Morgunblaðið - 30.01.1992, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. JANUAR 1992
Strandflutningar Eimskipafélagsins;
Yiðkomustöðum
verður fjölgað og
tíðni ferða aukin
EIMSKIPAFÉLAG íslands ætlar að fjölga viðkomustöðum skipa félags-
ins í strandsiglingum og auka tíðni ferða til nokkurra staða. Þorkell
Sigurlaugsson, framkvæmdastjóri þróunarsviðs Eimskipa, segir að
aukinni þjónustu við hafnir úti á landi verði hugsanlega mætt með
leiguskipum en ekkert sé þó frágengið í þeim málum. Eimskip fluttu
í fyrra 153 þúsund tonn í strandflutningum.
Þorkell sagði að félagið væri síður
en svo að sækja á ný mið hvað varð-
aði strandflutningana, Eimskip
hefðu verið langstærsti aðilinn á
þessum markaði undanfarin tvö ár
og sinnt mun meiri flutningum en
Ríkisskip. „Það er ljóst að þegar einn
dettur út myndast einhver göt. Við
munum því bæta við okkur flutning-
um og höfnum,“ sagði Þorkell. Hann
sagði að komið yrði upp aðstöðu
fyrir innanlandsflutningana á Korn-
görðum í Sundahöfn, en þar keypti
Eimskip nýlega eignir og lóða-
Yonast til að
ljúka samning-
um á föstudag
EKKI hafa enn náðst samningar
milli Seðlabanka Islands og utan-
ríkisviðskiptabanka Rússlands
um tilhögun lánveitinga til rússn-
eskra kaupenda á saltsíld frá ís-
landi.
Að sögn Björns Tryggvasonar
aðstoðarbankastjóra Seðlabankans
standa vonir til að skrifað verði und-
ir samninga á föstudag. Áður hafði
verið vonast til að samningsgerð
lyki á þriðjudag. Um er að ræða lán
að upphæð þriggja milljóna dollara
eða rúmlega 170 milljóna íslenskra
króna, sem dugir til að kaupa 30
þúsund tunnum af sfld.
réttindi Vikurvara hf.
Eimskip fluttu í fyrra 153 þúsund
tonn í strandflutningum, þar af um
17 þúsund tonn af vöru sem tengist
millilandaflutningum. 1990 flutti
félagið 137 þúsund tonn og jukust
flutningarnir um 12% aukning á
milli ára. Að sögn Þorkels komu
skip félagsins reglulega við á um
20 höfnum úti á landi, þar af var
vikuleg viðkoma á 12 höfnum. Tvö
skip hafa verið í þessum flutningum,
Reykjafoss, sem lestar um 300
gáma, og Stuðlafoss, sem lestar um
100 gámum.
Guðmundur Einarsson forstjóri
Ríkisskipa sagði að félagið hefði
flutt um 120 þúsund tonn í strand-
flutningum árið 1990 en tölur fyrir
síðasta ár lægju ekki fyrir. Þó hefðu
flutningar heldur dregist saman á
því ári.
Samskip fluttu á síðasta ári 74
þúsund tonn í strandflutningum sem
var 29% aukning frá 1990.
Meðal nýrra fastra viðkomustaða
Eimskipa verður Höfn í Hornafirði.
Áður hefur félagið siglt þangað
óreglubundið. Einnig verður komið
við reglulega á nokkrum höfnum á
Vesturlandi og hugsanlega einnig á
Norðurlandi. Eimskip hefði verið
með vikulegar viðkomur á stærstu
stöðunum og hálfsmánaðarlega á
smærri stöðum. Félagið mun nú
hafa viðkomu vikulega á langflest-
um stærri hafnanna úti á land'i, að
sögn Þorkels.
Morgunblaðið/Jón Stefánsson
Lúðvík Friðriksson til hægri á tali við lögregluþjón og viðskipta-
vini í Kársneskjör í gærkvöldi eftir ránstilraunina.
Grímuklæddur ungl-
ingur gerði tilraun
til að ræna verslun
GRÍMUKLÆDDUR unglingur gerði tilraun til að ræna matvöru-
verslunina Kársneskjör við Borgarholtsbraut í Kópavogi á tíunda
tímanum í gærkveldi, en verslunin er opin fram eftir kvöldi.
Afgreiðslumanni í búðinni tókst með hjálp aðvífandi viðskipta-
vins að yfirbuga ránsmanninn og er hann í vörslu lögreglunnar.
„Eg var einn að vinna og um
leið og ég kom fram þá stóð
hann við kassann með þessa
lambhúshettu yfir hausnum og
skipaði mér að opna. Fyrst hélt
ég að þetta væri einhver sem
væri að gera grín að mér, en
þegar hann gaf mér á kjaftinn
sjá ég að það var einhver alvara
á bak við þetta og fór bara í
hann,“ sagði Lúðvík Friðriksson,
sem var við afgreiðslu í búðinni.
