur með
sigri yfir langstigahæsta keppi-
naut sínum, Hannesi Hlífari
Stefánssyni, alþjóðameistara.
Guðmundur hefur hlotið sex
vinninga af sjö mögulegum, en
eftir er að tefla fjórar umferð-
ir. Mótið er það öflugasta um
árabil, athygli vekur að mun
fleiri af eldri og reyndari skák-
mönnum eru nú mættir til leiks
en á undanförnum mótum Tafl-
félags Reykjavíkur.
Margir hafa orðið til þess að
kvarta undan því að okkar fjöl-
mörgu efnilegu unglingar fengju
fá tækifæri til að spreyta sig gegn
eldri og reyndari meisturum. Nú
hefur mörgum þeirra runnið blóðið
til skyldunnar og miðla ungu
mönnunum af reynslu sinni. Má
t.d. nefna alþjóðlegu meistarana
Sævar Bjamason, sem er nýkom-
inn heim eftir langa dvöl í Svíþjóð
og Hauk Angantýsson. Þeir Júlíus
Friðjónsson og Björgvin Víglunds-
son tefldu í landsliði íslands á
áttunda áratugnum og eru nú með
að nýju.
Greinilegt er að skákþreyta
háir Hannesi Hlífari, hann settist
beint að skákborðinu eftir góða
ferð til Svíþjóð^r um áramótin.
Staðan á mótinu:
1. Guðmundur Gíslason 6 v.
2-5. Lárus Jóhannesson, Sigurð-
ur Daði Sigfússon, Björgvin
Víglundsson og Haukur Angan-
týsson 5‘A v.
6-8. Hannes Hlífar Stefánsson,
ísfirðingurinn Guðmundur Gíslason sigraði Hannes Hlífar óvænt
í 71 leiks skák og tók þar með forystu á Skákþingi Reykjavíkur.
Kristján Eðvarðsson, Dan Hans-
son 5 v.
9-10. Sævar Bjarnason og
Þröstur Arnason 4Vi v. og bið-
skák
11-15. Jóhann H. Sigurðsson,
Jóhann Þórir Jónsson, Hannes
F. Hrólfsson, Bragi Þorfinnsson
(10 ára) og Jón Viktor Gunnars-
son (11 ára) 4 Vi v.
16-18. Júlíus Friðjónsson, Arin-
björn Gunnarsson og Heimir
Asgeirsson 4 v. og biðskák
19-26. Halldór G. Einarsson,
Ingi Fjalar Magnússon, Gunnar
Örn Haraldsson, Sigbert Hann-
esson, Guðfríður Lilja Grétars-
dóttir, Agúst Ingimundarson,
Arnar E. Gunnarsson, Páll A.
Þórarinsson, Matthías Kjeld og
Sigurður Páll Sigurðsson 4 v.
27. Ingvar Þ. Jóhannesson 3Vi
v. og 2 biðskákir
Biðskák Sævars Bjarnasonar
gegn Þresti Árnasyni er unnin, svo
hann kemst vafalaust upp , í hóp
þeirra sem deila öðru sætinu.
Úrslit jólahraðskákmótanna
Mörg félög héldu hraðskákmót
um og eftir hátíðarnar og var
þátttaka yfirleitt mjög góð auk
þess sem margir öflugir skákmenn
tóku þátt. Hér á eftir fara úrslit
á mótum fimm félaga:
Taflfélag Reykjavíkur:
A úrslit:
1-3. Róbert Harðarson, Þor-
steinn Þorsteinsson og Arnar E.
Gunnarsson 11 v. 4. Ögmundur
Kristinsson IOV2 v.
5-6. Jóhann Þórir Jónsson og Sig-
urður Daði Sigfússon 9 ‘h v.
7-8. Ingvar Jóhannesson og
Magnús Orn Úlfarsson 8 ‘h v.
9. Olafur B. Þórsson 8 v.
10. Jón V. Guðmundsson 7 v.
B úrslit:
1-2. Ingi Fjalar Magnússon og
Sveinn Ingi Sveinsson 8V2 v. 3.
Veturliði Þór Stefánsson 7 ‘/2 v.
C úrslit:
1-3. Snorri Karlsson, Jóhann H.
Sigurðsson og Þorsteinn Jónsson
9 v.
Skákfélag Akureyrar:
1. Jón Garðar Viðarsson 20 ‘h v.
af 22.
