Morgunblaðið - 08.02.1992, Síða 46

Morgunblaðið - 08.02.1992, Síða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ ÍÞRÓTTIR LAUGARDAGUR 8. FEBRUAR 1992 HANDKNATTLEIKUR / BIKARKEPPNI KVENNA IMýir meistarar krýndir? - eða fagna FH-stúlkur bikarmeistaratitlinum í dag eftir 11 ára hlé? VÍKiNGUR og FH, sem leika til úrslita íbikarkeppni kvenna í handknattleik í dag hafa, einu sinni mæst í úrslitaleik. Það var árið 1981 og þá sigruðu FH- stúlkur. Þetta vareini úrslita- leikur Víkings til þessa, en FH hefur nokkrum sinnum leikið til úrslita síðan án sigurs þó. Það ræðst því í dag hvort nýir bikarmeistarar verða krýndir í kvennahandboltanum eða hvort FH fagnar sigri öðru sinni. FH og Víkingur hafa leik- ið einn leik í íslandsmótinu í vetur og þá sigraði Víkingur nokkuð örugglega. Víkingsliðið er reyndar sigurstranglegra ef litið er á stöðuna í ísiandsmót- SKOTFIMI inu þar sem liðið hefur ekki enn tapað leik og er í efsta sæti. FHerífjórða sæti. Það er viss spenna í liðinu, enda er þetta í fyrsta skipti sem þessi hópur leikur alvöru úrslita- leik,“ sagði Inga Lára Þórisdóttir, fyrirliði Víkings. „Við höfum því lagt áherslu á að reyna að vinna á þessari spennu sem von- andi nær hámarki fyrri hluta dags og fjarar svo út. Það er mikilvægt að ná að leika af eðlilegri getu strax fyrstu mínútur leiksins." „Víkingur og FH eru mjög ólík lið. FH-steipurnar eru stórar og Hanna Katrin Friöriksen skrifar sterkar, en við erum með fljótari leikmenn og byggjum spil okkar því meira á hraða. Við eigum því von á að þær muni reyna að halda hraðanum niðri í leiknum. Ég held að það megi gera ráð fyrir spenn- andi úrslitaleik. Árangurinn í deild- inni til þessa segir ekki alla söguna því í bikarúrslitaleikjum getur allt gerst. Við mætum ákveðnar til leiks og stefnum að því að halda sigur- göngunni áfram. Ég spái því að við vinnum 21:19,“ sagði Inga Lára. FH leikur án Bjargar „Úrslitaleikurinn leggst vel í okk- ur FH-inga,“ sagði Hildur Harðar- dóttir, fyrirliði FH. „Við lékum síðast tii úrslita árið 1989, en höfum ekki unnið bikartitilinn frá því 1981 þannig að það er tími til kominn. Miðað við stöðuna á íslandsmótinu í dag er Víkingsliðið sigurstrang- legra, en það getur allt gerst í bikar- leikjum og við stefnum að sjálf- sögðu á sigur. Við leikum án Bjarg- ar Gilsdóttur á línunni, en hún hef- ur verið frá keppni frá áramótum vegna meiðsla í öxl.“ „FH hefur reynsluna fram yfir Víkingsliðið og það nýtist okkur vonandi. Það er langt síðan að FH hefur unnið titil í kvennahandbolta. Við höfum of oft lent í öðru sæti og það er kom- inn tími til að breyta ,því,“ sagði Hildur. „Ég spái því að við vinnum með tveggja marka mun, 19:17.“ Lygin sigrar — sannleikurinn vítlur! eftirCarlJ. Eiríksson 29. janúar sl. var haldinn aðal- fundur Skotfélags Reykjavíkur. Það gerðist á þessum fundi að þar voru, að tillögu stjórnar félagsins, sam- þykktar vítur á þijá menn, þar með undirritaðan, fyrir að virða ekki samþykkt aðalfundar félagsins 15. mars 1991 um að leggja skyldi nið- ur allar deilur. Stjómin benti á blaðagreinar sem ástæðu fyrir vítunum, en stjórnin benti ekki á nokkurt vítavert atriði í þessum greinum né rökstuddi hvers vegna þessar greinar væru vítaverðar. Voru þó gerðar ítrekað- ar fyrirspurnir í þá átt