Morgunblaðið - 08.02.1992, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 08.02.1992, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. FEBRÚAR 1992 27 „Með krafti“ í Kring'lunni DAGANA 7. til 15. febrúar verð- ur í Kringlunni kynning-in „Með krafti“ þar sem áhersla er lögð á vetrarferðir, útivist, farartæki til vetrarferða, vetraríþróttir, fatnað og búnað. Á meðan á kynningu þessari stendur verða sýndir á göngugötum Kringlunnar vélsleðar og torfæru- tröll, bæði sérútbúnir bílar og jepp- ar frá helstu bílaumboðunum. Al- menningi gefst m.a. kostur á að að skoða „fjallahótel" Benedikts Eyjólfssonar og jeppann sem var ekið upp á Hvannadalshnjúk. Þá munu félagar úr ferðaklúbbnum 4x4 koma í nokkur skipti og sýna torfærutröll sín á Kringlutorginu sunnan við húsið. Einnig verður kynntur ýmiss búnaður fýrir jeppa og vélsleða. Æskulýðs- og tómstundaráð Reykjavíkur og Bláíjallanefnd kynna aðstöðu til vetraríþrótta í Reykjavík og nágrenni. Ferðafélag íslands og Útivist kynna gönguferð- ir, Ferðaþjónusta bænda veitir upp- lýsingar um bændagistingu og Flugleiðir kynna helgarferðir til Akureyrar, ísafjarðar og skíðaferð- ir til Austurríkis. Einnig munu Landmælingar íslands sýna kort og kortagerð. Þá munu verslanir í Kringlunni og nokkrir íslenskir framleiðendur kynna fatnað og búnað til útiveru. (Fréttatilkynning) Leikarar og aðstandendur sýningarinnar Tívólí. Tívólí - 60. nemendamót Verslunarskóla Islands AUKASÝNING á Tívólí, sýningu sem Verslunarskólanemar settu upp á 60. nemendamóti skólans, verður sunnudaginn 9. febrúar á Hótel íslandi og hefst kl. 15.00. Sýningin er byggð á tónlist og öðru skemmtiefni Stuðmanna. Um 100 manns taka þátt í sýn- ingunni. Leikstjóri er Ástrós Gunnarsdóttir. Úndirleik annast hljómsveitin Ný Dönsk. Nokkur lög úr sýningunni eru þegar far- in að hljóma á útvarpsstöðvun- um, þ.á m. „Fljúgðu" og „Búk- alú“. Fyrirlestraröð um kenn- ingar sálgreiningarinnar ÞERAPÍA hf. gengst fyrir fyrirlestraröð, sem standa mun út allt þetta ár og hefst næstkomandi mánudag, 10. febrúar með fyrir- lestri um „Uppruna og þróun sálgreiningar". Fyrirlestrarnir verða fluttir í stofi 201 í Odda, húsi Háskóla íslands og hefjast klukkan 20. Fyrirlestraröðin er í fjórum lotum og fjallar hin fyrsta, sem stendur yfir í febrúar og mars um undir- stöðuhugtök sálgreiningar. Næsta lota fjallar um sama efni og verður flutt í 5 fyrirlestrum og verður sá fyrsti haldinn í lok aprfl, en aðrir í maímánuði. Þriðja lota, sem ber yfírskriftina „Samtalsmeðferð" verður í 6 fyrirlestrum og stendur yfír í september og október og fjórða og síðasta lota verður flutt í 6 fyrirlestrum í nóvember og byijun desember. Hún ber hina hina fræði- legu yfirskrift „Psychopathology". Þátttökugjald er fyrir hveija lotu. Fyrirlesarar eru: Halldóra Ólafs- dóttir, Hulda Guðmundsdóttir, Leiðrétting í FRÉTT af vígslu Stóðhestastöðvar ríkisins á Gunnarsholti, þar sem getið var þeirra, sem staðið hefðu að smíði og frágangi hússins, mis- ritaðist heiti vélsmiðjunnar, sem nefnd var. Hún