2. Arnar Þorsteinsson 18'/2
3. Rúnar Sigurpálsson 18 v.
4. Ólafur Kristjánsson 16V2 v.
5-7. Gylfí Þórhallsson, Sigurjón
Sigurbjörnsson og Þórleifur Karls-
son 15 'h v.
8. Jón Björgvinsson 15 v.
9-10. Páll Þórsson og Þór Valtýs-
son 13 v.
11. Júlíus Björnsson 12 v.
12. Smári Rafn Teitsson 10 'h v.
o.s.frv.
Skákfélag Eyjafjarðar
Mótið var háð í Þelamerkur-
skóla sunnudaginn 3. janúar.
1. Arnar Þorsteinsson 13 v. af 13
mögulegum.
2. Rúnar Sigurpálsson 11 ‘h v.
3. Jón Björgvinsson 10 ‘h v.
4. Þórleifur Karlsson 10 v.
5. Smári Ólafsson 8 v.
6. Gylfi Þórhallsson 6V2 v.
7-8. Hjörleifur Halldórsson og Sig-
uijón Sigurbjörnsson 6 v.
9. Rúnar Berg 5V2 v. o.s.frv.
Taflfélag Kópavogs:
1. Guðmundur Gíslason 16 ‘h v.
af 18 mögulegum
2. SigurðurDaði Sigfússon 12 V2 v.
3. Jónas Jónasson IIV2 v.
4-7. Áskell Öm Kárason, Jón Þor-
valdsson, Hlíðar Þór Hreinsson og
Haraldur Baldursson 11 v.
8. Tómas Björnsson IOV2 v.
9-11. Guðmundur Þórðarson, Sig-
urður Grétarsson og Pétur Viðars-
son 10 v. o.s.frv.
Taflfélag Kópavogs gengst fyr-
ir hraðskákmótum tvisvar sinnum
í viku og em þau öllum opin. Teflt
er á sunnudögum kl. 14 og mið-
vikudagskvöldum kl. 20.00 að
Hamraborg 5, 3. hæð.
Skákfélag Hafnarfjarðar
1. Ágúst Sindri Karlsson 12 V2 v.
af 14.
2. Guðmundur Gíslason 9V2 v.
3-4. Heimir Ásgeirsson og Bjöm
Freyr Björnsson 8V2 v.
5-7. Sverrir Örn Bjömsson, Össur
Kristinsson og Grímur Ársælsson
8 v. o.s.frv.
Tölvan fann gagnsóknina
Þessi staða birtist í skákhorninu
á myndasögusíðu Morgunblaðsins
þriðjudaginn 7. janúar
síðastliðinn. Hún kom upp í
viðureign búlgarska
stórmeistarans Krums Georgievs
og hollenska alþjóðameistarans
Blees.
Svartur lék 36. — Bxh2, sem ég
gaf upphrópunarmerki og eftir 37.
Kxh2 - Hcxc3 38. Hxc3 - Hd2
39. Hf2 - Df4 40. Khl - Hdl
41. Hfl - Hxfl 42. Kg2 - Hdl
gaf hvítur.
Tölvuforrit nokkurt, M-Chess, var
þó ekki sátt við hvernig hvítur
varðist og kom eftir stutta
„umhugsun" með Ieikinn 37. Bel!.
Eftir þann glæsilega ynillileik
snýst taflið heldur betur við.
Hvítur verður manni yfir og nær
meira að segja að létta á stöðunni
í leiðinni. Leikurinn 36. — Bxh2
verðskuldar þvi í raun
spurningarmerki. Athugulir
lesendur gera oft athugasemdir
við fléttumar í skákhorninu og em
þær misjafnlega réttmætar eins
og gengur. Þetta er í fyrsta sinn,
en örugglega ekki það síðasta,
sem tölvuforrit kemur með
leiðréttinguna.
Guðrún Arna-
dóttír — Minning
Fædd 5. maí 1908
Dáin 20. janúar 1992
Friðsæl brottför ömmu minnar á
fund þeirra ástvina sinna er þegar
hafa lagt upp í sömu för, stendur
mér ofarlega í huga á þessari
stundu.
Minningamar hrannast upp um
leið og ég sendi henni kærleika
minn. Blessuð sé för hennar.
Ég þakka fyrir að hafa upplifað
gleði hennar og jákvæðan huga
þrátt fyrir veikindi síðustu ára.
Þegar ég lít til baka geri ég mér
ljóst að líf ömmu minnar, Guðrúnar
Árnadóttur, hefur ekki alltaf verið
dans á rósum.