á aðalfundin- um. Ásökunum stjórnarinnar er alfar- ið vísað á bug, því það eru einmitt stjórn Skotfélags Reykjavíkur og stjórn Skotsambands íslands sem hafa brotið gegn samþykktinni frá 15. mars 1991 og hafa haldið deil- um áfram og gera það enn. Því má skjóta hér inn að furðu gegnir að fyrrverandi gjaldkeri, sem maður skyldi ætla að bæri mesta ábyrgð á fjármálum féiagsins 1990, sem núverandi stjórn hefur gagn- rýnt hvað harðast, skyldi ekki einn- ig verða víttur. Stjórn félagsins hefur alið á deil- um með því að hóta undirrituðum keppnisbanni í júlí 1991 fyrir að skrifa ferðaskýrslu, sem ritari stjórnar viðurkenndi þó í ræðu á aðalfundi að væri öll sannleikanum samkvæm. Er sannleikurinn svona hættulegur? í ferðaskýrslunni er reyndar hvergi hin minnsta gagn- rýni né óvinsamleg orð gegn Skotfé- lagi Reykjavíkur eða stjórn þess. Stjórnin hindraði lausn deilna með því að draga kæru fyrrverandi stjórnar til baka og koma þannig í veg fyrir að íþróttadómstóll gæti lokið störfum sínum, sem dómstóll- inn var byrjaður á við að leysa deil- ur vorið 1991. Stjórnin skapaði deilur með því að neita viðtöku bréfa; með því að vilja ekki biðja um hefðbundna tímasetningu Is- landsmóta og með því að hefja svo fyrst æfingar að þeim loknum! Stjórn Skotsambands íslands hefur ötullega haldið deilum gang- - BIKARURSLIT - í meistaraflokki kvenna í handbolta: FH - VÍKINGUR í Laugardalshöll laugardaginn 8. febrúar kl. 16.30. Heiðursgestur: Sigríóur Siguróardóttir, íþróttamaður órsins 1 964. Handboltaóhugamenn fjölmennum og hvetjum stelpurnar. Sætaferóir fram og til baka frá Kaplakrika í Hafnarfirði kl. 1 5.30 strax eftir leik FH og Fram í mfl. karla í íslandsmótinu, sem hefst kl. 14.00 í Kaplakrika. VCCEL Sjálfvirkt Smurkerfi SP4U SPARISJOÐUR HAFNARFJARÐAR andi með fjölmörgum ósönnum fréttum og greinum til fjölmiðla um skotfimi. Einnig með því að viður- kenna ekki Íslandsmet undirritaðs þótt þau séu sett á íslandsmeistara- mótum Skotsambandsins; með því að viðurkenna ekki flokkaárangur undirritaðs; með því að fejla niður vopnaskoðun á íslandsmeistaramóti 1991 sem á að vera skv. alþjóða- reglum til að hindra svindi og með því að skrökva að stjórn ÍSÍ um íslandsmetaskrá 1987. (Nýjasta frétt: Formaður Skotsambándsins hefur nú játað tilvist metaskrárinn- ar frá 1987 sem hvarf.) Ekki er vitað til að stjórn Skot- sambandsins hafi nokkurn tíma leiðrétt ósannar greinar sínar. Framangreind atvik kallar nú- verandi stjórn Skotfélags Reykja- víkur víst að leggja niður deilur, eða hvað? Svo þykjast sumir ekki skilja um hvað deilurnar snúast! Deilur leysast ekki með vítum á aðeins annan deiluaðilann, síst af öllu með órökstuddum vítum, og þær leysast ekki með einhliða sam- þykktum um að leggja niður deilur, þegar samþykkjandinn heldur deil- unum áfram. Höfundur er skotmnður. GETRAUNIR Um helgina Handknattleikur Laugardagur: Bikarúrslitalcikur kvenna: Höllin: Víkingur- FH...............kl. 16.30 1. deild karla: Kaplakriki: FH-Fram................kl. 14.00 Digranes: UBK - Selfoss............kl. 16.30 Garðabær: Stjarnan-HK..............kl. 16.30 2. deild karla: Fjölbr. Br.: Fjölnir - Völsungur.kl. 14 Seljaskóli: ÍR-UMFA..............kl. 14 Sunnudagur: 1. deild karla: Vikin: Víkingur-Valur............17.00 Strandgata: Haukar - ÍBV.........kl. 20 2. deild karla: Keflavík: HKN - Ármann...........kl. 20 Körfuknattleikur Laugardagur: Japísdeildin: Strandgata: Haukar-KR............kl. 14 Stykkish.: Snæfe|l-Þór...........kl. 14 1. deild karla: Hagaskóli: KFR-Höttur............kl. 14 1. deild kvenna: Grindavík: UMFG - KR...........kl. 15.30 Sunnudagur: Japísdeildin: Borgarnes: UMFS - iBK............kl. 16 Njarðvik: UMFN-Valur.............kl. 16 Sauðárkr.: UMFT - UMFG...........kl. 20 1. deild karla: Sandgerði: Reynir - Víkveiji.....kl. 17 1. deild kvenna: Seljaskóli: ÍR-Haukar............kl. 14 Kennarahásk.: ÍS - ÍBK....:......kl. 20 Blak Laugardagur: 1. deild karla: KA-húsið: KA-ÞrótturR............kl. 14 Hverag.: UMFSkeið-ÞrótturN....kl. 17.00 1. deild kvenna: Digranes: UBK-Sindri..........kl. 13.30 Bikarkeppni kvenna: KA-húsið: KA-Víkingur.........kl. 15.15 Sund Meistaramót Reykjavíkur fer fram í Sund- höll Reykjavíkur á morgun, sunnudag og hefst kl. 14. Keppt verður í ölium flokkum. Fimleikar Skrúfumót FSf verður haldið í fþróttahöll- inni á Akureyri í dag, laugardag. Þetta er mót i almennum fimleikum og er fjöldi kepp- enda um 200 frá 11 félögum á aldrinum 10 til 16 ára. Keppt verður í nýjum fimleika- stiga. Mótið hefst kl. 14. Badminton íslandsmót öðlinga- og æðsta flokks í bad- minton fer fram í dag, laugardag, í TBR- húsunum við Gnoðarvog og hefst kl. 13.30. Keppt verður í öllum greinum karla og kvenna. Keila , fslandsmót unglinga í keildu hefst um helg- ina. Keppt verður í 4 flokkum og spilað á þremur stöðum, Keilulandi, Keilubæ og Keiluhöllinni. Undanúrslit í bikarkeppni karla og kvenna fer fram í Öskjuhlíð í dag og hefst kl. 14. Billiard Fimmta opna Hörpu-mótið í snóker, sem forgjafarmót, verður í Ingólfsbilliard í dag og á morgun. Sex mót eru haldin og eru vegleg verðlaun í boði. Átta efst menn fá í verðlaun tveggja vikna ferð til Englands. Frjálsíþróttir Meistaramót öldunga innanhúss fer fram í Baldurshaga í dag, laugardag, og á morgun kl. 13 til 16 báða dagana. Golf Púttmót verður haidið í Golfheimum í Skeif- unni í dag. Menn geta komið á tímabilinu 8-20. Ís-Spor gengst fyrir mótinu. Félagslíf Pílukastkeppni Vals verður að Hlíðarenda í dag, laugardag, og hefst kl. 11. Stórleikur í Víkinni! Víldngur - Valur sunnudaginn 9 febrúar kl. 17.00. Handboltaunnendur, ekkert kæruleysi - mætum öll í Víkina. Áfram Víkingur! Skeljungurhf. Skeljungurhf. E'itkmuribodlvi" 6. leikv. 0 Coventry : Liverpool 3 2 7- 10-21 Everton : Queens Park R. 7 1 0 19-5 Luton : Norwich 4 2 3 13-8 Notts County : Arsenal 2 0 1 3-5 Oldham : Leeds 3 4 1 15-11 Sheffield Utd. : Manchester City 0 2 1 2-3 Wimbledon : Aston Villa 2 1 1 4-4 Barnsley : Cambridge 1 1 1 4-3 Bristol Rovers : Sunderland 0 1 0 2-2 Charlton : Southend 0 0 0 0-0 Grimsby : Blackburn 4 3 0 16-6 Newcastle : Bristol City 0 2 0 0-0 Treanmere : Wolves 0 0 0 0-0 Heimaleikir frá 1979 1 X 2 Mörk Úrslit Mín spá 1 x 2 UNGLINGAÞJÁLFUN 1 KSÍ fieldur bjálfaranámskeið - UNGLINGAÞJÁLFUN 1 - í íþróttamiðstöðinni, Laug- ardal, 14.-16. febrúar nk. Inntökuskilyrði: B-stig KSÍ. Verð kr. 8.000,- Skráning og nánari upplýsingar eru veittar á skrif- stofu KSÍ, sími 814444. GÓÐ ÞJÁLFUN - BETRI KNATTSPYRNA FRÆÐSLUNEFND.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.