heitir Vélsmiðja Guðjóns Ólafssonar, Reykjavík. Hlutaðeigendur eru beðnir velvirð- ingar á þessu. Högni Óskarsson, Ingvar Kristjáns- son, Mágnús Skúlason, Oddur Bjarnason og Siguijón Bjömsson. Sænsk teikni- mynd um Einar Askel sýnd í Nor- ræna húsinu Kvikmyndasýning fyrir börn verður sunnudaginn 9. febrúar kl. 14.00 í fundarsal Norræna hússins. Sýndar verða fjórar teiknimyndir um Alfons Áberg eða Einar Áskel eins og hann heitir á íslensku. Gunilla Bergström er höf- undur bókanna um Einar Áskel og hafa þær komið út á íslensku og eru mjög vinsælar meðal yngri barna. Sýningin tekur um klukkustund og er aðgangur ókeypis. Athugasemd frá Starfs- mannaráði Borgarspítala VEGNA FRÉTTA að undanf- örnu og ummæla í bréfi frá stjórn Sjúkrastofnana Reykja- víkur um að starfsfólk spítal- Vitni vantar að árekstri EKIÐ var á hvítan Mitsubishi Lancer, JV-148, þar sem hann stóð kyrrstæður á bílstæði ís- landsbanka hf. við Smiðjuveg 1 í Kópavogi milli kl. 15,10 og 16.40 miðvikudaginn 5. febrúar. Hægri hlið bifreiðar- innar var stórskemmd. Þeir, sem geta gefið vís- bendingu um hver hafi valdið skemmdunum á bílnum eru beðnir að snúa sér til lögregl- unnar í Kópavogi. ans hafi boðist til að taka á sig skerðingu launa, vill Starfs- mannaráð Borgarspítalans vekja athygli á því að hér er einungis átt við sérfræðinga spítalans í læknastétt. Þetta tilboð lækna um að taka á sig kjaraskerðingu var gert til að koma í veg fyrir uppsagnir. Kjaraskerðing þeirra nemur að jafnaði u.þ.b. 4% af grunnlaunum þeirra. Hins vegar er ljóst að kjara- skerðing mun bitna á flestöllu starfsfólki spítalans þar sem draga á úr yfirvinnu annarra en lækna á spítalanum sem nemur 5% eða sem svarar 25 milljónum króna. Starfsfólk spítalans hefur sýnt já- kvætt viðhorf gagnvart þeim að- haldsaðgerðum sem eru innan skynsamlegra marka, skila raun- verulegum sparnaði og sem skerða sem minnst þjónustu við sjúklinga spítalans. Skólamálafundir í ♦ skólum Reykjavíkm* FORELDRA- og kennarafélög í grunnskólum borgarinnar boða til funda um skólamál mánudag- inn 10. febrúar. Þar verða flutt Tónleikar á veg’um Tón- listarskóla Kópavogs TÓNLISTARSKÓLI Kópavogs heldur tónleika á sal skólans í Hamraborg 11,3. hæð þriðjudag- inn 11. febrúar klukkan 20,30. Fram koma nemendur á ýmsum stigum náms í píanóleik, en einnig verður fluttur 1. þáttur úr kvartett fyrir klarinettu, fíðlu, selló og píanó eftir Paul Hindemith. stutt ávörp og síðan eru fyrir- spurnir og almennar umræður. Margar spurningar brenna á foreldrum í Ijósi sparnaðarað- gerðar ríkissljórnarinnar og hvernig þær munu koma til framkvæmda í grunnskólunum næsta skólaár. Fundir verða í eftirfarandi skól- um: í Laugarnesskóla kl. 20.00. Að fundinum standa foreldra- og kennarafélögin í Langholts-, Laugarnes-, Laugalækjar- og Vogaskóla. í Austurbæjarskóla kl. 20.30 og í Safamýrarskóla kl. 20.00. Sameiginlegur fundur for- eldra og kennara nemenda Árbæj- arskóla, Ártúnsskóla og Selás- skóla verður í Árbæjarskóla kl. 20.30. Miðvikudaginn 12. febrúar verður fundur í Æfínga- og