Amma var dóttir Halldóru Guð-
mundsdóttur og Árna Helgasonar
verkamanns og orgelleikara í
Grindavík. Hún ólst upp hjá móður
sinni, í Gerðum, Garði, sem sá þeim
fyrir lifibrauði með því að þvo
þvotta fyrir fólk.
Amma mín varð aldrei þeirrar
ánægju aðnjótandi að sjá föður sinn
eða vera samvistum við hann. Hann
giftist síðar og eignaðist mörg böm.
Svona var það í þá daga og ekki
við neinn að sakast.
Amma átti sér ávallt þá ósk heit-
asta að hitta föður sinn og systkini
en hún bar harrn sinni í hljóði og
lét á engu bera.
Þegar ég var lítil stelpa og bjó í
Álfheimum, lá leið mín oft í undra-
heim bókabúðarinnar og þar stóð
hún alnafna og hálfsystir hennar
ömmu bak við búðarborðið og af-
greiddi í mörg ár. Ég vissi að hún
tengdist ömmu á einhvern hátt og
hafði jafnvel heyrt nafnbótina hálf-
• systir en hvernig gat það verið, þær
sem þekktu ekki einu sinni hvor
aðra, nei, það var mér yfirskilvit-
legt. Þeirra leiðir áttu þó eftir að
liggja saman seinna meir er Guðrún
Árnadóttir lagðist inn á Hafnarbúð-
ir í smátíma í október 1990 en þar
dvaldi hún amma mín síðustu 2
árin. Þar hittust þær í fýrsta skipti
og í framhaldi af því komu fjögur
af hennar systkinum í heimsókn til
ömmu. Þessi atvik breyttu svo
miklu fyrir hana og ekki er hægt
að lýsa hamingju hennar yfir þess-
um kynnum þeirra. Þau héldu svo
áfram að hafa samband við hana
og heimsækja. Sérstaklega mynd-
aðist fljótt gott samband milli henn-
ar og Arndísar systur hennar.
Amma talaði mikið og oft um systk-
ini sín við mig og hún var svo ánægð
og þakklát hversu góð þau voru við
hana.
Amma eignaðist dóttur, Sjöfn
Marteinsdóttur, er fæddist 31. mars
1929. Þær fengu ekki að hafa sam-
leið lengi í það skiptið því Sjöfn dó
fyrir eins árs afmælið sitt og sakn-
aði amma hennar alla tíð.en nú
hafa leiðir þeirra legið saman á
nýjan leik.
Hinn 11. júlí 1931 giftist amma
svo afa mínum, Kristmundi Krist-
mundssyni vörubílstjóra, f. 5. ágúst
1896, d. 26. apríl 1962 og bjuggu
þau mestallan búskap sinn á
Ásvallagötu 35 í Reykjavík.
Þau eignuðust tvo syni, Ástvald,
f. 10. nóv. 1931 og Halldór, f. 29.
júní 1933, d. 2. júlí 1989.
Ástvaldur kvæntist Ellen Sveins-
dóttur. Þeirra börn eru: Sveinn Júl-
íus, Guðrún Kristbjörg (undirrituð)
og Kristrún Louise.
Halldór kvæntist Svanhildi Jó-
hannesdóttur. Þeirra börn eru: Jó-
hannes, Halldóra, Kristmundur,
Hafsteinn og Ingibjörg.
Ég var vön því sem krakki að
fara til ömmu á laugardögum. Fyrst
með bróður mínum, þá ein og seinna
með litlu systur. Ámma átti allan
heimsins tíma og gaf sig alla fyrir
okkur og naut þess að gefa okkur
að borða og þá helst sem mest eins
og ömmur gjaman gera. Og gaman
var nú að róta í gamla dótinu henn-
ar og skoða gamlar myndir. Við
gátum nú kítt um hlutina og hvomg
vildi gefa eftir enda báðar þijóskar
og fastar fyrir en þrátt fýrir það
gátum við séð jákvæðu hliðarnar í
fari hvor annarrar og þá sérstak-
lega í seinni tíð.