Hann sagði að ránsmaðurinn
hefði reynt að sleppa en honum
hefði tekist að handsama hann
fyrir utan búðina og hafa hann
undir. Síðan hafí einn af föstum
viðskiptavinum í búðinni komið
aðvífandi honum til aðstoðar og
maður á efri hæðinni hafi gert
lögreglu viðvart.
Lúðvík sagði að maðurinn
hefði verið óvopnaður en veitt
hraustlega mótspyrnu þar til tek-
ist hafi að ná af honum lambhús-
hettunni, þá hafi hann róast.
Hann sagðist vera ómeiddur eftir
átökin, en nokkuð lerkaður.
„Honum tókst að beija aðstoðar-
mann minn eitthvað líka. Hann
reyndi náttúrlega greyið að
sleppa eins og hann ætti lífið að
leysa. Menn verða svo sterkir
þegar örvæntingin gefur þeim
afl,“ sagði Lúðvík.
Fyrrum sov-
étlýðveldi
viðurkennd
fullvalda
í SAMRÆMI við ákvörðun ríkis-
sljórnarinnar hefur Jón Baldvin
Hannibalsson utanríkisráðherra
staðfest viðurkenningu íslands á
fullveldi og sjálfstæði eftirtalinna
ríkja: Ukraínu, Hvíta-Rússlands,
Armeníu, Moldavíu, Kasakstan,
Aserbaídsjan, _ Tadsjikistan,
Túrkmenistan, Usbekistan og
Kirgisistan.
Ólafur Egilsson, sendiherra ís-
lands í Mosvku, hefur átt fundi með
fulltrúum þessara ríkja í Moskvu og
afhent þeim bréf utanríkisráðherra
jafnframt því að gera grein fyrir
höfuðatriðum samskipta Islands og
fyrrum Sovétríkjanna á undanförn-
um árum. Síðar verður ákveðið í
samráði við hin nýju lýðveldi og á
grundvelli gagnkvæmra hagsmuna,
hvernig samskiptum íslands við þau
verður hagað.
----» ♦ ♦---
Ikveikja í
Wathne-húsi
Vettvangsrannsókn hefur leitt
í ljós að um íkveikju var að ræða
þegar svokallað Wathne-hús á
Seyðisfirði gjöreyðilagðist í
bruna aðfaranótt þriðjudags.
Vart varð við brunann uppúr kl.
1 um nóttina en klukkustundu síðar
var húsið alelda. Þrjá tíma tók að
slökkva eldinn. Húsið er talið gjör-
ónýtt eftir brunann.
Pétur Ein-
arsson hætt-
ir sem flug-
Aflamiðlun:
Viðurlög við útflutningi uni -
fram heimildir verða þyngd
ÁKVEÐIÐ var á fundi stjórnar Aflamiðlunar í gær að þyngja viður-
lög við útflutningi umfram heimildir vegna umræðu um að þau væru
ekki nægilega hörð, að sögn Vilhjálms Vilhjálmssonar framkvæmda-
stjóra Aflamiðlunar. Ákveðið var að sá, sem flytti út umfram heimild-
ir Aflamiðlunar fengi ekki úthlutun í tiltekinn lágmarksvikufjölda og
við ítrekaðan útflutning umfram heimildir yrðu viðurlögin tvöfölduð,
að sögn Vilhjálms.
Vilhjálmur Vilhjálmsson segir að
Aflamiðlun hefði veitt heimild til
útflutnings á 24 gámum af karfa
og ufsa til Þýskalands til sölu í þess-
ari viku en væntanlega yrðu 28-29
gámar á markaðnum. Þó sé ekki
víst að þarna sé um útflutning um-
fram heimildir að ræða, því í gámun-
um geti verið tegundir, sem ekki
þurfí leyfi til að flytja út en það
komi í ljós þegar sölutölur liggi fyr-
ir, í síðasta lagi nk. mánudag. „Hins
vegar liggur nokkuð ljóst fyrir að
enginn aðili hefur flutt út alfarið án
heimilda í síðustu viku.“
Vilhjálmur segir að halda eigi
næsta stjómarfund hjá Aflamiðlun
að hálfum mánuði liðnum, nema í
ljós komi að flutt hafí verið út um-
fram heimildir en þá verði fundurinn
væntanlega haldinn fyrr. Á fundin-
um verði endanlega ákveðið hvernig
viðurlögin við útflutningi umfram
heimildir verða hert.