til- raunaskóla Kennaraháskóla ís- lands kl. 20.30. Richard Korn, Reynir Sigurðsson og Sveinn Eyþórsson. Jazz með sunnudags- kaffinu í Kirkjuhvoli JASSTÓNLEIKAR verða haldnir sunnudaginn 9. febrúar 1992 kl. 15.00 í Kirkjuhvoli, Garðabæ. Þetta eru stuttir tónleikar (30-40 mín) þar sem kennarar Tónlistarskóla Garðabæjar flytja jass sem kynntur verður jafnóðum. Á eftir verður boðið upp á kaffi og kökur. Flytjendur á sunnudaginn eru: Sveinn Eyþórsson gítarleikari, Reynir Sigurðsson víbrafónsleikari og Richard Korn kontrabassaleik- ari. Tilgangurinn er að gefa Garðbæingum og öðrum gestum kost á að heyra góða tónlist flutta af kennurum Tónlistarskólans í tón- leikasal bæjarins í Kirkjuhvoli. Aðgangseyri verður stillt í hóf, kaffi og meðlæti innifalið. Ágóði ef einhver verður rennur í Listasjóð TG. Sjálfstæðisfélag Keflavíkur: írskur kennimaður kveður: Leiðrétting í Morgunblaðinu 5. febrúar var frá því sagt að írskur prestur sem ' hér hefur starfað undanfarin ár verði kvaddur í Safnaðarheimili kaþólska safnaðarins laugardags- kvöldið 11. febrúar. Þetta eru að sjálfsögðu mistök þar sem 11. febr- úar er á þriðjudegi enda er það þriðjudaginn 11. febrúar kl. 20.30 sem séra Róbert Bradshaw verður kvaddur í safnaðarheimilinu. ----» ♦ «--- Umskipti á blaðamarkaði FÉLAG áhugamanna um fjölm- iðlarannsóknir gengst fyrir opn- um fundi um þau umskipti sem nú eru að eiga sér stað í íslensk- um blaðaheimi, segir f fréttatil- kynningu frá áhugamönnunum. Fundurinn verður í stofu 101 í Odda þriðjudaginn 11. febrúar klukkan 20,30. Á fundinum verður leitast við að.svara spðurningum eins og „Er það til góðs eða ills að gömlu flokks- blöðin leggjast af? Eru umskiptin til marks um breytt hlutverk dag- blaða? o. s. frv. Til þess að ræða ■ málin mæta alþingismennimir Björn Bjarnason og Ólafur Ragnar Grímsson og Einar Sigurðsson blað- afulltrúi Flugleiða. Hver þeirra flyt- ur stutta framsöguræðu, en síðan verða umræður og fyrirspumir. Landhelgisgæslan flytji alla starfsemi sína til Keflavíkur AÐALFUNDUR Sjálfstæðisfé- lags Keflavíkur hefur ályktað og skorar á ríkisstjórn íslands að nú þegar verði hafinn undirbún- ingur að því að öll starfsemi Landhelgisgæslunnar verði flutt til Keflavíkur, þ.e. öll flugstarf- semi ásamt útgerð varðskipa og höfuðstöðvar. Fundurinn beindi. einnig ein- dregnum tillögum til ríkisstjómar- innar og þá sérstaklega til dóms- málaráðherra, að nú þegar verði tekið upp nánara samstarf á milli Landhelgisgæslunnar og björgun- arsveita varnarliðsins. Þessum tillögum Sjálfstæðisfé- lags Keflavíkur fylgir greinargerð, þar sem rökstuðningur er færður fyrir áðurnefndum tillögum. Þar segir m.a. að Keflavíkurflugvöllur sé fullkomnasti flugvöllur landsins. Þar em staðsettar fullkomnar björgunarþyrlur sem eð’lilegt er að þyrlusveit Landhelgisgæslunnar vinni sem mest með. Til þess að samstarf þessara aðila verði sem best er eðlilegt að öll flugstarfsemi Landhelgisgæslunnar flyttist til Keflavíkurflugvallar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.