Hún var mikilhæf pijónakona og
vandvirk með afbrigðum. Ég skildi
ekki hvemig hún gat rekið upp
heilu og hálfu lopapeysumar af því
hún var ekki fullkomlega ánægð
með litasamsetninguna eða fannst
að mynsturbekkirnir ættu ekki
nægilega vel saman. Og margar
lopapeysurnar pijónaði hún og seldi
sér tii viðurværis eftir dánardægur
afa míns. Þær voru líka ófáar lopa-
peysurnar sem hún pijónaði handa
okkur barnabörnunum. Við pöntuð-
um litina og hún pijónaði eftir ósk-
um hvers og eins, svo fengum við
þessar yndislegu flíkur í afmælisg-
jöf. Þá man ég eftir baráttu okkar
eitt sinn er ég vildi svarta lopa-
peysu, það var litur sem henni lík-
aði ekki að pijóna heila peysu úr.
Hún reyndi að telja mér hughvarf
um tíma en eftir árangurslausar
tilraunir, dró hún upp prjónana að
lokum og peysuna fékk ég og var
alsæl með.
Eftir að afi dó vom synirnir og
tengdadæturnar hennar fasti
punktur í tilvemnni og við barna-
börnin eftir því sem okkur fjölgaði.
Oft kom hún í miðri viku, annað
hvort til að passa okkur eða leika
við okkur og þá komst á sú hefð
að amma var hjá okkur annan hvern
sunnudag og hinn sunnudaginn hjá
Halldóri. Þetta stóð alveg þangað
til að hún veiktist.
í október 1989 veiktist amma og
þurfti að' liggja í tæpa þijá mánuði
á Landakoti. Hún var ósköp veik,
blessunin, og vildi helst yfirgefa líf
þessa . heims. Hún missti allan
áhuga á því er var að gerast í kring-
um hana. Smátt og smátt jókst
henni þó styrkur og jafnt og þétt
glæddist áhugi hennar á lífinu á
nýjan leik. Það var eins og hún
hefði vaknað til lífsins og fór á ný
að fylgjast með öllu í kringum sig.
Ég held að þetta hafi verið besti
og hamingjusamasti tími í lífi ömmu
minnar. Hún varð svo jákvæð og
þakklát fyrir allt og alla. Og ánægð
var hún að búa í Hafnarbúðum,
sagði hvergi annars staðar betra
að búa. Ég þakka ykkur, starfsfólk
Hafnarbúða, fyrir þá kærleiksríku
umönnun og vináttu er þið sýnduð
henni.
Hún gat nú oft komið okkur á
óvart, hún amma, til dæmis þar sem
hún gekk í rólegheitum og vandaði
hvert skref, átti hún þá stundum
til að taka undir sig stökk og hlaupa
eins og unglamb er hún sá eitthvað
áhugavert eða var bara að flýta
sér, svo að við urðum agndofa.
Amma veiktist aftur rétt fyrir
jólin. Ég var þá stödd erlendis síðan
í haust og áætlaður heimferðardag^.
ur var 20. janúar. Mér leið ekki vel
að geta ekki verið hjá henni því
tilfinning mín sagði mér að nú stytt-
ist í hennar brottför. Mér tókst að
breyta áætlunum mínum og kom
til landsins 8. janúar. Ég þakka
guði mínum fyrir að mega kveðja
hana og eiga þessar síðustu stundir
með henni. Ég minnist atviks á
spítalanum sem lýsir dálítið kímni-
gáfu ömmu, en hana missti hún ’
ekki þrátt fyrir veikindi sín, hún
var þá að lýsa lækni sínum íyrir
starfsfólki spítalans, hversu hávax-
inn hann væri. Hún sagði: „Hann
er svo langur að hann nær bara
alveg upp í loft,“ um leið og hún .
leit upp í átt til himins.
Hún amma mín var mjög trúuð
kona og hennar mestu ánægju-
stundir í Hafnarbúðum voru þegar
prestur Landakotsspítala og Hafn-
arbúða, séra Kjartan Örn hélt bæn-
astund þar. Þá söng hún svo lag-
viss sálmana og af mikilli innlifun.
Og langar mig til að þakka séra
Kjartani Erni fyrir þá gleði og styrk
er hann veitti henni með heimsókn-
um sínum til hennar. »*
Ég er þess fullviss að vegir okk-
ar eigi eftir að liggja saman aftur,
þó seinna verði. Megi guð góðunr
blessa sál ömmu minnar og lýsa
henni veginn til sín.
Ég krýp og faðma fótskör þína
frelsari minn á bænastund.
Ég legg sem bamið bresti mína
bróðir í þína líknarmund.
Ég hafna auðs og hefðarvöldum
hyl mig í þínum kærleiksöldum.
(G. Geirdal).
Rúna.