Rán HF fékk 94 króna meðalverð
fyrir karfa í Þýskalandi í gær en
Engey RE fékk um 100 króna með-
alverð sl. mánudag og um 90 krónur
sl. þriðjudag. í síðustu viku fékk
Ögri RE hins vegar 156 króna með-
alverð í Þýskalandi á mánudag,
Skagfírðingur SK 142 krónur á mið-
vikudag og Sléttanés ÍS 112 krónur
á fimmtudag. Hoffell SU átti að
selja 185 tonn í Þýskalandi í dag,
fímmtudag, en vegna verðfallsins
hefur verið ákveðið að skipta sölunni
á fimmtudag og föstudag, að sögn
Vilhjálms. „Skýringin á þessu verð-
falli í Þýskalandi er að .hluta til sú
að á föstudag voru sett lög á fær-
eyska sjómenn, sem verið höfðu í
verkfafli. Þegar færeyski flotinn fór
á veiðar á ný barst sá kvittur um
markaðinn í Þýskalandi að Færey-
ingar myndu selja þar fersk karfa-
flök strax í þessari viku. Hins vegar
þykir nú nokkuð ljóst að flökin ná
ekki inn á markaðinn fyrr en í næstu
viku. Færeyingar hafa selt 13-130
tonn af ferskum flökum á viku í
Þýskalandi en það samsvarar um
40-400 tonnum af heilum karfa.
Færeyingar Hafa selt flökin fyrir
7-7,50 þýsk mörk kilóið en við höfum
fengið 8,50 marka meðalverð fyrir
karfa í Þýskalandi, miðað við eðli-
lega nýtingu, en enginn vinnslu-
kostnaður er tekinn inn í þá útreikn-
inga. Miðað við flök eru Færeyingar
því að undirbjóða okkur um lágmark
40 krónur á hvert kíló af flökum.
Þeir hafa hins vegar fengið styrki,
sem numu fyrir áramót 22 krónum
fyrir hvert landað kíló af karfa, en
á fískmörkuðunum hér fékkst 37
króna meðalverð fyrir karfa í fyrra,“
segir Vilhjálmur.
málastjóri
PÉTUR Einarsson flugmálastjóri
hefur sagt embætti sínu lausu frá
og með 1. júní næstkomandi, en
mun eftir þann tíma vinna fyrir
samgönguráðherra í tvö ár að
sérstökum verkefnum sem tengj-
ast flugmálum.
Pétur staðfesti í samtali við
Morgunblaðið að hann hefði sagt
starfí sínu lausu en vísaði að öðru
leyti á Halldór Blöndal samgöngu-
ráðherra. Samgönguráðherra sagði
í samtali við Morgunblaðið að Pétur
Einarsson hefði komið að máli við
sig og sagst vilja skipta um starfs-
vettvang eftir 9 ár í erfiðu og um-
fangsmiklu starfi flugmálastjóra.
Því hefði verið gerður samningur
um starfslok með fyrrgreindum
hætti. Ráðherra sagði að þetta hefði
alfarið verið ákvörðun Péturs og
enginn ágreiningur þeirra á milli
byggi þarna að baki.
Tilviljun að við
fundum beinin
VÍGLUNDUR Kristjánsson, gijóthleðslumaður, segir að það hafi
verið algjör tilviljun að hann og félagi hans Óli Þór Alfreðsson
hafi komið niður á gömul mannabein er þeir unnu við undirstöður
virkisins á Skansinum í, Vestmannaeyjum á mánudag. Þeir hafi
grafið aðeins dýpra en venjulega og komið niður á beinin. Þór
Magnússon, þjóðminjavörður, reiknar með að um mannabein frá
fornöld sé að ræða. Mjöll Snæsdóttir, fornleifafræðingur, bíður eft-
ir flugi til Vestmannaeyja til að rannsaka beinin.
„Við vorum að grafa þarna und-
ir veggbroti, sem átti að hlaða,
fórum þá frekar dýpra en venjulega
og komum ofan á bein. Fyrst héld-
um við að þama væru dýrabein,
af því að við höfðum fundið dálítið
af svoleiðis beinum, en svo tókum
við ofan af stórum legg og kom þá
í Ijós fótbein, alveg upp að mjaðm-
arlið og tábeinin. Við mjaðmar-
stykkið fundum við síðan vafðan
vírtvíþáttung, sem talið er vera
armband, og svo fundum við lítið
járnstykki. Við vissum ekki hvað
það var en utan á því var lítil hár-
greiða. Þarna fundum við líka tvo
steina og var okkur sagt að annað
væri tinna og hitt gæti verið ein-
hver konár skrautsteinn a.m.k.
steinn sem ekki finnst hér í Vest-
mannaeyjum. Svona steinar finnast
frekar þar sem jöklar hafa farið
yfír,“ sagði Víglundur Kristjánsson
í samtali við Morgunblaðið. Þá
, t Morgunblaðið/Sigurgeir
Víglundur og Oli Þór fundu beinin sem sjást á innfelldu myndinni.
sagði hann að beinin væru mjög
feyskin og virtust vera af fremur
stórum manni.
Víglundur hefur ásamt Ólafi Þór
unnið að því að endurnýja virkið á
Skansinum frá því 17. september
en ætlunin er að ljúka þeim hluta
sem unnið ér að um mánuðamótin
mars og apríl. Elstu heimildir um
virkið eru frá 1586.